Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA MANOFSTEEL3D KL.5-8-11 MANOFSTEEL2D KL.4:30-7:30-10:10-10:30 MANOFSTEELVIP KL.5-8-11 PAINANDGAIN KL.5:20-8-10:40 NOWYOUSEEME KL.8-10:30 HANGOVER-PART3 KL.5:50-8 IRONMAN3 3D KL. 5:20 KRINGLUNNI MANOFSTEEL 3D KL. 5 - 8 - 11 MANOFSTEEL 2D KL. 5 - 10:30 PAIN ANDGAIN KL. 8 - 10:40 NOWYOUSEEME KL. 5:30 - 8 MANOF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 11 MANOF STEEL 2D KL. 6 - 9 PAIN AND GAIN KL. 8 - 10:40 NOW YOU SEEME KL. 5:30 - 8 - 10:30 HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 NÚMERUÐ SæTI KEFLAVÍK MANOFSTEEL3D KL.8-11 MANOFSTEEL2D KL.5 PAINANDGAIN KL.10:30 NOWYOUSEEME KL.8 EPIC íslTal2D KL.5:50 AKUREYRI MANOFSTEEL 3D KL. 5 - 8 - 11 PAIN ANDGAIN KL. 8 NOWYOUSEEME KL. 10:40 HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG “PURE SUMMERMAGIC” ÓVæNTASTI SMELLUR ÁRSINS „DREPFYNDIN GLæPAGRÍNMYND“ „FYNDNASTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í ÁR.“  NEW YORK POST T.V. - BÍÓVEFURINN BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ERU GRJÓTHARÐIR Í ÞESSARI FRÁBæRUMYND OG VINSæLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! FRÁBæR GRÍNMYND NEW YORK DAILY NEWS FRÁ CHRISTOPHER NOLAN ÁSAMT Z. SNYDER KEMUR STæRSTA MYND ÁRSINS MAGNAÐASTA BÍÓUPPLIFUN ÞESSA ÁRS! “SPECTACULAR”  EMPIRE “GLæSILEG OFURHETJUMYND” H.S.S. - MBL  ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð Tveir miðaldra sölumenn(Vince Vaughn og OwenWilson) komast að því áneyðarlegan hátt að þeir eru atvinnulausir. Nú eru góð ráð dýr, því sölumennirnir eru of gamlir til þess að „meika það“ á hörðum vinnumarkaði. Þeir deyja þó ekki ráðalausir og ná að kjafta sig inn á starfsþjálfun hjá ekki minna fyrir- tæki en Google. Þar kemur í ljós að þeir þurfa að keppa í liðakeppni við um 200 krakka, nýskriðna úr há- skóla sem kunna allt í forritun en ekkert um lífið. Þeir aftur á móti vita allt um lífið en ekki neitt um neitt sem tengist því sem Google gerir. Sölumennirnir þurfa því að taka á honum stóra sínum, ásamt liðs- félögum sínum, fjórum nördum sem enginn annar vill vera með í liði, ef þeir ætla sér að fá fast starf hjá Google. Grunnhugmyndin er góð og þeir Vaughn og Wilson hafa áður sýnt að þeir mynda skrambi gott gríntví- eyki. Ekkert er heldur klassískara en að setja slíka menn í aðstæður þar sem þeir eru fiskar á þurru landi. Myndin er raunar nánast gerð eftir formúlunni og fátt sem kemur á óvart í framvindu sögunnar. Þrátt fyrir að myndin eigi góða spretti hefði hún mátt vera fyndnari á köflum og eyða minna púðri í mis- „hugljúf“ augnablik milli liðsfélag- anna. Google er gert fullhátt undir höfði en myndin er gerð í náinni samvinnu við fyrirtækið og kemur því stundum út eins og auglýsing í fullri lengd. Þá örlar á kvenfyrirlitn- ingu en myndin kolfellur á öllum Bechdel-prófum. Konurnar í mynd- inni eiga tilvist sína því að þakka að einhverjum í handritsteyminu fannst vanta ástarsögu í myndina. Það var hins vegar rangt og í staðinn fyrir þær sterku, gáfuðu kvenhetjur sem myndin hefði getað boðið upp á fáum við konur með frábæra mennt- un en innantómt karlmannslaust líf. John Goodman lífgar upp á mynd- ina í þeim tveimur atriðum sem hann birtist í og Will Ferrell á skemmti- lega innkomu. Max