Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 35
svo aftur á línuveiðar sumarið 2010
og var þá á bátnum Kristínu ÞH -
157 þar til nú í vor. Þá var hann fast-
ráðinn háseti á línubátnum Jóhönnu
Gísladóttur ÍS - 7 jafnframt því sem
hann stundar búskap í Haukholti I.
Bræður í búskap í Haukholtum
Magnús og Þorsteinn, bróðir
hans, keyptu jörðina Haukholt I af
foreldrum sínum árið 2004 og hafa
stundað þar sauðfjárbúskap- og
hrossarækt síðan. Þeir eru með 500
fjár á vetrarfóðrum og um 35 hross.
Magnús og Þorsteinn eru aldir
upp við hrossarækt og hafa sjálfir
stundað hana frá því þeir hófu bú-
skap. Þeir eiga m.a. merina Eldingu
sem lenti í fyrsta sæti í kynbóta-
dómum á sex vetra merum á lands-
móti hestamanna sumarið 2008.
Þeir bræður breyttu helmingi
hlöðunnar í fjárhús sumarið 2007 og
hafa verið að stækka túnin hjá sér.
Magnús tók þátt í starfi Ung-
mennafélags Hrunamanna á ung-
lingsárunum, einkum í glímu og
skák. Hann sat í stjórn Land-
græðslufélags Hrunamanna í nokk-
ur ár og í stjórn Hrossaræktarfélags
Hrunamanna, situr í stjórn Sauð-
fjárræktarfélags Árnessýslu og er
nú formaður Sauðfjárræktarfélags
Hrunamanna.
Hefur áhuga á störfum sínum
Magnús lætur lítið yfir öllu tóm-
stundagamni: „Ég hef alla tíð haft
áhuga á þeim störfum sem ég hef
lagt fyrir mig. Ég hef haft yndi af
sjómennskunni og nýt þess að sinna
bústörfunum hér á mínum æsku-
stöðvum. Ég hef eiginlega ekki gefið
mér tíma fyrir önnur áhugamál enda
í nógu að snúast. Þess vegna er nú
ekki af mörgu að státa í þeim efnum.
Ég get þó sagt að ég hafi haft
gaman af því að veiða á stöng frá því
að ég man eftir mér. Haukholt hafa
haft veiðihlunnindi í Hvítá og þar
veiddi ég fjóra laxa á einni klukku-
stund í fyrrasumar.
Þá hef mikinn áhuga á hrossa-
ræktinni. Reyndar er öll ræktun á
dýrum og landi skemmtileg, sama
hvaða nafni hún nefnist.“
Fjölskylda
Kona Magnúsar er Alina Elena
Balusanu, f. 13.4. 1980, húsfreyja,
bóndi og starfsmaður hjá Flúða-
sveppum. Foreldrar hennar eru
Vasile Balusanu, bóndi í Rúmeníu,
og k.h., Maria Balusanu bóndakona.
Dætur Magnúsar og Alinu eru
Anna María Magnúsdóttir, f. 22.8.
2005, og Ástbjört Magnúsdóttir, f.
1.1. 2008.
Hálfbræður Magnúsar, sam-
mæðra, eru Edvin Kristinsson, f.
4.9. 1971, verkamaður hjá Flúðafiski
á Flúðum; Ólafur Bjarni Sigur-
sveinsson, f. 20.8. 1973, smiður á
Selfossi.
Alsystkini Magnúsar eru Þor-
steinn Loftsson, f. 19.6. 1981, bóndi
og húsasmíðameistari í Haukholtum
I, og Berglind Ósk Loftsdóttir, f.
6.3. 1987, kokkur, búsett í Reykja-
vík.
Foreldrar Magnúsar eru Loftur
Þorsteinsson, f. 30.5. 1942, fyrrv.
bóndi og oddviti í Haukholtum I, og
starfsmaður við fóðureftirlit í Ár-
nessýslu og við sláturhús, og k.h.,
Hanna Lára Bjarnadóttir, f. 10.8.
1951, matráður hjá Límtré á
Flúðum.
Úr frændgarði Magnúsar Helga Loftssonar
Magnús Helgi
Loftsson
Dóróthea Theódórsdóttir
húsfr. í Hörgsdal - af
þýskumættum
Bjarni Bjarnason
b. í Hörgsdal í Vestur-
Skaft. (kjörfaðir)
Hanna Lára Bjarnadóttir
fyrrv. bóndi í Haukholtum Sigríður Kristófersdóttir
húsfr. í Hörgsdal
Bjarni Bjarnason
b. í Hörgsdal
Oddleifur Jónsson
b. í Langholtskoti
Ástbjört Oddleifsdóttir
húsfr. í Haukholtum
Þorsteinn Loftsson
b. í Haukholtum
Loftur Þorsteinsson
fyrrv. oddviti í Haukholtum
Kristín Magnúsdóttir
frá Skollagróf
Loftur Þorsteinsson
b. í Haukholtum, af Bolholtsætt,
Reykjaætt og Víkingslækjarætt
Magnús Loftsson
bifreiðarstj. í Kópavogi
Loftur Magnússon
fyrrv. skólastjóri
Setbergsskóla
Þóra Loftsdóttir
húsfr. í Sandgerði
Gylfi Gunnlaugsson
fyrrv. bæjarfulltr.
