Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 7

Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 „Við erum auðvitað ekki ánægð með þetta, langt í frá,“ segir Jón- ína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, en þar kom upp lús í gær hjá nokkrum nemendum. Þá kom einnig upp lús í Langholts- skóla, skólum í Kópavogi og ein- hverjum leikskólum. Flestir grunnskólar hófust síðastliðinn föstudag. „Þetta er óvenjusnemmt í ár og skólinn er varla byrjaður,“ segir Jónína Ólöf sem bætir við að póst- ur hafi verið sendur á alla for- eldra. Hún segir þetta vera orðinn fastan lið á haustin og telur ein- ungis tímaspursmál hvenær lúsin kemur í enn fleiri skóla. Lúsin smitast nær eingöngu við beina snertingu og kemur upp á hverjum vetri í skólum. Oft smit- ast hún með hárburstum og höfuð- fötum. Allir geta fengið lús og er lúsasmit ekki merki um óþrifnað. Foreldrum er gert að kemba börn- in sín vel. aslaug@mbl.is Lúsin er snemma á ferð í ár Morgunblaðið/Rósa Braga Skóli Lús fannst í nemendum í nokkrum skólum á þriðja skóladegi. Mikil tilhlökkun ríkir hjá Tungna- mönnum fyrir 14. september næst- komandi en þá verður réttað í nýjum Tungnaréttum í Biskupstungum. Hvorki á eftir að væsa um fé né fólk í réttunum þegar dregið verður í dilka því dilkarnir eru 25 talsins, hver þeirra tekur um 400 fjár, samtals um tíu þúsund fjár. Félagið Vinir Tungnarétta hafa staðið að uppbyggingu réttanna al- farið í sjálfboðavinnu. Réttirnar eru um 60 ára gamlar og var kominn tími á gagngerar endurbætur. „Þetta hefur gengið afskaplega vel. Allir eiga þakkir skildar sem hafa komið að verkinu sem sjálfboðaliðar eða með beinum fjárframlögum,“ segir Þorsteinn Þórarinsson, bygginga- meistari sem er umsjónarmaður við smíði réttanna. Nýverið var haldið samkomuball til að fjármagna verkið. Vel tókst til og náðist að safna þónokkrum aur fyrir síðustu framkvæmdir. Í fyrra hófst uppbyggingin en þá var al- menningurinn steyptur. Margar hendur komu að byggingunni og unnu óeigingjarnt starf. Óskar Björnsson í Goðatúni sá alfarið um að smíða grindurnar í réttirnar. Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur einnig tekið þátt í að fjármagna rétt- irnar en fjárframlög frá Vinum Tungnarétta vega einnig þungt. Formleg vígsla verður á næsta ári. Nýjar Tungnaréttir Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Smíðað Bragi Þorsteinsson, Rúnar Guðmundsson og Ólafur Jónasson.  Allt unnið í sjálfboðavinnu  Tekur tíu þúsund fjár  Ball haldið til að fjármagna síðustu framkvæmdirnar Benedikt Árna- son hefur verið ráðinn efna- hagsráðgjafi forsætisráð- herra og ráð- herranefnda rík- isstjórnarinnar. Benedikt er 47 gamall hag- fræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráður í hagfræði og MBA frá University of Toronto. Hann hefur m.a. starfað sem hag- fræðingur á Þjóðhagsstofnun, fjár- málastjóri Vita- og hafnamálastofn- unar, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, aðstoðar- framkvæmdastjóri í Norræna fjár- festingarbankanum og forstjóri Askar Capital. Hann hefur verið að- alhagfræðingur Samkeppniseftir- litsins frá 2011. Þá hefur Benedikt sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Endurmenntunarstofnun HÍ. Benedikt er kvæntur Auði Freyju Kjartansdóttur rafmagnsverkfræð- ingi og eiga þau þrjú börn. Benedikt hefur störf í forsætis- ráðuneytinu þann 30. september. Ráðinn efna- hagsráðgjafi Benedikt Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.