Morgunblaðið - 06.07.2013, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013
Íslenski safnadagurinn verður hald-
inn hátíðlegur á morgun, sunnudag,
en dagurinn hefur verið haldinn há-
tíðlegur frá árinu 1997 að frum-
kvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið
með deginum er að benda á mikil-
vægi faglegrar varðveislu og miðl-
unar sameiginlegra verðmæta þjóð-
arinnar og þá einstöku leið til lifandi
þekkingaröflunar og skemmtunar
sem finna má á söfnum. Söfn um allt
land taka þátt og bjóða upp á ýmsa
viðburði í tilefni hans.
Hægt verður að sækja fjölda safna
heim án endurgjalds og má t.d.
nefna Listasafn Íslands en þar geta
gestir séð sýningu Söru Riel en hún
lýkur upp frumspekilegum heimi
náttúruminjasafnsins í sýningunni
Memento mori. Riel skoðar tengslin
milli náttúruminjasafns og myndlist-
arinnar.
Þjóðminjasafnið er 150 ára í ár og
er afmælisárið helgað æskunni.
Safnið hefur unnið verkefni um
fornleifar framtíðarinnar með
stórum hópi barna. Börnin fengu
box á safninu sem þau áttu að setja í
nokkra gripi að eigin vali ásamt
hefti sem þau áttu að skrifa í og
teikna og segja frá sjálfum sér og
sínu lífi í nútíð og framtíð. Boxin
verða grafin niður í kistu á lóð Þjóð-
minjasafnins og geymd í 25 ár. Á 175
ára afmæli safnsins er síðan fyrir-
hugað að opna kistuna.
Á Kjarvalsstöðum verður hægt að
sjá sýninguna Frá landslagi til ab-
straktlistar og í Ásmundarsafni
verða til sýnis höggmyndir sem vísa
í bókmenntaarfinn.
Fjöldi safna utan höfuðbog-
arinnar verður með ókeypis aðgang
líka eins og Safnahús Borgarfjarðar,
Landbúnaðarsafn Íslands, Norska
húsið, Minjasafnið á Akureyri o.fl.
Morgunblaðið/Golli
Safnadagur Þjóðminjasafnið fagnar 150 ára afmæli sínu í ár.
Safnadagurinn
haldinn hátíðlegur
Ókeypis á flest söfn á safnadeginum
Hægt er að nálgast dagsrká safna-
dagsins á síðunni safnmenn.is
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þegar ég set saman dagskrána sumar hvert hef ég
það ávallt að leiðarljósi að hún sé fjölbreytt. Að ávallt
sé flutt blanda af íslenskri og erlendri tónlist á hverj-
um tónleikum og að í hópi flytjenda séu íslenskir flytj-
endur í fremstu röð í bland við ungt hæfileikafólk sem
og erlenda flytjendur,“ segir Margrét Bóasdóttir,
söngkona og listrænn stjórnandi tónleikaraðar sem
nefnist Sumartónleikar við Mývatn, sem hefst með
tónleikum í Reykjahlíðarkirkju annað kvöld kl. 21. Þar
munu Kjartan Óskarsson á bassethorn og Hrefna
Eggertsdóttir á píanó ásamt Margréti flytja verk eftir
J.S. Bach og L. van Beethoven, verk frá barokktím-
anum auk þess sem frumflutt verða verk eftir Ólaf Ax-
elsson.
Sumartónleikar við Mývatn eru nú haldnir í 27. sinn,
en Margrét hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi
þeirra. „Tónleikaröðin, sem er sú næstelsta sinnar teg-
undar á landsbyggðinni, hét fyrst Sumartónleikar á
Norðurlandi og þá sáum við Björn Steinar Sólbergsson
organisti um hana, en árið 1999 var þeirri tónleikaröð
skipt upp í annars vegar Sumartónleika við Mývatn og
hins vegar Sumartónleika í Akureyrarkirkju,“ segir
Margrét og tekur fram að eftirspurn eftir tónleikum
yfir sumartímann hafi sífellt aukist á umliðnum árum.
