Morgunblaðið - 25.06.2013, Side 28

Morgunblaðið - 25.06.2013, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 ✝ Sigurður Jó-hannsson fædd- ist á Hnappavöllum 8. september 1924. Hann lést á hjúkr- unardeild Heil- brigðisstofnunar Suðausturlands 14. júní 2013. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Jó- hann Ingvar Þor- steinsson. Hann var yngstur þriggja sona þeirra en hinir voru: Þorsteinn bóndi og kennari í Svínafelli í Öræfum og Jón bóndi á Hnappavöllum. Þeir eru báðir látnir. Sigurður bjó félagsbúi með Jóni bróður sínum og Guðlaugu konu hans og seinna Gísla syni þeirra. Um árabil fór hann á vertíð á veturna og var fjór- tán vertíðir í Vest- mannaeyjum við fiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni og eftir það nokkrar vertíðir á Höfn. Haustið 1998 hætti hann búskap og flutti til Hafnar í Hornafirði og bjó lengst af í íbúð fyrir aldraða í Ekru. Þá færði hann sig yfir á dvalarheimilið í Mjallhvít og það- an fór hann svo síðastliðið haust á hjúkrunardeildina. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. Útför Sigurðar fer fram frá Hofskirkju í Öræfum í dag, 25. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Nú í gróandanum miðjum hafa tveir af okkar mætu sveitungum kvatt þennan heim með viku millibili, Guðlaugur Gunnarsson í Svínafelli og Sigurður Jóhanns- son á Hnappavöllum. Þeir voru jafnaldrar og undir það síðasta herbergisfélagar á Heilbrigðis- stofnun Suðausturlands. Útför Sigurðar er gerð í dag frá Hofs- kirkju. Þegar Sigurður, eða Siggi í Hjáleigunni, eins og hann var jafnan kallaður, fæddist voru átta heimili á Hnappavöllum og þar bjuggu samtals um 60 manns. Þótt heimilunum fækkaði fljótlega í sex voru þau mann- mörg og börn og ungmenni að alast upp á flestum bæjum. Það var því líf og fjör á Hnappavalla- torfunni í uppvexti Sigga. Siggi var ólatur maður og oft hljóp hann við fót. Hann var lipur í öllum samskiptum, hjálpsamur og greiðvikinn og því nutum við góðs af. Laginn var hann að eiga við vélar og tæki. Raunar lék allt í höndunum á honum. Til dæmis var hann flinkur bókbindari, lærði þá list í heimahúsum. Hann var líka bókelskur maður og minnugur á það sem hann las. Verkin hans Sigga sjást víðar í Öræfum en í Vestur-Hjáleigunni því hann var afbragðs smiður og vann mikið við smíði samkomu- hússins Hofgarðs, Slysavarna- hússins Kárabúðar og fleiri bygginga sem bera hagleik hans vitni. Þegar íbúðar- og útihúsa- byggingar stóðu yfir heima hjá okkur í Austur-Hjáleigunni komu nágrannarnir með sín verkfæri og tóku óspart til hend- inni. Siggi þar á meðal. Svo var gott að eiga hann að ef Fergu- soninn var eitthvað í fýlu. Hann kunni lagið á honum, enda var Ferguson heima hjá honum líka. Þeir voru þrír á torfunni. Eftir að við misstum föður okkar árið 1962 þurftum við ein- att að leita til okkar góðu granna á hinum Hnappavallabæjunum. Ásdís var vélamanneskjan, hún gleymir því aldrei þegar hún var að slá lítinn skika við erfiðar að- stæður og lenti í sjálfheldu þann- ig að skurðir göptu við henni bæði í bak og fyrir. Þá var Siggi í Hjáleigunni kallaður til og af sinni alkunnu lagni tókst honum að leysa vandann. Guð blessi frænda okkar Sig- urð Jóhannsson. Með honum eru gengnir allir þeir innfæddu Hnappvellingar sem voru fulltíða þegar