Morgunblaðið - 06.07.2013, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
✝ Ragnar Guð-jónsson fædd-
ist í Syðri-
Kvíhólma, Vestur-
Eyjafjöllum 2. nóv-
ember 1923. Hann
lést á Kumb-
aravogi aðfaranótt
mánudagsins 24.
júní 2013.
Foreldrar hans
voru Guðjón Jóns-
son, f. í Vallatúni
6.11. 1873, d. 10.11. 1943, og
Steinunn Sigurðardóttir, f. í
Mið-Mörk 17.9. 1878, d. 6.11.
1974, þau bjuggu í Syðri-
f. 8.10. 1929, býr á Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli. Árið 1954 kom svo
Rannveig Hrefna Gunnlaugs-
dóttir, f. 5.11. 1952, í fóstur í
Syðri-Kvíhólma. Börn hennar
eru: Jóhann Þórir Guðmunds-
son, f. 18.12. 1972, Guðbjörg
Guðjónsdóttir, f. 23.6. 1977,
Árný Inga Guðjónsdóttir, f. 6.6.
1979, og Ragnar Aðalsteinn
Guðjónsson, f. 6.10. 1984.
Barnabörn Rannveigar eru
fimm.
Ragnar var bóndi í Syðri-
Kvíhólma alla sína tíð og sinnti
þar fjölbreyttum bústörfum af
mikilli alúð. Þegar heilsu hans
hrakaði á síðasta ári flutti hann
á Kumbaravog og þar naut
hann góðrar umhyggju starfs-
fólks allt fram á síðasta dag.
Útför Ragnars fer fram frá
Ásólfsskálakirkju í dag, laug-
ardaginn 6. júlí, kl. 14.
Kvíhólma. Ragnar
var yngstur í hópi
átta systkina, hin
eru Sigurjón, f. 6.9.
1903, d. 22.7. 1988,
Elín, f. 19.11. 1907,
d. 5.4. 2006, Matt-
hías, f. 27.10. 1908,
d. 16.7. 1980, Þór-
arinn, f. 9.11. 1910,
d. 25.3. 1972, Guð-
björg, f. 5.7. 1912,
d. 1.12. 1993, Guð-
jón, f. 17.8. 1913, d. 27.3. 1995,
og Guðmundur, f. 19.7. 1921, d.
25.4. 1984. Uppeldissystir
Ragnars er Ásta Magnúsdóttir,
Sem barni fannst mér aldrei
skrítið að ég ætti afa sem var
ekki pabbi mömmu minnar og
ömmu sem var systir hans afa.
Blóðtengsl hafa lítið að segja í
þessum efnum, hann var besti
afi sem hægt er að hugsa sér.
Ég man það svo vel fyrstu
sumrin mín í sveitinni hvað mér
fannst skrítið í fyrstu að deila
herbergi með gömlum manni í
herberginu „vestrí“ eins og það
var alltaf kallað á Syðri-Kví-
hólma. Í byrjun þessarar sam-
veru okkar afa var greinilegt að
þarna var maður sem var mjög
vanafastur, gerði hlutina í réttri
röð og hélt alltaf sinni rútínu.
Eftir veturna í skóla, fór mað-
ur í sveitina spengilegur og fínn,
í lok sumars var maður orðinn
mjög pattaralegur. Ástæða þess
voru tíðir málsverðir yfir daginn
á Syðri-Kvíhólma hjá honum afa.
Það var morgunmatur, kaffi eftir
mjaltir, hádegismatur (nauðsyn-
legt að taka smá kríu eftir hann),
síðdegiskaffi, kvöldmatur og það
mátti alls ekki gleyma kvöld-
kaffinu. Ekkert af þessu mátti
klikka, því eins og fyrr segir var
afi mikill rútínumaður.
Snemma fór afi að fara með
mig að reka beljurnar á morgn-
ana og láta mig taka þátt í mjölt-
um, reka rollur og sinna flestum
bústörfum.
