Morgunblaðið - 06.07.2013, Page 29
mér, maður sem ég leit ávallt
upp til og mun alltaf gera. Þó að
mér þyki það sárt að hann sé
farinn þá er ég samt ánægð fyrir
hans hönd að veikindi hans tók
fljótt af þar sem hann hafði alltaf
verið hraustur og hann kunni
sko alls ekki við allt þetta til-
stand í kringum sig. Ég er
ánægð að hafa fengið að kynnast
honum og fengið þann tíma sem
ég fékk, um meira get ég ekki
beðið.
Kveðja,
Guðbjörg.
Þegar þessi orð eru skrifuð
spretta fram ótal góðar og
skemmtilegar minningar um
kynni mín af Ragnari Guðjóns-
syni, bónda í Syðri-Kvíhólma.
Sumarið 1996 gerðist ég ráðs-
kona í Kvíhólma og Ragnar tók
mér og Illuga syni mínum, sem
þá var fimm ára, afskaplega vel.
Sumrin sem við dvöldum þarna
urðu átta talsins og við mæðg-
inin litum á Kvíhólma sem okkar
annað heimili. Eftir að ég hætti
að vinna hjá honum reyndi ég að
heimsækja hann hvenær sem
færi gafst og alltaf var jafn gott
að koma í sveitina. Ragnar
reyndist alls ekki vera eins fá-
máll og einhverjir höfðu sagt
mér að hann væri. Við sátum oft
langt fram á nótt að ræða heims-
ins mál og Ragnar hafði alltaf
frá einhverju að segja. Hann var
vel lesinn og víðsýnn, hafði mik-
inn áhuga á frásögnum af fólki
og las gjarnan ævisögur. Hann
hlustaði mikið á útvarp og las
blöðin, fylgdist vel með fréttum
og hafði sínar skoðanir á þjóð-
málunum. Það var oft gaman að
sitja og hlusta á hann segja frá
liðinni tíð og margar af þeim
merkilegu sögum sem hann
sagði mér koma reglulega upp í
kollinn. Það þurfti ekki mikið til
að gleðja Ragnar. Hann vildi
engar gjafir eða fyrirhöfn, en
gladdist þó yfir nýsteiktum
pönnukökum, fiskibollum og
öðru góðgæti. Eins gladdist
hann yfir heimsóknum afa- og
langafabarnanna og sýndi mér
oft myndir af þeim. Hann hafði
líka góða kímnigáfu og einstak-
lega fallegt bros. Ragnar kenndi
mér margt, bæði varðandi vinnu
og einnig almenn lífsviðhorf. Ég
hef aldrei kynnst manneskju
sem tók því sem að höndum bar
af eins miklu jafnaðargeði og
æðruleysi og Ragnar gerði.
Hann fann aldrei til öfundar,
hreykti sér ekki af neinu og
lagðist til hvílu hvert kvöld í sátt
við Guð og menn. Eins var hann
alltaf meðvitaður um eigin getu
og minnkaði við sig vinnu eftir
því hvað heilsan leyfði. Ekki
gætti biturleika eða neikvæðni
hjá honum þegar aldurinn færð-
ist yfir, þó hann hefði æ minni
getu til að sinna þeim störfum
sem hann hafði gert alla tíð.
Ragnar var góður bóndi og annt
um að yrkja jörðina. Hann hugs-
aði af alúð og vandvirkni um
dýrin sín og vélarnar og lagði
mikla áherslu á að borið væri á
túnin og að vel væri hirt um þau.
Hann hafði gott verksvit og
kenndi mér margt sem nýtist í
mínu starfi sem sauðfjárbóndi í
dag. Það var líka fátt notalegra
en morgunmjaltirnar á fallegum
sumardegi í Kvíhólma og ég
hugsa til þeirra sem einhverra af
mínum bestu stundum. Ragnar
var snyrtimenni, hélt hreinu í
kringum sig og hirti sjálfur um
sig að langmestu leyti þar til
hann flutti á Kumbaravog síðast-
liðið haust. Það væri hægt að
halda lengi áfram að telja upp
góða kosti Ragnars, segja af
honum skemmtilegar sögur og
vitna í hans frásagnir. En upp úr
stendur að það að hafa kynnst
og fengið að vinna með slíkum
manni eru forréttindi sem ég
verð ævinlega þakklát fyrir að
hafa notið. Um leið og ég votta
Rannveigu og fjölskyldu samúð
mína kveð ég Ragnar í Kvíhólma
með virðingu og þakklæti.
