Morgunblaðið - 06.07.2013, Side 1
„Íslendingar eru
róttækir hugs-
uðir og styðja
hugmyndir sem
eru krassandi
róttækar – í öllu
frá sósíalisma
upp í tækni og
hvernig þeir hafa
tekist á við
breytt efnahags-
umhverfi. Þið stóðuð í fæturna
gagnvart spilltu bankakerfi. Íslend-
ingar eru fólk sem ég hef áhuga á.
Að auki eru konurnar ákaflega,
ákaflega fallegar,“ segir breski
leikarinn og grínistinn Russell
Brand í viðtali við Sunnudagsblað
Morgunblaðsins.
Brand kemur hingað til lands í
desember með uppistand sem kall-
ast Messiah Complex en hann
ferðast með sýninguna vítt og
breitt um heiminn. Hann valdi Ís-
land sérstaklega sem lokaáfanga-
stað en hann hefur aldrei dvalið hér
á landi.
Brand hefur slegið í gegn í kvik-
myndum og valdið usla með gríni,
meðal annars reitt Gordon Brown,
fyrrverandi forsætisráðherra
Breta, til reiði. Þá var hjónaband
hans og söngkonunnar Katy Perry
umtalað.
Valdi Ísland
sérstaklega
Russell Brand
L A U G A R D A G U R 6. J Ú L Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 156. tölublað 101. árgangur
RAMMAR
VILLT BLÓMIN
Í REKAVIÐ
MISMUNANDI
LITRÓF
MANNLÍFSINS
SIRKUSLISTFORMIÐ
ER KREFJANDI OG
SKEMMTILEGT
SUNNUDAGUR ÍSLENSKUR SIRKUS Á UPPLEIÐ 39MÁLARI, LEIKARI OG KENNARI 10
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Ég held að það sé óhjákvæmilegt að
Alþingi taki til endurskoðunar þá
löggjöf sem sett var á sínum tíma um
þessar rannsóknarnefndir,“ segir
Einar K. Guðfinnsson, forseti Al-
þingis, um rannsóknarnefndir þings-
ins.
Á síðustu fimm árum hefur Al-
þingi samþykkt skipun þriggja rann-
sóknarnefnda; um fall bankanna, um
Íbúðalánasjóð og sparisjóðina, en
þær hafa allar farið fram yfir tilskil-
inn skilafrest.
Einar segir augljóst að Alþingi
þurfi að afmarka betur það viðfangs-
efni sem á að rannsaka hverju sinni,
svo hægt sé að gera raunhæfar tíma-
og kostnaðaráætlanir.
Samkvæmt upplýsingum frá fjár-
málaráðuneytinu námu útgjöld
vegna rannsóknarnefndar um fall
bankanna 434,4 milljónum króna
skv. fjárlögum áranna 2008-2010 en
481 milljón vegna annarra rannsókn-
arnefnda þingsins árin 2011-2013.
Áætlaður samanlagður kostnaður
við rannsóknarnefndirnar þrjár
nemi 1.063 milljónum króna.
Endurskoða þarf löggjöf
Rannsóknarnefndir Alþingis hafa ekki náð að skila á tilskildum tíma Áætlað-
ur kostnaður við nefndirnar rúmur milljarður Verkefnin verði betur afmörkuð
Rannsóknarnefndir
» Áætlaður kostnaður við
nefndirnar nemur 1.063 millj-
ónum króna.
» Rannsóknarnefnd um spari-
sjóðina er komin 13 mánuði
fram yfir tilskilinn skilafrest.
MNefndunum tekst ekki »12
Morgunblaðið/ÞÖK
Úr Hallgrímskirkjuturni Nýtt félag
ÍLS leigir út hundruð fasteigna.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áætlað verðmæti eignasafns Leigu-
félagsins Kletts, nýstofnaðs dóttur-
félags Íbúðalánasjóðs, er um sjö og
hálfur milljarður og er megnið af
eignunum nú þegar í útleigu. Áætluð
velta Kletts í ár er um 650 milljónir.