við vorum börn en höfðu í æsku leikið sér á sömu bölum og við gerðum, lært á sama lands- lagið og rekið kýrnar eftir sömu götunum. Þeir leiðbeindu okkur og reyndust okkur vandaðar og hollar fyrirmyndir. Við minn- umst þeirra allra með virðingu og þakklæti fyrir trausta sam- fylgd. Austur-Hjáleigusystkinin, Ásdís, Gunnþóra og Sigurður. Minningar mínar um Sigga frænda minn ná svo langt aftur sem ég man enda bjó hann á æskuheimili mínu meðan ég átti þar heima og reyndar miklu lengur. Í Vestur-Hjáleigunni á Hnappavöllum sleit Siggi barns- skónum, heimilið var mannmargt og heimilisfólkið á öllum aldri. Hann lauk barnaskólanámi um fermingu og þar með lauk hans skólagöngu. Hann fór snemma að taka þátt í bústörfunum eftir því sem getan leyfði. Með tím- anum færðist búreksturinn yfir á þá bræður hann og Jón, föður minn, og bjuggu hann og foreldr- ar mínir í félagi alla tíð og síðustu árin ásamt Gísla bróður mínum. Í búskapartíð Sigga og pabba urðu miklar breytingar á búskapar- háttum í landinu, vélvæðingin hófst og samfara henni jókst ræktun og búið stækkaði. Þeir byggðu bæði íbúðarhús og gripa- hús. Þær framkvæmdir hvíldu mikið á Sigga því hann var góður smiður. Með búskapnum vann Siggi við ýmislegt sem til féll í sveitinni t.d. sauðfjárslátrun, vegavinnu og byggingarvinnu. Sveitungarnir hjálpuðu hver öðr- um þegar þeir stóðu í fram- kvæmdum og hann var þar vel liðtækur. Þegar við Ragnar byggðum húsið okkar í Akurnesi nutum við aðstoðar hans og góð- mennsku. Siggi fór í mörg ár á vertíð á veturna bæði í Vestmannaeyjum og á Höfn. Það var alltaf tilhlökk- unarefni að Siggi kæmi heim af vertíðinni á vorin og forvitnilegt að sjá hvað hann væri með í far- teskinu. Oft voru það einhver verkfæri og allt voru þetta hlutir sem komu að góðu gagni fyrir heimilið og búið. Okkur systkin- unum færði hann líka ýmislegt. Siggi tók bílpróf í Vestmannaeyj- um og keypti síðan Land Rover- inn. Árið 1998 tók Siggi þá ákvörð- un að hætta búskap og flytja austur á Höfn. Það var stór ákvörðun og kostaði mikla yfir- vegun en aldrei varð ég þess vör að hann iðraðist. Haustið 2001 flutti hann í íbúð í Ekru. Honum leið mjög vel í Ekrunni. Þar var þægilegt að taka þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara sem hann gerði og hafði mikla ánægju af. En smátt og smátt fór heilsan að láta undan síga og þá flutti hann fyrst á dvalarheimilið í Mjallhvít og svo á hjúkrunardeildina. Siggi las mikið og var mjög minnugur og gott að sækja til hans ýmsan fróðleik, ekki síst um fyrri tíma. Hann var afar dag- farsprúður maður, skipti sjaldan skapi eða gerði sér rellu út af hlutunum, reyndi heldur að finna lausnir. Hann var mjög nákvæm- ur að eðlisfari og flanaði ekki að neinu. Hann gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfan sig, þær snér- ust þá helst um það að búa svo í haginn að hann gæti sem mest bjargað sér sjálfur svo aðrir þyrftu sem minnst fyrir honum að hafa. Hann gat verið ótrúlega hnyttinn í tilsvörum og hafði góð- an húmor. Nú ert þú kæri frændi minn lagður af stað í þína hinstu ferð. Aldrei fáum við að heyra þá ferðasögu, en ég hef trú á því að ferðin sú gangi áfallalaust fyrir sig og þegar leiðarenda er náð hittir þú gamla vini og þið takið nokkra slagi. Við systkinin í Vestur-Hjáleigunni