Morgunblaðið - 28.08.2013, Page 23

Morgunblaðið - 28.08.2013, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 100% made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar Gríðarmiklir kjarreldar í Kali- forníuríki í Bandaríkjunum hafa nú farið yfir um 650 ferkílómetra svæði og ógna Yosemite-þjóðgarð- inum og vatnsuppsprettum og orkugjöfum San Francisco-borgar. Um 3.600 slökkviliðsmenn berj- ast við eldinn og hafa að ein- hverju leyti náð að hefta út- breiðslu hans en hann stefnir í austurátt og mun líklega enn aukast vegna þurrka og hita. Eld- arnir hafa teygt sig í áttina að Hetchy-vatnsbólinu, sem er einn aðalvatnsforði San Francisco- borgar, og slökkt hefur verið á vatnsorkurafölum í nágrenninu í varúðarskyni. Allt að 20 þyrlur og flugvélar hafa verið notaðar við slökkvi- starfið en ein megináhersla að- gerðanna hefur verið að hefta úbreiðslu eldsins innan Yosemite- þjóðgarðsins. Eldarnir hafa enn ekki haft bein áhrif í Yosemite- dal, sem er helsti áfangastaður ferðamanna innan garðsins, en nærri fjórar milljónir ferðalanga heimsóttu þjóðgarðinn í fyrra. Kjarreldarnir eru þeir þrett- ándu stærstu í sögu ríkisins og hafa nokkrir bæir verið rýmdir. Um 4.500 byggingar, mest sumar- hús, eru talin í hættu en áætlað er að eldarnir hafi þegar valdið tjóni að andvirði 20 milljóna Banda- ríkjadollara, jafnvirði 2,4 millj- arða króna. AFP Það brennur Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en hann braust út 17. ágúst og hefur gleypt í sig 11 heimili, 12 útihús og tjaldsvæði í þjóðgarðinum. Þjóðgarðurinn og vatnsból í hættu  3.600 berjast við elda í Kaliforníu Sviss. CNN. | Í viðleitni til að draga úr vændi á götum borgarinnar og auka öryggi vændiskvenna hafa borgaryfirvöld í Zürich í Sviss opn- að bílavændishús. Húsið er bílskýli sem rúmar níu bíla en við aðrein að skýlinu geta konurnar sýnt „varn- ing“ sinn og rætt við kúnnann um verð og þjónustu. Áætlað er að á milli 30 og 40 konur komi til með að nýta sér skýlið á hverri nóttu en leigan er 5 svissneskir frankar. Michael Herzig, starfsmaður fé- lagsmálayfirvalda í Zürich, segir vændi hafa aukist í borginni og fara fram á götum úti, þar sem menn hendi notuðum smokkum eftir að hafa lokið sér af. „Verkefnið er afar umdeilt. Vændi snýst um siðferði og trú. En við ýtum þessum þáttum til hliðar og horfum á þetta sem við- skipti. Mannúðarþátturinn er okkur mikilvægari,“ segir Herzig, sem fer fyrir verkefninu. Skýlin eru opin frá klukkan 19 á kvöldin þar til klukkan 5 á morgn- ana en þegar búið er að semja um þjónustuna keyrir kúnninn inn í skýlið, þar sem þjónustan er veitt. Öryggisverðir gæta kvennanna og neyðarhnappur er í hverju plássi en í skýlinu eru einnig salerni, sturtur, þvottavélar og eldhús sem konurnar hafa aðganga að. Þá heimsækir kvensjúkdómalæknir skýlið einu sinni í viku og býður upp á lækn- isskoðun. Konunum standa einnig til boða námskeið í þýsku og sjálfsvörn en Herzig segir allt þetta munu bæta lífsskilyrði og vinnuaðstæður þeirra. Vændi er löglegt í Sviss, flokkast sem sjálfstæð atvinnustarfsemi og er skattlagt af ríkinu. „Við erum að reyna að efla sjálf- stæði og sjálfsákvörðunarrétt kyn- lífsstarfsmanna,“ segir Herzig. „Þetta er ekki einstök hugmynd. Við fórum til Utrecht í Hollandi og Cologne og Essen í Þýskalandi, þar sem svipuð verkefni eru rekin, til að tala við skipuleggjendurna. Í Ut- recht hefur það verið rekið með góðum árangri síðan 1986,“ segir hann. Borgaryfirvöld í Zürich opna bílavændishús  Ætlað að auka öryggi og draga úr vændi á götunni AFP Vændi Skýlin eru lokuð á daginn en upplýst þegar opið er yfir nóttina. Vændisskýli » Vændi er löglegt í Sviss og vændiskaup sömuleiðis. » Kynlífsstarfsmenn greiða skatt af starfsemi sinni. » Verkefnið er umdeilt en var samþykkt með 52% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars í fyrra. » Skýlin eru opin frá klukkan 19 til klukkan 5 á morgnana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.