Morgunblaðið - 06.07.2013, Síða 30

Morgunblaðið - 06.07.2013, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013 Dóra Hanna Magnúsdóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför hjartkærrar móður okkar, HALLDÓRU ÓLAFSDÓTTUR fyrrum bónda og húsmóður að Skálá, hjúkrunarheimilinu Mörk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar og heimilishjálpar í Kópavogi og starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Mörk, 2. h. norður, fyrir frábæra umönnun og hlýlegt viðmót. Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir, Jón Stefánsson, G. Sigurður Jóhannesson, Björn Jóhannesson, Eva Hjaltadóttir, Rannveig María Jóhannesdóttir, Árni Guðni Einarsson, Guðbjörg Sólveig Jóhannesdóttir, Ólafur Ágúst Jóhannesson, Kirsten Winum Hansen, Ingimar Þór Jóhannesson, Tinna Stefánsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær sonur okkar, BERGUR BJARNASON, Barónsstíg 27, verður jarðsunginn í Fossvogskapellu mánudaginn 8. júlí kl. 15.00. Bjarni Bergsson, Ragnhildur Friðriksdóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR SKOWRONSKI, Hrafnistu, Reykjavík, áður Árskógum 8. Henry Skowronski, Helga H. Lúthersdóttir, Karol Mantz, Agnes Arnold, Donald Arnold, Tekla Skowronski, Jane Skowronski, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, amma, langamma, sambýliskona og systir, ÓLÖF B. ÁSGEIRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. júlí kl. 13.00. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Birgitta, Svafar og Bjössi. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN ÓSK SIGURÐARDÓTTIR, Efra-Hvoli, lést fimmtudaginn 27. júní á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Útför hennar fer fram frá Stórólfshvolskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 15.00. Ragnheiður Sigrún Pálsdóttir, Þórir Yngvi Snorrason, Helga Björg Pálsdóttir, Guðmundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERGDÍS JÓNSDÓTTIR, Sæviðarsundi 48, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 29. júní, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 10. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Friðrik Olgeir Júlíusson, Margrét Björg Júlíusdóttir, Viðar Helgi Guðjohnsen, Auður Júlíusdóttir, Sigvaldi Ólafsson, og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓSKARS EINARSSONAR, Túngötu 12, Álftanesi, sem andaðist laugardaginn 8. júní. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki sem annaðist hann í veikindum hans. Guðrún María Hjálmsdóttir, Haukur Óskarsson, Ragnheiður Thoroddsen, Bryndís Óskarsdóttir, Egill Hafsteinsson, Óskar Ólafur Hauksson, Bryndís Bjarkadóttir, Kjartan Freyr Hauksson, Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir, Ástráður Stefánsson, Ásdís Egilsdóttir, Kjartan Örn Sigurjónsson, Auður Egilsdóttir, Hreiðar Már Haralds Pálsson. Elsku besta amma Bíbí, sem kvaddir okkur núna í júní. Alltaf varst þú svo björt og hlý, semjum við þetta ljóð af því. Alltaf varst þú svo fínlega klædd, uppáhaldið okkar voru þínir perlulokkar. Sannarlega varst þú greind og vel frædd, þú kenndir okkur margt, elsku amma okkar. Ávallt gafst þú okkur sætindi og gos, einnig spurðir þú okkur frétta. Er við sögðum frá kom þitt hlýja bros, þú sagðir lífsbraut okkar vera rétta. Takk fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur gert, hjónaband ykkar afa var aðdáunarvert. Þið innilega elskuðuð hvort annað svo heitt, líf okkar allra þú hefur skreytt. Hrafnhildur Svala og Hekla Sif Sigurjónsdætur. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar, Dóru Hönnu Magnúsdóttur, eða Bíbí ömmu, með nokkrum orðum. Amma fæddist á Heimagötu 4 í húsi sem hét Tunga og átti það eftir að verða heimili hennar næstu 39 ár- in eða allt þar til hún og afi fluttust á Vestmannabrautina árið 1963. Amma minntist æsku sinnar með hlýhug þó hún hafi ung þurft að axla mikla ábyrgð. Eftir að grunnskóla lauk fór amma til Reykjavíkur í Verzlunarskólann. Ömmu gekk vel í námi. Eftir að fyrsta árinu lauk í Verzló dundi mikil ógæfa yfir fjölskylduna, þetta var árið 1942 og amma að- eins 17 ára. Á tveimur mánuðum missir amma, afa sinn, mömmu sína og bróður sinn Berg, sem var tveimur árum yngri en hún. Óhjá- kvæmilega lenti mikil ábyrgð á herðum hennar sem elstu dóttur- innar. Júlíusi Gísla bróður hennar, sem þarna var aðeins fjögurra ára, gekk amma í móðurstað. Árið 1946 kom til Vestmanna- eyja frá Eyrarbakka ungur mað- ur, Sigmundur Andrésson, til þess að klára nám í bakaraiðn í bakaríi langafa míns, Magnúsarbakaríi. Sagan um fyrstu kynni ömmu og afa er saga sem allir í fjölskyld- unni þekkja og hafa gaman af. Amma tók að sér að hjálpa afa við bókfærslunámið og þannig kvikn- aði neisti sem varð að gæfusömu hjónabandi í 66 ár. Fyrir ungan peyja var það æv- intýri líkast að dvelja hjá ömmu og afa á Vestmannabrautinni. Í stóru húsi í hjarta bæjarins, með heilu bakaríi á neðri hæðinni, miðstöðv- arofna sem gáfu frá sér dularfull hljóð og peningaskáp sem geymdi allan heimsins auð. Afi hlaut að vera ríkastur allra. Toppurinn var þó að fá að sofa í kojunni sem var í skápnum í svefnherbergi ömmu og afa, ég var heppnasti peyi í öll- um heiminum. Það var regla á öllu hjá Bíbí ömmu. Heimilislífið ein- kenndist af vinnusemi og metnaði fyrir fjölskyldufyrirtækinu. Seinna þegar ég hóf störf í Magn- úsarbakaríi hjá föður mínum var gott að vita af ömmu og afa á efri hæðinni og ósjaldan endaði maður daginn á spjalli yfir kaffibolla í eldhúsinu hjá þeim. Sunnudagurinn 22. apríl árið 1984 var örlagadagur í lífi Bíbíar ömmu. Þá fótbrotnaði hún illa við heimilisstörfin og fór í framhaldi í aðgerðir á fætinum þar sem voru gerð slík mistök að hún bar ekki sitt barr eftir. Þetta hafði geysi- mikil áhrif á líf ömmu minnar og lífsgæði hennar og afa. En sam- band þeirra styrktist við hverja raun og ástin og virðingin var ein- læg og sönn. Amma mín var góð kona. Hún var harðdugleg og skipulögð, tók mikinn þátt í fé- lagsstarfi og henni féll aldrei verk úr hendi. Ég minnist hennar með djúpri virðingu og þakklæti fyrir alla hennar umhyggju, ekki síst til stúlknanna minna og systur minn- ar heitinnar, en amma og Guðrún Heba voru perluvinkonur. Simma afa votta ég mína dýpstu samúð nú þegar hann hefur misst sinn lífsförunaut og besta vin. Bíbí ömmu kveð ég með söknuði en minningar um einstaka konu munu lifa með mér og minni fjöl- skyldu. Sigurjón Andrésson. Elsku besta amma, þín verður svo sannarlega sárt saknað, betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Þú hugsaðir svo vel um okkur barnabörnin og okkar fjölskyldur. Þú varst svo minnug og dugleg að halda sambandi við okkur öll. Sem dæmi hringdir þú alltaf í okkur á afmælisdögum og okkur þótti mjög vænt um það. Við eigum margar yndislegar minningar frá barnæsku þegar við heimsóttum ykkur í bakaríið ykk- ar þar sem við fengum alltaf eitt- hvað gott í gogginn. Ekki var verra að koma heim til ykkar á efri hæð bakarísins þar sem vanalega var boðið upp á nokkrar sortir af kökum. Af og til fórum við í sendi- ferðir fyrir þig og afa og þá þótti þér nauðsynlegt að gauka að okk- ur smá pening fyrir hjálpina og var ómögulegt að komast heim án þess að taka við nokkrum krónum fyrir vikið. Við munum ljúfar stundir með ykkur afa og stórfjöl- skyldunni yfir hnallþórum, heitum réttum og heitu súkkulaði á að- fangadagskvöldum á heimili ykk- ar hjóna á Vestmannabraut. Þú varst svo dugleg í handa- vinnu, prjónaðir mikið og heklað- ir. Við krakkarnir fengum því margar fallegar heimagerðar gjafir frá þér. Þær verða varð- veittar vel. Yngsta langömmu- barnið í okkar legg fékk fallega heklað teppi frá þér síðasta dag- inn sem við gátum talað saman. Þér var svo mikið í mun