Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
✝ Hálfdánía Ár-dís Jónasdóttir
fæddist á Sílalæk í
Aðaldal 11. janúar
1948. Hún lést á
gjörgæsludeild
Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri
16. júní 2013.
Foreldrar Ár-
dísar voru Jónas
Andrésson, bóndi
á Sílalæk, f. 5.
ágúst 1899, d. 6. okt. 1966 og
Guðrún Ármannsdóttir hús-
freyja, f. 28. okt. 1915, d. 30.
des. 2002. Systkini Árdísar eru
Vilhjálmur, f. 22. júní 1935,
Andrés Sverrir, f. 27. maí
eru Gunnlaugur Rafn, f. 8.
janúar 2003, Þröstur, f. 3.
mars 2005, Örn, f. 18. okt
2007.
Árdís ólst upp á Sílalæk í
Aðaldal, gekk í farskóla sveit-
arinnar og fór síðan í Hús-
mæðraskólann á Laugum í
Reykjadal. Ung að árum vann
hún öll algeng sveitastörf
heima og var í kaupavinnu á
sveitabæjum í nágrenninu. Ár-
dís vann á Hótelinu á Laugum
eftir útskrift úr Húsmæðra-
skólanum og fór síðan að
vinna í Skjaldarvík í framhaldi
af því. Þar kynntist hún eig-
inmanni sínum og fluttu þau
til Dalvíkur 1971. Undanfarin
30 ár hefur Árdís unnið á
Dvalarheimilinu Dalbæ á Dal-
vík.
Útför Hálfdáníu Árdísar fer
fram frá Dalvíkurkirkju í dag,
25. júní 2013, og hefst athöfn-
in kl. 13.30.
1937, Halldór, f.
15. des. 1942, Elín,
f. 12. apríl 1946,
Friðjón, f. 19. júlí
1952, d. 2. sept
1973, Guðmundur
Karl, f. 21. júlí
1954 og Þröstur, f.
25. ágúst 1956.
Eiginmaður Ár-
dísar er Rafn Hugi
Arnbjörnsson,
frjótæknir, f. 15.
ágúst 1949. Dóttir þeirra er
Eyrún Rafnsdóttir, félagsmála-
stjóri, f. 3 okt. 1971. Eig-
inmaður hennar er Ingvar Örn
Sigurbjörnsson, verkamaður,
f. 21. ágúst 1973. Synir þeirra
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku besta amma.
Þú varst alltaf svo góð, tókst
alltaf svo vel á móti okkur þegar
við komum til þín, hlý, alltaf til í að
spjalla og útskýra allt fyrir okkur,
nánast aldrei reið, fróð um alla
hluti og svo ofsalega góð við alla.
Alltaf máttum við koma með alla
vini okkar til þín og þú sagðir
bara, eruð þið komnir strákar
mínir og gafst okkur að drekka
eða bara vera heima hjá þér. Þú
bjóst til besta kakó í heimi, ynd-
islegar kökur en allra, allra best
var þó að kúra í ömmufangi.
Við söknum þín óendanlega
mikið en eigum líka sem betur fer
svo góðar og fallegar minningar
um þig.
Þú gleymist aldrei amma.
Gunnlaugur Rafn, Þröstur
og Örn Ingvarssynir.
Persónuframkoman sýndi og sannaði
öllum
Með sérstakri virðingu reifaðir störf og
mál.
Íslenska gestrisnin, hlýjan og hjarta-
mildin
Og höfðingjarausnin var grópuð í þína
sál.
Veitandi sólskini í sálir hins unga og
smáa
Sorgunum dreifðir og gerðir allt milt og
rótt.
Þín sanna og hreina og djúpstæða móð-
urmildi
Miðlaði öllum sem vantaði hlýju og
þrótt.
Þú reistir þér varða, sem aldrei mun
bresta né brotna,
Með brosunum, hlýjunni og þreki við
störf og mál.
Lifandi trú á hið göfuga góða og sanna
Var gjörandi máttur er skapaði bjarta
sál.