Minghella leikur „vonda gæjann með breska hreim- inn“ af stakri list. Það eru einna helst liðsfélagar þeirra Vaughns og Wilsons sem valda vonbrigðum. Enginn af karakterunum er nægi- lega vel skrifaður til þess að skara fram úr og það er líkt og myndin geti ekki ákveðið sig hvort við eigum að hlæja að þeim eða með þeim. Þrátt fyrir þá galla sem hér hafa verið taldir upp var The Internship nokkuð fín afþreying. Myndina skortir hins vegar herslumuninn til þess að geta talist virkilega eftir- minnileg gamanmynd. Tvíeyki „Grunnhugmyndin er góð og þeir Vaughn og Wilson hafa áður sýnt að þeir mynda skrambi gott gríntvíeyki,“ segir m.a. um The Internship. Misfyndin auglýsing í fullri lengd Laugarásbíó The Internship bbmnn Leikstjóri: Shawn Levy. Aðalleikarar: Vince Vaughn, Owen Wilson, Rose Byrne, Aasif Mandvi, Max Minghella, Josh Brener, Dylan O’Brien, Tiya Sircar og Tobit Raphael. Handrit: Vince Vaughn og Jared Stern. Bandaríkin 2013. 119 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Alex Winehouse, bróðir söngkon- unnar Amy Winehouse, sem lést árið 2011 að- eins 27 ára göm- ul, kennir lotu- græðgi um dauða hennar. Óhófleg áfeng- isneysla og lyfja- fíkn hafði vissu- lega sín áhrif og átti þátt í ótímabærum dauða hennar, segir hann í samtali við Observer- tímaritin, en langvarandi lotugræði hafi rænt hana öllu mótstöðuafli. „Það hvernig hún lifði lífinu hefði að lokum rænt hana lífinu, en í raun var það lotugræðgin sem drap hana,“ segir hann. Alex Winehouse var fjórum árum eldri en Amy og stýrir nú, ásamt föður þeirra, stofnun í nafni söng- konunnar sem styrkir forvarna- starf meðal ungmenna. Um helgina var opnuð sýning um Amy Winehouse í Jewis Museum í London. Henni skaut hratt upp á stjörnuhimininn, hún vann til fimm Grammy-verðlauna og plötur henn- ar seldust í bílförmum. En að sögn Alex var sjálfseyðingarhvöt hennar sterk og hafði sigur. Bróðir Amy Winehouse segir lotugræðgi hafa í raun dregið hana til dauða Amy Winehouse Ástralska poppstjarnan Kylie Mi- nogue mun að öllum líkindum fá bandaríska rapparann Jay-Z til samstarfs við sig á næstu plötu sinni, skv. frétt á vef NME. Minogue gerði nýverið útgáfusamning við fyrirtæki Jay-Z, Roc Nation, og segir í fréttinni að Jay-Z verði gest- ur í einu laga plötunnar væntan- legu. Haft er eftir ónefndum heim- ildarmanni að Jay-Z sé mikill aðdáandi Minogue. Þá hafa einnig borist fréttir af því að Pharrell Williams komi að plötusmíðinni. Liðstyrkur Minogue fær öfluga menn til liðs við sig á næstu plötu. Jay-Z og Pharrell á plötu Minogue Hljómsveitin Mezzoforte leikur á undan Jeff Beck og hljómsveit á tónleikum Becks í Vodafonehöllinni 27. júní nk. Um tónleika Mezzoforte segir í tilkynningu að um einstakan viðburð sé að ræða því hljómsveitin verði skipuð upprunalegum með- limum, þeim Eyþóri Gunnarssyni sem leikur á hljómborð, Friðriki Karlssyni gítarleikara, Gulla Briem trommuleikara og Jóhanni Ás- mundssyni bassaleikara. Aðdá- endur Mezzoforte mega því ekki missa af þessum tónleikum sveit- arinnar þar sem hún kemur fram í þetta eina skipti í sinni upp- runalegu mynd. Ungir Mezzoforte-menn árið 1977, þeir Friðrik, Gulli, Eyþór og Jóhann. Mezzoforte í upp- runalegri mynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.