Andrea Marta Vigfúsdóttir.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
✝ Dóra HannaMagnúsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 27.
júní 1925. Hún lést
á sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum
30. júní 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Halldóra
Valdimarsdóttir, f. í
Bolungarvík 9. júlí
1903, d. 11. júní
1942, og Magnús Bergsson, bak-
arameistari og útgerðarmaður,
f. í Reykjavík 2. október 1898, d.
9. desember 1961. Systkini Dóru
voru: Bergur, f. 1927, d. 1942,
Þóra, f. 1930, Júlíus Gísli, f. 1938,
d. 1968 og Halldór Sigurður, f.
1942.
Dóra Hanna giftist 2. október
1947 Sigmundi Andréssyni bak-
arameistara, f. á Eyrarbakka 20.
ágúst 1922. Foreldrar hans voru
Kristrún Ólöf Jónsdóttir, f. 22.
maí 1881, d. 22. september 1934,
og Andrés Jónsson, f. 18. október
1896, d. 21. nóvember 1978. Börn
Dóru Hönnu og Sigmundar eru:
1) Dóra Bergs, f. 1944, gift Sig-
mari Magnússyni, f. 1948, börn
þeirra: a) Hlynur, f. 1969, kvænt-
ur Soukaina Nigrou, f. 1990,
börn hans eru Kateryna, f. 1993
og Richard Óskar, f. 2003; b)
2000; c) Agnes Sif, f. 1973, dóttir
hennar er Saga Sif, f. 2013; d)
Guðrún Heba, f. 1989, d. 2009; e)
Ágúst Örn Gíslason, f. 1976; 4)
Óskar, f. 1964, kvæntur Oddnýju
Huginsdóttur, f. 1967, börn
þeirra eru a) Huginn, f. 1993, b)
Ástrós, f. 1997 og c) Ósk, f. 2001.
Dóra Hanna ólst upp í Vest-
mannaeyjum og bjó þar alla ævi.
Hún stundaði nám í Versl-
unarskóla Íslands en námið hlaut
þó skjótan endi. Sumarið eftir
fyrsta námsárið lést móðir henn-
ar, Halldóra, bróðirinn Bergur
og Bergur afi hennar. Faðir
Dóru Hönnu stóð þá uppi einn
með fjögur börn. Dóra Hanna, þá
17 ára, var elst en yngsta barnið
var nýfæddur bróðir hennar,
Halldór. Ákveðið var að Dóra
Hanna tæki við búsforráðum en
námið yrði að bíða. Dóra Hanna
lærði snemma að taka ábyrgð á
sjálfri sér og öðrum. Í því mik-
ilvæga hlutverki stóð hún sig
með mikilli prýði. Auk uppeldis-
og heimilisstarfa var ævistarf
Dóru Hönnu við störf í
Magnúsarbakaríi sem þau hjón
ráku lengi en faðir hennar stofn-
aði það 23. janúar 1923. Hún tók
virkan þátt í félagsmálum með
kvenfélaginu Líkn og Oddfellow.
Þau hjónin voru meðal þeirra
fyrstu er fluttu aftur út í Eyjar
eftir eldgosið 1973 og tóku virk-
an þátt í uppbyggingunni í Eyj-
um eftir gos.
Útför Dóru Hönnu fer fram
frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í dag, 6. júlí 2013,
kl. 14.
Dóra Hanna, f.
1974, gift Sighvati
Jónssyni, börn
þeirra eru Gabríel,
f. 1998, Elmar Elí, f.
2005 og Embla Dís,
f. 2010; c) Heiðrún
Björk, f. 1977, gift
Vilberg Eiríkssyni,
börn þeirra eru: Ar-
on Ingi, f. 2007 og
Arnar Gauti, f.
2009; d) Andrés
Bergs, f. 1980; 2) Bergur Magn-
ús, f. 1947, börn hans eru a)
Magnús, f. 1967, kvæntur Unu
Sigríði Gunnarsdóttur, f. 1968,
dóttir þeirra er Maren Júlía, f.
2003; b) Sturla, f. 1973, börn
hans Sóley María, f. 2001 og
Kristján Rúnar, f. 2008; c) Ívar
Örn, f. 1976, synir hans Bergur
Andri, f. 2003 og Hávarður Arn-
ar, f. 2005; d) Ingibjörg Reyn-
isdóttir, f. 1971, í sambúð með
Emil Þór Jónssyni, f. 1976, börn
þeirra eru a) Kristjana Lind, f.