þökkum þér samfylgdina og handleiðsluna sem þú veittir okkur af þínu ein- staka ljúflyndi. Hvíl í friði, elsku Siggi. Þín frænka, Ingunn Jónsdóttir. Sigurður Jóhannsson Hvað er heiman? Og hvað er heim? Orð, sögð um hið sama? Afsakið mig! Á engu veit ég skil. Enn er ég hægt og seint að verða til. (Þorsteinn frá Hamri) Þetta yfirlætislausa ljóð Þor- steins frá Hamri kemur í hugann er við minnumst kærrar vin- konu, nú þegar Sigrid Valtingoj- er hefur kvatt svo skyndilega. Sigrid var sífellt í förum heim og að heiman. Full eftirvæntingar nú í byrjun mars hélt hún til fundar við vini sína og vorið í Berlín, tók það jafnframt sér- staklega fram að ekki hlakkaði hún minna til að njóta íslenska sumarsins. Henni var ætluð önn- ur för. „Hvað er heiman?/Og hvað er heim?“ Um leit manneskjunnar Sigrid Valtingojer ✝ Sigrid Valt-ingojer mynd- listarmaður fædd- ist í Teplitz-Schönau í Súdetahéraði í Tékklandi 18. mars 1935. Hún lést á sjúkrahúsi í Berlín 8. maí 2013. Minningarathöfn um Sigrid Valt- ingojer fór fram í Iðnó 24. júní 2013. að heimkynnum, rótum og friði hverfðist líf vinkonu okkar að verulegu leyti. Á viðkvæmu skeiði barnæskunn- ar var Sigrid svipt heimkynnum sínum í Súdetahéruðum Mið-Evrópu og hrakin á vergang með fjölskyldu sinni. Í lok heimsó- friðar tók við að hefja nýtt líf og byggja nýja framtíð í Þýska- landi. Ósnortin náttúra og friðsæld Íslands norðan við heimsins stríð kann að hafa valdið því að hér fannst Sigrid hún eiga heima, þegar hún ferðaðist hingað sem ung kona. Hér settist hún að og héðan fór hún í skoðunarferðir sínar um heiminn. Ísland var löngu orðið hennar „heima“ eftir ríflega hálfrar aldar búsetu hér- lendis. Í íslenskt náttúrufar og þýsk- an menningararf sótti hún efni- við er í áranna rás varð uppi- staða í myndlist hennar. Henni hlotnuðust ýmis virt alþjóðleg verðlaun fyrir verk sín og lista- söfn víða um veröld eiga og varð- veita verk Sigrid Valtingojer. Segja má að Sigrid hafi verið í listrænni og persónulegri þróun til síðasta dags og í samræmi við það vel á sig komin jafnt andlega sem líkamlega. Við minnumst hennar sem náttúrubarns sem naut sín hvað best með kaffibolla úti í hrauni; hún var okkur gjöfull fé- lagsskapur, umhyggjusöm, á stundum svolítið umvöndunar- söm en fyrst og fremst sannur vinur. Við munum sakna hennar mikið. Sólveig, Ragna og Sylvía. Þegar ég og maðurinn minn kvöddum Sigrid eftir fallega kvöldstund á heimili okkar í febrúar óraði okkur ekki fyrir því að við værum að kveðja vin- konu okkar fyrir fullt og allt. Sigrid var á leið til Berlínar eins og svo oft áður og með vorinu ætlaði hún að koma aftur heim til Íslands í íslenska sumarið. Enn finnst mér hún vera á leið- inni heim frá Berlín eða ein- hverjum öðrum fjarlægum stað og hugsunin því óraunveruleg að Sigrid komi ekki aftur. Mér finnst ég hafa þekkt Sig- rid alla tíð. Alla vega mína graf- íklistatíð sem spannar síðastliðin þrjátíu ár. Heimkomin frá graf- íklistnámi erlendis kynntist ég Sigrid ásamt öðrum grafíklista- mönnum í félaginu Íslensk graf- ík. Í gegnum árin varð vinskap- urinn dýpri og þrátt fyrir að grafíkin væri sá þráður sem tengdi okkur alla tíð þá varð það vináttan, samræðurnar um listina og lífið sem munu lifa í minningunni um ókomna tíð. Að eiga samverustund með