Morgunblaðið - 25.06.2013, Side 24

Morgunblaðið - 25.06.2013, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is Gram heimilistækin eru vönduð í gegn Nilfisk þekkja allir Fyrsta flokks frá Fönix Allt á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Bílaverkstæði Dekkjaverkstæði Smurstöð Varahlutir Dagana 4. til 7. júlí nk. verður 27. Lands- mót UMFÍ haldið á Selfossi. Í fyrrasumar var Unglingalandsmót UMFÍ haldið í bænum og var það í alla staði mjög vel heppnað. Mótshaldarar horfa því með björtum augum til landsmótsins sem senn gengur í garð og leggja sig fram um að undirbúningur allur verði sem bestur, þannig að allt gangi upp þegar gestir mæta. Íþróttaaðstaða sem byggð hefur verið upp á Selfossi er með því besta sem gerist á landinu. Sundlaug, íþróttahús og íþróttavellir eru mið- svæðis í bænum og mynda skemmti- lega umgjörð um mót þar sem keppt er í mörgum greinum. Stutt er í önn- ur keppnissvæði, golfvöll, mótókross- braut og keppnissvæði hestamanna. Sveitarfélagið Árborg hefur lagt verulega fjármuni í uppbyggingu íþróttamannvirkja á liðnum árum og hefur sannast að þeim peningum hafi verið vel varið. Ánægja íbúa og gesta hefur verið mikil með hina góðu aðstöðu sem hefur verið sköpuð og íþróttastarfið hefur blómstrað. Keppt verður í fjöl- mörgum íþróttagrein- um á landsmótinu. Gert er ráð fyrir um tvö þús- und keppendum á svæð- ið, þar á meðal fjölda af- reksmanna í öllum íþróttagreinum og búist við fjörugri og spennandi keppni. Það mun ekki væsa um keppendur og aðstand- endur þeirra, enda vel búið tjald- svæði skammt frá helstu keppn- isstöðum, auk þess sem keppendum býðst að venju að gista í skólastofum, óski þeir þess. Afþreying verður í boði fyrir keppendur og aðra gesti víðsvegar um bæinn. Á Selfossi er fjölbreytt þjónusta í boði, hvort held- ur er í verslunum, matsölustöðum, gistingu eða öðru. Á Eyrarbakka og Stokkseyri er úrval safna og afþrey- ingar og kjörið að skreppa þangað á Skundum á landsmót Eftir Ástu Stefánsdóttur Ásta Stefánsdóttir » Starf sjálfboðaliða að íþróttamálum verð- ur seint nægilega þakk- að, en án þess væri mótahald af þessari stærðargráðu illgerlegt. Höfundur er framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. milli dagskrárliða eða að keppni lok- inni. Fjöldi sjálfboðaliða mun starfa við mótið að venju og koma félagar í íþróttafélögunum á Suðurlandi myndarlega að framkvæmd og und- irbúningi mótsins. Starf sjálfboðaliða að íþróttamálum verður seint nægi- lega þakkað, en án þess væri móta- hald af þessari stærðargráðu ill- gerlegt. Af hálfu Sveitarfélagsins Árborgar hvet ég íþróttafólk til að mæta til keppni á 27. Landsmóti UMFÍ um leið og ég býð gesti og keppendur vel- komna og óska keppendum góðs gengis á mótinu. Ekki er annað að heyra en að landsmenn hafi fulla trú á að hin nýja ríkisstjórn og von- andi samstillt til verka taki á ýmsum málum sem bíða úrlausnar á næstu mánuðum. Í því sambandi má t.d. nefna skipan ráðherra- nefndar til að taka á stökkbreyttum lánum og verðtryggingunni í núverandi mynd. Samsíða þarf að taka á háu vaxtastigi og keyra niður verðbólguna með samstilltu átaki og láta leiðrétta án tafar dæmd og ólög- leg lán. Jafnframt þarf að stöðva uppboðsferlið sem tengist þessum lánum. Forsætisráðherra hefur boðað að aukin netsamskipti verði tekin upp hjá ríkisstjórninni í samskiptum við fólk og fyrirtæki. Með því sé hægt að bregðast fyrr við ábendingum um þarfar úrbætur í kerfinu. Þótt margt hafi verið gert eftir það mikla áfall sem þjóðin varð fyrir við hrunið 2008, þá eru mörg og erfið mál sem bíða úrlausnar svo þjóðfélagið komist á betra rekstrarskrið. Ljóst er að það þarf kraft og þor í pólitíkina sem og víðar í kerfinu til þeirra verka. Tilkall margra er að stökkbreytt neyslulán verði leiðrétt sem fyrst hjá þeim sem lögðu fé í eignirnar/ fyrirtækin og tóku hófleg lán 2004- 2008. Öðrum verði veitt aðstoð með sértækum aðgerðum, t.d. barna- fjölskyldum. Huga þarf einnig að stökkbreyttum námslánum. Sem fyrr er ég þeirrar skoðunar að lánastofnanir eigi að leiðrétta þessi lán