Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 31

Morgunblaðið - 28.08.2013, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Svanbjörn frændi, eða Lúlli frændi eins og við kölluðum hann, var stór hluti af lífi okkar systra. Hann bjó fyrstu æviárin í Ásgarði í Glerárþorpi en á stríðsárunum byggðu afi og amma hús í Brekkugötunni. Þar ólst hann upp með mömmu okk- ar sem var fjórum árum eldri og eina systkini hans sem lifði. Mamma rifjaði oft upp skemmtilegar sögur af bróður sínum, meðal annars þegar hann, stráklingurinn, laumaðist upp í rafveitubílinn sem afi hafði lagt fyrir utan húsið í Brekku- götunni og ók hring í kringum íþróttavöllinn. Mörgum brá þeg- ar þeir sáu bílinn, því varla sást í bílstjórann. Síðar átti eftir að togna úr Lúlla og bílaáhuginn fylgdi honum alla ævi. Lúlli lærði rafvirkjun eins og afi og síðan rafmagnstæknifræði í Svíþjóð. Þar kynntist hann Margaretu sinni sem fluttist með honum til Íslands árið 1963 og varð hluti af fjölskyldunni. Þau bjuggu í Brekkugötunni fyrstu hjúskaparárin, ásamt afa og ömmu, foreldrum okkar og okkur systrum og þar tóku Birna og Geir fyrstu sporin. Við vorum sem ein fjölskylda í Brekkugötunni og fjölskyldu- böndin voru sterk. Samgangur milli fjölskyldn- anna var áfram mjög mikill eftir að Lúlli og Margareta fluttu í eigið húsnæði í Kotárgerði. Við vorum saman á stórhátíðum og jólin eru okkur sérstaklega minnisstæð. Í minningunni var borðhaldinu á aðfangadagskvöld alltaf frestað vegna þess að Lúlli og afi voru kallaðir til vinnu þeg- ar álagið á rafkerfið var sem mest. Jólasveinn kom alltaf með gjafirnar til okkar krakkanna en Lúlli missti merkilega oft af þeirri heimsókn. Hann var hins vegar með þegar við sungum og dönsuðum í kringum jólatréð á jóladag. Við fórum allar í ferðalög með Lúlla og fjölskyldu, bæði hver í sínu lagi og með foreldrum okk- ar. Sérstaklega eftirminnilegar eru ferðin í Munaðarnes 1972 þegar Guðrún var pínulítil og svo Öskjuferð nokkrum árum síðar. Einnig á Sigrún mjög góð- ar minningar frá því að hitta Lúlla og Margaretu á æsku- heimili hennar í Gautaborg og ferðast með þeim til Noregs og svo heim með Norrænu. Lúlli var einn af stofnendum Flugsafnsins á Akureyri og var heiðraður fyrir mikil og góð störf í þágu safnsins í apríl síð- astliðnum. Hann var mikill áhugamaður um flug og lét draum sinn rætast þegar hann var fimmtugur. Þá lærði hann að fljúga, keypti sér hlut í flugvél og naut sín í háloftunum þar til hann lenti í flugslysi fyrir nokkrum árum. Þá héldu æðri máttarvöld verndarhendi yfir honum. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá Lúlla frænda en hann tókst á við erfiðleikana með bjartsýni og þrautseigju að leið- arljósi. Það kom vel í ljós í upp- hafi árs þegar hann keypti sér, eins og hann var vanur, árskort í líkamsrækt þótt hann hefði verið við dauðans dyr fáum vikum áð- ur. Við höfum alltaf verið stoltar Svanbjörn Sigurðsson ✝ Svanbjörn Sig-urðsson, kall- aður Lúlli, fæddist í Ásgarði í Glerár- þorpi 1. janúar 1937. Hann lést á heimili sínu 18. ágúst 2013. Útför Svan- björns fór fram frá Akureyrarkirkju 27. ágúst 2013. af frænda okkar og litið upp til hans. Hann hefur alltaf verið til staðar í lífi okkar og átt þar sérstakan sess. Við erum þakklátar fyr- ir allar góðu sam- verustundirnar sem við höfum átt með Lúlla frænda og fjölskyldu hans. Góðar og fallegar minningar munu lifa með okkur. Sigrún, Helga og Kristín Aðalgeirsdætur. Svanbirni kynntist ég eftir að hann boðaði nokkra flugsögu- áhugamenn á fund til sín á Raf- veituskrifstofuna við Þórsstíg í hádeginu einn janúardag árið 1999, til þess að ræða hugmynd- ir að stofnun Flugsafns á Ak- ureyri. Ekki vantaði hugmyndir eða flugvélar til að sýna, og