Áhrifin frá þér þau gleðja og geymast og
lifa
Geislunum hefur til samferðamannanna
stráð.
Sá alfaðir kær, er þú trúðir og treystir í
öllu
Taki á móti þér - veiti þér eilífa náð.
(Sigtr. Sigtr.)
Kær mágkona er látin langt um
aldur fram. Dísa mágkona hafði
alltaf verið heilsuhraust, því komu
þessi óvæntu veikindi öllum á
óvart. En það sannast enn og aft-
ur að enginn veit hvað morgun-
dagurinn ber í skauti sér. Glað-
lyndi, hlýja og ljúfmennska
einkenndi Dísu. Það kom best í
ljós á fjölda vina þeirra hjóna og
oft var þröngt setinn bekkurinn í
Öldugötunni. Það leið öllum vel í
návist hennar.
Aldrei sá ég hana skipta skapi
né hnjóða í nokkurn mann.
Þau hjón voru gestrisin með af-
brigðum og höfðingjar heim að
sækja. Dísa var snillingur í mat-
argerð og er mér minnisstæð
eldamennska hennar á villibráð.
Hún naut þess að fara í berjamó
og sultaði og saftaði afraksturinn.
Eins var hún prjónakona mikil og
eru þær ófáar lopapeysurnar sem
minna á handbragð hennar. Hún
hafði yndi af að rækta rósir og rós-
irnar hennar sunnan undir hús-
vegg bera nostri hennar vitni, en
þar var eitt blómahaf á sumrin.
Mesta yndi hennar voru þó ömm-
ustrákarnir þrír, sem alltaf áttu
öruggt skjól hjá ömmu og afa þeg-
ar mamma og pabbi voru að vinna.
Ég vildi að samverustundirnar
hefðu verið miklu fleiri. Við eigum
að njóta samvista við þá sem okk-
ur þykir vænt um oftar, allt í einu
er það orðið of seint.
Ég sakna hennar. Missirinn er
þó mestur hjá eiginmanni, dóttur,
tengdasyni og dóttursonum.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni
hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í vina-
hjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum
björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Rafn og fjölskylda, Guð
styrki ykkur á þessum erfiða tíma.
Minning mætrar konu lifir.
Klara systir.
Sorg ríkir á Dalvík og í sveitinni
hennar Dísu. Eftir langan og snjó-
þungan vetur komu loksins bjartir
og hlýir sumardagar. En þá er
Dísa ekki lengur hér. Lengi var
beðið eftir kraftaverkinu sem ekki
kom. En huggun okkar nú er að
hún vissi ekki af sér á meðan hinir
biðu. Ótímabær brottför hennar
virðist næstum óraunveruleg.
Hún var hraust og full lífsorku.
Ekkert benti til þess að hún væri á
förum héðan. Það eru aðeins örfá-
ar vikur síðan við sátum yfir kaffi-
bolla við eldhúsborðið mitt. Ég
sakna mágkonu minnar en geri
mér ljóst að það veldur sjálfselska
mín. Aðrir misstu meira, eigin-
maður hennar, einkadóttir,
tengdasonur og litlu ömmustrák-
arnir þrír. Ég verð að sætta mig
við að aldrei framar kemur hún í
heimsókn og aldrei framar fer ég
austur í gamla hús til þess að
heimsækja hana. Ég er þakklát
fyrir að hún var mágkona mín öll
þessi ár og aldrei bar skugga á
okkar kynni. Sumt fólk er þannig
gert að með einhverjum óútskýr-
anlegum hætti líður manni vel í
návist þess. Þannig var Dísa.
Blessuð sé minning hennar.
Með innilegri samúð hugsa ég
til ástvina hennar.
Sigrún Baldursdóttir Sílalæk.
Elsku Dísa, nú ertu farin frá
okkur svona skyndilega.
Dísa frænka í sveitinni, Sílalæk
og Dalvík.
