Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013
Vökvað Elísabet Bjarnadóttir vökvaði blómin á hringtorginu við Víkurveg í Grafarvogi í hitanum í gær, gróðurinn hefur tekið vel við sér undanfarið í sólríkjunni.
Eggert
Samvera fjöl-
skyldunnar er
mikilvæg. Rann-
sóknir sýna að
hún hefur mikið
forvarnagildi.
Ungmenni vita
það líka og þeim
líkar að vera í
öruggum faðmi
foreldra. Auðvitað
er stundum erfitt
fyrir þau að við-
urkenna það. Foreldrar þurfa
að vera tilbúnir að sinna sínu
hlutverki. Ungmennin þurfa
að geta treyst því að foreldr-
arnir standi fast á sínum
skoðunum þegar kemur að
öryggi og utanumhaldi.
Foreldrar vita að forvarnir
virka og þær þarf að virkja.
Börn og ungmenni vilja eiga
fleiri samverustundir til að
skapa góðar minningar. Í
sumar er áberandi að í sam-
félaginu er nóg af áhrifum
sem vilja að ungmenni byrji
áfengisneyslu. Stemningin
sem birtist í mörgum skila-
boðum á ýmsum miðlum frá
áfengisframleiðendum eru á
þá leið að ekki sé hægt að
skemmta sér án áfengis.
Við vitum að þetta er
rangt. Það er óþolandi of-
beldi gagnvart börnum og
ungmennum hvernig auglýs-
ingarnar birtast
þeim þrátt fyrir
að þær séu bann-
aðar.
IOGT á Íslandi
vill hvetja þá sem
bjóða upp á há-
tíðir í sumar að
hyggja vel að
skipulagi er varð-
ar öryggi barna
og ungmenna, t.d.
með því að fram-
fylgja áfeng-
islögum hvað
varðar aðgengi
og aldursmörk, lögum um
útivistartíma barna og barna-
verndarlögum. Að sjálfsögðu
óskum öllum landsmönnum
góðrar ferðahelgar og
skemmtið ykkur vel vímu-
laust.
Eftir Aðalstein
Gunnarsson
» Börn og ung-
menni vilja góð-
ar minningar með
fjölskyldunni í sum-
ar. Það er hlutverk
foreldranna að
vernda þau fyrir
óæskilegum áhrif-
um.
Aðalsteinn
Gunnarsson
Höfundur er framkvæmda-
stjóri IOGT á Íslandi.
Góðar minning-
ar æskunnar
Margt var fróð-
legt og gagnlegt í
skýrslu Rann-
sóknarnefndar Al-
þingis á banka-
hruninu frá 2010.
Meginniðurstaða
nefndarinnar er,
að Jón Ásgeir Jó-
hannesson í Baugi
hafi verið helsti
innlendi áhrifa-
valdurinn um hrunið. Í 7.
bindi, 21. kafla, bls. 189, seg-
ir: „Af öllum þeim fyrir-
tækjahópum sem höfðu veru-
leg útlán í íslenska
bankakerfinu stendur upp úr
stór hópur fyrirtækja sem
tengdist Baugi Group. Í öll-
um þremur bönkunum sem
og í Straumi-Burðarási skap-
aði þessi hópur of stóra
áhættu.“
Síðan segir: „Rannsókn-
arnefndin telur að hér hafi
verið búin að myndast veru-
leg kerfisáhætta, þar sem fall
eins fyrirtækis gat haft áhrif
ekki aðeins á einn kerfislega
mikilvægan banka heldur
alla þrjá kerfislega mik-
ilvægu bankana. Fjár-
málastöðugleika var því
verulega ógnað af til að
mynda Baugi sem var, eins
og fram kemur í skýrslunni,
kominn í veru-
leg greiðslu-
vandræði þeg-
ar líða tók á
árið 2008.