Að sögn Bjarna Þórs Þórólfs-
sonar, framkvæmdastjóra Leigu-
félagsins Kletts, eru um 34% eigna
félagsins á höfuðborgarsvæðinu,
17% á Suðurnesjum og 15% á Suður-
landi, 12% á Norðurlandi, 11% á
Vesturlandi og 11% á Austurlandi.
Um 550 eignir eru á skrá hjá fé-
laginu og eru allar íbúðarhúsnæði.
Langflestar eru íbúðir í fjölbýli.
Bjarni Þór hóf störf hjá félaginu í
apríl og vinnur nú að uppbyggingu
þess. „Mótun leigufélags sem mun
reka yfir 500 fasteignir tekur tíma,
en undirbúningurinn gengur vel. Í
dag eru starfsmenn tveir en verða
áður en langt um líður orðnir fjórir.
Gert er ráð fyrir að rekstur hefjist
formlega á haustmánuðum. Hugs-
anlega mun fjölga í eignasafni
Leigufélagsins Kletts á árinu.“ seg-
ir Bjarni en alls átti Íbúðalánasjóð-
ur 2.377 eignir í lok mars sl. og
hafði þar af 1.930 eignum verið ráð-
stafað í útleigu eða sölumeðferð.
„Starfsemi Leigufélagsins Kletts
er hugsuð til langframa. Við mótun
og þróun félagins er einkum haft að
leiðarljósi að skapa félag sem bygg-
ist á langtímahugsun og varan-
leika,“ segir Bjarni og bætir við að
horft sé til evrópskra leigufélaga,
ekki síst sænskra og danskra.
Leigufélag ÍLS tekur á sig mynd
Eignasafnið metið á 7,5 milljarða Ríkið orðið umsvifamikið á leigumarkaði
„Það er nokkuð líflegt þessa dagana,“ segir Gunn-
ar Gunnarsson, fyrrverandi bóndi á Selfossi, um
laxveiðina í net en hann er með tvær lagnir í Ölf-
usá. Þegar ljósmyndari Morgunblaðins átti leið
um var verið að greiða um tuttugu laxa úr net-
unum. „Veiðin fer vel af stað og þetta lítur ansi vel
út,“ segir Gunnar en netin má leggja eftir 25. júní,
frá þriðjudagsmorgni til föstudagskvölds. Nú er
vaxandi straumur og góðar laxagöngur í árnar,
enda fer laxveiðin víða vel af stað. „Laxinn er
heldur smár enda er stærri fiskurinn mikið geng-
inn áður en við byrjum,“ segir hann. »18
„Veiðin fer vel af stað og þetta lítur ansi vel út“
Morgunblaðið/Golli
Um tuttugu laxar ánetjaðir við Selfoss
Enn er deilt
um aðgang íbúa
í Hafnarfirði að
upplýsingum um
lánasamninga
bæjarins við
Depfa ACS-
bankann og FMS
Wermanage-
ment. Úrskurðarnefnd um upplýs-
ingamál felldi nýverið úr gildi
fyrri úrskurð sinn um að bærinn
skuli afhenda íbúa afrit af samn-
ingnum og ætlar að kveða upp nýj-
an úrskurð. „Lánið er bara til
skamms tíma. Við vitum ekkert
hversu mikið bærinn er að greiða
af lánunum núna en vitað er að
eftir næstu kosningar þarf að end-
urfjármagna háa fjárhæð,“ segir
íbúi í Hafnarfirði. »4
Mikilvægt að fá að-
gang fyrir kosningar
Íslendingar eru
eftirbátar ann-
arra Norður-
landabúa þegar
kemur að net-
notkun á þráð-
lausum tækjum
eins og snjall-
símum, spjald-
tölvum og net-
lyklum. Aftur á
móti tala Íslend-
ingar svipað mikið í farsíma og aðr-
ir á Norðurlöndunum. Meðaláskrif-
andinn hér á landi talar í tvö
þúsund mínútur á ári í símann sinn,
eða í rúmlega 33 klukkutíma. »22
Tölum í farsíma í
33 klukkutíma á ári
Snjallsími Íslend-
ingar masa mikið.