2005, b) Ísak Kári, f. 2010; 3)
Andrés, f. 1949, börn hans eru a)
Sigmundur, f. 1968, kvæntur
Azadeh Andresson, f. 1980, dótt-
ir þeirra er Asal, f. 2010; b) Sig-
urjón, f. 1970, kvæntur Margréti
Söru Guðjónsdóttur, f. 1975,
dætur þeirra eru Hrafnhildur
Svala, f. 1998 og Hekla Sif, f.
Elsku Bíbí.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þinn eiginmaður,
Sigmundur Andrésson.
Elsku hjartans mamma mín,
fyrir tveimur vikum átti ég ekki
von á því að þú værir að yfirgefa
þetta líf. Við vorum svo samrýnd-
ar og góðar vinkonur. Þú varst
alltaf til staðar ef ég og mín fjöl-
skylda þurftum á aðstoð þinni að
halda. Takk fyrir það, elsku mama
mín. Þú varst aðeins 17 ára þegar
móðir þín, bróðir og afi dóu með
aðeins tveggja mánaða tímabili.
Þá axlaðir þú mikla ábyrgð með
því að aðstoða föður þinn við upp-
eldi tveggja systkina þinna sem þá
voru aðeins tólf og fjögurra ára.
Þú leystir þetta verkefni vel eins
og allt annað sem þú tókst þér fyr-
ir hendur. Þú varst kletturinn í
okkar fjölskyldu. Þið pabbi voruð
svo náin og samtaka um flesta
hluti í þau 67 ár sem þið fenguð
saman. Mamma, þú varst alltaf
svo vel tilhöfð enda hafðir þú mjög
gaman af því að punta þig.
Takk fyrir mig elsku mamma
mín, ég á eftir að sakna þín mikið.
Guð veri með þér. Takk fyrir mig
og mína.
Þín dóttir og tengdasonur,
Dóra Bergs og Sigmar.
Elsku mamma, amma og
tengdamamma.
Þú varst besta móðir, amma og
tengdamóðir sem hægt er að
hugsa sér. Okkur þótti svo afskap-
lega vænt um þig og við verðum
þér ævinlega þakklát fyrir alla þá
ást og umhyggju sem þú veittir
okkur og ekki síst allt það upp-
byggilega sem þú hefur gefið okk-
ur í gegnum tíðina. Þú varst alltaf
tilbúin að aðstoða og styðja við
bakið á okkur í því sem við vorum
að gera og ætlaðist aldrei til þess
að fá eitthvað í staðinn. Þú hafðir
tröllatrú á þínu fólki og kenndir
því að trúa á það góða í lífinu.
Dugnaður þinn og þrautseigja
verður okkur öllum ætíð til fyr-
irmyndar. Þú stóðst ætíð traust
við bakið á þínu fólki og studdir
það í blíðu og stríðu.
Mér, Óskari, er afskaplega
minnisstæð sú afdrifaríka og
óeigingjarna ákvörðun þín að
sparka ungum syni þínum til
Þýskalands þegar ég stóð frammi
fyrir þeirri ákvörðun hvort ég
tæki háskólaplássi sem hafði
skyndilega losnað. Ég hafði tvo
daga til að mæta og nýkominn af
næturvakt með loðnubræðslulykt
í hárinu. Þú rakst mig í sturtu og
stóðst lærbrotin við að strauja og
pakka niður fyrir mig. Tveimur
klukkustundum síðar var ég kom-
inn upp í flugvél á leið til Reykja-
víkur og þaðan til Þýskalands. Ég
held að hvorugt okkar hafi nokk-
urn tímann séð eftir þeirri
ákvörðun.
Nú ert þú komin í lengra ferða-
lag og við erum viss um að þér líð-
ur vel þar sem þú þarft ekki á að-
stoð annarra að halda og getur
komist allra þinna ferða hjálpar-
laust. Við munum hugsa til þín og
vera hjá þér í huganum um alla
eilífð.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson)
Að þú hafir yfirgefið þennan
heim klukkan fjögur lýsir þér
einnig vel. Það var þín tala og það
að sumir þínir nánustu hafi vakn-
að klukkan fjögur sömu nótt er
væntanlega engin tilviljun. Senni-
legast hefur þú verið að kveðja þá
með kossi.
Það var alltaf jafnskemmtilegt
að koma í heimsókn til Vest-
mannaeyja og fá að hitta ömmu
Bíbí og afa Simma. Þau tóku ætíð
svo vel á móti okkur og voru svo
hlý og góð. Þéttingsfast handtak-
ið, strokurnar og stóra faðmlagið
var engu líkt. Við fundum hlýjuna
og umhyggjuna svo greinilega og
þér fannst erfitt að sleppa af okk-
ur hendinni þegar við kvöddum.
