Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Einkenni-legurbarna- skapur hefur upp á síðkastið litað áherslur áhuga- manna um að Ís- land verði fellt undir Evrópu- sambandið. Lengi vel töldu menn eins víst að ekki væri allt sem sýndist og þeir sem færðu fram einfeldningslegustu rök- in gerðu það gegn betri vitund. Þeir væru sjálfir einlæglega sannfærðir um að Ísland ætti heima í ESB og sjálfstæði og fullveldi væru úrelt þing. Þeir meintu það því þegar þeir segðu að „vænlegasta leiðin til að tryggja fullveldi væri að farga því“. En þeim væri jafnframt ljóst að slíkar og þvílíkar yfir- lýsingar væru ekki líklegar til að hrífa neinn utan þrengsta hrings sefjaðra. Þeir settu því lengst af allt sitt traust á evr- una og dingluðu henni og töfraáhrifum hennar óspart framan í Íslendinga. Og marg- ir voru móttækilegir fyrir slík- um röksemdum. Og það var svo sem ekkert skrítið. Til að mynda var bent á, hvernig upptaka evru hefði gjörbreytt efnahagslegri til- veru Íra. Og því varð ekki á móti mælt að þar hafði ekki að- eins orðið sjáanlegur upp- gangur heldur býsna glæsi- legur. Sama mátti segja um Spán, Portúgal, Grikkland og fleiri lönd. Evran færði öllum þessum löndum vellíðan. Lánveitendur í alkunnri hjarðhegðun sinni ákváðu að aðild að þeirri mynt sem Þjóð- verjar notuðu gæfu gerningum í myntinni sjálfkrafa eins kon- ar þýskt traust. Þar við bættist að upptaka evrunnar hélst í hendur við tímabundið hömlu- leysi lánsfjár sem stærstu seðlabankar heims báru mesta ábyrgð á. En þetta sæluskeið reyndist dapurlega stutt og vera sama eðlis og það sem ofgnótt áfengra drykkja getur skap- að. Og hinir efnahagslegu timburmenn mættu jafn- stundvíslega og kollegar þeirra sem fylgja Bakkusi gera óbrigðulir. Sífellt fleirum, jafnvel trú- föstustu hagfræðingum, varð smám saman ljóst að sameig- inlegur gjaldmiðill hentaði illa þjóðum sem enn hefðu töluvert sjálfstæði í stjórn eigin efna- hagsmála. Slíkt sjálfstæði er meginstikan sem horft er til, þegar spurt er, hvort þjóð sé sjálfstæð og fullvalda eða hafi flutt úrslitavald sitt annað. Það varð íslenskum boð- endum ESB-aðildar mikið áfall þegar evran missti sinn áróðurslega töframátt. Það jók vandann hve aðild- arsinnar höfðu hengt sig fast á myntina við til- raunir til að „selja“ fólki aðildar- hugmyndina. Nú voru fáir kostir góðir. Allt varð því hey í þeim áróðurslegu harðindum sem brustu á. Þess vegna varð ekki komist hjá að tína til rök sem ekki var litið við áður. Það varð að hafa það þótt þau væru í senn létt- væg og barnaleg. Nýlega sagði fræðimaður í háskólasamfél- aginu, sem þó vill sennilega láta taka sig alvarlega, að áður en Litháen hefði farið í ESB hefði það verið áhrifalítið ríki, en nú sæti það í forsæti Evr- ópusambandsins! Þá er verið að vísa til kostnaðarsamrar hringekju, þar sem ríkin skiptast á að fá að halda á fundarhamrinum á einum eða tveimur leiðtogafundum ESB á 6 mánaða formennskuskeiði! Fræg var lýsing Der Spiegel á því þegar að forseti ESB- ríkisins Kýpur fékk að tala fyrstur í fjórar mínútur á leið- togafundi, einmitt í krafti sex mánaða formennskutíma. Spiegel sagði að á meðan hefðu hinir leiðtogarnir skvaldrað sín á milli þannig að ekki heyrðist í forseta Kýpur. Þeir gátu ekki einu sinni sýnt hon- um málamyndakurteisi í skitn- ar fjórar mínútur. Blaðamennirnir sáu svo sem ekkert athugavert við þetta, en máttu þó eiga að þeir gáfu skýringu. Þessi forseti kæmi frá fjarlægu smáríki og hefði áður fengið að stýra fundi og þá hefði heldur ekkert til hans heyrst. Hann myndi því ekki kippa sér upp við þetta. Kýp- urforseti getur huggað sig við að nú eru a.m.k. 14 ár þar til þjóðhöfðingi þaðan þarf að sæta slíkri auðmýkingu aftur. En þessi ómerkilegi dóna- skapur