Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 ✝ Jón G. Haralds-son fæddist í Keflavík 13. desem- ber 1940. Hann lést á heimili sínu, Ritu- hólum 6, Reykjavík, 4. júní 2013. Foreldrar hans voru Helga Helga- dóttir, húsmóðir, að Hreinsstöðum í Borgarfirði, f. 3.11. 1901, d. 30.3. 1966 og Haraldur Jónsson sjómaður í Keflavík, f. 18.9. 1904, d. 24.8. 1964. Systur Jóns eru: Erla Sig- rún Sigurðardóttir, f. 3.12. 1929, Jóhanna Dagný Haraldsdóttir, f. 17.9. 1938, d. 3.6. 1939. Árið 1982 kvæntist Jón eft- irlifandi eiginkonu sinni Ester Jörundsdóttur, f. 26.2. 1942, á El- liða í Staðarsveit, Snæfellsnesi. Fósturbörn Jóns og börn Esterar eru: Kalla Karlsdóttir, f. 1962, í sambúð með Valdimari S. Stef- ánssyni, þau eiga þrjú börn, Söndru Maríu, Karl Fannar og Stefán Karel. Rósella Mosty, f. 1964, gift Ágústi F. Gunnarssyni, þau eiga fjögur börn, Ester Evu, Keflavík 20.8. 1965, þar var hann varðstjóri og síðar aðalvarðstjóri síðustu 10 árin. Jón hafði ýmis starfsréttindi, þ. á m. TWR- réttindi í Keflavík 1967. APP réttindi fyrir Keflavík 1973 og Reykjavík 1981 og Ratsjárrétt- indi 1981. Jón lét af störfum í desember 2003. Jón var einn af eigendum og stofnendum Flug- félagsins Þórs sem var stofnað árið 1967. Einnig var Jón í stjórn hjá KFK frá árinu 1974 til 1982. Eftir að hann hætti stjórnarsetu var hann sæmdur gullmerki KFK fyrir vel unnin störf. Þá sat hann í aðalstjórn ÍBK frá árinu 1968 til 1982 og fyrir vinnu sína þar fékk hann silfurmerki ÍBK. Jón sat sem fulltrúi á KSÍ þing- um. Einnig sat hann í ýmsum nefndum og sinnti mörgum trún- aðarstörfum fyrir íþróttafélögin. Jón var varaformaður ÍBK árin 1979 til 1980. Jón var einn af stofnendum Lions-hreyfing- arinnar Óðins í Keflavík, árið 1982 flytur hann sig í Lions hreyfinguna Víðarr í Reykjavík og þar var hann heiðraður fyrir að vera söluhæsti einstakling- urinn á Rauðu Fjöðrinni yfir allt landið. Útför Jóns fór fram í kyrrþey frá Bústaðakirkju 13. júní 2013. Anítu Mist, Davíð og Tönyu Líf. Helga María Mosty, f. 1970, hún á fjögur börn, Laini Marie, Gunnar Alexander, Aron Ívar og Anyu Maríu. Garðar K. Mosty, f. 1973, kvæntur Nichole L. Mosty, þau eiga þrjú börn, Ingi- björgu Lindu, Tóm- as Jamie og Leah Karin. Dóttir Jóns og Esterar er Íris Thelma, f. 1983, gift Birgi R. Ólafssyni, þau eiga tvö börn, Ásdísi Kötlu og Jón Hákon. Jón lauk gagnfræðiprófi frá Gagnfræðiskóla Keflavíkur 1957, ensku- og verslunarnám- skeiði í Bretlandi og einkaflug- mannsprófi 1969. Hann sótti rat- sjárnám hjá FAA í Oklahoma City frá desember 1977 fram yfir áramót og síðan starfsþjálfun í Minneapolis. Hann sótti grunn- námskeið í Keflavík fyrri hluta árs 1965. Jón vann við ýmis störf m.a. hjá Varnarliðinu, hernum. Hóf svo störf hjá flugmálastjórn í Elsku besti pabbi minn, orð fá því ekki lýst hvað ég sakna þín og elska. Enginn maður var jafn ljúf- ur og yndislegur og þú, alltaf varstu til staðar og ætlaðist aldrei til neins í staðinn. Málshátturinn „Betra er að gefa en að þiggja“ átti sko vel við um þig. Ég tel mig mjög heppna að hafa fengið það hlutverk í lífinu að vera dóttir þín og mun miðla öllu því sem þú kenndir mér áfram til barnanna minna í þeirri von að mér takist að vera jafn gott foreldri og þú. Þær eru sko margar minningarn- ar sem við áttum saman, hvort sem það var bara að lesa saman blöðin á morgnana eða allar utan- landsferðirnar í gegnum árin, ég mun varðveita þær allar jafn vel og rifja upp með bros á vör. Þú naust þín alltaf best þegar fjölskyldan var öll samankomin og var ávallt gaman að koma til ykkar mömmu í veislur, þú ljóm- aðir allur þegar við mættum. Barnabörnin vissu alltaf að afi myndi