Mikið munum við sakna þess að
geta hitt ykkur saman eins og við
vorum vön að gera. En við vitum
að þú verður áfram með okkur í
huganum.
Við munum sakna þín en minn-
ingin um þig mun ávallt ylja okk-
ur um hjartarætur.
Þitt handtak var svo þétt og blítt,
þitt faðmlag djúpt og afar hlýtt.
Elsku besta amma mín,
við sjáumst þar sem sólin skín.
Þinn sonur,
Óskar, Oddný, Huginn,
Ástrós og Ósk.
Fyrir 22 árum ég kom inn í fjöl-
skylduna hjá Sigurjóni mínum. Á
þeim tíma hef ég verið svo lánsöm
að kynnast mikið af góðu fólki. Ein
af þeim var Bíbí amma, eins og
hún var kölluð á okkar heimili.
Bíbí var aðdáunarverð kona.
Hún var heilsteypt, greind, list-
ræn og vel lesin, hreint yndisleg
kona í alla staði. Mér eru minn-
isstæðar heimsóknirnar á Vest-
mannabraut 37 og síðar Hraun-
búðir þar sem allt var rætt milli
himins og jarðar, allt frá þeirri
bók sem verið var að lesa, hagi
fjölskyldumeðlima og pólitík.
Mér er efst í huga þakklæti.
Þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast og umgangast Bíbí
ömmu, hversu góð hún var við
okkur Sigurjón og dætur okkar
sem og þá fyrirmynd sem hún og
afi Simmi eru okkur. Samband
þeirra hjóna er eitt það fallegasta
sem ég hef kynnst á ævinni.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast og umgangast
Bíbí ömmu og bið góðan Guð að
styrkja afa Simma og fjölskylduna
alla sem syrgir einstaka konu.
Sara.
Elsku amma Bíbí okkar. Við
munum sakna þín meira en orð fá
lýst. Allar yndislegu stundirnar
með þér í gegnum tíðina munu
ávallt sitja í huga okkar og hjarta.
Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur
með hlýja brosinu þínu og eitt-
hverju sætu. Þú varst alltaf góð,
fínt klædd, skemmtileg og varst
bara hreinlega fullkomin
langamma.
Við munum sakna þín elsku
amma en þú ert ekki alveg farin
því þú munt lifa í hjörtum okkar
alla tíð. Við og allir í fjölskyldunni
pössum afa fyrir þig.
Hér er eitt lítið ljóð sem við
sömdum um þig, elsku amma Bíbí.
Við elskum þig.
Dóra Hanna
Magnúsdóttir
SJÁ SÍÐU 30
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför mannsins míns,
tengdaföður, afa og langafa,
THEODÓRS JÓNASSONAR
skósmíðameistara,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á G-gangi Hrafnistu fyrir sérstaka
umhyggju og hlýju.
Lára Dagbjört Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Einlægar þakkir til allra sem auðsýndu okkur
hlýhug, vinsemd og samúð vegna andláts
okkar elskaða eiginmanns og stjúpföður,
EIÐS ÁGÚSTS GUNNARSSONAR
óperusöngvara,
sem lést laugardaginn 15. júní 2013.
Lucinda Grímsdóttir,
Grímur Ingi.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
stuðning og hlýhug vegna fráfalls elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR KR. ARNÓRSSONAR
frá Ási,
Jófríðarstaðavegi 19,
Hafnarfirði,
sem lést miðvikudaginn 29. maí.
Friðfinnur Sigurðsson, Christina Wieselgren,
Sólveig Sigurðardóttir, Jóhannes Kristjánsson,
Arnór Sigurðsson,
Sigríður Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÁSDÍSAR MAGNÚSDÓTTUR
húsfreyju á Staðarbakka.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Hvammstanga fyrir frábæra umönnun hennar.
Margrét Benediktsdóttir, Ólafur H. Jóhannsson,
Ingimundur Benediktsson, Matthildur G. Sverrisdóttir,
Jón M. Benediktsson, Þorbjörg J. Ólafsdóttir,
Rafn Benediktsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
JÓNU MARÍU HANNESDÓTTUR,
fyrrum húsfreyju á Núpum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Áss í Hveragerði fyrir góða
umönnun og hlýlegt viðmót.
Jóhann Valgeir Helgason, Ragnheiður Jónsdóttir,
Sigurveig Helgadóttir, Gísli Rúnar Sveinsson,
Gerður Helgadóttir, Jón Ingi Skúlason,
Hanna María Helgadóttir, Ari Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.