að vissu marki og síðan eigi það opinbera að koma þar að með vissum aðgerðum. Slík leiðrétting er hagur allra sem í hlut eiga í stað þús- unda gjaldþrota og þar með miklum afföllum á nefndum lánum og ýmsum þjóðfélagsvanda. Skoða þarf ábend- ingar um að mismunandi útreikn- ingar séu viðhafðir á verðtryggðum lánum sem og að eftirlit varðandi það sé ábótavant. Lántakendur eru varn- arlitlir gegn ægihrammi verðtrygg- ingarinnar og því flókna útreikninga- kerfi sem henni fylgir. Síðan þarf að koma til afnám á gjaldeyrishöftum með vissum aðgerðum, t.d. með skattlagningu á vogunarsjóðina/ snjóhengjuna og fleiri aðgerðum. Viss lækkun varðandi álögur gæti komið til framkvæmda 1. júlí nk. með því að afnema bifreiðagjaldið sem nemur um 80-100 þúsund kr. eða meira á meðal fjölskyldu pr. ár og lækka álögur á eldsneyti. Bifreiða- gjaldið er hreinn eignaskattur því það er lagt á þótt bifreið sé ekki hreyfð úr hlaði. Þessi aðgerð myndi skila sér til baka með ýmsu móti, en þá með meira jafnvægi gagn- vart greiðendum. Lækka þarf einnig hinar ýmsu álögur á nauðsynjavöru og síð- an almenna skatta eins fljótt og hægt er með endurskoðun á skattkerfinu/ undanskotum og taka samsíða á hinu víðtæka kennitöluflakki sem tíðkast hefur hér óheft í áraraðir. Þar er um tugi milljarða að ræða eða meira pr. ár samkvæmt upplýsingum skatt- yfirvalda. Hugsanlega mætti breyta auðlegðarskattinum í hóflega skatt- lagningu af útflutningsvörum sem tengjast auðlindum okkar. Endur- skoða/skerpa þarf hin ýmsu reglu- verk sem fyrst til að koma í veg fyrir svipaðar uppákomur og gerðust hér fyrir hrun þegar landið var því sem næst sett í þrot með ævintýra- mennsku og viðskiptabrellum víða í kerfinu. Ná þarf almennri sátt í kvótamálinu, auka þorskvótann um 35-40 þúsund tonn í samráði við Haf- rannsóknastofnun og efla verðmæti fiskafurða með framsæknum nýj- ungum eins og víða er verið að vinna að. Efla grunnstoðir þjóðfélagsins t.d. í heilbrigðis- og menntageiranum, löggæslu sem víðar og gera samsíða stórátak í að efla atvinnulífið og bæta með því launaumhverfið hjá þeim tekjulágu og starfskrefjandi stéttum. Samsíða þarf að bæta eftirlaunakerf- ið eins og ríkisstjórnin hefur boðað. Afleggja óþarfa rekstrareiningar hjá því opinbera og minnka/skoða sam- einingu rekstrareininga. Landsvirkjun, né önnur þjóðþrifa fyrirtæki í eigu almennings, á ekki selja. Þau tryggja landsmönnum vissa grunnþjónustu á hóflegu verði, t.d. rafmagn, hita, nettengingu og fleira og skapa auk þess arðgreiðslur í þjóðarbúið. Efla þarf útflutning/ viðskipti í hinum ýmsu greinum t.d. varðandi fiskeldi, hjá sprotafyr- irtækjum, í tækni- og iðngreinum, gagnavörslu og fleiru. Þar þarf það opinbera að koma myndarlega að verki varðandi starfsumhverfi og fleira. Efla landbúnað og aðra sjálfbærni í landbúnaðarframleiðslu. Þar eru margir möguleikar fyrir hendi. Gæta þarf að hóflegri í aukningu ferða- manna, þar er að ýmsu að hyggja t.d. varðandi ágang á náttúruperlur okk- ar og fleira. Veita frekar toppþjón- ustu eins og gert er víða og byggja þannig upp ferðaþjónustuna til fram- tíðar í stað skyndigróða og gjald- þrota. Hafa þarf í huga/tryggja að ekki verið gengið á gæði lands og sjávar í boðuðum framkvæmdum. Við þurfum á því að halda að þjóð- félaginu verði lyft upp á hærra plan á ýmsum sviðum eins og frægt skáld sagði forðum. Þar þurfa sem flestir að koma að verki bæði á hinum póli- tíska vettvangi og víðar. Tengja þarf launastéttirnar meira við atvinnulífið í landinu. Það er hægt að gera með ýmsu móti t.d. með möguleika á eignarhlut í góðum fyrirtækjum og fleiru. Sem sagt, meira samstarf í pólitíkina og við fólkið í landinu. Með því mun traust aukast gagn- vart kjörnum fulltrúum á Alþingi og þjóðfélagið/atvinnulífið líta bjartari augum á framtíðina. Þjóðfélagið kallar eftir aðgerðum Eftir Ómar G. Jónsson Ómar G. Jónsson »Mörg og erfið mál bíða úrlausnar svo þjóðfélagið komist á betra rekstrarskrið. Höfundur er fulltrúi og áhugamaður um uppbyggilegra þjóðfélag á ýmsum sviðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.