sko dekra við þau og voru í raun alltof góðu vön hjá þér, enda varstu besti afinn. Ásdís Katla minntist þín um daginn og sagði, „afi var alltaf svo góður við mig, alltaf að gefa mér Tópas. Ég græt af því að núna er hann farinn til englanna og á eftir að sakna mín svo mikið“. Það gleður mig að hún náði að kynnast þér því ég veit að þú varst svo montinn af henni, eins og reyndar öllum barnabörn- unum. Hún minnist reglulega á það hvað henni þyki nú vænt um afa sinn og sakni hans. Dóttur- dóttir þín sver sig kannski ekki mikið í okkar ætt en hún hefur augun þín, þessi fallegu himin- bláu augu. Þrátt fyrir að kynnin af nafna þínum hafi ekki náð heilu ári þá veit ég að hann átti sérstakan stað í hjarta þínu, enda ber hann fangamark þitt. Ég vona að hann muni ekki bara líkjast þér í útliti, sem hann gerir, heldur líka í fasi og geði. Hann ber nafnið vel enda heiður að vera skírður í höfuðið á afa sínum sem var svo mikið gull af manni. Ég verð ævinlega þakk- lát fyrir það að þú varst meðal okkar þegar Jón Hákon fékk nafn sitt, því sá dagur og þín viðbrögð munu aldrei gleymast. Sú stund sem við áttum saman þann 2. júní sl. er mjög dýrmæt í mínu hjarta þar sem þú, pabbi minn, varst viðstaddur þegar ég giftist honum Bigga mínum. Við munum ávallt minnast þessarar stundar með gleði í hjarta því enginn kemur í þinn stað og er það ómetanlegt að þú hafir náð því að gefa mig. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Ég elska þig, pabbi, og verð ævinlega þakklát fyrir þessi 30 ár sem við áttum saman. Takk fyrir allar dýrmætu stundirnar okkar og allt sem þú kenndir mér. Takk fyrir að vera pabbi minn. Þín dóttir, Íris Thelma. Elsku Nonni minn. Ég var rétt að verða 12 ára þegar þið mamma kynntust og þú komst inn í líf okkar. Þú gekkst okkur systkinum í föðurstað og stóðst þig eins og hetja. Svo ein- stakur maður sem þú varst að eignast ekki aðeins mömmu held- ur 4 börn í leiðinni. Eins misjöfn og á öllum aldri sem við systkinin vorum. Ekki hefur það verið auð- velt og einungis einstakur maður, sem þú varst, gat gengið í þetta hlutverk. Aldrei minnist ég þess að þú hafir byrst þig við okkur og hvað þá skammað okkur. Þú komst með svo mikið inn í líf okk- ar og svo margt nýtt. Ég gleymi því ekki þegar þú komst með víd- eótæki heim og svo örbylgjuofn- inn og við prófuðum að setja járn- glas með vatni inn í og horfðum svo öll hugfangin á eldglæring- arnar þegar ofninn var settur af stað og við héldum að svona ætti þetta að vera. Einn daginn bauðstu okkur svo að koma í flugvélina þína og þeg- ar við vorum komin á loft sagðir þú við mig að nú skyldi ég taka við og fljúga flugvélinni. Þetta var fjögra hreyfla flugvél og ég var ekkert smá stolt, einungis 12 ára gömul en mamma sem sat aftur í var nú ekki eins hrifin. Við flug- um til Vestmannaeyja þann dag og var það í fyrsta skipti sem ég kom þangað. Svo tókum við leigu- bíl til að fara með okkur um eyj- una. Eins man ég eftir þegar þú sýndir mér flugturninn þar sem þú varst að vinna og var það upp- lifelsi að sjá öll tækin þar. Þú varst svo mikill matmaður og elskaðir að hafa okkur öll í kringum þig. Alltaf á sumrin þeg- ar sólin skein þyrptumst við öll, börn og barnabörn, upp í Ritu- hóla og þá stóð ekki á því að þú fórst alltaf út í búð og keyptir eitthvað á grillið og við borðuðum úti og þegar veðrið var ekki gott voru pantaðar pitsur fyrir alla. Þú og mamma fóruð með mér og börnunum mínum til Tenerife tvisvar sinnum og var það svo gaman. Núna síðustu árin eydd- um við, þú, mamma og við mæðg- ur helgunum svo mikið saman, keyra til Borgarness, Hvera- gerðis og Keflavíkur til að fá okk- ur kaffisopa. Þú varst