Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 26

Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Sennilega hefði ég átt að hlusta betur á vin minn þegar hann réð mér frá því að fara að skrifast á við Aðalstein Baldursson því að það væri rétt eins og að míga upp í vindinn í 12 vind- stigum eða 30 m.s. Hvað sem því líður tel ég ekki annað fært en að bregðast við þeirri ritsmíð sem birtist í Morgunblaðinu hinn 22. ágúst. Það fyrsta sem ég vil benda á er að í títtnefndri yfirlýsingu VM og FFSÍ lýsa samtökin undrun sinni á nýgerðum kjarasamningi hvala- skoðunarfyritækja. Formanninum tekst með óskilgreindum hætti að lesa á milli línanna í yfirlýsingu VM og FFSÍ þar sem undrun og andúð virðast t.d. hafa sömu merkingu í hans huga. Auk þess fullyrðir hann að samtökin geri lít- ið úr vægi hvalaskoðunarfyr- irtækja. Í yfirlýsingunni er þess- um fyrirtækjum þvert á móti lýst sem uppgangsfyrirtækjum, reynd- ar um leið og undirritaðir furða sig á þeim launakjörum sem boðið er upp á. Í föstudagsblaði Morg- unblaðsins má sjá fróðlega grein um hvalaskoðun þar sem fram kemur að 174 þúsund manns hafi farið í hvalaskoðunarferð árið 2012. Trúlega hefur farþegum ekki fækkað í ár og sé tekið mið af uppgefnu farmiðaverði hjá Norðursiglingu, níu þúsund krón- um, eru heildartekjur grein- arinnar u.þ.b. 1,5 miljarðar. Fróð- legt væri að sjá hvert hlutfall launa og opinberra gjalda er af heildartekjum greinarinnar. Um lausa samninga Aðalsteinn lýsir því næst þeirri skoðun sinni að með yfirlýsingunni hafi samtökunum mistekist að ná hliðstæðu samkomulagi fyrir sína félagsmenn. Því er til að svara að FFSÍ hefur lagt lið félagsmönnum sem gert hafa einstaklingsbundna samninga sem eru á öðrum og betri nótum en þeir sem formað- urinn hreykir sér af. Aðalsteinn furðar sig ennfremur á að ekkert hafi geng- ið við að endurnýja kjarasamning vegna félagsmanna á fiski- skipum sem hefur ver- ið laus frá árinu 2011. Hvað viðvíkur fiski- skipum virðist Að- alsteinn ekki hafa grænan grun um hvað kröfugerð LÍÚ á hendur fiskimönnum felur í sér. Honum til upplýsingar þá ganga kröfur LÍÚ út á að samið verði við stéttarfélögin um að auknar álögur frá stjórnvöld- um, s.s. vegna veiðigjalds, trygg- ingagjalds, raforkugjalds og kol- efnisgjalds, verði dregnar frá afla- verðmæti áður en komið er að hlutaskiptum. Þetta er m.ö.o. krafa um að skerða laun fiski- manna á ársgrundvelli um að lág- marki þrjátíu miljarða frá því sem þau eru í dag. Að framansögðu þarf enginn að vera hissa þótt hvorki Sjómannasambandið, vél- stjórar né skipstjórnarmenn hafi léð máls á endurnýjun kjarasamn- ings. Jafnvel Aðalsteinn hlýtur að átta sig á að hag sjómanna er bet- ur borgið með þeim samningi sem enn er unnið eftir, þótt útrunninn sé. Framsýn með fullt umboð? Þegar lesin er kynning á félag- inu má lesa eftirfarandi: „Verka- lýðsfélagið Framsýn var stofnað hinn 1. maí 2008. Samkvæmt heimasíðunni nær félagið frá Vaðlaheiði í vestri, allt austur fyr- ir Raufarhöfn.“ Séu hins vegar lög félagsins lesin má sjá þar eftirfar- andi setningu: „Starfssvæði þess þegar í hlut eiga skipstjórn- armenn á fiskiskipum er landið allt.