Morgunblaðið - 28.08.2013, Page 2

Morgunblaðið - 28.08.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Við höfum mikið um deiliskipulagið að segja og höfum gert margar at- hugasemdir,“ segir Birgir Þ. Jó- hannsson, formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar, en stjórn félagsins fór í gær um hverfið og skoðaði tillögur að deiliskipulagi á svæðinu. „Við skoðuðum reitinn milli Vesturgötu og Mýrargötu og hafnarsvæðið milli Slippsins og Sjóminjasafnsins og vildum skoða hvernig hverfið okkar kemur til með að vera í framtíðinni,“ segir Birgir en félagið vill sameina raddir fólksins í hverfinu. Þeim finnst byggingarmynstrið í heild ekki tengjast nógu vel því gamla sem fyrir er á svæðinu. „Þetta er mjög stórt og mikið byggingaland og okkur finnst skipu- lagið ekki bjóða upp á mikla þróun- armöguleika né sveigjanleika,“ segir Birgir. Hann ítrekar að þetta sé elsta hverfið í Reykjavík og það skipti miklu máli að fólkið í hverfinu hafi eitthvað að segja um sitt hverfi. Fé- lagið ætlar að senda inn athuga- semdir sem snúast aðallega að því að skipulagið geri ráð fyrir of háu og stóru húsnæði, að þetta sé ekki í góðri tengingu við fyrri byggð og lít- ið sé um sveigjanleika. „Þetta þarf að vera meira blönduð byggð. Okkur finnst skipulagið vera stíft og ein- hæft, sem erfitt er að breyta. Við vilj- um t.d. sjá hafnarsvæðið í stöðugri þróun, þar hentar vel að hafa mikinn fjölbreytileika,“ segir Birgir sem tel- ur fjölbreytileikann efla líf og gæði borgarinnar. „Okkur finnst gróða- sjónarmið standa ofar gæðakröfum á svæði sem er ekki bara verðmætasti staðurinn sögulega séð heldur einnig vinsælasti staðurinn til að búa á.“ Ósátt við rússneska kirkju „Við erum mjög ósátt við skipulag- ið í kringum rússnesku kirkjuna sem áætlað er að verði hátt í 22 metra há undir krossi,“ segir Birgir, en hún er á deiliskipulagi milli Mýrargötu og Nýlendugötu og var einnig á eldra skipulagi. „Hún er undanþegin höf- uðmarkmiði deiluskipulagsins um aðlögun að byggingamynstri staðar- ins og við værum ósátt hvort sem þetta væri kirkja eða hús. Ekkert hús á að vera undanþegið höfuð- markmiðunum, sem varðveita okkar menningararfleifð.“ Vilja sjá mun meiri fjölbreytileika  Íbúasamtök Vesturbæjar gera athugasemdir við deiliskipulag  Finnst skipulagið ekki í takt við hverfið  Eru mjög ósátt með rússneska kirkju sem reisa á á svæðinu  Vilja sameina raddir fólksins Morgunblaðið/Styrmir Kári Deiliskipulag Íbúasamtök Vesturbæjar skoðuðu í gær nýja skipulagið fyrir hverfið sitt og röltu um svæðið til að átta sig á boðuðum breytingum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kvóti hefur í fyrsta skipti verið settur á blálöngu, gulllax og litla karfa frá og með nýju fiskveiðiári, sem hefst 1. september, og verður aflahlutdeildum úthlutað til ein- stakra skipa. Sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð þessa efnis í gær og verður leyfilegur heildarafli í blá- löngu 2.400 tonn, í litla karfa 1.500 tonn og í gulllaxi 8.000 tonn. Fjallað var um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jó- hannssonar sjávarútvegsráðherra í gær og þar kemur jafnframt fram að bráðlega verði sett af stað vinna þar sem farið verður yfir hvernig réttast verði staðið að því að setja makríl í kvóta. Hvatt til varúðar Á almanaksárinu 2012 veiddust tæplega 9.400 tonn af gulllaxi og var aflaverðmæti áætlað um 1.200 milljónir króna. Í fyrra veiddust um 4.100 tonn af blálöngu og var aflaverðmætið liðlega 600 milljónir króna. Leyfilegur heildarafli í blálöngu, gulllaxi og litla karfa er í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, en stofnunin hefur um nokkurt skeið hvatt til varúðar í veiðum á þessum tegundum. Þrjár nýjar kvótategundir Morgunblaðið/Kristinn Blálanga Ein fisktegundanna þriggja sem komnar eru í kvóta. Blálangan er öndvegismatur, ekki síst steikt.  