í Sandgerði
Oddleifur
Þorsteinsson
b. í Haukholtum
Ásta Oddleifsdóttir
hjúkrunarfr. á Selfossi
Elín Oddleifsdóttir
líffr. á Seljavöllum
Jón Þ. Oddleifsson
hagfr. í Garðabæ
Skúli Oddleifss.
húsvörður
í Keflavík
Helgi
Skúlason
leikari
Helga Vala Helgad.
fyrrv. blaðam.
Skúli Helgason
fyrrv. alþm.
Helga Skúladóttir
húsfr. í Langholtskoti
Anna Skúladóttir
húsfr. í Keflavík
Skúli Högnason
trésm. og form.
í Keflavík
Jón A
Skúlason
póst- og
símamálastj.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013
Eyþór Jóhann Hallsson fædd-ist á Hofsósi 4.8. 1903. For-eldrar hans voru Hallur Ein-
arsson, f. 15.10. 1870, og Friðrikka
Jóhannsdóttir, f. 5.7. 1873. Eig-
inkona, 28.10. 1927, var Ólöf Jóns-
dóttir, f. 16.5. 1900, frá Rifkels-
stöðum í Eyjafirði. Barn þeirra dó í
fæðingu 9.6. 1929. Fósturdóttir, 1929,
Karólína F. Hallgrímsdóttir, f. 26.7.
1921 á Akureyri. Fjölskyldan fluttist
til Siglufjarðar 1930.
Eyþór gekk í barnaskóla og einn
vetur í unglingaskóla á Hofsósi.
Hann var elstur fimm systkina: „ ...og
bar því þeim fremur að létta undir
með vinnufúsum en fátækum for-
eldrum.“ – svo vitnað sé í Eyþór sjálf-
an. Faðir Eyþórs stundaði hákarla-
veiðar á vetrum og á vorin en var
formaður á mótorbátum á sumrin:
„Ég var því hinn veikburða húsbóndi
í löngum fjarverum hans, eignaðist
ungur smá pramma og réri á honum
út fyrir landsteinana til að afla bjarg-
ar í búið. Saltaði og spyrti aflann og
seldi svo góðum bændum upp á
gamla móðinn í vöruskiptum.“ Eyþór
lauk prófi frá Stýrimannaskóla
Reykjavíkur 1927 og var talsvert við
eigin útgerð riðinn til l936 og nafn-
kenndur skipstjóri í flotanum fram til
1945. „Ég hef átt því láni að fagna
ásamt mínum skipshöfnum að færa á
land mestan síldarafla sem fengizt
hefur á vestfirzkt skip og Vest-
mannaeyjaskip.“ Eyþór veiktist af
berklum og var tekinn úr brúnni 1.6.
1945 og fluttur á Vífilsstaði þar sem
hann var næstu 14 mánuði. Hann
læknaðist að fullu með lungnaskurði í
Noregi þar sem hann dvaldi 1954-56.
Eyþór starfaði við Síldarleitina 1947
og var einn af þremur í stjórn þegar
Bæjarútgerð Siglufjarðar var stofn-
uð og forstjóri hennar til 1953, og sat
í ýmsum nefndum. Hann fékkst við
síldarsöltun og umsjá með skipum,
erlendum og innlendum, var umboðs-
maður Skeljungs hf. á Siglufirði
1958-88, vararæðismaður Noregs þar
og meðeigandi og framkvæmdastjóri
ms. Siglfirðings. Sæmdur gullpeningi
Sjómannadagsins og riddari af
St.Olavs-orðunni. Eyþór lést 4.2.
1988.
Merkir Íslendingar
Eyþór J.