við litla formennsku- ríkið skiptir þó í rauninni ekki neinu máli. Jafnvel þótt hinir leiðtogarnir hefðu getað setið á sér í þessar 4 mínútur þá breytir það ekki því að þessi formennskuríkishringekja bætir í engu fyrir fullveldis- afsal ríkis. Það gildir líka um smáríki eins og Litháen (10 sinnum fjölmennara en Ís- land), sem talað var niður til, þar til að það varð áhrifalaust „formennskuríki“ í 6 mánuði. Þetta veit fræðimaður, sem að auki segist sérfróður í mál- efnum ESB. Og þá stendur að- eins ein spurning eftir: Af hverju þessi látalæti? Af hverju þessi hálfsannleikur? Ákafur ESB-sinni réttlætir fullveldis- afsal með for- mennskusæti í hringekju á 14 ára fresti} Verða að tína allt til M örgum var létt á þriðjudag þegar herdómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að Bradley Manning hefði ekki verið að „aðstoða óvininn“ þeg- ar hann lak hundruðum þúsunda leynilegra skjala bandarískra stjórnvalda til Wikileaks. Saksóknarar í málinu höfðu haldið því fram að Manning hefði mátt vita að birting gagnanna gæti þjónað hagsmunum erlendra ríkja og valdið Bandaríkjunum tjóni en dómarinn hafnaði þeim málflutningi. Ef niðurstaðan hefði orðið á hinn veginn hefði það haft víðtækar afleiðingar. Ef Mann- ing, sem hefur ekki átt í neinum samskiptum við þekkta óvini Bandaríkjanna né haldið á lofti „óbandarískum“ áróðri, hefði verið fundinn sekur um að „aðstoða óvininn“ með því að leka upplýsingum sem voru birtar á netinu, fyrir alla en engan sérstakan að sjá, hefði mátt túlka dóminn þannig að öll birting efnis á opnum vefsvæðum gæti talist „aðstoð við óvininn“. Það hefði verið þungt högg gegn frjálsri miðlun upplýsinga. Á sama tíma og saksóknarar voru önnum kafnir við að mála skrattann á vegginn leituðust verjendur Mannings við að draga upp aðra mynd af skjólstæðingi sínum. Hann væri einfaldur ungur strákur sem hefði brugðið við það sem hann sá við störf sín í Írak og vildi með gjörðum sín- um opna á umræðu um utanríkisstefnu Bandaríkjamanna. Sú umræða sem átti sér stað í samfélaginu í kringum málaferlin endurspeglaði málflutning aðila: Manning, hetja eða svikari? Ef marka má athugasemdakerfi stóru fjöl- miðlanna beggja vegna Atlanshafs virðast fylk- ingarnar með og á móti álíka stórar. Rökin sem menn færa fyrir afstöðu sinni eru af ýmsum toga en einna áhugaverðust þegar menn grípa til þess að bera saman Manning og Edward Snowden. Mál þeirra eru að mörgu leyti ólík. Manning skráði sig í herinn, líkaði ekki það sem hann sá, stal gífurlegu magni gagna og lak þeim öllum á svo til einu bretti. Snowden réði sig til starfa fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna gagngert til að stela upplýsingum en hefur leg- ið á þeim og lekið í smáum skömmtum. Mann- ing er svikari af því að hann lak öllu, og miklu, óháð innihaldi. Snowden er uppljóstrari af því að hann hefur valið hverju hann lekur. Mann- ing er hetja af því að hann tók afleiðingum gjörða sinna. Snowden er svikari af því að hann flúði. Sitt sýnist hverj- um. Menn virðast á eitt sáttir um að báðir hafi brotið lög. Og það er ósköp skiljanlegt að bandarísk stjórnvöld vilji gera báða að fordæmi. Það segir sig sjálft að það gengur ekki að það sé í höndum óbreyttra borgara eða lágt settra her- manna að ákveða hvaða upplýsingar um starfshætti leyni- þjónustunnar eða hermálayfirvalda eiga erindi við al- menning. Vandinn er hins vegar sá að yfirvöldum vestanhafs virðist ekki vera treystandi til þess heldur. holmfridur@mbl.is Hetjur eða svikarar? Hólmfríður Gísladóttir Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Á morgun hefst hlaup á Íslandi á vegum fyr- irtækisins Racing the Planet. Af því tilefni hafa tæplega þrjú hundruð erlendir hlauparar boðað komu sína. Hver keppandi reiðir fram 3700 dollara, sem jafngildir um 442 þúsund krónum, í þátttökugjald. Sé miðað við að þrjúhundruð keppendur taki þátt má gera ráð fyr- ir því að heildartekjur af þátt- tökugjaldi séu sem nemur 130 millj- ónum króna. Racing the Planet er hlauparöð svonefndra óbyggðahlaupa. Hlaupið á Íslandi tekur sex daga. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RTP eru hlaupnir 40-50 kílómetrar fyrstu fjóra dagana, um 67 kílómetrar fimmta daginn og svo 10 kílómetrar lokadaginn. Heildarvegalengdin er um 250 kílómetrar. Fram kemur á heimasíðu hlaupsins að lagt verði af stað frá ónefndum stað á milli Vatna- jökuls og Langjökuls. Keppendur fá ekki að vita hlaupaleiðina sjálfa fyrr en þeir koma á staðinn þó ljóst sé að farið verður um hálendi Íslands. Að lokum hvers dags fá keppendur svo að vita hver hlaupaleið næsta dags verður, ekki fyrr. Sá stendur uppi sem sigurvegari sem fer leiðirnar sex á stystum tíma. Þrír Íslendingar taka þátt Þrír Íslendingar eru skráðir til leiks, Sigurður Hrafn Kiernan, Hulda Garðarsdóttir og Rebekka Garðarsdóttir. Hulda og Rebekka eru búsettar í Hong Kong en fljúga sérstaklega til landsins til þess að taka þátt í hlaupinu. Sigurður segir að keppnin hafi lítið verið kynnt hér á landi enda markhópurinn ekki Ís- lendingar. Að sögn Sigurðar koma um 100 manns að skipulagningu hlaupsins. „Þeir mega ekki tjá sig neitt um hlaupið því keppendur mega ekki vita neitt um hlaupaleiðirnar. Á hverju kvöldi er svo farið yfir hlaupaleiðir næsta dags,“ segir Sig- urður. Ekki nóg með að þátttakendur hlaupi tugi kílómetra yfir torfært landslag, heldur þurfa þeir einnig að bera með sér um 15 kíló á bakinu. „Við þurfum að taka með mat fyrir sjö daga, þunna dýnu, föt, svefnpoka og lyf auk öryggisbún- aðar svo dæmi sé nefnt. Við fáum ekkert frá skipuleggjendum nema vatn og tjald,“ segir Sigurður. Efnaðir hlauparar Auk þátttökugjaldsins þurfa keppendur að borga fyrir flug og gistingu og því má gera ráð fyrir að heildarkostnaður hvers keppanda sé ærinn. „Þetta er tiltölulega efnað fólk sem er að taka þátt,“ segir Sig- urður sem sjálfur fékk boðsmiða í keppnina í gegnum 66°Norður sem styrkir keppnina. Sigurður segir að hann hafi ekki undirbúið sig sér- staklega fyrir keppnina en hann hlaupi reglulega. Gera má ráð fyrir því að kepp- endur lendi í ýmsum aðstæðum og að meðal torfæra verði ár, snjór, eðja og brattar brekkur. Að sögn Sigurðar gerir hann ráð fyrir því að hver leggur taki 5-10 klukku- stundir. Til samanburðar klár- aði sigurvegari í karlaflokki í hlaupi sem haldið var í Jórdaníu í fyrra, Ítalinn Paulo Berghani, hlaupið á samtals 27 klukku- stundum og 11 mínútum rúmum. Sigurvegari í kvennaflokki var einn- ig ítalskur, Katia Fig- ini, og hljóp hún á 29 klukkustundum og 37 mínútum rúmum. Rándýrt að hlaupa í íslenskum óbyggðum Morgunblaðið/RAX Hrjóstrugt Þátttakendur hlaupa yfir torfært landsvæði og geta lent í ýmsu. Hlaupið stendur yfir í sex daga og hefst á morgun. Racing the planet er fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagn- ingu óbyggðahlaupa. Time Ma- gazine valdi hlaup á vegum þess það besta í flokki lang- hlaupa utan vega árin 2009 og 2010. Racing the Planet hefur að- setur í Hong Kong og var stofnað af hinni bandarísku Mary K. Gadams árið 2002. Ár- lega skipuleggur fyrirtækið fimm hlaup. Ávallt er hlaupið í Góbíeyðimörkinni í Kína, Saharaeyðimörkinni í Egypta- landi, í Síle og á suður- pólnum. Á hverju ári er svo valinn einn nýr áfangastaður og varð Ísland fyrir valinu í ár. Af fyrri áfanga- stöðum má nefna Namibíu, Víet- nam, Ástralíu, Nepal og Jórdaníu. Fimm hlaup á hverju ári RACING THE PLANET Sigurður Hrafn Kiernan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.