Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Breski gítarleikarinn Jeff Beck er
jafnan talinn með þeim allra fremstu
í rokksögunni, kallaður snillingur og
goðsögn og vissulega vel að slíkum
nafngiftum kominn. Nafn hans er þó
ekki eins þekkt í dag og félaga hans
Eric Clapton og Jimmy Page, en líkt
og þeir öðlaðist hann fyrst frægð með
hljómsveitinni The Yardbirds á sjö-
unda áratugnum. Beck hefur sópað
að sér verðlaunum og viðurkenn-
ingum á ferli sínum sem spannar nú
um hálfa öld. Hann hefur tvisvar
sinnum verið gerður að hirðmanni í
Frægðarhöll rokksins, Rock and Roll
Hall of Fame, annars vegar árið 1992
sem liðsmaður The Yardbirds og hins
vegar sem sólólistamaður árið 2009
og hefur fimm sinnum hlotið
Grammy-verðlaun. Auk þess að leika
á plötum ýmissa sögufrægra tónlist-
armanna, m.a. Mick Jagger, Tinu
Turner, Kate Bush, Stevie Wonder
og Cindy Lauper, hefur Beck stofnað
hljómsveitir og leikið með þeim, The
Jeff Beck Group og Beck, Bogert &
Appice. Á löngum ferli hefur hann
reynt sig í hinum ýmsu stílum, hóf
ferilinn í blúsrokki og hefur leikið
þungarokk, djass og þannig mætti
áfram telja. Beck virðist einfaldlega
geta lagað sig að hverju sem er, al-
gjörlega magnaður gítarleikari og
mikill fengur að fá hann til landsins.
Glæný hljómsveit
Blaðamaður ræddi stuttlega við
Beck í liðinni viku og var hann hinn
ljúfasti í viðmóti. Að sjálfsögðu sneri
fyrsta spurningin að því hvort hann
hlakkaði ekki örugglega til að koma
til Íslands en hann hefur aldrei haldið
tónleika hér á landi áður. „Algjör-
lega, yfir mig spenntur,“ svarar
Beck. Hann fari sjaldan til Norð-
urlanda og hafi aldrei komið til Ís-
lands.
En ætlar hann að gera eitthvað
annað en að spila hérna? „Nei, við
komum degi fyrir tónleikana og verð-
um að fara til Noregs eftir þá,“ svar-
ar Beck, nokkuð svekktur yfir því að
fá ekki að dvelja á landinu lengur.
Hvað ætlið þið að spila á tónleik-
unum hérna, hvað er á efnisskránni?
„Ég var að vona að þú myndir ekki
spyrja að því, þetta er svo að segja
glæný hljómsveit. Við æfum fram til
26. júní og þá verður lagalistinn klár.
En eins og staðan er núna þá spilum
við bara það sem virkar með þessari
liðsskipan,“ segir Beck pollrólegur en
auk hans eru í hljómsveitinni Rhonda
Smith, bassaleikari Prince, Jason Re-
bello sem leikur á hljómborð og hefur
m.a. leikið með Sting, Jonathan Jose
trommuleikari en hann hefur m.a.
leikið með Ricky Martin og fiðluleik-
arinn Elisabeth Ball.
Beck segir obbann af lögunum
verða af plötum hans en hann hefur
sent frá sér 16 hljóðversskífur í gegn-
um tíðina. Hann segir síðustu þrjár
plöturnar einkum verða áberandi og
plötur sem hann gaf út á áttunda ára-
tugnum. Og vissulega verði blúsinn í
forgrunni, bæði þekkt blúslög og
blúsáhrif í flutningnum enda eigi gít-
arleikur hans rætur sínar í blám-
anum.
Tónleikarnir eru hluti af herferð
Endgame, samtaka sem helga sig
baráttunni gegn útbreiðslu HIV-
veirunnar, malaríu og berkla í heim-
inum. Hvað kom til að þú ákvaðst að
taka þátt í þeirri herferð?
„Tim Matthews, skipuleggjandi
þessara tónleika, er vinur vinar míns
í Devonshire og þessi vinur minn
þrýsti á mig að taka þátt,“ segir
Beck. Eftir að hafa verið beðinn
ítrekað að spila hafi hann slegið til.
Beck segist hafa verið hikandi í
fyrstu af því honum hafi ekki þótt
hann nægilega vel undirbúinn, hljóm-
sveitin ekki tilbúin í slaginn og svo
hafi hann þurft að sinna öðrum verk-
efnum.
„Bara óþolandi“
Einhvers staðar las ég að þú værir
fullkomnunarsinni?