að stelpan fengi teppið þennan dag og þú hafðir á orði að þetta væri líklega síðasta handavinnan þín. Ekki átt- um við von á því að sú yrði raunin. Við dáðumst að því hvað þú varst alltaf jákvæð í gegnum öll veikindin sem þú gekkst í gegnum í tugi ára. Þú gerðir alltaf gott úr hlutunum og kveinkaðir þér sjald- an. Eins var það aðdáunarvert hvað þú varst alltaf vel tilhöfð. Þú lagðir ríka áherslu á það þrátt fyr- ir að eiga erfitt með að fara sjálf um og gera það sem öðrum finnst sjálfsagt. Það má þakka mömmu okkar fyrir að vera dugleg að laga á þér hárið fyrir hin ýmsu tæki- færi og starfsfólki Hraunbúða fyr- ir að aðstoða þig í punteríinu. Við viljum þakka starfsfólkinu fyrir að sýna ykkur afa alúð og umhyggju þau ár sem þið dvölduð saman á Hraunbúðum. Starfsfólk Heil- brigðisstofnunar Vestmannaeyja fær einnig kærar þakkir fyrir góða umhyggju þá daga sem þú dvaldist þar. Við pössum vel upp á afa sem á nú um sárt að binda, enda voruð þið mjög samrýnd alla tíð, þau 67 ár sem þið voruð saman. Megir þú hvíla í friði elsku amma okkar og takk fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur. Dóra Hanna, Heiðrún Björk, Andrés Bergs, Hlynur og fjölskyldur. Elsku langamma. Þú varst allt- af svo góð við okkur krakkana, alltaf að knúsa okkur og spyrja okkur hvernig gengi í skólanum eða íþróttum. Þú gafst okkur oft nammi og pening. Einnig varstu dugleg að prjóna og hekla alls kyns fatnað á okkur. Það var svo gaman að koma í heimsókn til ykkar afa á Hraunbúðir. Mikið verður nú tómlegt án þín og skrít- ið að koma að heimsækja langafa og engin langamma þar. Við eig- um eftir að sakna þín og við skul- um passa vel upp á langafa sem saknar þín mikið. Kær kveðja og við vonum að þér líði vel þar sem þú ert. Gabríel, Elmar Elí, Richard Óskar, Aron Ingi og Arnar Gauti. Dóra Hanna mágkona mín er látin, áttatíu og átta ára að aldri. Með henni er genginn fulltrúi þög- uls hóps kvenna sem byggðu upp landið á síðustu öld. Dóra Hanna var elst fimm barna foreldra sinna, Halldóru Valdemarsdóttur og Magnúsar Bergssonar bakara í Vestmannaeyjum. Magnúsarbak- arí var í sama húsi og heimili þeirra. Magnús var forystumaður um margt sem til framfara horfði í Vestmannaeyjum og heimilið var miðstöð umsvifamikils reksturs. Dóra Hanna var komin til náms í Verzlunarskólanum í Reykjavík og þótti mjög efnilegur námsmað- ur þegar fjölskyldan varð fyrir miklum harmi árið 1942. Halldóra dó frá nýfæddu barni, Halldóri, og næstelsta barnið, Bergur, lést að- eins tæpra fimmtán ára gamall síðar sama sumar. Dóra Hanna hætti í skólanum sautján ára göm- ul til að sjá um heimilið og yngri systkini sín en Halldór litli var sendur í fóstur til föðursystur sinnar í Reykjavík. Dóra Hanna giftist Sigmundi Andréssyni frá Eyrarbakka árið 1947. Sigmundur hafði lært til bakara á Eyrarbakka en kom til Vestmannaeyja til að fullnuma sig hjá Magnúsi. Hjónin unnu bæði í bakaríinu æ síðan og þau keyptu reksturinn árið 1957. Sigmundur og Dóra Hanna höfðu byggt nýtt bakarí við Vestmannabraut með bestu tækjum þegar gosið í Heimaey brast á árið 1973. Þau fluttust þá upp á Eyrarbakka en komu til baka strax að gosi loknu. Hjónin voru um árabil hæstu skattgreiðendur í Vestmannaeyj- um þótt Dóru Hönnu væri hvergi getið í skattskrám. Giftar konur urðu ekki skattþegnar fyrr en síð- ar. Dóra Hanna og Sigmundur voru stolt af framlagi sínu til sam- félagsins. Þau áttu því margfald- lega skilið að hlúð yrði að þeim í hjúkrunarheimilinu Hraunbúð- um. Þangað fluttust þau eftir alda- mót, fyrst aðeins í lítið herbergi en síðar fengu þau litla íbúð. Má segja að þau væru komin að fótum fram. Fætur þeirra voru búnir að skila miklu meira en hægt var að ætlast til. Sigmundur hafði verið með bæklaðan fót allt frá barn- æsku. Dóra Hanna lærbrotnaði við heimilisstörf á miðjum aldri. Hún gekkst undir margar