“ Semsagt eina starfsstéttin sem Framsýn ætlar sér að sinna á landsvísu. Framsýn er aðili að Starfsgreinasambandinu, SGS, sem er samband þeirra stétt- arfélaga sem skipuð eru verkafólki (almennu og sérhæfðu) í ýmsum starfsgreinum. Auk þess er félagið aðili að Sjómannasambandi Ís- lands og ASÍ. Hafandi starfað sem verkamaður og háseti ber ég svo sannarlega fulla virðingu fyrir þessum stéttum en bendi á að skipstjórnarmenn verða ekki skil- greindir sem verkamenn, hvorki almennir né sérhæfðir. Framsýn hefur til þessa gefið samnings- umboð sitt til Sjómannasambands Íslands þegar samið hefur verið fyrir fiskimenn. Fyrir skömmu skrifuðu SSÍ, FFSÍ og VM undir kjarasamning vegna sjómanna á smábátum. Sjómannasamband Ís- lands hafði veg og vanda af gerð kjarasamningsins, en í því tilviki hélt Aðalsteinn samningsumboði sínu heima í héraði og gerði þann samning að sínu verki með því einu að nota copy/paste-skipunina á tölvunni sinni og skreytti sig þar með með stolnum fjöðrum, fengn- um með ærinni vinnu annarra. Sama er upp á teningnum hjá verkalýðsleiðtoganum í samn- ingnum við húsvísk hvalaskoð- unarfyrirtæki. Ekkert í hans skrifum rennir stoðum undir að hann sé með óskorað umboð til að semja fyrir skipstjóra og stýri- menn, enda engin dæmi þess að stéttarfélög undirmanna semji fyr- ir skipstjórnarmenn. Um meinta kærleika og einkabréf Í bréfi því sem SA og LÍÚ lýstu yfir að þau myndu ekki semja við Framsýn um kaup og kjör skip- stjórnarmanna stendur neðst á blaðinu: Afrit sent FFSÍ og SSÍ. Væntanlega vegna þess að SA og LÍÚ töldu réttilega að málið varð- aði þá sem samið hafa f.h. sjó- manna í áratugi. Svo virðist sem þekking formannsins á „kærleiks- sambandi“ okkar og LÍÚ sé á sama stigi og þekking hans á stöðu kjaramála fiskimanna. Migið upp í vindinn Eftir Árna Bjarnason Árni Bjarnason » Jafnvel Aðalsteinn hlýtur að átta sig á að hag sjómanna er bet- ur borgið með þeim samningi sem enn er unnið eftir, þótt útrunn- inn sé. Höfundur er forseti FFSÍ. Það vita allir að af- koma fólksins er al- mennt alls ekki góð og nú er það að ske, að hver stéttin á fætur annarri er að koma með óskir um launa- hækkanir. Samkvæmt fréttum þá hafa vinnu- laun æðstu stjórnenda ríkisins hækkað veru- lega umfram verðbólgu og nú hefur kjararáð ákveðið stórhækkun launa ýmissa forstöðu- manna ríkisstofnana. Hvort heldur sem er að þetta séu réttmætar hækkanir eða ekki, þá virka þær sem olía á eldinn eins og dæmið um launahækkun for- stjóra Landspítalans sýndi og mun væntan- lega valda miklum þrýstingi á almennar kauphækkanir. Vandinn er að ef einn fær, þá vill hinn líka. Ef hjúkr- unarfræðingurinn fær, þá vill kenn- arinn líka. Þetta er gömul saga og ný á Íslandi og hefur yfirleitt alltaf end- að í spíral með hækkun á verðlagi og aukinni verðbólgu og svo hækkun á vísitölutengdum lánum heimilanna í kjölfarið, en kaupmátturinn lítið breyst. Óþolinmæðin er mikil Fólk er með miklar væntingar til nýrrar ríkisstjórnar og er óþolin- mótt eftir betri tíð, sem von er. Ég mundi sjálfur þiggja betri kjör fyrir mig og mína, en bráðlætið er óraun- hæft eins og sakir standa. Víða eru menn að æsast og skammast og ásaka stjórnina um aðgerðaleysi og heimta jafnvel að hún segi strax af sér þótt hún sé aðeins nýtekin við. Vandamál flokkanna, sem að henni standa, er að þótt þeir væru með stefnu sína fyrir kosningarnar, þá voru þeir ekki tilbúnir með úthugs- aðar lausnir byggðar á stefnunni, hvað þá aðgerðaáætlanir, þegar þeir tóku við. Því er það að þeir þurfa svigrúm til þess að átta sig og koma sér saman um aðgerðir, þ.m.t. að berja saman ný fjárlög í núverandi ógnarástandi ríkisfjármálanna. Ekkert svigrúm hjá hinu opinbera Ríkið er nú um helmingur hag- kerfisins og tæplega 4/5 ríkisút- gjaldanna eru vinnulaun, þannig að það er auðvitað ekkert svigrúm til launahækkana og þetta sýnir jafn- framt