Morgunblaðið - 28.08.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Gísli Már
Gíslason,
prófessor við
líf- og um-
hverfisvís-
indadeild Há-
skóla Íslands,
ætlar að leiða
sveppa-
áhugamenn
og matgæðinga um Heiðmörkina
næstkomandi laugardag í leit að
sveppum skv. upplýsingum Ferða-
félags Íslands. Gísli mun fræða
þátttakendur um það hvaða sveppi
má borða, hverjir eru eitraðir og
hvernig má greina muninn, hvernig
á að tína sveppina, verka þá og
elda.
Leita að sveppum
Fjórðungssamband Vestfirðinga
hefur í samráði við oddvita Árnes-
hrepps ákveðið að fresta boðuðu
Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem
halda átti í Trékyllisvík í Árnes-
hreppi 30. og 31. ágúst nk. til 27. og
28. sept. Í fréttatilkynningu segir
að þinginu sé frestað vegna vænt-
anlegs norðan illviðris á föstudag
og fram á laugardag.
Fresta þingi vegna
spár um illviðri
Íþróttasjóður
Umsóknarfrestur til 1. október
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði
sem starfar samkvæmt lögum nr. 64/1998 og reglugerð nr. 803/2008.
Veita má framlög til eftirfarandi verkefna:
l Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að
því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
l Útbreiðslu- og fræðsluverkefna
l Íþróttarannsókna
l Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga
Rannís hefur umsjón og eftirlit með Íþróttasjóði.
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is
Umsóknum skal skila á rafrænu formi.
Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson,
andres.petursson@rannis.is, sími 515-5833.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
Dunhaga 5, 107 Reykjavík,
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins, menntunar og þróunar mannauðs
auk menningar og skapandi greina. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins í gegnum rekstur
samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að
greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag. Hlutverk Rannís er að veita faglega
aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs.
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Forsvarsmenn Mýflugs hafa skrifað
undir kaupsamning á nýrri flugvél í
stað TF-MYX sem fórst við Akur-
eyri á frídegi verslunarmanna.
Nýja flugvélin er af gerðinni King
Air B200 og var framleidd árið 1999.
Sigurður Bjarni Jónsson,
stjórnarformaður Mýflugs, segir vél-
ina munu getað sinnt sjúkraflugi á
Íslandi um langa framtíð.
Mun betur tækjum búin
„Það er enn ekki alveg ljóst hve-
nær vélin kemst í gagnið, skráning-
arferlinu lýkur ekki fyrr en yfirvöld
gefa grænt ljós,“ sagði Sigurður
Bjarni. „Það verður vonandi gert
eins hratt og hægt er. En við eigum
auðvitað eftir að ganga frá fjármögn-
un.“ Flugvélin var keypt í Flórída-
ríki í Bandaríkjunum, er sömu gerð-
ar og TF-MYX, en töluvert nýrri.
Lykilmuninn á þessari nýju vél og
þeirri eldri segir Sigurður Bjarni
helst þann að þessi vél sé mun betur
tækjum búin, auk þess sem hún sé
mun yngri. „Þetta er í rauninni eins
vél, en þar sem hún er svona ný þá er
hér komin flugvél sem getur þjónað
sjúkrafluginu um langa framtíð.
Þessi flugvél verður ennþá fín eftir
10 ár,“ sagði Sigurður Bjarni. Hann
benti jafnframt á að flugvélar eru
þess eðlis að hlutar þeirra séu í
reglulegri endurnýjun meðan á líf-
tíma þeirra stendur. „Þessi flugvél
er samt nýleg miðað við það sem
gengur og gerist í þessum bransa og
mjög vel búin.“
Fjármögnun ófrágengin
Sigurður Bjarni ítrekar þó þann
fyrirvara að enn sé ekki búið að
ganga frá fjármögnun vélarinnar.
„Við erum hins vegar búnir að skrifa
undir kaupsamning á vél sem við er-
um mjög ánægðir með.“
Starf Mýflugs hefur markast að
mörgu leyti af því hræðilega flug-
slysi sem varð á frídegi verslunar-
manna, þar sem einn flugmanna fé-
lagsins og sjúkraflutningamaður
létu lífið. „Það var samt engan bilbug
á mönnum að finna og allir ákveðnir í
að halda áfram með það verkefni
sem sjúkraflugið er.“ Sigurður
Bjarni sagði frumskýrslu að vænta
frá Rannsóknarnefnd samgöngu-
slysa, en ekki er vitað hvenær rann-
sókn málsins lýkur.
Mýflug undirritar kaupsamning
Búið að undirrita samning um kaup á nýrri flugvél í stað TF-MYX Fjármögnun vélarinnar enn ófrá-
gengin Nýja flugvélin mun geta sinnt sjúkraflugi um langan tíma Ekki ljóst hvenær hún kemur
Sjúkraflug Flugvélin sem Mýflug hefur undirritað kaupsamning um er af
sömu gerð og TF-MYX. Hún mun sinna sjúkraflugi, líkt og forveri hennar.