Seðlabanka Ís-
lands er falið að
tryggja fjár-
málastöð-
ugleika í land-
inu, en eins og
fram kemur í
skýrslunni
hafði Seðla-
bankinn heldur
ekki kallað eftir nauðsyn-
legum gögnum til að meta
þessa kerfisáhættu. Rann-
sóknarnefndin hafnar því
hins vegar að honum hafi
ekki verið heimilt að fá gögn,
eins og fram kemur í kafla
19.7. Fjármálaeftirlitið hafði
hins vegar gögnin til að sjá
þessa kerfisáhættu.“
Þótt aðfinnslur Rannsókn-
arnefndarinnar um ætlaða
vanrækslu seðlabankastjór-
anna þriggja séu ekki stór-
vægilegar, breytir það því
ekki, að nefndin sakaði þá um
vanrækslu. Þeir hefðu að
hennar sögn átt að kalla eftir
gögnum um Baug og fyrir-
tæki nátengd því. Í at-
hugasemdum sínum, sem
ekki fengust birtar í hinum
prentaða hluta skýrslunnar,
vísuðu seðlabankastjórarnir
þrír þessum aðfinnslum al-
farið á bug og sögðust ekki
hafa haft lagaheimild til að
útvega sér slík gögn ólíkt
Fjármálaeftirlitinu.
Nú hefur Alþingi sjálft
skorið úr þessum ágreiningi.
Það samþykkti sumarið 2013
frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum nr. 36/2001 um
Seðlabanka Íslands. Í at-
hugasemdum er efni þess
stuttlega lýst: „Í frumvarp-
inu er lagt til að skerpt verði
á heimildum Seðlabanka Ís-
lands til að setja lánastofn-
unum reglur um laust fé og
lágmark stöðugrar fjármögn-
unar hvort sem er í íslensk-
um krónum eða erlendum
gjaldmiðlum og skilgreina
betur hvaða eignir og skuldir
falli undir gjaldeyrisjöfnuð,
sundurliðun þeirra og vægi.
Til að reglur Seðlabankans
nái markmiði sínu og bankinn
geti rækt það hlutverk sitt að
stuðla að fjármálastöðugleika
og þar með virku og öruggu
fjármálakerfi er jafnframt
lagt til að skerpt verði á
heimildum Seðlabankans til
þess að afla upplýsinga og að
tilgreint ákvæði laganna um
beitingu dagsekta verði sett
fram með skýrari hætti. Þá
er lagt til að skýrt verði tekið
fram í lögum um Seðlabanka
Íslands að bankinn skuli
stuðla að fjármálastöð-
ugleika.“
Frumvarp þetta var flutt
að frumkvæði Seðlabanka Ís-
lands. Sigríður Benedikts-
dóttir, sem hefur umsjón með
fjármálastöðugleika í bank-
anum, taldi að athuguðu máli
nauðsynlegt að veita honum
auknar heimildir til þess að
afla upplýsinga. En hvers
vegna þurfti að samþykkja
sérstakt frumvarp um það?
Vegna þess að Seðlabankinn
hafði slíkar heimildir ekki áð-
ur. Alþingi hefur nú í raun
viðurkennt, að seðla-
bankastjórarnir þrír höfðu
rétt fyrir sér í athugasemd-
um við aðfinnslur Rannsókn-
arnefndarinnar. Hefði Rann-
sóknarnefndin haft rétt fyrir
sér, þá hefði ekki þurft að
samþykkja þetta frumvarp.
Eftir Hannes
Hólmstein Giss-
urarson
»Með nýjum lög-
um fær Seðla-
bankinn heimild til
að afla upplýsinga
frá fjármálafyr-
irtækjum. 2010
taldi Rannsókn-
arnefnd Alþingi
hann hafa slíka
heimild.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Höfundur er prófessor og
sat í bankaráði Seðlabank-
ans 2001-2009.
Alþingi ómerkir eina niðurstöðu
Rannsóknarnefndar Alþingis