aðgerð- ir en varð aldrei söm eftir. Gervi- lærleggur olli henni miklum kvöl- um og að lokum var hann tekinn. Eftir það var hún bundin við hjóla- stól en leið mun betur. Hlutskipti Dóru Hönnu varð að hlúa að föður sínum og systkinum og síðar eig- inmanni og börnum og það gerði hún af kærleika. Hún fylgdist vel með afkomendum sínum og systk- ina sinna. Ætíð var hlýtt á milli hennar og Halldórs bróður henn- ar. Hann á Dóru Hönnu skuld að gjalda. Hún var honum sem móðir er hann dvaldist hjá föður sínum á sumrin. Þaðan á hann sælar minn- ingar er hann fékk að baka hjá þeim lítil sætabrauð í bakaríinu. Kynni okkar Dóru Hönnu, Bíbíar, ná yfir meira en hálfa öld. Aldursmunurinn var mikill en hann jafnaðist út og við áttum oft gott spjall, sérstaklega í síma. Minnisstæð er kvöldstund með þeim hjónum á Vestmannabraut er ég átti ein erindi til Vestmanna- eyja. Móttökur voru höfðinglegar og hlýja þeirra umvafði mig. Hafi Bíbí þakkir fyrir umhyggjuna fyr- ir litla bróður sínum og fjölskyldu hans. Kristín Bjarnadóttir. Við leiðarlok langar mig að minnast sómakonunnar Dóru Hönnu Magnúsdóttur eða Bíbíar í nokkrum orðum. Á æskuárunum vissi maður nú svo sem hver ætt- móðirin í Magnúsarbakaríi var og sá hana stundum koma í gættina milli bakarísins og brauðsölunnar. En kynni mín af henni hófust þó fyrst fyrir alvöru upp úr fermingu þegar vinskapur minn og Óskars yngsta sonar hennar tók á sig mynd. Mér var strax tekið ákaf- lega vel af þeim heiðurshjónum Bíbí og Simma og ekki leið á löngu þar til þau buðu mér að koma með sér og Óskari í ferð til Spánar, sem varð auðvitað hin skemmti- legasta. Það heillaði mig hve auð- veldlega þau gátu talað við stráklinginn eins og fullorðinn ein- stakling strax á þessum árum. Brátt var maður orðinn heima- gangur á Vestmannabraut 37, njótandi endalausrar gestrisni og elskulegheita. Ljúffengu bakkels- inu af neðri hæðinni voru gerð góð skil við eldhúsborðið og þegar hér var komið sögu þóttust menn orðnir slarkfærir í bridge. Það voru yndislegir taktar þegar Bíbí var búin að leggja á borð fyrir okkur og læddi svo spilastokknum á eitt borðshornið. Rúberturnar urðu oft fjörugar og þegar henni þótti nóg um glæfralega spila- mennsku makkers eða mótherja flugu oft gullkorn með passandi töktum. Sennilega þótti henni við vinahópurinn svolítið óstýrilátur á þessum árum, en þegar hún sá mönnum vegna vel var hún glöð fyrir okkar hönd. Ég minnist þess þegar ég heimsótti Bíbí á Land- spítalanum, með víxil fyrir stúd- entsferðinni minni, er mig vantaði einn ábeking. Það var auðsótt mál og svo fylgdi eitt vel meinandi: „Þú verður nú stilltur“. Það var óheyrilega óréttlátt, að þegar sá tími kom að Bíbí gæti farið að njóta lífsins að kvöldi farsællar starfsævi, skyldi hún lenda í óhappi sem átti eftir að skerða lífs- gæði hennar allverulega til hinsta dags. Það var ótrúlegt með hvaða æðruleysi hún tókst á við þetta og þar stóð hún svo sannarlega ekki ein með Simma sinn sér við hlið. Þó að samfundum okkar hafi fækkað eftir að ég flutti til útlanda var það mér ávallt dýrmætt að geta litið við hjá þeim þegar færi gafst. Þá fannst þeim nú ekki mik- ið þurfa að ræða hvernig hún eða þau hefðu það, heldur var áhuginn einlægur hvernig mér og mínum vegnaði. Mér þótti mjög vænt um að hafa í síðustu utanlandsferðinni sem þau hjón fóru saman, fengið þau til mín eina kvöldstund á þá tiltölulega nýstofnað heimili mitt í Þýskalandi. Það var svo seinna gleðilegt hve sátt þau voru við þá ákvörðun að láta gott heita með eigin búskap og færa sig yfir á Dvalarheimilið Hraunbúðir, þá frábæru stofnun. Þangað var jafn gott að koma til þeirra, mikið spjall og enn fylgst vel með öllum hlutum heima sem að heiman. Stórfjölskyldan og velferð hennar alltaf á radarnum, þó það hafi örugglega verið drjúg hugarleik-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.