Aflaverðmæti blálöngu og gulllax um 1.800 milljónir í fyrra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Una Sighvatsdóttir „Á fundinum kom fram mikil óánægja, eins og búast mátti við. Þetta er fjölmennasti íbúafundur í Vesturbænum sem ég man eftir og yfirgnæfandi meirihluti tók skýra af- stöðu gegn framkvæmdunum,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en fulltrúar skipulagsyfirvalda hjá Reykjavíkur- borg ræddu við íbúa Vesturbæjar í gærkvöldi á fjölmennum fundi um breytingarnar á Hofsvallagötu, sem sumir hafa fagnað en fleiri fordæmt. Kristinn Fannar Pálsson, íbúi við Hagamel, lagði fram undirskriftir 661 íbúa sem safnað var í Melabúð- inni til að mótmæla framkvæmd- unum. Fulltrúar borgarinnar voru Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umverf- is- og skipulagssviðs, og Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykja- víkurborgar. Þau hófu fundinn á því að biðjast afsökunar á skorti á sam- ráði við íbúa. Reykjavík er bílaborg Ólöf, sem sjálf býr við Víðimel, benti á að framkvæmdirnar á Hofs- vallagötu ættu sér langan aðdrag- anda því allt frá árinu 2007 hefðu ver- ið uppi óskir um að draga úr umferðarhraða þar. Haustið 2011 var haldinn íbúafundur á Hótel Sögu þar sem rætt var um Hofsvallagötu og var niðurstaðan sú að götuna skyldi endurhanna með minni umferðar- hraða, bættu umferðaröryggi og bættu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einhvers stað- ar í ferlinu virðast skipulagsyfirvöld þó hafa farið út af sporinu því mikil óánægja ríkir með þá útfærslu sem varð ofan á við Hofsvallagötu. Ólöf tók það sérstaklega fram að Jón Gnarr og Gísli Marteinn Baldursson væru ekki mennirnir á bak við breyt- ingarnar, þótt margir vildu draga þá til ábyrgðar. „Það er þannig að Reykjavík er bílaborg. Hún er ekki hjólaborg og varla fyrir gangandi heldur,“ sagði Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. „Það er ekki mark- miðið að þrengja að bílaumferð að óþörfu, fyrir utan það að hægja á akstri þar sem tilefni er til vegna um- ferðaröryggis.“ Þá sagði hann áhuga- vert að heyra athugasemdir íbúa um að umferðin beinist í auknum mæli inn í aðrar götur í staðinn og sagði þetta allt eitthvað sem yrði að skoða. Gáfu ekki upp kostnað „Mér fannst merkilegt að æðstu yfirmenn verklegra framkvæmda hjá borginni, borgarstjóri og formaður borgarráðs, skyldu ekki mæta á fundinn og að íbúar hafi ekki fengið uppgefið hver kostnaðurinn er við breytingarnar, þó um það hefði verið spurt,“ segir Kjartan. Hann telur að menn hefðu átt að viðurkenna að þetta væru mistök og afturkalla framkvæmdina, eins og stór hluti fundarmanna óskaði eftir. „Þess í stað var ákveðið að skoða málið eitthvað áfram.“ Fulltrúar borgarinnar lögðu fram tillögu um að íbúar tilnefndu fulltrúa til að vinna í samvinnu við borgina um nánari útfærslu á fram- kvæmdunum. Náðist samkomulag um að þrír íbúar tækju þátt í að ákveða framhaldið með borginni. Mikil óánægja á fjölmennum fundi borgaryfirvalda í gær með íbúum Vesturbæjar um breytta Hofsvallagötu Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdir Fjölmargir mættu á fund í Hagaskóla til að ræða breytingar á Hofsvallagötu, en margir eru ósáttir. Borgin baðst afsökunar á skorti á samráði  Þrír íbúar munu taka þátt í að ákveða framhaldið með borginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.