glöggt hve það er stórt og mikilvægt mál það er að sparnaður verði á óarðbærum sviðum ríkis- rekstrarins. Hækkun skattleysis- marka mundi auðvitað koma öllum og þá þeim lægst launuðu vel og von- andi verður hægt að koma henni á í nýjum fjárlögum þótt það muni væntanlega kosta sitt og yrði tafar- laust vinsælt. En almenningur verð- ur að átta sig á því, að það að krefj- ast afsagnar nýkjörinnar ríkis- stjórnar er auðvitað út í hött eða vill fólk fara strax aftur í faðmlag þeirra, sem skildu eftir sig versta ástand í nútímasögu landsins, en samkvæmt upplýsingum mínum fóru þau með ríkisskuldirnar úr 200 milljörðum króna eftir sjálft stór- hrunið upp í um 1.560 milljarða á fjórum árum og með um 390 milljarða króna vöntun vegna lífeyr- isskuldbindinga til op- inberra starfsmanna að auki? Verðmætasköpun og sparnaður Það hlýtur að vera flestum ljóst, að kröfur og heimtingar duga skammt því að það verða einfaldlega ekki meiri tekjur til að ráð- stafa nema með því að þær verði skapaðar, að það verði engin kaup- máttaraukning nema að það sé til inneign fyrir henni. Þau hin sömu verða líka að gera sér grein fyrir því, að það tekur tíma að auka verðmætasköpun- ina og fyrir nýjar fjár- festingar, sem vonandi verða, að skila sér í auknum hagvexti. Einnig aftur það að koma á stórum sparnaði, sem ætlunin er að ná í gegn um nýstofnaða hagræðing- arnefnd, sem ég er mjög hrifinn af. Hvað er þá hægt að gera til þess að bæta hag fólksins sem fyrst? Lausnirnar Það, sem slá mundi á óþreyjuna og hjálpa þjóðinni afar mikið og verður hvort eð er að ráðast í, er að afnema strax vísitölubindingu hús- næðis- og námslána og leiðrétta þau með fljótvirkri aðferð magnbund- innar íhlutunar, sem ég hef áður skrifað um og útskýrt. Einnig það að lögleiða hér nýja íslenska mynt með fasttengingu við Bandaríkjadal og koma með því á gengisstöðugleika o.fl og svo lækkun á verðbólgu og vöxtum í kjölfarið. Það er einnig lyk- illinn og eina sanna og færa leiðin til þess að takast á við vogunarsjóðina og aflandskrónueigendur og komast með því með skjótum hætti yfir stórfé, sem næg not eru af fyrir Ís- lendinga. Það má ekkert hik vera í þessum efnum, en það mætti segja mér að það væri meira að segja nóg að gefa út yfirlýsingu um að þetta stæði til á næstu mánuðum til þess að róa hlutina. Þarfnast tíma og skilnings Ríkisstjórnin veit örugglega hvað til friðar hennar heyrir og er væntanlega að vinna að því á bak við tjöldin að skipuleggja verkin. Á meðan verður að sporna við víxl- hækkunum launa og verðbólgu og sé ég í augnablikinu ekki annað en að ríkisstjórnin verði að setja á bráða- birgðalög, sem afturkalli nefndar kauphækkanir, en annað eins hefur nú gerst. Að spírallinn og víxlhækk- anir launa og verðbólgu fái að fara af stað er miklu verri kostur og því mætti einnig hreinlega banna um hríð allar kauphækkanir á vegum opinberra aðila og forða með því nýj- um hrunadansi og enn verra ástandi, en væntanlega mundi almenni vinnumarkaðurinn taka þeirri for- sögn. Það er gjarnan erfitt að bíða jólanna, en ég yrði ekki hissa á því að hátíðarstemning mundi ríkja fyrr en varir. Þá legg ég til að kvótakerf- ið verði aflagt og frjálst veiðidaga- kerfi verði tekið upp. Eru víxlhækkanir launa og verðbólgu á leiðinni? Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson » Það þarf að spara og að skapa meiri verðmæti og tekjur til þess að það verði kaupmáttar- aukning. Höfundur er fyrrverandi forstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.