Fyrstu sumrin mín var ég
alltaf í fylgd vinnumannsins á
bænum, sem voru nokkrir á
þessum sumrum. Seinna varð ég
vinnumaðurinn á bænum og ég
gleymi aldrei hversu stoltur ég
var, mér fannst ég vera orðinn
svo fullorðinn.
Afi er svo sannarlega maður-
inn sem kenndi mér að vinna og
ég verð alltaf þakklátur fyrir
það.
Mér hefur alltaf fundist mjög
erfitt að vakna á morgnana, galli
sem hefur fylgt mér alla tíð. Afi
var hinsvegar ekkert að kippa
sér upp við það og blístraði alltaf
til að vekja mig. Ótrúlegt en satt
þá vaknaði ég alltaf við þetta
blístur. Aðrir hafa reynt að
hrista mig til að gera slíkt hið
sama en án árangurs. Blístrið er
það eina sem virkar.
Á sumrin í sveitinni var topp-
urinn á tilverunni að fara í sund.
Til þess að gera það þurfti ég
alltaf að plata vinnukonuna eða
vinnumanninn til að keyra og
biðja afa um að lána okkur bíl-
inn. Afi sagði aldrei nei við þess-
ari bón minni, sem þýðir samt
alls ekki að hann sagði já. Nei
hjá honum hljómaði á þessa leið
„Þarf þess?“ og þar við sat, ekki
farið í sund þann daginn.
Afi hafði ótrúlega gaman af
söng. Ósjaldan þegar verið var
að ganga frá eftir mjaltir, gekk
maður framhjá mjólkurhúsinu
og heyrði afa syngja hástöfum.
Það voru lög eins og Þórsmerk-
urljóð, Dirrindí og Liljan. Hann
var samt ekki fyrir að syngja
fyrir aðra, hann þagnaði frekar
fljótt eftir að hann áttaði sig á að
einhver var að hlusta.
Það er svo skrítið að hugsa til
þess að ég geti aldrei heimsótt
hann afa aftur á Syðri-Kvíhólma,
aldrei farið með börnin mín
þangað aftur og leyft þeim að
kynnast sömu sveitinni og ég
fékk að kynnast svo vel, aldrei
sent börnin mín í nokkrar vikur í
sveit að Syðri-Kvíhólma. Stórum
kafla í lífi okkar sem í kringum
afa vorum er lokið. Við minn-
umst þín með miklum söknuði,
elsku afi minn.
Með bestu kveðju, þinn ein-
lægur aðdáandi,
Ragnar Aðalsteinn
Guðjónsson og fjölskylda.
Elskulegur afi minn, eins og
við systkinin kölluðum hann, er
nú látinn. Þrátt fyrir háan aldur
kom fréttin á óvart, ég hélt að
tíminn yrði aðeins lengri, við
vonuðumst til að geta fagnað 90
ára afmæli með honum í haust.
Kallið kom og veit ég að hann
fór í friði, sáttur við guð og
menn.
Tilhugsunin er skrýtin að
hitta hann ekki aftur, spjalla við
hann um heima og geima því
hann var einn af þeim sem hægt
var að ræða öll mál við, hann
hafði mikinn áhuga á mönnum
og málefnum líðandi stundar og
fannst fátt eins skemmtilegt og
að hafa fólkið sitt hjá sér og
spjalla, rifja upp gamla tíma, fá
fréttir og hafa gaman með þeim
sem honum þótti vænt um, tala
nú ekki um ef súkkulaði var á
borðum líka, honum fannst
súkkulaði mjög gott.
Afi var hógvær, nægjusamur,
rólegur, umhyggjusamur, húm-
oristi og mjög heimakær, ein-
staklega barngóður og hann
elskaði að hafa börn í kringum
sig og tók þeim öllum eins og
þau voru, börn hændust líka að
honum og í hans fangi var gott
að vera.
Mig langar að nefna eina
minningu frá því ég var barn,
um 5 eða 6 ára. Það var þannig
að ég var nýbúin að fá ný stígvél
og var í fjárhúsunum með hon-
um og fleirum. Ég gat ekki
hugsað mér stíga í nýju stígvél-
unum í „kindakúkinn“ eins og ég
kallaði hann, honum fannst þetta
bara fyndið og bar mig þarna um
allt svo stígvélin héldust nú
hrein.
