Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sönghópurinn Olga heldur í stutta tónleikaferð um landið og verða fyrstu tónleikarnir haldnir í dag kl. 18 í Flateyjarkirkju í Flatey á Breiðafirði. Þaðan er förinni heitið til Ólafsfjarðar, sungið í menningar- húsinu Tjarnarborg í Fjallabyggð, 6. ágúst kl. 20 og í Djúpavogskirkju tveimur dögum síðar, einnig kl. 20. Föstudaginn 9. ágúst verða svo haldnir tónleikar í Áskirkju í Reykjavík, kl. 20 og 10. ágúst í Frí- kirkjunni í Reykjavík, kl. 18.15. Olgu skipa fimm ungir menn sem stunda söngnám við Tónlistar- háskólann í Utrecht í Hollandi og eiga það allir sameiginlegt að nema hjá Jóni Þorsteinssyni frá Ólafsfirði, sem þar er dósent. Þetta eru þeir Bjarni Guðmundsson sem syngur 1. tenór, Haraldur Sveinn Eyjólfsson, 2. tenór, Hollendingurinn Gulian van Nierop og Pétur Oddbergur Heimisson, 1. bassar og Philip Bark- hudarov, Rússi sem ólst upp í Bandaríkjunum og syngur 2. bassa. Félagarnir munu flytja íslensk, ensk, þýsk og rússnesk söng- og þjóðlög og að sjálfsögðu án undir- leiks, a capella. Tengingar við tónleikastaði „Við héldum okkar fyrstu tónleika í sendiráðsbústaðnum í Brüssel í mars, það voru styrktartónleikar og fyrsta stóra verkefnið okkar,“ segir Pétur um sönghópinn Olgu. „Í fram- haldi af því tókum við þátt í verkefni sem heitir Live Music Now í Hol- landi. Þá er farið á staði og sungið fyrir fólk sem hefur ekki tök á því að fara á tónleika, t.d. fanga og flótta- menn. Við sungum einmitt fyrir flóttamenn í maí og svo héldum við tvenna tónleika í Utrecht í júní, í kirkju þar, í undirbúningi fyrir tón- leikaferðalagið á Íslandi,“ bætir Pétur við. -Hvers vegna urðu þessir tón- leikastaðir fyrir valinu, Flatey, Ólafsfjörður, Djúpavogur og svo staðirnir tveir í Reykjavík? „Ég er tengdur Flatey, er að vinna á Hótel Flatey og fjölskylda mín á sumarhús þar. Eins og áður hefur komið fram þá er söngkenn- arinn okkar Ólafsfirðingur að ætt og uppruna og við verðum í tímum hjá honum og heimsækjum hann. Eig- inkona Philips er frá Djúpavogi og svo höfum við Bjarni og Haraldur haldið tónleika áður í Áskirkju. Frí- kirkjan varð fyrir valinu af því hún er í miðbæ Reykjavíkur.“ svarar Pétur. „Þetta verður svolítið mikil keyrsla á okkur, við förum frá Djúpavogi til Reykjavíkur á föstu- deginum og verðum með tónleika um kvöldið. Þetta verður dálítið álag en við erum tilbúnir í þetta,“ segir Pétur um tónleikaferðina. Ánægðir með Olgu En hvaðan kemur nafnið á hópn- um, Olga? „Nafnið kom bara upp. Við höfð- um ákveðnar efasemdir um það í fyrstu en það hefur vanist ótrúlega vel. Við erum mjög ánægðir með það núna og líka þessa tengingu við Rússland. Ég tengi þetta nafn við rússneska konu,“ svarar Pétur kím- inn og spurður að því hvort þeir syngi um einhverja Olgu segir hann svo vissulega vera. Og talandi um Olgu, eða öllu held- ur Olgur, þá sendu félagarnir í söng- hópnum öllum stúlkum og konum með því nafni á Íslandi bréf, öllum yfir sex ára aldri. „Við prentuðum það út í 283 eintökum og skrifuðum undir öll bréfin, sendum öllum Olg- um og buðum þeim frítt á tónleikana okkar,“ segir Pétur kíminn. Á vefnum Soundcloud má finna nokkur lög með Olgu. Slóðin er soundcloud.com/olgavocalensemble. Morgunblaðið/Rósa Braga Olga Frá vinstri félagarnir Philip Barkhudarov, Haraldur Hreinn Eyjólfsson, Bjarni Guðmundsson og Pétur Oddbergur Heimisson. Frítt inn fyrir Olgur  Sönghópurinn Olga heldur í tónleikaferð um landið  Sendu öllum Olgum landsins bréf og buðu þeim á tónleika Á sumrin geta ákveðnir þættir mannlífsins stundum runnið inn í svokallaða gúrkutíð. Þá er lítið við að vera og fréttnæmir hlutir gefa sig ekki svo glatt. Sumrin eru eðlilega viðkvæm fyrir svona tíð enda er fólk að taka sín sumarfrí og endurhlaða sig fyrir haust- og vetrartörnina. Ég fann óþyrmilega fyrir þessu þegar ég var að leita að einhverju í þennan pistil. Ágústmánuður var tómlegur að sjá og hugurinn fór að reika að- eins aftar. Ég mundi þá eftir þessari nýju plötu David Lynch sem kom út um miðjan júlí. Hafði jafnvel ætlað að skrifa um hana þá en nei... já... nei. „Hvað á ég að skrifa um?