Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Eggert Borgin Hótelið rís í hjarta Reykja- víkur við Hljómalindarreitinn Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Um 150 störf skapast við fram- kvæmdir á nýju Icelandair-hóteli við Hljómalindarreitinn, en um 70 störf munu skapast við rekstur hótelsins. Íslenskir iðnaðarmenn, sem fluttu af landi brott eftir banka- hrunið, hafa sett sig í samband við fyrirtækið Þingvang, sem byggja mun hótelið, með það fyrir augum að flytja aftur heim til Íslands og vinna að framkvæmdunum. Áætl- uð verklok eru um mitt ár 2015. Gamla gengið kemur saman „Við vorum alveg rosalega ánægð að heyra fréttirnar,“ segir Pálmar Harðarson, aðaleigandi Þingvangs. Hann segir að þessir menn hafi starfað saman á Íslandi fyrir hrun en hafi síðan flutt til Noregs þar sem hópurinn tvístr- aðist. „Þeir vilja hóa hópnum saman aftur. Gamla genginu, eins og þeir kölluðu sig,“ segir Pálmar. Hótelið mun bera nafnið Cult- ura, sem vísar til þess menning- arlega yfirbragðs Reykjavík- urborgar sem mun einkenna það. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hot- els, segir að hótelið falli vel að anda borgarinnar. „Við viljum að hótelið aðlagist borginni, en ekki öfugt.“ » 4 Vilja snúa heim til Íslands  Nýja hótelið við Hljómalindarreitinn laðar Íslendinga heim frá Noregi L A U G A R D A G U R 3. Á G Ú S T 2 0 1 3  Stofnað 1913  180. tölublað  101. árgangur  FAGNA 130 ÁRA AFMÆLI EIÐASKÓLA LAUK LÖG- FRÆÐI OG FÓR Í FATAHÖNNUN BÍÓDÓMAR FLESTIR JÁKVÆÐIR SUNNUDAGUR 2 GUNS FRUMSÝND 38TÓNLISTARVEISLA 10 Umferðin út úr höfuðborginni í gær gekk að mestu áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglunnar. Framan af degi var umferðin talsvert þyngri á Suðurlands- vegi en Vesturlandsvegi. Á tíunda tímanum í gærkvöldi hafði hinsvegar dregið vel úr allri umferð úr borginni. Að sögn lög- reglunnar kom smáskot um kaffileytið í gær en annars mun umferðin út úr borginni hafa verið svipuð og um hefðbundnar ferðahelgar í júlí á þessu sumri. Á vefsíðu Vegagerðarinnar mátti sjá að á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu á fjórtánda þúsund bifreiðar ekið um Sand- skeið fyrir ofan Reykjavík frá miðnætti og á tólfta þúsund bif- reiðar ekið um Kjalarnes. skulih@mbl.is Umferðin út úr borginni náði hámarki um kaffileytið Morgunblaðið/Styrmir Kári Slitastjórn Sparisjóðabankans, áð- ur Icebank, vinnur að undirbúningi að nýju nauðasamningsfrumvarpi sem er talið líklegra til að hljóta samþykki Seðlabanka Íslands. Samningskröfuhöfum Spari- sjóðabankans hefur verið tilkynnt að ekki muni takast að ljúka við þann nauðasamning sem var lagður fyrir kröfuhafa í mars á þessu ári. Ekki fékkst samþykki allra kröfu- hafa svo nauðasamningurinn næði fram að ganga. Seðlabankinn vildi ennfremur ekki samþykkja út- greiðslu gjaldeyris til erlendra kröfuhafa, né heldur sjálfan nauða- samninginn. hordur@mbl.is »18 Fékk ekki samþykki fyrir nauðasamningi Tæplega þrjú hundruð erlendir hlauparar hafa boðað komu sína í alþjóðlegt hlaup sem fram fer á hálendi Íslands næstu daga og hefst á morgun. Hver keppandi reiðir fram 3700 dollara, sem jafn- gildir um 442 þúsund krónum, í þátt- tökugjald. Racing the Planet er röð svo- nefndra óbyggðahlaupa. Hlaupið á Íslandi tekur sex daga. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RTP eru hlaupnir 40-50 kílómetrar fyrstu fjóra dagana, um 67 kílómetrar fimmta daginn og svo 10 kílómetrar lokadaginn. Heildarvegalengdin er um 250 kílómetrar. Fram kemur á heimasíðu hlaupsins að lagt verði af stað frá ónefndum stað á milli Vatna- jökuls og Langjökuls. Keppendur fá ekki að vita hlaupaleiðina sjálfa fyrr en þeir koma á staðinn þó ljóst sé að farið verður um hálendi Íslands. Að lokum hvers dags fá keppendur svo að vita hver hlaupaleið næsta dags verður, ekki fyrr. »20 Hlaupið kostar stórfé  Hlaupið í sex daga á hálendinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Það er búið að skera það mikið niður í heilbrigðiskerfinu að það er ekki hægt að skera meira niður, það þarf að fara að byggja upp kerfið að nýju,“ segir Björn Zoëga forstjóri Landspít- alans. Hann segir þetta nauðsynlegt til að halda áfram að fá unga sérfræð- inga til landsins eftir að hafa verið að vinna annars staðar. „Hlutfall af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið hefur minnkað og þar erum við í hópi með mörgum ríkjum sem við höfum hingað til ekki viljað bera okkur saman við,“ segir Björn. „Þetta stefnir í óefni, því er ég sammála,“ segir Þor- björn Jónsson, formaður Lækna- félags Íslands, um stöðuna á Land- spítalanum. Þorbjörn segir aðbúnað spítalans, launakjör og mikið vinnu- álag verða til þess að yngra fólk sem búið er að sérmennta sig erlendis sé síður tilbúið að koma heim. Skráningar í Læknafélagið gefa mynd af því hve margir læknar flytja utan. 208 læknar hafa skráð sig úr fé- laginu á síðustu tveimur árum, en að- eins 71 læknir skráð sig í félagið. »4 Björn Zoëga Erum í hópi landa sem við vilj- um ekki bera okkur saman við  Yfir 200 skráningar úr Læknafélaginu á þremur árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.