Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta í 90 ár
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef þú ætlar að fara í ferðalag á næst-
unni er þér ráðlagt að fara á stað sem þú
hefur komið á áður. Auðveldasta leiðin til að
þagga niður í fólki er að samsinna því.
20. apríl - 20. maí
Naut Best er að skipuleggja hlutina um
morguninn. En þú þarft að vera tilbúinn til að
hlusta á vin þinn, þegar hann þarfnast þín.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Annað hvort er vinnan að gera útaf
við þig eða þú ert að leita að nýrri vinnu á
fullu. Samskipti við stórar stofnanir og
stjórnvöld munu ganga vel og bæta hag
þinn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnst þú ekki nógu opin/n þessa
dagana. Njóttu þess að leika vð börnin. Ekk-
ert er eins fráhrindandi og talsmaður sem
veit ekki hvað hann er að tala um.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Farðu varlega í að gagnrýna vinnufélaga
þína, því þeir vinna undir öðrum formerkjum
en þú. Tæmdu vasana áður en þú stingur í
þvottavélina.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú reiknar alltaf með því versta má
telja líklegt að fyrr eða síðar hendi það þig.
Boð og hádegisverðir ganga svo vel að þú
hefur skrifað undir samning áður en reikn-
ingunn kemur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhverjir hnökrar koma upp á vinnu-
stað og þú þarft að taka á honum stóra þín-
um til þess að samstarfið endi ekki með
ósköpum. En að lokum mun allt fara vel.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gefðu þér tíma til þess að
hugsa málið vandlega og leysa það. Með
réttum viðbrögðum getið þið komist hjá erf-
iðleikum í tæka tíð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Bogmaðurinn hefur hugsanlega
þurft að beita aðhaldi í fjármálum að und-
anförnu vegna breyttra aðstæðna. En allt er
best í hófi!
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að hafa augu á hverjum
fingri í fjármálum því það er aldrei að vita
hvenær gefur á bátinn. Hann/hún er óhress
með ótilgreinda skiptingu og er til í að
standa á rétti sínum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er töluvert álag á þér núna
bæði í einkalífi og starfi. Hæfileikar þínir til
sköpunar eru miklir og þú skalt nota þá.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú munt vekja aðdáun annarra sök-
um skipulagshæfileika þinna og hversu vel
þér tekst að nýta tímann. Gættu þess bara
að ganga ekki fram af þér.
Álaugardag fyrir hálfum mánuðivar Dahls-húsið nýuppgert
opnað á Eskifirði með sýningu á
verkum myndlistarmannanna Árna
Páls Jóhannssonar og Kristjáns
Guðmundssonar. Húsið hefur alltaf
verið nefnt eftir norskum manni Jó-
hanni Dahl, sem flutti það inn og
reisti 1880. Karlinn á Laugaveginum
sagði mér, að þetta hefði verið
ógleymanleg stund í steikjandi hita –
en lagði síðan kollhúfur yfir einu
verka Kristjáns – púnktar í ljóðum
Halldórs Laxness – „þeir voru þrír“,
sagði hann og bætti við:
Í veröld er margt sem mig véldi,
hvort ég vissi, eða héldi eða teldi:
Er Laxness prik?
eða pensilbragð, strik?
eða púnktur í æðra veldi?
Í Aarbog 1929-30, sem út var gefið
af Dansk-Islandsk Samfund, er bráð-
skemmtileg grein eftir Sigfús
Blöndal orðabókarhöfund og skáld,
„Islandske Epigrammer“ sem hefur
að geyma tólf tylftir af lausavísum,
sem Sigfús valdi og sneri á dönsku.
Fyrsta vísan veit að þeirri gömlu
þjóðtrú að það sé ógæfumerki að
fást við skáldskap. Sigurður Nordal
fjallar um „átrúnað Egils Skalla-
grímssonar“ í Skírnisgrein árið 1924
og segir þar, að þjóðin hafi kosið
eins og Egill. „Skáldskapur og
fræðimennska hafa orðið höfuð-
lausn íslenskrar alþýðu, þegar hún
komst í hann krappastan. Þegar
hagyrðingurinn kveður fyrir munni
sér:
Að yrkja kvæði ólán bjó
eftir fornri sögu.
en – gaman er að geta þó
gert ferskeytta bögu,
er hann, án þess að vita það, að
fara með veikt bergmál af orðum
Egils í Sonatorreki:
Þó hefr Mímis vinr
mér of fengnar
bölva bætur,
er et betra telk
Hann er að kjósa um dýrkun Þórs
og dýrkun Óðins: hversdagslega
hagsæld og farsæld, nytsemi og ein-
lyndi borgarans – og marglyndi
listamannsins, hinar bröttu og tví-
sýnu leiðir til sjálfstæðs þroska.