Mýflug
» Ekki er enn ljóst hvenær ný
flugvél Mýflugs verður tekin til
notkunar við sjúkraflug.
» Enn á eftir að ganga frá fjár-
mögnun vélarinnar.
» Flugvélin mun geta sinnt
sjúkraflugi um langa framtíð.
» Flugvélin er af sömu gerð og
sú sem fórst á frídegi versl-
unarmanna, en er talsvert
yngri og betur tækjum búin.
Átaki til að draga úr notkun plast-
poka var ýtt úr vör í gær en með
því eru Íslendingar hvattir til að
hætta að kaupa plastpoka á laug-
ardögum. Forsvarsmenn átaksins
segja Íslendinga nota árlega um 50
milljónir burðarpoka úr plasti sem
ekki brotnar niður í náttúrunni.
Stór hópur fólks stendur að baki
átakinu sem var kynnt frétta-
mannafundi í gær en þ.á m. er Dor-
rit Moussaieff, forsetafrú.
Við kynningu átaksins var bent á
að pokarnir væru keyptir fyrir
verðmætan gjaldeyri og þó að hluti
söluvirðis endaði í Pokasjóði til
styrktar góðgerðamálum væri það
aðeins lítill hluti.
Miklu hagkvæmara væri að
kaupa sérstaka plastpoka til að
nota fyrir rusl.
„Ríki á borð við Bangladess og
Rúanda hafa þegar bannað notkun
á plastpokum vegna þess skaða
sem þeir valda. Íslendingar sem
byggja afkomu sína á sjálfbærri
nýtingu á hreinni náttúru og orku
gætu orðið fyrstir Norðurlanda-
þjóða til að draga verulega úr notk-
un plastpoka,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Opnuð hefur verið vefsíða plast-
pokalaus.com þar sem birt er opið
bréf til Íslendinga sem hvattir eru
til að draga úr plastpokanotkun.
Átak gegn plastpokanotkun
Morgunblaðið/Eggert
Kynning Átakið gegn plastpokanotkun var kynnt á fréttamannafundi í gær.
Hópur fólks tekur höndum saman og skorar á Íslendinga að taka upp plastpoka-
lausa laugardaga 3,2 milljarðar af gjaldeyri í kaup á plastpakkningum á ári
Plastpokanotkun
» Talsmenn átaksins segja
800 þúsund lítra af olíu þurfa
til að framleiða þá plastpoka
sem Íslendingar nota árlega.
» Hver plastpoki sé aðeins
notaður í 20 mínútur að með-
altali, en brotni ekki niður í
náttúrunni nema á hundruðum
eða þúsundum ára.
» Í fyrra hafi Íslendingar eytt
3,2 milljörðum kr. af erlendum
gjaldeyri í plastpakkningar.
Klemenz Sæ-
mundsson
hyggst hjóla
hringinn í
kringum Ísland
á níu dögum,
hlaupa hálf-
maraþon og
fagna svo fimm-
tugsafmæli að
því loknu. Til-
gangurinn er
að safna áheitum til styrktar blóð-
lækningadeild Landspítalans.
Hann lagði af stað frá Sund-
miðstöð Keflavíkur á níunda tím-
anum í gærmorgun og var stefnan
tekin á Vík í Mýrdal.
Markmiðið er að loka hringnum
4. september en þá verður Klemenz
fimmtugur. Sama dag ætlar hann
að hlaupa 23,5 km, svokallaðan
„Klemma“. Hlaupaleiðin er Reykja-
nesbær-Sandgerði-Garður-
Reykjanesbær.
Skipuleggjendur benda á að
Klemmahlaupið sé öllum opið og
hvetja þeir sem flesta að taka þátt
og styrkja málefnið.
Hjólar hringinn og
hleypur „Klemma“
Klemenz
Sæmundsson
STUTT
Skátarnir hafa opnað nýjan kynn-
ingarvef til að bæta þjónustu sína
og kynna starf sitt þeim sem vilja
byrja í skátunum. Þeir sem vilja
taka þátt í skátastarfi fá nú góðar
og gagnlegar upplýsingar um starf-
ið, segir í fréttatilkynningu.
„Við erum mjög ánægð með
þennan áfanga og mikil gleði hjá
okkur með nýja vefinn,“ segir Her-
mann Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri skátamiðstöðvar. Undanfarin
ár hafa skátarnir endurnýjað
starfsgrunn sinn og var orðið tíma-
bært að uppfæra vefinn til sam-
ræmis við hann.
Endurnýjun kynningarvefsins er
hluti af stærra verkefni skátanna
því þeir ætla að taka í gegn öll sín
kynningarmál og miðlun.
Kynningarvefur Starfsmenn skátamið-
stöðvarinnar ásamt hönnuði nýja vefsins.
Skátarnir fagna nýj-
um kynningarvef