Sigrid, hvort sem var yfir kaffi- bolla, kvöldverði eða í göngutúr úti í náttúrunni var einstök upp- lifun. Sigrid hafði einstaka sýn og næmi fyrir umhverfinu. Hún var meðvituð um mikilvægi hins smáa jafnt sem hins stóra. Flest í umhverfinu sá maður með öðr- um hætti þegar hún var með í för líkt og hulu væri svipt frá skynjuninni. Þessar dýrmætu stundir með Sigrid fylltu mann bjartsýni á lífið og framhaldið. Sigrid var framúrskarandi listamaður og grafíker sem alltaf leitaði nýrra leiða í sinni list- sköpun. Hún staðnaði aldrei og varð einhvern vegin ekki eldri heldur í stöðugri endurnýjun bæði sem listamaður og mann- eskja. Hún þorði og var óhrædd að þræða ókunnar slóðir. Að mörgu leyti var hún fyrirmynd um hvernig maður vildi sjálfur lifa hin síðari ár ævinnar. Síðustu skilaboðin til mín frá Sigrid, sem eins og svo oft áður voru í tengslum við samræður okkar um lífið og hvernig tím- anum yrði best varið í hluti sem raunverulega skipta máli, var myndband af heimsfrægum hljómlistarmanni sem lék klass- íska tónlist fyrir almenning á lestarstöð í stórborg. Enginn þekkti þar til tónlistarmannsins og fæstir stoppuðu til að hlusta. Nokkrir köstuðu til hans pening líkt og til betlara. Sömu tónleika hafði þessi sami tónlistarmaður haldið kvöldið áður í virtum tón- leikasal fyrir fullu húsi áheyr- enda sem höfðu keypt miðann dýrum dómi. Að gefa sér tíma og taka eftir því sem vert er að taka eftir var nokkuð sem Sigrid kunni og gerði. Sigrid skilur eftir sig fallegt ævistarf sem kemur fram list hennar. Listaverk hennar bera vitni um einstaka listræna hæfi- leika, næmi fyrir umhverfinu og lífinu sjálfu. Hennar fallegu grafíkverk og minningin um ein- staka persónu og listamann munu lifa áfram. Far þú í friði elsku Sigrid – þakka þér fyrir þína góðu vin- áttu. Þín er og verður sárt sakn- að. Valgerður Hauksdóttir. ✝ Guðmar Andr-ésson fæddist að Eyjum í Strandasýslu 31. janúar 1955. Hann lést 14. maí 2013. Hann var sonur hjónanna Andrésar Sigurðssonar, bónda og sjó- manns, og Láru Jónsdóttur hús- móður. Guðmar var elstur fjögurra systkina. Systur hans eru Guðrún Ingi- björg, Anna og Andrea Sig- urrós. Guðmar ólst upp í Asp- arvík þar til fjölskyldan flutti til Sandgerðis þegar hann var á 11. aldursári. Þegar Guðmar var 14 ára tóku hjónin Elín Bjarnadóttir og Lárus Guðmunds- son í Ögri við Stykkishólm hann í fóstur og ólst hann upp hjá þeim til fullorðinsára. Fóst- ursystkini hans eru Sigríður Birna, Hallfreður Björg- vin, Sigrún Elín, Sigmunda Svala og Erla Dagmar. Guð- mar bjó í Stykkishólmi um ára- bil þar til hann flutti til Reykja- víkur. Á meðan hann hafði fulla stafsorku stundaði hann ýmis störf til sjós og lands. Útför Guðmars fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 22. maí 2013. Ljúfur, kátur og lítillátur eru orðin sem best lýsa Guðmari frænda en hann var líka ósér- hlífinn, fylginn sér og mikill grallaraspói. Við vorum 8-9 ára en Gummi 14 þegar hann kom fyrst til afa og ömmu í Ögur. Hann átti því litla samleið með þessum litlu frændum sínum til að byrja með en með tímanum urðum við samverkamenn, fé- lagar og vinir. Guðmar var léttur á sér, lipur og sérlega sterkur og hafði gam- an af að beita sér. Afi sagði líka að hann hefði erft vaxtarlag Jó- steins afa síns og að það