„Nei, bara óþolandi,“ svarar Beck
og hlær. Hann sé öllu heldur ákveð-
inn í sinni listsköpun, viti hvað honum
líkar og hvaða hljómi hann vill ná.
Á lista tímaritsins Rolling Stone
árið 2011 yfir bestu gítarleikara
rokksögunnar hrepptir þú fimmta
sæti …
„Ja, það er nú bara vinsældakönn-
un eða það vona ég.“
Ég efast nú ekki um að þú eigir
þetta skilið …
„Tja … Keith Richards var ofar en
ég á listanum,“ svarar Beck, skelli-
hlær og sendir kollega sínum væna
sneið en Richards var í fjórða sæti
listans, sæti ofar en Beck. „Mér er
sama um Hendrix og svona en mér
finnst svona kannanir algjörlega út í
hött. Allir eru með sinn sérstaka stíl,
ólíkir innbyrðis og hver getur dæmt
um það hvað er best í rokki? Þetta
hefur enga merkingu,“ segir Beck en
Jimi Hendrix vermir toppsæti
listans.
Talið berst að Beck sem fyrir-
mynd, að margur ungur gítarleik-
arinn vildi gjarnan ná sömu hæðum
og hann í túlkun sinni. „Auðvitað og
vonandi eru þeir með eigin stíl. Það
tók mig heillangan tíma að móta
minn persónulega stíl. Ég hlustaði á
afar fjölbreytta tónlist og reyndi að
finna mér rödd í þeim frumskógi inn-
blásturs. Ég reyndi ekki að stæla
aðra og gera það að lifibrauði.“
Áttu einhver heilræði handa ung-
um gítarleikurum?
„Maður þarf að vera mjög hug-
rakkur og ég mæli með því að þeir
velji sér annað starf til vara. Ég fæ
ekki séð, eins og staðan er í dag, að
gítarinn verði jafnöflugur í framtíð-
inni og hann hefur verið í 40-50 ár.
Hann hvarf dálítið á níunda áratugn-
um en sótti svo aftur í sig veðrið af
því fólk dýrkar hann. En það eru svo
margir þrjótar á ferðinni og ég ráð-
legg mönnum að hafa varann á þegar
af stað er haldið.“
Lét gítarinn æla
Á fyrstu sólóplötunni þinni, Truth
frá árinu 1968, má finna texta eftir
þig á bakhliðinni og þar segir þú m.a.
að lögin séu líklega þau dónalegustu
sem tekin hafi verið upp, best sé að
hlusta á þau annaðhvort reiður eða í
vímu og að síðasti hljómurinn í lagi sé
gítarinn þinn að kasta upp. Hvernig
veiktist gítarinn?
Beck hlær. „Ég gekk fram af
skælifetlinum og þetta hljómaði eins
og einhver væri að æla,“ segir hann.
Hann hafi viljað ná fram ákveðnum
ofsa og reiði í gítarleiknum. „Þar
hlýtur þungarokk að eiga rætur sín-
ar,“ bendir Beck á, það hafi lítið verið
að gerast í slíkum gítarleik á þeim
tíma. „Ég vildi gera blúsinn ágeng-
ari,“ ítrekar hann.
Hlaustu harða gagnrýni í breskum
fjölmiðlum fyrir þessa nálgun á sín-
um tíma?
„Ábyggilega, það var sífellt verið
að ráðast á mig, vikulega að því er
virtist. Ég féll ekki í kramið hjá
bresku tónlistarpressunni, fannst ég
vera utangarðs og finnst það enn,“
segir Beck. Hann hafi hlotið meiri
viðurkenningu utan heimalandsins.
Borinn í blámanum
Gítargoðsögnin Jeff Beck heldur tónleika ásamt hljómsveit í Vodafonehöllinni á fimmtudaginn, 27.
júní Gefur lítið fyrir það að vera fimmti á lista Rolling Stone yfir bestu gítarleikara rokksögunnar
AFP
Fjölhæfur Gítarleikarinn Jeff Beck á tónleikum í Las Vegas, 20. apríl sl. Honum er margt til lista lagt því auk gít-
arleiks stundar hann listmálun í frístundum og gerir upp gamla bíla og hús, að eigin sögn. Beck varð 69 ára í gær.
Þeir sem vilja kynna sér fingrafimi
Becks geta m.a. gert það á mynd-
bandavefnum YouTube og ýmsan
fróðleik um kappann má finna á
vefsíðunni jeffbeck.com.
Miðasala á tónleika Beck í Voda-
fonehöllinni fer fram á midi.is.
Upphafsárin Hljómsveitin The Yardbirds árið 1966, frá vinstri þeir Jeff
Beck, Jimmy Page, Chris Dreja, Keith Relf og Jim McCarty.