Mig langar að minnast frænku
minnar í nokkrum orðum. Ég man
fyrst eftir henni fjögra ára gömul
þegar við fjölskyldan fluttumst í
Sílalæk. Dísa var þá byrjuð að
vinna í Skjaldarvík og kom ekki
oft heim. Ég hlakkaði mikið til að
Dísa frænka kæmi heim fyrstu
jólin okkar í sveitinni. Fyrir þessi
jól var mjög vont veður og frænd-
ur mínir Friðjón, Kalli og Þröstur
voru búnir að segja mér að jólin
kæmu örugglega ekki og hvað þá
Dísa vegna veðursins. En jólin
komu og Dísa frænka líka.
Við vorum bæði vinkonur og
frænkur eins og vera ber. Um vor-
ið kom Dísa aftur og þá sagði hún
mér að hún ætti kærasta og að
hann héti Rabbi. Ég spurði auðvit-
að strax „er hann sætur ?“ Hún
sagði að hann væri ágætur og hló
mikið sínum fallega hlátri. Svo
þegar Rabbi kom þá sá ég að þetta
væri þessi ást sem ég hafði heyrt
um. Þau voru sannarlega ástfang-
in. Mér var hreinlega hent út úr
gamla herberginu á Sílalæk.
Seinna þegar ég var þrettán ára
var ég hjá Dísu og Rabba á Dalvík
að passa Eyrúnu eitt sumar.
Fyrsta vinnudaginn minn spurði
Dísa mig hvort ég kynni að sjóða
kartöflur og fisk. Ég hélt nú það.
Ég átti að kveikja á hellunni hálf-
tólf og lækka svo. Ég gerði það
svo sem og fór svo bara að leika
við Eyrúnu. Þegar Dísa kom heim
í mat var ég grenjandi yfir illa
lyktandi og viðbrenndum kart-
öflum. Þá fékk ég þessi orð, grjón-
ið mitt, og stórt frænkuknús. Við
notuðum þessi orð gjarnan, grjón-
ið mitt, bæði þegar við heilsuð-
umst og kvöddumst. Löngu
seinna sagði ég Dísu að ég ætti
kærasta sem héti Rabbi, þá hló
hún mikið og spurði „er hann sæt-
ur“? Minntist þá orða minna þeg-
ar ég var lítil stelpa. Við hlógum
oft mikið þegar við hittumst og
þeir sem til þekkja munu senni-
lega kalla það hrossahlátur. Fyrir
stuttu heimsótti ég Dísu í Systra-
sel – ömmu hús. Hún var þar með
Örn litla og hann var að hjálpa
Þresti frænda sínum í sauðburði.
Þetta var mjög hefðbundinn
morgunn á Sílalæk. Baldur bróðir
kom með nýveiddan silung og
bauð í soðið. Andrés og Þröstur
sátu við eldhúsborðið hjá systur
sinni.
Elsku Dísa, ég mun aldrei
gleyma frænkuknúsinu þínu og
vona að ég geti deilt því til Eyrún-
ar. Sofðu rótt grjónið mitt.
Kæru Rabbi, Eyrún, Ingvar,
Gulli Rafn, Þröstur og Örn, inni-
legar samúðarkveðjur frá okkur
fjölskyldunni.
Þín
Harpa.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
(Jónas Hallgrímsson.)
Skjótt hefur sól brugðið sumri.
Sú sem sízt skyldi kveður þetta
jarðlíf alltof fljótt. Okkur öllum
sem hún var svo kær er brugðið.
Við kynntumst eins og gengur
þegar börnin okkar ákváðu að feta
lífsgönguna saman. Ingvari Erni
syni okkar reyndust Dísa og
Rabbi eins og beztu foreldrar. Og
þegar strákarnir litu dagsins ljós
hver af öðrum, var ekki ónýtt að
eiga skjól hjá ömmu Dísu og afa
Rabba, á Öldugötunni. Amma
Dísa sem var með mýkstu hend-
urnar og hlýjasta brosið þegar
hún hugsaði um stubbana sína.