væru sterkir menn sem að honum stæðu. Hann var líka ótrúlega vöðvastæltur á þessum árum. Þegar fréttamyndir birtast af fólki sem lagt hefur mikið á sig til að safna vöðvum verður manni oft hugsað til Gumma. Hann hefði bara þurft að vippa sér úr sjógallanum og klæða sig í sundskýluna til að verða tilbú- inn í hvaða fitnesskeppni sem er. Annað sem fylgdi þessu mikla líkamlega atgervi sem hann bjó yfir var að hann virtist geta hlaupið algerlega þindarlaust. Enda var hann sporléttur og út- haldsgóður í smalamennsku en var þó ekkert sérstaklega að æfa hlaup. Hann átti það til að taka upp á ýmsu til að sprella og grínast í okkur eins og til dæmis að stinga sér inn í nýuppsetta heygalta og skríða í gegn. Okkur stóð þá ekki alltaf á sama þegar frændi var horfinn á bólakaf í heyið og urðum þeirri stundu fegnastir þegar önnur höndin og síðan andlitið, brosandi út að eyrum, birtist út úr galtanum hinum megin. Þetta leika menn ekki eftir nema að vera einstak- lega liprir og sterkir. Það var gaman hjá Gumma þegar hann fékk bílprófið og eignaðist fyrsta bílinn. Þá var líka gaman hjá okkur og ófáir bíltúrarnir farnir á Volgunni með ELO eða ABBA ómandi úr segulbandinu. Guð- mar var ósérhlífinn og duglegur til vinnu og eftirsóttur starfs- kraftur til sjós og lands. Hann vann ýmis verkamannsstörf í Stykkishólmi en var þó mest til sjós. Lengst af var hann á bát- um frá Stykkishólmi en réri um tíma á bát frá Patreksfirði sem sigldi með aflann til Bretlands og þótti honum það talsvert mik- ið ævintýri. Hann hafði gaman af að kasta fram vísum en var þá ekkert að velta sér of mikið upp úr stuðlum og höfuðstöfum en hrynjandin og rímið var á sínum stað. Innihaldið var oftar enn ekki eitthvað spaugilegt eins og þessi ritdómur sýnir: Siggi yrkir upp á sport og heldur að það henti. En þessi er svo illa ort hún hæfir ekki á prenti. Hann Gummi var fylginn sér og hafði gaman af að taka vel á því og beita í senn kröftum og lagni. Frændi var í essinu sínu ef velta þurfti þungu grjóti í girðingarvinnu eða ná traktor með vogarafli upp úr festu. Ekki spillti þá fyrir ef við hinir réðum ekki við það. Þá beitti frændi sér sem aldrei fyrr og leit ekki upp fyrr en björninn var unninn. Þá horfði hann til okkar í senn sigri hrósandi og kíminn. Svona sjáum við Gumma frænda fyrir okkur hressan og kátan þó svo að mótlæti seinni ára hafi sett á hann annan svip um stund. Minningarnar lifa og draga upp í hugann myndir af góðum dreng sem gott var að eiga að og ljúft er að muna. Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson og Lárus Frans Hallfreðsson. Guðmar Andrésson ✝ Þökkum einlæga vináttu og hlýhug við andlát og útför ELLENAR BJARNADÓTTUR, Lellu, Naustahlein 22, Garðabæ. Guðmundur Sigurjónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Símon Ægir Gunnarsson, Helga Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Alma Guðmundsdóttir, Björn Jóhann Björnsson. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar, tengdasonar, bróður og frænda, INGÓLFS JÚLÍUSSONAR, Öldugötu 7A. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem studdu Ingólf í erfiðum veikindum og starfsfólki deilda 11 G og E á Landspítalanum. Fyrir hönd annarra vandamanna, Monica Haug.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.