Morgunblaðið - 28.08.2013, Síða 13

Morgunblaðið - 28.08.2013, Síða 13
þjóð og Talvik-göngin í Noregi, en á síðastnefnda staðnum er Ístak sam- starfsaðili. Rekstur Pihl & Søn hefur verið erfiður tvö síðustu ár og nam tap fé- lagsins hátt í hálfum milljarði danskra króna á síðasta ári. Erfið erlend verkefni Talið er að grunninn að erfiðleik- unum megi rekja til stórra erlendra verkefna eins og í Panama og á Srí Lanka. Heimskreppan hafði áhrif á verkkaupa um allan heim, fyrirtæk- inu gekk illa að fá greitt og ágrein- ingur var gerður um mörg mál. Fyrirtækið þurfti að afskrifa kröfur og halla fór undan fæti. Fleira kom þó til. Í tilkynningu frá stjórn móðurfélagsins á mánu- dag segir að það sé tilneytt að „taka þá erfiðu ákvörðun að sækjast eftir gjaldþrotaskiptum þar sem félaginu mistókst að finna fjárhagslega nið- urstöðu sem gæti haldið rekstrinum gangandi“. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að fyrr á árinu var ný stjórn skipuð, en mikil útþenslustefna árin á und- an hafði mistekist. Var það m.a. vegna þess að ekki hafði verið gætt að fjárhagsgetu undirverktaka og verkkaupenda. Þá segir að ekki hafi verið nægjanlega vel horft til gæða verkefna og áhættugreiningar þeg- ar farið var í útþensluna. Óperan Meðal verkefna sem Pihl & Søn kom að á síðustu árum var bygging óperuhússins í Kaupmannahöfn. FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Fyrirtækið var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1887 af Lauritz Emil Pihl múrarameistara. Árið 1916 kom Carl sonur hans inn í reksturinn og nafn fyrirtækisins varð E. Pihl & Søn. Árið 1947 keypti Kay Langvad verkfræð- ingur helminginn í fyrirtækinu, en hann hafði m.a. komið að byggingu hitaveitu í Reykjavík. Kay Langvad var kvæntur Selmu Þórðardóttur Guð- johnsen frá Húsavík. Fjölskyldan bjó hér á landi árin 1940-45 og hefur ávallt haft mikið samband við Íslendinga. Sonur þeirra, Søren Langvad, hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1950 og starfaði þar til dauðadags í desember í fyrra, 88 ára að aldri. Árið 1971 tók hann við stöðu aðalframkvæmdastjóra af föður sínum og varð síðan stjórnarformaður, en lét af því embætti í mars í fyrra. Fyrirtækið hefur ávallt haft mikil tengsl við Ísland og á t.d. Ístak að fullu, en Søren var um árabil stjórnarformaður Ístaks. Søren var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, var heiðursfélagi Verkfræðinga- félagsins og heiðursdoktor frá HÍ. Í samtali Einars Fals Ingólfssonar við Søren Langvad í Morgunblaðinu í febrúar 2005 kemur fram að Sören kom að öllum stórum virkjunar- framkvæmdum á Íslandi í rúmlega hálfa öld, á vegum fjölskyldufyrirtæk- isins Pihl & Søn og Ístaks. Kjartan Langvad, sonur Sørens, á nú sæti í stjórn Ístaks. Fjölskyldan hefur alla tíð haft mikil og sterk tengsl við Ísland KOM AÐ VIRKJUNARFRAMKVÆMDUM Í YFIR HÁLFA ÖLD Á góðri stundu Páll Sigurjónsson, (t.h.), fyrrverandi forstjóri Ístaks, og Søren Langvad, sem í fjölda ára var í forystu fyrir Pihl & Søn í Danmörku og einnig stjórnarformaður Ístaks. Að baki þeim má sjá Loft Árnason, núverandi stjórnar- formann Ístaks. Myndin var tekin 2003 er nýtt húsnæði Ístaks var tekið í notkun. Morgunblaðið/Arnaldur Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 citroen.is CITROËN C3 FRÁ 2.330.000 KR. Einstaklega sparneytinn, lipur og þægilegur. Notar einungis frá 3,4 l/100 km í blönduðum akstri. Há sætisstaða, gnótt rýmis og ríkulegur staðalbúnaður veita þér hámarks notagildi og frelsi. Auk þess fær hann frítt í stæði í Reykjavík. C3MEÐ FRUMLEIKA KEMUR FRELSI Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu Fáanlegur sjálfskiptur með dísilvél

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.