Þeir nutu þess strákarnir að
geta ævinlega komið til ömmu
Dísu eftir leikskóla og skóla, lífs-
gæði sem börn njóta yfirleitt ekki
en ömmu Dísu munaði ekkert um
að taka á móti litlum strák þó að
hún ynni á Dalbæ á nóttunni
„amma hugsar um gamla fólkið“
sögðu strákarnir. Og voru alveg
með á hreinu hvenær mátti vekja
ömmu. Núna skilur lítill fimm ára
strákur ekki neitt í neinu og sakn-
ar bara ömmunnar sinnar. Hinir
skilja meira en sakna ekki minna.
Við sem erum ögn stærri höfum
líka mikils að sakna.
Margar myndir svífa nú fyrir
hugskotssjónum.
Við minnumst hestaferðar í
Þingeyjarsýslum. Auðvitað var
Dísa matráðskona á Sílalæk, und-
irrituð aðstoðarmaður í eldhúsi.
Álitamál hverjir skemmtu sér bet-
ur hestafólkið eða kvinnurnar í
eldhúsinu.
Dísa með einn nýfæddan í fang-
inu. Hún ljómar.
Dísa að galsast við strákas-
tubba. Það er ekki leiðinlegt.
Dísa að brasa fyrir einhverja
veizluna.
Dísa með stóra pottinn á fiski-
daginn, bezta súpa norðan Alpa-
fjalla.
Dísa í berjamó fljótari en allir
hinir að tína. Laumar samt í lítinn
bauk fyrir smáfólkið.
Dísa á jólum og gleðst með
glöðum, hún kann svo vel, að
gleðjast með glöðum og að
hryggjast með hryggum.
Sól á Sílalæk.
Dísa brosmild á tröppum
bernskuheimilisins og býður
þreytta ferðalanga velkomna.
Dísa fyrir aðeins hálfum mán-
uði í Kópavoginum að byrja á
peysu fyrir Eyrúnu einkadótt-
urina sem var ljós augna hennar.
Já, hún Dísa talaði ekki á torg-
um og hafði sig lítt í frammi, en
skoðanalaus var hún ekki, hún
hélt með lítilmagnanum. Mestan-
part ævi sinnar vann hún við
umönnun aldraðra og sjúkra.
Börn löðuðust að Dísu. Petra
Ísold og Sigurbjörn þakka fyrir
sig, alla alúðina og hlýjuna.
Barnabörnin sem ævinlega
hafa átt vísan stað í ömmu fangi
hafa misst mikið svo og dóttirin,
eiginmaðurinn og tengdasonur-
inn. Og Eyrún og Rabbi sátu hjá
henni síðustu stundirnar héldu í
hönd hennar. Já, takk fyrir allt
sem þú varst og gafst af þér, Dísa
mín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Sigríður og Sigurbjörn.
Árið 2007 ákváðum við hjónin
að flytja til Dalvíkur með syni
okkar, Arnar Pál sem þá var fimm
ára og Sigurð Pál tveggja ára.