Hallsson
Laugardagur
80 ára
Finna Pálmadóttir
Guðfinna Sigurjónsdóttir
Jóna S. Gunnarsdóttir
Sigríður Guðbjörnsdóttir
70 ára
Bjarni Ágúst Garðarsson
Guðbjörg Friðriksdóttir
Gunnar Örn Guðsveinsson
Halldóra Elbergsdóttir
Jack Unnar Dauley
Sævar Gunnarsson
Unnar Magnússon
Vilhjálmur Guðmundsson
60 ára
Árnína Kristín Jónsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Eygló Óskarsdóttir
Garðar Tyrfingsson
Jóhanna Gísladóttir
Marteinn G. Einarsson
Ólafía M. Gústavsdóttir
Sigurvina K. Falsdóttir
Sævar Guðjónsson
50 ára
Ása Hrönn Ásbjörnsdóttir
Björgúlfur Stefánsson
Bryndís Ann Brynjarsdóttir
Einar Björn Steinmóðsson
Gestur F. Antonsson
Hermann Óskarsson
Ingólfur Bragi Arason
Pétur Ingjaldsson
Soffía Snæland
40 ára
Alexander L. Guðlaugsson
Anna Björk Hjörvar
Geir Sigurður Jónsson
Guðjón Freyr Gunnarsson
Heimir Jóhannesson
Ingunn Lára Brynjólfsdóttir
Jóhannes K. Árnason
Oddný M.Arnbjörnsdóttir
30 ára
Dagur Sigurðsson
Hafdís Una Bolladóttir
Hilda Valdimarsdóttir
Magnús Helgi Loftsson
Oddur Eysteinn Friðriksson
Sveinbjörn Sigjónsson
Sunnudagur
90 ára
Ágústa Vignisdóttir
Jakobína Stefánsdóttir
Kristján Ólafsson
80 ára
Árndís Lára Óskarsdóttir
Bára Jónasdóttir
Eva Finnsdóttir
Gunnar Magnússon
Ingibjörg Bergsveinsdóttir
Jónína Björg Halldórsdóttir
Signa Hallberg Hallsdóttir
Sigríður Kristjánsdóttir
70 ára
Baldur Bragason
Edvard S. Ragnarsson
Guðrún A. Helgadóttir
Guðrún Elín Jóhannsdóttir
Matthildur Kristensdóttir
Ólafur Sigurbergsson
60 ára
Erlingur Hjálmarsson
Guðmundur Árnason
Hafsteinn Pétursson
Halla Jóna Guðmundsdóttir
Haraldur N. Arason
Ingibjörg Halla Þórisdóttir
Leó Óskarsson
Margrét Eggertsdóttir
María Guðný Guðnadóttir
Ólafía Þórunn Stefánsdóttir
Stefán Jennýjarson
50 ára
Andrejs Rubins
Björn Hjaltason
Erlendur Helgi Árnason
Garðar Halldórsson
Guðríður Inga Björnsdóttir
Hafþór Óskarsson
Jón Lárus Kjerúlf
Magnús Stefán Jónasson
Sigríður Kristjánsdóttir
Sveindís B. Gunnarsdóttir
Trausti Björgvinsson
40 ára
Emil Júlíus Einarsson
Grétar Karlsson
Hagbarður Marinósson
Jón Finnbogason
Kristján G. Kristjánsson
Sigurður Lee Björgvinsson
Vigdís Guðrún Ólafsdóttir
30 ára
Ásbjörn Jónasson
Guðni Þorvaldur Björnsson
Heiðar Þórisson
Helga Lilja Aðalsteinsdóttir
Ívar Guðmundsson
Júlíus Hólm Jónsson
Mánudagur
90 ára
Aðalsteinn E. Aðalsteinsson
Anna K. Zophoníasdóttir
Ásta Sveinbjarnardóttir
Eysteinn Guðmundsson
80 ára
Sigrún Haraldsdóttir
Þóra Guðrún Óskarsdóttir
70 ára
Guðmundur Magnússon
Harald S. Þorsteinsson
Hilmar Helgason
Hilmar Jónsson
Kristín Valdimarsdóttir
Sigrún Ólafsdóttir
Þórunn Stefánsdóttir
60 ára
Ásgeir Kristjánsson
Bjarni Kristinsson
Björn Gylfi Kaaber
Finnur Bárðarson
Friðný Jóhannesdóttir
Gíslína G. Magnúsdóttir
Guðbjörg Pétursdóttir
Haukur Harðarson
Jóhann Kristján Harðarson
Sigrún Júlíusdóttir
Sigurrós Soffía Jónasdóttir
50 ára
Díana Símonardóttir
Geir Harðarson
Helga Steindórsdóttir
Huld Konráðsdóttir
Jakob Jóhann Einarsson
Jón Sigurvin Ólafsson
Karl Ágúst Andrésson
Ólafía Guðný Sverrisdóttir
Sigríður G. Stefánsdóttir
Þórdís Borgþórsdóttir
40 ára
Árni Sigurðsson
Björn Ingi Hrafnsson
Bylgja Kærnested
Erlendur Björnsson
Gauja Hálfdanardóttir
Gígja Þórðardóttir
Halldóra Sigurðardóttir
Helga Dögg Björnsdóttir
Hildur Björg Ingólfsdóttir
Hrannar Pétursson
Jón Arnar Þorbjörnsson
Orri Þór Larsen
30 ára
Bergvin Bessason
Daði Már Steinsson
Eva Kristín Arndal
Fannar Örn Hermannsson
Heiðrún Ösp Hauksdóttir
Helga Rebekka Stígsdóttir
Karen Henný Bjarnadóttir
Til hamingju með daginn