svo mikill sögumaður og sagðir okkur frá svo mörgu og þú vissir nánast allt því það var alveg sama að hverju ég spurði þig, þú vissir svarið. Alltaf varstu svo góður við mig og börnin mín og alla sem voru í kringum þig. Alltaf tilbúinn að skutla okkur og sækja og aðstoða okkur á allan þann hátt sem þú gast. Ég var dugleg að flytja og þá stóð ekki á þér að hjálpa. Nú síðast þegar ég flutti þá hjálpaðir þú mér að flytja og voru ófáar ferðirnar sem við tvö fórum með dót upp í íbúð og svo hjálpaðir þú mér að mála alla íbúðina. Ég er svo þakklát fyrir að þú komst inn í líf okkar, með allan þinn kærleik, hlýju, þolinmæði og góðmennsku. Betri afa gátu börnin mín ekki fengið, betri föður gat ég ekki fengið og betri mann gat mamma ekki fengið en þig, elsku Nonni minn. Þín verður sárt saknað en þú lifir í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Þín dóttir, Helga María. Elsku Nonni minn. Ég minnist allra góðu stund- anna með þér og mun ég ætíð geyma þær í mínu hjarta. En ég veit að þú ert kominn á betri stað þar sem þú ert laus við kvalir og þjáningar. Finnst mér þetta fal- lega ljóð höfða til þín frá mér því að þú varst með svo hlýtt og fal- legt hjarta, elsku Nonni minn. Sælir þeir, er sárt til finna sinnar andans nektar hér. Þeir fá bætur þrauta sinna, þeirra himnaríkið er. Sælir þeir, er sýta og gráta. Sorgin beisk þó leggist á, Guð mun hugga, guð mun láta gróa sár og þorna brá Sælir þeir, sem hógvært hjarta hafa í líking frelsarans. Þeir, sem helzt með hógværð skarta, hlutdeild fá í arfleifð hans. Sælir allir hjartahreinir, hjarta þess, sem slíkur er, sælu öllu öðru reynir, auglit drottins blítt það sér. (V. Briem) Ég kveð þig sárt með kærleika og miklum söknuði, elsku Nonni minn. Þín dóttir, Kalla. Yndislegur frændi okkar, hann Nonni, er fallinn frá eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var erfið stund þegar við kvödd- um hann á heimili hans þremum dögum fyrir andlátið, en samt svo yndisleg og hlý stund eins og allt sem tengdist Nonna. Hann bar sig vel og virtist svo hress, en var ekki eins og dauðvona maður, heldur var hlegið og slegið á létta strengi. Ester kona hans hlúði að honum af alúð og einlægni og við skynjuðum hversu mikið traust hann bar til hennar. Hann Nonni var miklu meira en móðurbróðir okkar, við bjugg- um jú öll í sama húsi og hann var svo stór hluti af æsku okkar og uppeldi, og lét sig okkur skipta. Það var sama hvað var, alltaf var hann til staðar, hvort sem það var aðstoð við stærðfræðina eða enskuna eða eitthvað allt annað. Þegar sjónvörpin komu á markað þá keypti einn nágranninn í göt- unni sjónvarp og voru krakkarnir að fara inn að horfa á það. Við vorum eitthvað stúrin yfir því og að sjálfsögðu mátti Nonni ekki vita af því að hans fólk fengi ekki að njóta hins sama og fór daginn eftir og keypti eitt slíkt. Svo kom flugáhuginn hjá Nonna og þá voru ófáar flugferðirnar sem okk- ur var boðið í með fyrstu rellunni TF-JEG. Nonni var mikill safn- ari, safnaði merkjum, frímerkj- um,mynt og fleiru. Yngri frændur í fjölskyldunni tóku upp eftir hon- um þessa skemmtilegu tóm- stundaiðju. Unglingsárin komu og ein okkar systranna fór að fikta við að reykja, hann hóf mikl- ar fortölur og mútur og að lokum lét viðkomandi systir undan og hætti þessu uppátæki sínu fyrir lífstíð, þá sextán ára. Svo var það plötusafnið hans og flottu græj- urnar og það var algjör helgi- stund þegar farið var niður til hans að hlusta á Herman’s Her- mits og David Clark Five. Þessi tónlist markaði djúp spor hjá okkur, já það má svo sannarlega segja að hann hafi kynnt okkur fyrir rokkinu. Það mætti enda- laust rifja upp en hann Nonni