Fljótlega eftir að við fluttum eign-
aðist ég eina af mínum bestu vin-
konum, hana Eyrúnu sem er ynd-
isleg manneskja, við kynntumst
líka fljótt yndislegri fjölskyldu
hennar og með okkur tókst góð
vinátta. Gulli Rafn, Þröstur og
Örn, synir Eyrúnar og Ingvars,
eru á svipuðum aldri og okkar
synir og vinátta þeirra er einstök
og gullfalleg. Um leið og við
kynntumst Ingvari, Eyrúnu og
strákunum kynntumst við ömmu
Dísu og afa Rabba. Oft fóru strák-
arnir þeirra til ömmu Dísu eftir
skóla og leikskóla og þar voru þeir
umvafðir væntumþykju og kær-
leik og leið ávallt vel. Við vorum
orðin vön því að fá símtal frá
ömmu Dísu um það leyti sem hún
sótti Þröst á leikskólann, því þá
vildi Sigurður Páll líka fara heim
með ömmu Dísu og í hennar huga
var ekkert sjálfsagðara og hún fór
heim með tvo glaða stráka. Fyrir
okkur Matta og strákana okkar
var ómetanlegt að eignast svona
eitt ömmu og afa sett í viðbót á
Dalvík, sem voru tilbúin að vera
hluti af daglegu lífi sona okkar,
þar sem foreldrar okkar eru bú-
settir í Reykjavík. Þau fjögur ár
sem við bjuggum á Dalvík var ým-
islegt brallað, farið í óvissuferð
með ömmu Dísu og afa Rabba,
skorin út laufabrauð hjá þeim fyr-
ir jólin, farið í heimsókn á Sílalæk,
hjólað við hjá ömmu Dísu og afa
Rabba í hjólatúrum og kíkt í heim-
sókn. Oft hittum við þau hjónin
líka á heimili Ingvars og Eyrúnar,
þar sem samgangur milli fjöl-
skyldnanna var mikill. Óhætt er
að segja að vinátta og samband
Eyrúnar og Dísu sé einstakt, svo
ótrúlega fallegt mæðgna- og vin-
konusamband. Þegar við hjónin
eignuðumst Matthías Pál á Dalvík
var Dísa dugleg að kíkja á okkur
og dást að honum og var strax bú-
in að hekla handa honum fallegt
og glaðlegt teppi. Þetta var svo
ótrúlega notalegt þar sem flest
okkar fólk er búsett fyrir sunnan.
Dísa skilur óneitanlega eftir sig
stórt skarð í hjörtum margra, en
hún hefur snert okkur öll sem
kynntumst henni á svo fallegan
hátt. Það var lágskýjað og rigndi
mikið þegar við sögðum litlu gaur-
unum okkar að amma Dísa væri
látin. Hjörtu okkar eru hjá ykkur,
elsku Eyrún, Ingvar, Gulli Rafn,
Þröstur, Örn og Rabbi, og við von-
um að minningarnar um Dísu ylji
og hjálpi til á þessum erfiðu tím-
um. Elsku Dísa, mikið vorum við
lánsöm að fá að kynnast þér. Ást-
arkveðjur frá
Brynju, Matthíasi Matthías-
syni, Arnari Páli, Sigurði Páli
og Matthíasi Páli.
Eftir langan og strangan vetur
eygðum við nú betri tíð og bættan
hag. Segja má að lengi megi
manninn reyna og fyrirvaralaust
fer tilveran á hvolf og fast er
höggvið. Hún Dísa vinkona okkar
um tugi ára veikist snögglega og
lést eftir árangurslausa baráttu.
Eftir standa ástvinir sem syrgja
sárt. Dísa var einstök gæðakona.
Traustur og góður vinur sem gott
var að eiga að og vera samvistum
við. Hún gekk í hvaða verk sem
þurfti að leysa af dugnaði og elju-
semi. Ekki féllust henni hendur þó
að komið væri með óflakaðan fisk
eða fiðraða fugla í bílskúrinn á
Öldugötu 3. Fyrr en varði var
þessi fæða komin í neytenda-
pakkningar tilbúin í frystikistuna
eða færð vinum og kunningjum.
Eitt af áhugamálum Dísu var upp-
stoppun fugla sem reynir veru-
lega á vandvirkni, þolinmæði og
listfengi. Með þessu áhugamáli
sínu sýndi hún íslenskri náttúru
og dýralífi þá virðingu sem hún
bar fyrir lífríki þessa lands og var
um leið einlægur náttúruverndar-
sinni. Dísa kallaði ekki á athygli
þessa heims. Hún vann verk sín
hljóð, var öllum mönnum góð eins
og segir í þekktu kvæði Davíðs
Stefánssonar. Víst er að ömmust-
rákarnir áttu öruggt skjól og ein-
stakt atlæti þar sem Dísa amma
var. Þó svo að Dísa tranaði sér
hvergi fram hafði hún sterkar
skoðanir á samfélagsmálum og
fylgdist vel með þjóðmálum. Ekki
stóð á viðbrögðum og svörum af
hennar hálfu ef henni fannst hall-
að á þann málstað sem hún að-
hylltist eða fulltrúa þeirrar stefnu
sem hún fylgdi. Voru svörin yfir-
leitt þess eðlis að viðmælandinn
reyndi að beina umræðunni í aðr-
ar áttir fremur en að halda rök-
ræðum áfram.