Næst tekur Sigfús þá stöku Andr-
ésar Björnssonar sem ég hygg að
flestir Íslendingar hafi kunnað í
mínu ungdæmi og gera kannski enn:
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur
en verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hagyrðingurinn og
Egill Skallagrímsson
Í klípu
HÚN VISSI ALDREI HVENÆR
HANN VAR KALDHÆÐINN.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„JÓNA, HVERNIG SKRIFA ÉG „GEGGLA“ ?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að deila draumnum
hennar.
TEK ÉG HÖND HENNAR? ERTU AÐ GRÍNAST Í
MÉR?! ÉG ER BÚINN AÐ BÍÐA EFTIR ÞESSUM
DEGI ALLT MITT LÍF!!
BRÁÐAMÓTTAKA
ÉG FÓR AÐ VERSLA,
LÍSA.
OG ÉG
KEYPTI HANDA
ÞÉR HATT!
EKKI
HORFA
Á MIG …
ÞESSI
TEGUND ER
AÐ VERÐA
ÚTDAUÐ!
ÉG LÉT ÞIG
EKKI DEITA
HANN, KONA.
FYRIR TÍU ÁRUM BAÐ ÉG ÞIG UM AÐ
BREYTA HEGÐUNARVANDAMÁLUM MANNSINS
MÍNS EINS OG ÁFLOGUM, DRYKKJU, FJÁR-
HÆTTUSPILI OG NÆTURSKEMMTUNUM.
ÉG ÆTLA AÐ BIÐJA ÞIG UM
AÐ FLÝTA ÞEIRRI BEÐNI
MINNI ÁSAMT ÖÐRU …
… ÞIGGUR ÞÚ MÚTUR
AF EINHVERRI
TEGUND?
Það gleður Víkverja þegar hannnær að sameina nýtni, notagildi
og smekklegheit í kaupum á fata-
leppum og ekki skemmir fyrir ef
fáum krónum er eytt í kaupunum á
sama tíma. Slíkt er ekki sjálfgefið
þar sem stundarhrifning og tísku-
sveiflur stjórna oftar en ekki fata-
kaupum Víkverja.
x x x
Það er nefnilega frekar vinsæltnúna að hugsa vel um pen-
ingana og kaupa frekar færri flíkur
og betri. Þarna óma orð ömmu
gömlu, saumakonunnar nýtnu sem
sagði ógjarnan það skal vanda sem
lengi skal standa.
x x x
Yfirlýsingagleði á það til að grípaVíkverja. Hann lýsti því yfir
fyrir nokkru að hann skyldi láta sjá
sig í flík sem keypt var honum til
háðungar. Vinsæll partíleikur var
stundaður hjá Víkverja og vinum
hans árið 2007; að kaupa ljót föt
handa hver öðrum og fyrirfram
ákveðinni upphæð yrði eytt til
kaupanna. Auðvitað skal tekið fram
að þetta fór fram í Danaveldi og
gengi krónunnar hagstæðara. Fötin
voru keypt hjá stórum fatarisa sem
hefur teygt anga sína um allan
heim en þó ekki hingað á klakann.
Þetta var ungt og lék sér.
x x x
Nú er Víkverji mættur í jakkan-um fínum og er að sjálfsögðu
sallafínn. Að sjálfsögðu skiptir sam-
setning fataleppanna miklu máli og
brúnir, skrautlegir tónar pössuðu
harla vel við hann, líkt og var um
árið.
x x x
Lærdómurinn sem Víkverji dreg-ur af þessu er sá; þrátt fyrir
leikgleði og eyðslusemi sem getur
gripið hvern sem er þá er hægt að
nýta hlutina betur þegar timb-
urmennirnir renna af manni. Að
sjálfsögðu á þetta einnig við um
tískuna sem fer alltaf í hring og
kannski er aftur komið árið 2007 í
tískunni? Ætli sérfróðir tískuspek-
ingar væru ekki betur til þess falln-
ir að svara þeim spurningum. vík-
verji@mbl.is
Víkverji
Því svo elskaði Guð heiminn að hann
gaf einkason sinn til þess að hver sem
á hann trúir glatist ekki heldur hafi ei-
líft líf. (Jóhannesarguðspjall 3:16)