Hann hlustaði mikið á útvarp
og hafði gaman af tónlist. Hann
fylgdist af mikilli umhyggju með
okkur systkinum og börnunum
okkar, hann sýndi öllu sem við-
kom okkur áhuga og umhyggjan
fyrir okkur átti sér engin tak-
mörk. Vissi fátt skemmtilegra en
ef við komum öll til hans í heim-
sókn. Oft gat verið glatt á hjalla
og dálítil læti eins og gengur,
honum fannst það nú í lagi, eins
og hann sagði alltaf: „þetta er
bara eðlilegt“ og svo brosti hann
og hló sínum hljóðláta hlátri.
Hann hreinlega ljómaði þegar
hann sá að allir voru með í heim-
sóknunum. Virðing og væntum-
þykja hans fyrir mínum börnum
og okkur fjölskyldunni allri var
svo sannarlega gagnkvæm og
tengsl okkar við hann voru sterk
og samband okkar náið, fallegt
og falslaust. Heimsóknirnar til
hans í sveitina og svo Kumb-
aravog sl. mánuði eru minningar
sem við geymum eins og fjársjóð
í hjörtum okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Nú er komið að kveðjustund,
það er alltaf erfitt að kveðja en
tilhugsunin um allar ljúfu og
góðu minningarnar ylja manni
þessa dagana. Fjölskyldan mín,
maðurinn minn Hannes og börn-
in okkar þrjú; Birta, Kári Hrafn
og Hanna Sóley, senda innilegar
kveðjur og mun hann alltaf eiga
sinn stað í hjörtum okkar um
ókomna tíð. Takk fyrir allt í
gegnum árin.
Kveðja,
Árný Inga Guðjónsdóttir
og fjölskylda.
Elsku afi minn er nú látinn.
Hæglátur maður sem sagði ekki
mikið, sagði bara það sem segja
þurfti, nokkur vel valin orð sem
hittu í mark. Hann spilaði stórt
hlutverk í mínu lífi. Ég eyddi svo
til öllum páskum hjá ömmu og
afa og svo bara hjá afa eftir að
amma dó, svona fyrir utan öll hin
skiptin sem við fjölskyldan fór-
um allan ársins hring. Hann
hafði mikinn húmor og það var
oft hlegið mikið saman yfir kaffi
og Nóa-kroppi sem honum þótti
sérlega gott og borðaði yfirleitt
með stórri matskeið. Já maður
passaði sig á að mæta alltaf með
nammi með sér þegar maður
kom til hans, þá var hann lukku-
legur með lífið.
Hann kenndi mér allt sem ég
kann varðandi hvernig skal um-
gangast dýrin og að vinna, var
ekkert að setja það fyrir sig þó
að ég væri stelpa. Ég mátti al-
veg elta hann út um allt, út í
fjárhús að gefa, horfa á hann
taka á móti lömbum og marka,
gefa hrossunum og reka, sækja
beljurnar og mjólka, þetta mátti
ég allt nema kannski keyra trak-
torinn, hann var ekkert spenntur
fyrir því. Held að ég hafi kannski
gert það einu sinni, tvisvar en
svo ekki meir. Honum fannst ég
ekkert sérlega klár við stýrið þó
svo að hann hafi nú ekki sagt
það við mig berum orðum heldur
sagði hann „þarftu þess“ þegar
ég bað um að keyra, en ég mátti
alltaf sitja í hjá honum.