frændi okkar tengist öllum góðu minningunum okkar. Nonni var orðinn rúmlega fer- tugur þegar hann kynntist henni Ester sinni, hún var ástin í lífi hans og ekki þótti honum verra að hún átti fjögur yndisleg börn. Saman eignuðust þau síðan dótt- urina hana Íris Thelmu sem hefur alla eiginleika að bera sem maður vill að barnið sitt hafi, hún er ekki bara lík honum í útliti heldur al- gjör gullmoli eins og pabbi sinn. Já hann Nonni var stoltur þegar hann tilkynnti okkur að hann væri að verða pabbi, já og ekki bara pabbi heldur yrði hann afi fljótlega. Hann átti stóra og góða fjölskyldu og var svo ánægður þegar fjölgaði í fjölskyldunni og barnabörnunum fjölgaði og voru þau orðin 16 talsins þegar hann lést. Það er með einlægu þakklæti og djúpri virðingu sem við kveðj- um yndislegan frænda okkar Jón Grétar Haraldsson. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta sam- vista við hann og að hafa átt góða stund með honum skömmu fyrir andlát hans. Það var við hæfi að útför hans bæri upp á bjartasta dag sem af er sumri. Elsku Nonni okkar, hvíldu í friði. Dagný, Marta, Helga og Haraldur (Halli). Vinur minn Jón Haraldsson er látinn. Við Jón kynntumst þegar við sóttum námskeið í Keflavík sem Keflavíkurflugvöllur hélt fyrir hugsanlega nýnema í flugumferð- arstjórn árið 1965. Báðir náðum við tilætluðum árangri og hófum nám og störf á flugvellinum þá um haustið ásamt Bjarna Niku- lássyni og Grétari Pálssyni Allir erum við félagarnir löngu komnir á eftirlaun og gerumst gamlir og Jón hefur horfið á braut. Frá upphafi urðum við Jón miklir mátar og vinir. Við hitt- umst oftast þegar nám og vaktir leyfðu. Mér eru minnisstæðar margar góðar stundir í kjallaran- um í Faxabraut í Keflavík og á Grundarstígnum og síðar Blöndubakka í Reykjavík. Við brölluðum margt saman og sátum gjarnan og tefldum skákir. Þær skákir voru ekki eftirminnilegar eða fara í bækur, svo ekki sé nú talað um þegar þriðji aðili var til staðar til að ráðleggja okkur, þ.e. sjálfur Bakkus konungur. Jón er trúlega bónbesti maður sem ég hef kynnst. Ekkert var honum kærara en þegar hann gat á einhvern hátt hjálpað ættingj- um og vinum. Endrum og eins töfraði hann fram kalkún fyrir jólin, en á þeim árum hafði maður aðeins séð slíka fugla í amerísk- um kvikmyndum. Einnig kom fyrir að hann, á einhvern furðu- legan hátt, töfraði fram kassa af bjór, og enn var slík vara álitin af stjórnvöldum stórhættuleg fyrir íslenska þjóð. Árið 1980 fluttist ég af landi brott og eðlilega minnkuðu tengslin en rofnuðu aldrei. Þegar ég kom aftur heim eftir 8 ár tók- um við upp þráðinn aftur en æskubrekin voru að baki. Jón varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast og kvænast eft- irlifandi eiginkonu sinni Ester. Þau gerðu sér glæsilegt heimili við Rituhóla og kom ég þangað alloft. Ofan á það varð hann sá lukkunnar pamfíll að eignast dóttur, Írisi. Hún var þeim hjón- um sannkallaður sólargeisli. Íris giftist unnusta sínum við dánarbeð föður síns. Ég vil nýta tækifærið og tel það ekki óviðeigandi að óska ungu brúðhjónunum bjartrar framtíð- ar. Ég sendi mínar dýpstu samúð- arkveðjur til Esterar, Írisar, ætt- ingja, tengdafólks og vina. Ég kveð með söknuði góðan dreng og frábæran félaga. Lúðvík Vilhjálmsson. Elsku Nonni afi, við söknum þín strax óendanlega mikið. Það er vandfyllt skarð sem þú skilur eftir þig og við finnum það svo sannarlega. En aftur á móti erum við svo glöð yfir að hafa fengið að kynnast svona yndislegum manni eins og þér. Svo góður og hlýr eiginmaður, pabbi og afi. Yndis- legri afa var ekki hægt að hugsa sér. Þú varst svo sannarlega með hjarta úr gulli og vildir öllum allt það