„Hér er ávallt fullt út úr dyrum á tónleikum okkar,“
segir Margrét og tekur fram að stór hluti tónleika-
gesta sé erlendir ferðamenn. „Ég er fædd og uppalin
hér í sveitinni. Ég sá fljótt að tilvalið væri að bjóða út-
lendingum sem hingað koma til að skoða náttúruna
líka upp á íslenska menningu,“ segir Margrét og bend-
ir á að flytjendur kynni ávallt stuttlega fyrir tónleika-
gestum verkin sem flutt eru á íslensku og ensku og
stundum jafnvel líka þýsku.
Á morgun og næstu fjóra helgar verður boðið upp á
samtals átta tónleika með fimm efnisskrám. Flestir
tónleikanna verða í Reykjahlíðarkirkju, en þrennir
þeirra verða í Skútustaðakirkju. „Ég hef alltaf verið
með eina til tvenna tónleika í Skútustaðakirkju á
hverju sumri, en í tilefni þess að þetta litla en sérlega
fallega guðshús fagnar 150 ára afmæli ár var ákveðið
að hafa þar fleiri tónleika og minna þannig á menning-
arlegt hlutverk kirknanna.“
Þess má að lokum geta að sem fyrr er aðgangur
ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum tónleika-
gesta.
„Hér er ávallt fullt út
úr dyrum á tónleikum“
Tónleikaröðin Sumartónleikar við Mývatn í 27. sinn
Fjölbreytt Meðal flytjenda eru Einar Jóhannesson, Bára
Grímsdóttir og Chris Foster, Margrét, Ögmundur Jó-
hannesson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
THELONERANGER KL.2-5-6-8-10:10-11
THELONERANGERVIP KL.2-5-8-11
MANOFSTEEL3D KL.2-5-8-11
MANOFSTEEL2D KL.2-4-9
WHITEHOUSEDOWN KL.5-8-11
HANGOVER-PART3 KL.8
SAMMY2 ÍSLTAL2D KL.2 TILBOÐ400KR.
ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL2D KL.3TILBOÐ400KR.
KRINGLUNNI
THE LONE RANGER KL. 2 - 5 - 8 - 11
MAN OF STEEL 3D KL. 2 - 5 - 10
THE BIG WEDDING KL. 4 - 6 - 8 - 10:30
NOW YOU SEE ME KL. 8
SAMMY 2 ÍSLTAL2D KL. 2 TILBOÐ400KR.
THE LONE RANGER KL. 2 - 5 - 8 - 10 - 11
MAN OF STEEL 3D KL. 2 - 5 - 8 - 11
MAN OF STEEL 2D KL. 2:30 - 10:30
THE BIG WEDDING KL. 2 - 4 - 6 - 8
PAIN AND GAIN KL. 8
NOW YOU SEE ME KL. 5:30
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
THELONERANGER KL.2-5-8-11
THISTHEEND KL.8
MANOFSTEEL2D KL.10:20
THEBIGWEDDING KL.6
EPIC ÍSLTAL2D KL.1:30-3:40
AKUREYRI
THE LONE RANGER KL. 2 - 5 - 8 - 11
MAN OF STEEL 2D KL. 2 - 5 - 10
THE BIG WEDDING KL. 8
SPECTACULAR
EMPIRE
GLÆSILEG
OFURHETJUMYND
H.S.S. - MBL
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR PIRATES OF THE CARIBBEAN MYNDIRNAR
7
Missið ekki af þessari
stórkostlegu teiknimynd
frá höfundum Ice Age
FRÁBÆR GAMANMYND SEM
ENGIN MÁ MISSA AF!
SUMARSMELLURINN Í ÁR!
16
16
16
EKKERT EYÐILEGGUR GOTT PARTÝ
EINS OG HEIMSENDIR!
FRÁ HÖFUNDUM SUPERBAD
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
BYGGT Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM
UM LEIGUMORÐINGJANN RICHARD KUKLINSKI
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
L
12
THIS IS THE END Sýnd kl. 2 - 5 - 8 - 10:20
WHITE HOUSE DOWN Sýnd kl. 5 - 10
THE PURGE Sýnd kl. 8
THE ICEMAN Sýnd kl. 8 - 10:20
THE INTERNSHIP Sýnd kl. 2
EPIC 2D Sýnd kl. 2 - 5