Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 34

Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Ég var með smápartí um helgina, afmælisdagurinn sjálfurverður því frekar rólegur. Ég hélt bara upp á þetta fyrir-fram,“ segir Guðmundur Þór Valsson sem á þrítugsafmæli í dag. Guðmundur er búsettur á Reyðarfirði, en þar er hann einnig uppalinn. Hann starfar sem vélvirki hjá Launafli, sem er fyrirtæki sem þjónustar álverið þar í bæ. Þar sem Guðmundur tók forskot á sæluna um helgina verður deg- inum eytt í vinnu. Hann er trúlofaður Guðrúnu Veigu Guðmunds- dóttur og eiga þau soninn Val Elí. Valur er sex ára og afar spenntur fyrir að byrja í skóla í haust. Guðmundur er sveitamaður mikill og veit fátt betra en góða úti- veru. „Ég stunda mikið skotveiði. Almenna og alla veiði,“ segir Guð- mundur og áréttar að það sé fátt sem hann veiði ekki. Meðal annars hefur hann farið á gæsa- og rjúpnaveiðar auk þess sem hann fer reglulega á hreindýraveiðar. Hann á hreindýraveiðileyfi í ágúst og hlakkar mikið til að fara. „Þetta er svo rosalega fínt, góð og mikil útivera og fjallganga.“ Hann kveðst ekki vita hvað leynist í afmælispakkanum en telur líklegt að kærastan viti hvað hann helst vill fá. „Ég væri frekar mik- ið til í reiðhjól eða veiðistöng, en veit nú ekki hvort ég á von á slíku.“ sunnasem@mbl.is Guðmundur Þór Valsson er þrítugur Flottir feðgar Guðmundur Þór ásamt syni sínum, Val Elí. Þeir ætla að eiga saman rólegan afmælisdag, enda búið að halda veislu. Væri til í veiðistöng í afmælisgjöf Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Sigrún Alda fæddist 26. október kl. 6.51. Hún vó 3.855 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðlaug Jónsdóttir og Jón Theodór Jónsson. Nýir borgarar Reykjavík Rósey Nótt fæddist 31. október kl. 17.32. Hún vó 17,5 merkur og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Elna María Tómasdóttir og Arnór Ingi Þórsson. J ónas fæddist á Sauð- árkróki 23.6. 1938 og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1958, prófi í efnaverkfræði frá TH München 1965 og Dr.rer.nat.- prófi frá sama skóla 1967. Þá stundaði hann framhaldsnám við University of Cambridge 1967-68 og við TU Clausthal, Zellerfeld í Þýskalandi, 1980-81. Jónas var sérfræðingur á Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins 1968- 83. dósent við læknadeild HÍ 1971- 74, við verkfræði- og raunvís- indadeild HÍ 1974-81, forstjóri Framleiðslueftirlits sjávarfurða 1983-84 og deildarstjóri og yf- irverkfræðingur á Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins 1984-99. Hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins stundaði Jónas m.a. rann- sóknir og þróun á þurru laxafóðri og á togþoli þorskflaka sem breyti- stærðir háðar næringarástandi fisksins o.fl. Jónas var formaður launa- málaráðs BHM 1972-74, formaður BHM 1974-78 og formaður Nordisk akademikerråd 1976-77. Hann var formaður Landsmálafélagsins Varðar 1984-89, sat í stjórn lagmet- isiðjunnar Sigló 1974-78, sat í Vísi- tölunefnd 1976-77, í skólastjórn Fiskvinnuskólans 1976-95 og var formaður hennar 1976-80. Hann var varamaður í stjórn Sjúkrastofn- ana Reykjavíkur 1986-94, forseti NLFÍ 1987-91 og á sama tíma for- maður Heilsustofnunar í Hvera- gerði. Jónas ritaði bækurnar Salt- fiskverkun og Skreiðarvinnsla, og er höfundur að handriti fyrir bók um Saltsíldarverkun. Þá var hann höfundur og/eða ritstjóri fjöl- margra pistla Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Manneldi á Íslandi áður fyrr Jónas hefur skrifað fjölmargar dagblaðsgreinar og var fastur kjall- arahöfundur í Dagblaðinu og DV um langt árabil. Jónas lenti í alvarlegu slysi árið 1988 og hlaut varanlega þverlömun. Hann hefur verið bundinn við hjólastól síðan. Hann hefur síðar tvisvar sinnum þurft að fara í erf- iða uppskurði. Hann segist hafa áhuga á nánast öllu milli himins og jarðar en er um þessar mundir að kynna sér og viða að sér efni um manneldi á Íslandi fyrr á öldum. Þá stundar hann heimildasöfnun um forföður sinn, Bjarna Sívertsen riddara, sem oft er nefndur faðir Hafnarfjarðar og var frumkvöðull í þilskipaútgerð og verslun hér á landi: „Ég er nokkuð viss um að Ís- lendingar fluttu mun meira inn af kornmat en menn hafa gert sér Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur – 75 ára Safnar heimildum um Bjarna Sívertsen riddara Hjónin Jónas og eiginkona hans, Kristín Guðrún Hjartardóttir. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Rafmagnsbílar fyrir alla notkun Stórir rafgeymar9 Breidd aðeins 1100 mm9 Góð reynsla á Íslandi9 Vesturvör 32, 200 Kópavogur • Sími 564 1600 • islyft@islyft.is • www.islyft.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.