besta. Á margan hátt varstu límið sem hélt fjölskyldunni sam- an, sama hvað á bjátaði. Það sem við systkinin minn- umst helst eru allar sögurnar sem þú sagðir okkur í fjölskylduboð- um og heimsóknum til ykkar ömmu. Þú hafðir svo mikinn áhuga á öllu sem tengdist flugi, flugvélum, ferðalögum, menn- ingu og framandi slóðum sem þú hafðir annaðhvort komið til eða lesið um. Brennandi áhugi þinn var svo smitandi að okkur langaði til að læra enn meira og oft voru teknar upp bækur og myndaal- búm til að fá sögurnar ennþá meira lifandi fyrir okkur. Þú varst alltaf svo hjálpsamur og gerðir allt til að heimili ykkar ömmu væri okkar heimili líka og alltaf kom maður að opnum dyr- um hjá ykkur. Voru þau ófá skipt- in sem við systkinin komum í heimsókn enda stutt að fara í Breiðholtið. Þú sýndir okkur hversu sterk- ur þú varst og barðist eins og hetja við þennan illvíga sjúkdóm sem þú fékkst. Takk elsku afi fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur systkinin, þú lifir áfram í hjörtum okkar. Hvíl þú í friði elsku afi Nonni. Farinn ert á friðarströnd frjáls af lífsins þrautum. Styrkir Drottins helga hönd hal á ljóssins brautum. Englar allir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. (Jóna Rúna Kvaran) Þín barnabörn, Sandra María, Karl Fannar og Stefán Karel. Jón G. Haraldsson Elska Rúna amma mín, ég ætla bara að skrifa nákvæmlega það sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um þig enda væri það í þínum anda, ekkert múður eða kjaftæði. Guðrún Ólafsdóttir ✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist í Hafnarfirði 1. apríl 1925. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 5. júní 2013. Guðrún var jarð- sungin frá Víði- staðakirkju í Hafn- arfirði 20. júní 2013. Þú varst svo grjóthörð kona að það nær ekki nokk- urri átt. Ég hef aldr- ei og mun örugglega aldrei kynnast eins miklum harðjaxli og þér, það var aldrei neitt væl í gangi og bara haldið áfram. Þú hafðir þekkingu og lausnir á öllum heimsins vanda- málum. Ég man ekki hversu oft við fórum frá ykkur með eitt- hvert krem sem þú keyptir á Spáni og átti að vera alveg frá- bært fyrir hælsæri, eða eitthvert bólukrem þegar við vorum að vandræðast með þær á okkar unglingsárum. Þú áttir allt í tösk- unni þinni og allt saman virkaði þetta í svona 90% tilvika. Þú hafðir alltaf áhyggjur af því hvort við værum búin að borða nóg og hvort við ættum nóg af sokkum eða ullarsokkum. Ég sit hérna og hlæ yfir öllu þessu, þetta eru svo góðar minningar um þig, elsku amma mín. Öll þessi ráð þín og afskiptasemi voru ekkert annað en væntumþykja og ást. Upp á síðkastið var afi oft að hringja í mig út af einhverju tölvu- eða sjónvarpsveseni. Ég var yfirleitt að laga Skype eða einhverjar Facebook-stillingar fyrir ykkur og þú varst alltaf á öxlinni á afa að segja honum hvernig hann ætti að gera þetta og hvað ekki. Þó að tölvukunn- átta þín væri ekki upp á marga fiska hafðir þú mjög miklar skoð- anir á öllu og alveg grjóthörð við afa hvað hann ætti að gera. Mér fannst líka frábært hvað þið vor- uð spennt fyrir Facebook, Skype og öllum þessum græjum og það á níræðisaldri. Þú varst engri lík amma, það er á hreinu. Við eigum enga slæma eða leiðinlega minn- ingu um þig, þú varst alltaf svo góð og sýndir hvað þér þótti vænt um okkur. Við gátum alltaf treyst á þig, alveg sama hvað málið var þá varstu með lausnir við öllu. Það er því sárt að missa svona frábæra ömmu. Hvíldu í friði, elsku Rúna amma okkar, þín verður bara minnst á fallegan og skemmtileg- an hátt enda algjört gulleintak af manneskju. Þín barnabörn, Baldur, Birgir og Sunna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.