“ var ég far- inn að tauta þarna í stofunni. „Ætti ég að skrifa um David Lynch?,“ sagði ég og beindi orðum mínum að sex ára gamalli dóttur minni, Karólínu. Hvers vegna veit ég ekki. Svona eins og þegar Homer Simpson snýr sér að Lisu þegar allt um þrýtur. Ekki stóð á svarinu hins vegar. Með óvenju miklu öryggi svaraði sú stutta að bragði: „Já. Skrifaðu um hann.“ Ég hváði. „David Lynch?“. Karólína hélt áfram. „Já. David Lynch. Ég Hin kvika tónlist veit hver það er. Skrifaðu um hann.“ Og við það strunsaði hún inn í her- bergið sitt, með órætt glott á vörum. Gagntekinn furðu og stolti í senn tók pistilhöfundur þá ákvörðun að Lynch, sem hafði greinilega tekist að slengja töfrum sínum um barnið mitt, yrði svo sannarlega viðfang þessa pistils. Sjaldan hafa listamenn unnið jafn glæsilega fyrir því. Í svefni og vöku Ekki veit ég hvaðan hún Karólína mín fékk þetta. Sennilegast hefur Lynch vitjað hennar í súrrealískum draumi, það væri auðvitað fullkom- lega eftir þessum magnaða kvik- myndagerðar- og fjöllistamanni og nú líka tónlistarmanni. Fyrir tveim- ur árum síðan gaf Lynch út plötuna Crazy Clown Time, þá fyrstu sem var algerlega hans en í gegnum tíð- ina hefur hann komið að ýmsum slík- um verkum en þá í samstarfi við aðra. Tónlist hefur alla tíð spilað stóra rullu í list Lynch, sem er þekkt- astur sem kvikmyndagerðarmaður, og nægir að líta til kvikmyndanna Blue Velvet og tímamótaþáttanna Twin Peaks til að sannfærast um það. Hann hefur haft hönd í bagga með samningu hennar, er slyngur gítarleikari en það er fyrst núna sem hann stígur fram af krafti sem tónlistarmaður. Draumkenndur súrrealisminn liggur þétt yfir báðum þessum plöt- um en á ólíka vegu þó. Crazy Clown Time var nokkuð raftónabundin, fjöl- breyttari en um leið losaralegri. The Big Dream er til muna þéttari og rennslið fumlausara einhvern veg- inn. Blúsinn er til grundvallar í þetta skiptið, en hér erum við að tala um „Lynch“-aðan blús sem stendur ansi langt frá þeim sem Clapton og fé- lagar hafa leikið sér með. Stemn- ingin er öll á milli svefns og vöku, nefmælt og bergmálandi falsettu- rödd Lynch leiðir lögin á stundum og skringilegheitin sem gægjast stöð- ugt á milli hljóðrásanna kalla lista- menn eins og Residents eða Primus fram í hugann. Lynch virðist á góðu flugi hvað þennan þátt í ferli hans varðar, segir að platan sé heilsteypt- ari en fyrri platan vegna „aukins sjálfstrausts hans sem tónlistar- manns“. Þá bíðum við bara eftir sólóplöt- unum frá Tim Burton og Terrence Malick. Gaman væri líka ef Sofia Coppola myndi setjast niður með kassagítar. Já, og Ron Howard! Eða, nei annars... » Stemningin er öll á milli svefns og vöku, nefmælt og berg- málandi falsetturödd Lynch leiðir lögin á stundum og skringileg- heitin sem gægjast stöð- ugt á milli hljóðrásanna kalla listamenn eins og Residents eða Primus fram í hugann.  David Lynch gefur út aðra sólóplötu sína, The Big Dream  Það sem byrj- aði sem dufl og daður er að verða eitt- hvað annað og meira Sérkennilegur David Lynch hefur aldrei bundið bagga sína sömu hnútum og meðreiðarsveinarnir. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.