Hann var alltaf með prik þeg-
ar við fórum að sækja kýrnar og
það var mikið sport að fá að
prófa það stundum. Hann átti
líka flottan fjósaslopp og koll
sem mig langaði svo mikið að fá
að prufa. Ég mætti alltaf í fjósið
og fékk fyrst bara að þrífa kýrn-
ar og gefa hey, en svo jókst vinn-
an eftir að ég eltist og hann
kenndi mér að mjólka. Þá rætt-
ist draumurinn heldur betur og
ég fékk sérslopp og koll til af-
nota alveg eins og hann. Oft þeg-
ar ég var yngri vaknaði ég á
morgnana við það að hann gekk
sönglandi framhjá glugganum og
þá rauk ég út á eftir honum,
gæti verið að missa af einhverju
spennandi, en svo þegar ég eltist
þá var nú gott að sofa, þá kom
hann alltaf í stigaopið og flautaði
og sagði lágt „fjós“ og þá var
eins gott að drífa sig því ekki
vildi ég valda honum vonbrigð-
um.
Já hann kenndi manni sko að
vinna. Ég get stundum verið
með frestunaráráttu og átti það
til að vaska ekki upp beint eftir
matinn heldur fara að horfa á
sjónvarpið. Þá kom hann iðulega
á eftir mér og spurði hvort ég
ætlaði ekki að klára að vaska
upp og ég svaraði að ég ætlaði
að gera það á eftir, þá sagði
hann alltaf: „Er ekki best að
klára það bara núna?“ Og jú,
auðvitað fór ég og gerði það,
hlýddi honum þar til hann dó.
Ég gæti skrifað svo ótal margt
um hann afa minn.
Já hann afi minn var einn af
þeim bestu í heiminum fyrir
Ragnar
Guðjónsson
HINSTA KVEÐJA
Einn er maðurinn veikur
en með öðrum sterkur.
Einmana huga þrúgar
þarflaus kvíði.
Ef vinur í hjarta þitt horfir
og heilræði gefur
verður hugurinn heiður
sem himinn bjartur
og sorgar ský
sópast burt.
(J.G. Herder)
Votta aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Guðmundur Árni.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Eiginmaður minn, bróðir og móðurbróðir,
ÞORSTEINN M. MARINÓSSON,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 22. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð.
Helga Valdemarsson,
Áslaug J. Marinósdóttir,
Snorri Steinn Sigurðsson,
Ásgeir M. Rudolfsson,
Sverrir Þór Rudolfsson,
Anna Rudolfsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
RAGNAR LÚÐVÍK JÓNSSON
bifvélavirki,
Böðvarsgötu 7,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju
þriðjudaginn 9. júlí kl. 14.00.
Anna Guðrún Georgsdóttir,
Rúnar og Dóra Axelsdóttir,
Steinar og Jónína Númadóttir,
Þóra og Gísli Kristófersson,
Jón Georg og Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Ragnheiður Elín og Björn Yngvi Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
RÓSA BJÖRNSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis-
stofnun Þingeyinga miðvikudaginn 3. júlí.
Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju
miðvikudaginn 10. júlí klukkan 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast Rósu er bent á
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Ármann Sigurjónsson,
Snjólaug Ármannsdóttir, Ómar Friðriksson,
Dóra Ármannsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson,
Sigurjón Ármannsson, Agnieszka Ewa M. Ármannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar
og bróðir,
SKÚLI H. FJALLDAL,
Heklavej 3,
Óðinsvéum,
Danmörku,
lést á Hospice Sydfyn í Danmörku
sunnudaginn 16. júní.
Útför fór fram frá Paarupkirkju í Óðinsvéum
þriðjudaginn 25. júní.
Gerda Valentin Fjalldal,
Jón H. Fjalldal,
Tómas G. Fjalldal
og systkini hins látna.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA VALDEY JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Móabarði 25,
Hafnarfirði,
andaðist miðvikudaginn 3. júlí á Sólvangi
í Hafnarfirði.
Ester Eyfjörð Ísleifsdóttir,
Ásgrímur Jónas Ísleifsson, Sigrún Hrönn Baldursdóttir,
Birgir Ísleifsson, Ástrún Ósk Ástþórsdóttir,
Kristmann Már Ísleifsson, Lilja Björk Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð,
áður Laxagötu 7,
Akureyri,
lést sunnudaginn 23. júní.
Útför hennar hefur farið fram.
Börn og fjölskyldur.