Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 ÚTSALAN hefst áþriðjudag Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 20-60% afsláttur Útsalan er hafin í vefverslun www.lindesign.is Sendum frítt Reykjavík & Akureyri María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Ný verslun Nettó var opnuð í gær við Fiskislóð í Reykjavík. Nettó hefur lengi reynt að opna verslun í vestari hluta Reykjavíkur en án ár- angurs þar til nú. Árið 1998 var gerð tilraun til þess að opna Nettóverslun í húsi Jóns Ásbjörnssonar við Geirsgötu 11 í Reykjavík en hafnarstjórn Reykjavíkur hafnaði þeirri umleit- an þar sem þetta þótti ekki nógu hafnsækin starfsemi. „Þetta er lóð sem er algerlega frammi á hafn- arbakka og verslunarstarfsemin fellur einfaldlega ekki undir þá skil- greiningu. Hún er ekki hafnsækin starfsemi. Við værum þá að gjör- bylta í raun og veru öllu skipulagi og þróunarvinnu hafnarinnar ef við hefðum samþykkt þetta erindi,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, þáver- andi formaður hafnarstjórnar á sín- um tíma. Fjórir nefndarmenn studdu tillögu um að hafna er- indinu, Árni Þór Sigurðsson, Rúnar Geirmundsson, Inga Jóna Þórðar- dóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðmundur Gíslason, varamaður Sigrúnar Magnúsdóttur, vildi hins vegar leyfa breytta notkun á hús- inu. Nú horfir öðruvísi við enda er hafnarsvæðið orðið eitt blómlegasta svæði Reykjavíkur eins og fjallað hefur verið ítarlega um í Morg- unblaðinu undanfarið. Þá voru líka áform um það að byggja Nettó- verslun í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg árið 1999 en það gekk ekki eftir. Ómar Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa sem á Nettóverslanirnar, segir þá lengi hafa verið á höttunum eftir hentugu húsnæði á þessu svæði í Reykjavík og því megi segja að langri þrauta- göngu sé lokið. „Já, við erum alltaf að leita að stöðum og tækifærum á höfuðborgarsvæðinu en góðir staðir eru vandfundnir. Stærsta verslunin okkar er í Mjóddinni og þegar Nettó var að hefja innreið sína á höfuðborgarsvæðið var reynt að kaupa húsnæði við Geirsgötu og BSÍ en það gekk ekki eftir og við höfum aldrei komist vestar í Reykjavík en í Mjódd þar til nú,“ segir Ómar. Samkaup er hlutafélag sem er að stærstum hluta í eigu Kaupfélags Suðurnesja og Kaup- félags Borgfirðinga og rekur 47 verslanir og af þeim eru 11 Nettó- verslanir. Flestar verslanir Sam- kaupa eru fyrrverandi verslanir kaupfélaga víða um land og þar á meðal eru verslanir KEA en þegar Nettó var að reyna að komast inn á höfuðborgarsvæðið var Nettó í eigu KEA en ekki Samkaupa. „Við finnum það á fólki að það vill meiri fjölbreytni og erum að reyna að sporna við þeirri einsleitni sem ríkt hefur á markaði,“ segir Ómar. Tókst hjá Nettó í annarri tilraun  Hafði áður reynt að komast að á hafnarsvæðinu árið 1998  Þótti ekki nógu hafnsækin starfsemi Morgunblaðið/Rósa Braga Biðraðir Þegar verslun Nettó á Grandanum var opnuð klukkan 13 í gær myndust langar biðraðir viðskiptavina. Guðmundur Gíslason, varamað- ur í hafnarstjórn, lýsti yfir von- brigðum með afgreiðsluna og vildi leyfa breytta notkun á húsi Jóns Ásbjörnssonar við Geirs- götu. Í bókun hans á fundi hafn- arstjórnar 1998 kom m.a. fram: „Rekstur matvörumarkaðar á Miðbakka myndi auka mannlíf við höfnina...Ég vek athygli hafnarstjórnar á því að aukin samkeppni á matvörumarkaði á undanförnum árum hefur leitt til lægra matvöruverðs neyt- endum til hagsbóta.“ Aukið mann- líf við höfnina HAFNARSTJÓRN Miðbakki Áður stóð til að opna Nettóverslun í húsi Jóns Ásbjörnssonar við Geirsgötu 11 en hafnarstjórn Reykjavíkur hafnaði erindinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.