Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 39

Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Skóbúðin, Keflavík Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Góðar sögur og vel skrifaðar sögu- persónur geta haft slíkan mátt að þær fanga algjörlega lesandann hvort sem það eru sögur af hetjum sem ríða um héruð með skrautbúin skip fyrir landi eða goðsagnakenndar ofurhetj- ur sem þeysast um háloftin, mann- kyninu til bjargar. Súpermann er án vafa ein vinsæl- asta ofurhetja síðari tíma. Saga þessa einstaka manns sem kemur frá ann- arri plánetu, plánetu og menningu sem er horfin í hyldýpi tímans, hefur fangað athygli og ímyndunarafl millj- óna einstaklinga um allan heim frá því fyrsta teiknimyndasagan um of- urhetjuna kom út árið 1938. Þrívíddarteiknarinn og einkaþjálf- arinn Anton Eyþór Rúnarsson heill- aðist ungur af ofurhetjunni sem hefur verið hans fyrirmynd frá fyrstu kynn- um. „Styrkur hans og kraftar heilla ekki síður en einstaklingurinn sem hann hefur að geyma. Karakterinn er alveg einstakur og ótrúlega vel skrif- aður. Þetta er saga einstaklings sem þarf að kljást við uppruna sinn og of- urkrafta en um leið er hann að móta þau góðu gildi sem hann sýnir okkur að allir hafa innra með sér,“ segir Anton, sem fékk sín fyrstu Súper- mann-náttföt sex mánaða gamall og segir að eftir það hafi ekki orðið aftur snúið. Eins og Súperman í ræktinni Ofurhetjur hafa alltaf verið fyr- irmyndir ungra manna að einhverju marki. Þær fljúga um loftin blá, sveifla sér milli bygginga eða eru um- vafðar tækjum og tólum sem hjálpa þeim að komast úr erfiðum aðstæð- um. Þá eru þær fórnfúsar og berjast fyrir réttlæti og frelsi. Anton segir Súpermann alltaf hafa verið sína fyr- irmynd og ástæðan fyrir því að hann fór í líkamsrækt. „Ég var aldrei í íþróttum sem barn en um leið og ég hafði aldur til að fara inn í lyftingasal byrjaði ég að æfa enda vildi ég verða eins og fyrirmynd mín, Súpermann.“ Anton segir Súpermann góða fyrir- mynd bæði fyrir lyftingarnar og lífið sjálft. „Súpermann endurspeglar það góða og sýnir okkur að allir menn hafa gott í sér. Hann er mín fyrir- mynd bæði í lyftingasalnum og lífinu sjálfu.“ Anton getur þó ekki neitað því að hann lítur einnig til bróður síns, Ingva Rúnarssonar, sem fyrir- myndar en hann kynnti Anton fyrir lyftingasalnum og er ekki síðri aðdá- andi Súpermans en hann. „Ingvar kynnti mig fyrir lyftingunum og hef- ur hjálpað mér fyrir vaxtarrækt- arkeppnir. Hann á líka álíka stórt Súpermann-safn og ég og hefur látið húðflúra Súpermann-merkið á bringuna.“ Nýja myndin mjög góð Það hefur reynst mörgum leik- stjórum erfitt að endurgera sögu- heima og persónur sem áður hafa hlotið vinsældir á hvíta tjaldinu. Þá eru það oft dyggustu aðdáendurnir sem eru hörðustu gagnrýnendurnir. Anton er þó mjög ánægður með Súp- ermann-myndina Man of Steel. „Mér finnst vel hafa tekist til að nútíma- væða Súpermann. Vissulega eru ákveðin þáttaskil í myndinni og per- sónu Súpermanns,“ segir Anton og vísar þá meðal annars til nærbuxna- leysis ofurhetjunnar en rauða brókin er horfin eða hugsanlega komin inn- fyrir búninginn. Antoni fannst myndin það góð að hann fór á hana tvisvar sama kvöldið. „Ég vann VIP-miða á forsýningu myndarinnar hjá Sambíóunum og bauð kærustunni með mér á hana en síðan fórum við strax á eftir á Nexus- forsýninguna.“ Áhugi Antons og bróður hans hef- ur ekkert minnkað með árunum og eiga þeir bræður báðir stór Súper- mann-söfn þar sem má finna plaköt, myndir, boli, styttur o.fl. sem tengist ofurhetjunni. Nú bíða þeir spenntir eftir næstu mynd. Ofurhetjan sem elskar Súpermann  Súpermann er fyrirmyndin í ræktinni og lífinu sjálfu Súpermansafnið Einkaþjálfarinn og þrívíddarteiknarinn Anton Eyþór Rúnarsson á eitt stærsta Súpermann-safn landsins en í því er að finna styttur af ofurhetjunni, boli með Súpermanmerkinu, teiknimyndasögur o.fl. Spúermanbræðurnir Anton Eyþór og Ingvar Rúnarssynir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.