Segja má að Öldugatan hafi
verið okkar annað heimili. Alltaf
gott þar að koma og ræða málin.
Farið var yfir þingeyska ættfræði
og ábúendur jarða. Búkolla dregin
fram og þegar mikið lá við Hraun-
kotsættin. Ósjaldan voru djásnin
þeirra Rabba og Dísu, þ.e. synir
Eyrúnar einkadótturinnar staddir
hjá ömmu og afa sem sinntu þeim
af einstakri umhyggju og vænt-
umþykju. Það væri að æra óstöð-
ugan að fara að rifja upp allar þær
ágætu samverustundir sem við
höfum átt saman í rúmlega 40 ár
svo sem ferðalög og útilegur. Lát-
um við nægja að nefna sérstak-
lega heimsóknir á aðfangadag því
að jólin komu ekki fyrr en Rabbi
og Dísa voru búin að líta inn. Fyrir
allt þetta erum við þakklát og
geymum í hjörtum okkar minn-
ingu um góða samferðakonu.
Rabba vini okkar, Eyrúnu og
hennar fjölskyldu sendum við
okkar bestu samúðarkveðjur og
biðjum góðan Guð að styrkja þau í
sorg sinni.
Rósa, Valdimar og
stelpurnar.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Hún Dísa mín er búin að
kveðja, miklu fyrr en nokkur átti
von á, og svo óvænt að við höfum
ekki alveg áttað okkur á því enn.
Fyrir rúmum 30 árum flutti ég
til Dalvíkur og varð fljótlega mikil
vinkona Eyrúnar Rafnsdóttur. Ég
var inni á gafli á heimili hennar ár-
in sem ég bjó á Dalvík og þegar
fjölskylda mín flutti suður fékk ég
að búa hjá þeim Rabba og Dísu
meðan ég vann á Dalvík á sumrin.
Árin 4 í MA átti ég þar fast at-
hvarf flestar helgar og í fríum.
Ljúfari og umhyggjusamari auka-
foreldra er ekki hægt að hugsa sér
og mikið þótti mér vænt um þegar
þau töluðu um „stelpurnar sínar“.
Á Öldugötunni var jafnan gest-
kvæmt, málin skeggrædd en
sjaldan langt í glensið. Dísa var þá
jafnan fljót með skondin skot og
tilsvör, og grunnt á hlátrinum. Án
þess að mikið bæri á var borðið
ævinlega hlaðið veitingum. Dísa
var stöðugt að. Hún bakaði án
þess að það væri nokkuð tiltöku-
mál, eða „henti í form“ eins og hún
kallaði það að baka hinar bestu
tertur. Það var gert slátur og
laufabrauð í fjölmenni, og svo
gaman að unglingnum þótti for-
réttindi að fá að vera með í fjörinu.
Hún ræktaði grænmeti og fór í
berjamó nánast alla daga sem ber
var að fá – og sultaði og sauð nið-
ur. Gerði besta hlaup í heimi. Best
var nú samt að fá berin fersk með
Hálfdánía Árdís
Jónasdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku Dísa,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Elsku Rabbi, Eyrún,
Ingvar, Gulli Rafn, Þröstur
og Örn, megi góður Guð
gefa ykkur styrk í sorginni.
Kær kveðja,
Jóna Ragúels og fjölskylda.
Blómasmiðjan Grímsbæ
v/Bústaðaveg
S: 588 1230
Samúðarskreytingar
Útfaraskreytingar