Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 36

Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Af ástæðum ótilgreindum, ef til vill flóknum, leyndum féll upphafslínan í Vísnahorni niður í gær, svohljóðandi: „Ég rakst á þennan miða í dóti föður míns.“ Þetta var slæmt vegna þess, að með þessari tilvísun hafði ég tekið af skarið um það, að þessi vísa væri ort fyrir aldamótin síðustu, – e.t.v. fyrir aldarfjórðungi síðan eða meir! Hótel Örk eins og Hótel Jörð hefur almenna skírskotun og af þeim sök- um óviðkomandi þeim sem eiga og reka Hótel Örk í dag og hlýt ég að biðja þá afsökunar á brottfallinu, þar sem ég hef orðið var við, að vís- an hefur verið misskilin. Enn fá skúrkarnir skyldug spörk og skuldabyrðina þyngri og þyngri; og Hótel Örk kaupir Hótel Örk og Hótel Örk græðir á tá og fingri. Þegar ég ákvað að taka upp þessa vísu var það vegna þess að hún er lýsandi fyrir þá fjár- glæframenn sem hér léku lausum hala á fyrsta áratug aldarinnar, sem að síðustu olli hruninu. Faðir minn skrifar að þessi vísa sé móðir vísunnar „margan rakst hann á ref- ilstíg....“ og kann ég ekki frekari skil á henni. Þessa vísu fann ég á miða: Ef þú ætlar að reikna rétt reyndu þetta að muna: tölur geta tekið sprett, torkennt útkomuna. Og í Íslendingi 14. september 1928, sagan endurtekur sig:: Fjórir bolsaforingjar feitar gæsir steikja en innanmagrir öreigar askinn tóman sleikja. Árni frá Múla skrifaði Kristni Jónssyni í Reykjavíkurapóteki á bannárunum: Þungan geng ég þrautastig, þorstinn brennir kokið, svo er ekki meir um mig, mér er öllum lokið. En .þarflegt væri, það ég finn, þó að önd mín visni, að hella í mig í hinsta sinn hundaskammt frá Kristni. Sigurður Þórarinsson orti: Hæruskotin Herðubreið, hrikalega ferleg; einhvern tíma alla leið upp á hana fer ég. Jakob Böðvarsson brúarsmiður orti (sléttubönd): Þokan liðugt, fagurt fer flughratt skarðið austur, pokann sniðugt bleikur ber burðarjálkur traustur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ekki verður við öllu séð Hvort sem ekið er til borgarinnareftir Vesturlands- eða Suður- landsvegi blasa við ökumönnum nokkur hringtorg, meira að segja svo mörg að Víkverji kann varla tölu á þeim. Eftir aksturinn um Vest- urlandsveg liggur við að fari að bera á sjóriðu. x x x Hvað um það, hringtorgin erukomin til að vera og þau virðast hafa sannað gildi sitt sem örygg- istæki í umferðinni. Þau eru hins vegar engin sérstök umhverfisprýði; moldhaugar þaktir túnþökum víðast hvar. Kunningjakona Víkverja fékk þá góðu hugmynd að fegra mætti þessi hringtorg með blómum eða öðru skrauti sem ekki hefði truflandi áhrif á útsýni ökumanna. Var hún þá fyrst og fremst með hringtorgin á Suðurlandsvegi í útjaðri Reykjavík- ur í huga. Hafði hún samband við borgaryfirvöld með sitt erindi en þar vísaði hver á annan. Eftir japl, jaml og fuður fengust loks þau svör að ekki væri hægt að fara út í neinar fegrunaraðgerðir nema að undan- genginni hönnunarvinnu. Það vant- aði bara að segja að fram þyfti að fara breyting á deiliskipulagi og senda blómabeðin í umhverfismat! x x x Víkverja féllust hendur við aðheyra þessi svör borgarinnar. Eins og að fara þurfi í flókna hönn- unarvinnu til að skella niður nokkr- um blómabeðum á torgin. Varla er mikill kostnaður við þetta og ekkert að vanbúnaði fyrir borgina eða Vegagerðina að bretta upp ermar og ganga í verkið með sóma og sann. Hér er engin þörf fyrir skrif- finnskublæti og blýantsnagara. x x x Víkverji hefur þvælst nokkuð ámilli landshluta undanfarnar vikur í ýmsum erindagjörðum. Tvennt hefur komið upp í hugann á þessum ferðum, annars vegar hve vegakerfið er orðið slitið og úrsér- gengið og hins vegar að varla sést lögregla lengur á ferli í umferðareft- irliti. Sorgleg dæmi um áhrif hruns- ins, sem geta haft slæmar afleið- ingar í för með sér fyrir umferðaröryggi landsmanna. víkverji@mbl.is Víkverji Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. (Filippíbréfið 4:13) Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að reiða sig á þekktar aðferðir og stytta sér leið gerir manni kleift að ná skjótari árangri. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skiptir máli. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert með óþarflega miklar áhyggjur af fjárhagnum en hann er ekki eins slæmur og þú heldur. Leyfðu lífs- gleði þinni að njóta sín. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert nú að taka til í eigin garði og sérð hvað undir býr. Gefðu þér tíma til þess að bera dýrindismat á borð fyrir þig, ekki borða yfir vaskinum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eitthvað óvænt mun sennilega koma upp í vinnunni hjá þér í dag. Leystu því eigin vandamál áður en þú fæst við vanda annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú veist ekki hvaðan næsta snilld- arhugmynd þín mun koma. Aðrir hafa tekið ákvarðanir sem þú verður að sætta þig við í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Finnist þér að gengið hafi verið á rétt þinn skaltu sýna festu og rétta þinn hlut. Taktu á þig rögg og leystu þau mál, sem bíða afgreiðslu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnast samstarfsmenn þínir halda aftur af þér og þig langar til þess að slíta þig lausan. Mundu að það er tví- stefna á vinaveginum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Lífið verður meiri dans á rósum á næstunni en verið hefur. Nú er lag að ná jafnvægi í samskiptum og stuðla að gagnkvæmum skilningi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú finnur hjá þér hvöt til þess að tala opinberlega fyrir hönd annarra. Nú þegar þú þarfnast hennar réttir eng- inn fram hönd. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert klár í því að sjá fyrir þér fína framtíð og lifa þig inn í hana. Leyfðu þér líka að slaka á og sletta úr klaufunum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu það rólega í dag. Hvað sem gerist þá munt þú beita þér af meiri tilfinningu en gengur og gerist. 19. feb. - 20. mars Fiskar Menn bíða í röðum eftir að eign- ast vináttu þína. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum. Í klípu „VIÐ ÞURFUM ÖLL AÐ GERA MEIRA FYRIR MINNA. ÉG GÆTI JAFNVEL ÞURFT AÐ BJÓÐA UPP STRADIVARIUS.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVOR FÓTURINN ER ÞAÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... skrifuð í sandinn en gegnheil eins og steinn. HELGA BAUÐ ÆTTINGJUM SÍNUM Í JÓLAMAT OG ÞAU MÆTA ALLTAF SNEMMA TIL AÐ NÁ GÓÐU SÆTI. HRÓLFUR, HVAÐA FÓLK ER ÞETTA SEM ER KOMIÐ Í RÖÐ FYRIR FRAMAN HÚSIÐ ÞITT? HALLÓ? HALLÓ?! JÁ! JÁ! ÉG ÆTLA AÐ FÁ FRANSKAR! OH, ÞRÝST- INGURINN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.