Morgunblaðið - 28.08.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.08.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Enginn ágreiningur er umillsku Assad-feðganna sem ríkt hafa sem einvaldar í Sýrlandi. Annað gildir um hver það var sem beitti efnavopnunum og hver muni taka við komi menn Assad frá. Jón Magnússon hrl. skrifar:    Ekki liggur ennfyrir hver beitti efnavopnum í Sýrlandi fyrir nokkrum dögum. Talsmenn innrás- arveldanna í Afgan- istan eru þó sam- mála um að það hafi verið stjórnarher Assads. Fróðlegt verð- ur að fá úr því skorið hvað sé rétt í þeim staðhæfingum. Hafi stjórnar- herinn beitt efnavopnum nú þegar hann er kominn með undirtökin í baráttunni við uppreisnarmenn þá væri það ótrúlega heimskulegt.    Í dag var sagt frá því í grein íDaily Telegraph að Bandar bin Sultan yfirmaður leyniþjónustu Saudi Arabíu hafi átt fund með Putin Rússlandsforseta fyrir þrem- ur vikum og boðið honum upp á samvinnu um að halda uppi olíu- verði en löndin framleiða um 45% af heimsframleiðslunni auk þess að stöðva hryðjuverkastarfsemi Chec- hena ef Rússar hættu að styðja rík- isstjórn Assads Sýrlandsforseta. Putin mun hafa hafnað tilboði Saudi Araba og sagt að Rússar teldu núverandi ríkisstjórn vera bestu talsmenn fólksins í Sýrlandi en ekki mannæturnar í liði upp- reisnarmanna. Bandar mun þá hafa sagt að þá kæmi ekkert annað til greina en hernaðaríhlutun í Sýrlandi.    Skyldi þessi frásögn vera rétt?Sé svo þá er spurningin gerðu Saudi Arabar, Bretum, Banda- ríkjamönnum og Frökkum tilboð um eitthvað til að þeir beittu hern- aðaríhlutun í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi?“ Jón Magnússon Viðsjár í Mið- Austurlöndum STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 9 rigning Akureyri 14 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 12 þoka Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 23 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 17 skýjað London 22 heiðskírt París 22 léttskýjað Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 21 skýjað Vín 18 skýjað Moskva 15 léttskýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 31 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 25 skýjað Montreal 22 alskýjað New York 27 léttskýjað Chicago 31 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:59 20:59 ÍSAFJÖRÐUR 5:56 21:13 SIGLUFJÖRÐUR 5:39 20:56 DJÚPIVOGUR 5:27 20:31 Stjórn sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi hefur samþykkt einróma ályktun vegna flugvallarins í Vatns- mýri, þar sem minnt er á ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sl. vor um að Reykjavíkurflugvöllur gegni óumdeilanlegu lykilhutverki sem miðstöð sjúkra- og innanlands- flugs. Því skuli vellinum tryggð áframhaldandi aðstaða í Vatnsmýr- inni og hefjast skuli hið fyrsta handa við byggingu nýrrar flugstöðvar. Grunnforsenda sé að þar séu reknar tvær flugbrautir til frambúðar. „Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi styður áfram- haldandi staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýrinni. Jafnframt skorar fé- lagið á borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins að fara að samþykktum landsfundar í störfum sínum á veg- um Sjálfstæðisflokksins.“ Fulltrúar fari að samþykktum lands- fundar um flugvöll Dómsmál og gjaldþrot Í frétt um umsóknir hjá umboðs- manni skuldara í Morgunblaðinu í gær kom ranglega fram að endur- vekja þyrfti kröfur á þá sem hefðu ekki verið lýstir gjaldþrota með dómsmáli. Hið rétta er að höfða þarf dómsmál til að endurvekja kröfur á þá sem hafa verið lýstir gjaldþrota. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Mikil óánægja er meðal geislafræð- inga með að ekki sé enn búið að ráða formann Félags geislafræðinga á rönt- gendeild Landspítalans. Þetta kom fram á fjölmennum fundi geislafræð- inga í vikunni. Katrínu Sigurðardóttur, formanni félagsins, hefur verið boðin staða inn- an spítalans en ekki á röntgendeild þar sem hún starfaði áður. „Við viljum að þeir færi rök fyrir þessari ákvörðun sinni. Svarið sem kemur frá þeim er á þá leið að ekki sé nein staða laus á röntgendeild, en fólk- ið sem vinnur þar finnur fyrir því að vöntun er á starfsfólki. Okkur finnst þetta veik rök fyrir því að ráða ekki manneskju með yfir 30 ára reynslu,“ segir Harpa Dís Birgisdóttir, geisla- fræðingur og varaformaður Félags geislafræðinga. Katrínu var sagt upp störfum á röntgendeild í maí sl. þegar hluti starfs hennar var lagður niður. Á svipuðum tíma auglýsti Landspítalinn eftir starfsmanni á röntgendeild og segir Harpa Dís að henni vitandi hafi engar umsóknir borist í þá stöðu. Margir geislafræðingar komu sem kunnugt er nýlega til starfa, eftir að hafa sagt upp. Vilja fá rökstuðning frá LSH  Telja að Landspítalinn hafi brotið gróflega á formanni Félags geislafræðinga Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Geislafræðingar segja að mannekla sé á spítalanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.