flug- skýli hafði Svanbjörn í sigtinu sem væri falt fyrir sanngjarnt verð. Þó að fjármögnunin væri stærsti þröskuldurinn til að þetta yrði að veruleika, fannst honum það bara eitt af verkefn- unum og var ekkert að láta það stoppa sig. Safnið opnaði síðan 24. júní 2000 með sýningu og fyrsta flugdeginum. Næstu árin veitti Svanbjörn safninu for- stöðu auk þess að vera stjórn- arformaður allt til ársins 2009. Á þessum árum vann hann það stórvirki að breyta Flugsafninu frá því að vera sýning í að verða fullgilt safn að skilgreiningu Þjóðminjaráðs. Árið 2005 var nafni safnsins breytt í Flugsafn Íslands og hófst á sama tíma undirbúningur að byggingu nú- verandi stórbygginga safnsins á Akureyrarflugvelli. Mikið mæddi á honum á þeim tíma er byggingin var að rísa og við fjár- mögnun hennar. Óhætt er að segja að ég velti því oft fyrir mér hvort hann væri að segja satt, svo ótrúlega vel gekk hon- um að fjármagna verkefnið og að halda því gangandi. Árið 2007 var síðan opnað safnið í nýju byggingunni. Að öðrum ólöstuð- um átti Svanbjörn þar stærstan hlut að máli. Samstarf okkar var mikið all- an þennan tíma og okkur gekk vel að vinna saman, við vorum ósammála um algjör smáatriði en sammála um allt sem skipti máli. Núna 6. apríl síðastliðinn heiðraði Flugsafnið Svanbjörn fyrir ómetanlegt framlag hans til safnsins. Mín bjartasta minn- ing frá þeim degi var að sjá hvað hann var ánægður og glaður þrátt fyrir að sjá mætti á honum að drægi að leikslokum. Svanbjörn átti líka andlega hlið sem ég kynntist lítillega, hún var honum dýrmæt og var ekkert verið að fleipra með hana. Takk fyrir samfylgdina, kæri vinur. Margrete, börnum og fjöl- skyldum þeirra færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og þökk fyrir allt. Hörður Geirsson. Svanbirni Sigurðssyni kynnt- ist ég fyrst þegar hann starfaði hjá Rafveitu Akureyrar sem raf- magnstæknifræðingur. Leiðir okkar áttu síðan eftir að liggja víða saman, einkum eftir að hann tók við starfi rafveitustjóra á Akureyri og ég starfi rafveitu- stjóra á Akranesi. Svanbjörn var tæknilega mjög fær og ráðagóður. Þess vegna var gott að leita til hans með ýmis viðfangsefni og tækni- leg álitamál. Samvinna okkar á vegum Sambands íslenskra raf- veitna og síðar Samorku var einnig mikil og eins í Félagi raf- veitustjóra sveitarfélaga. Síðast lágu leiðir okkar saman í Orkusenatinu. Það er lítið félag fyrrverandi stjórnenda og sér- fræðinga sem sinntu veitustörf- um og höfðu tengsl í gegnum Samorku eða önnur samtök veitufyrirtækja. Svanbjörn var einn af stofnendum þess félags og í stjórn þess frá byrjun, lengst af sem gjaldkeri og lagði sitt af mörkum eins og víðar þar sem hann kom að málum, enda áhugasamur um félagsmál. Alltaf var gaman að hitta Svanbjörn, rifja upp gamla tíma og heyra sögur úr fluginu, en hann var mikill áhugamaður um flug. Hann var einn af aðal- hvatamönnum að stofnun Flug- safns Íslands á Akureyri og fyrsti stjórnarformaður þess. Sumarið 2009 lögðum við í Orkusenatinu leið okkar til Ak- ureyrar og nutum góðrar leið- sagnar Svanbjarnar. Sérstak- lega er mér minnisstæð heimsóknin í Flugsafnið, þar sem Svanbjörn fræddi okkur um safngripina af alúð og mikilli þekkingu. Við félagarnir í Orkusenatinu minnumst Svanbjarnar með virðingu og þökk og sendum Reine og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Magnús Oddsson. Frumkvöðull er fallinn frá. Svanbjörn Sigurðsson, aðal- hvatamaður að stofnun Flug- safns Íslands, fyrsti stjórnarfor- maður þess og framkvæmdastjóri, er látinn eft- ir erfið veikindi. Um ættir og uppruna Svanbjörns verða aðrir að skrifa því til þess skortir und- irritaða þekkingu. Okkar góðu kynni voru á sviði flugsins. Svanbjörn, Lúlli eins og hann var kallaður meðal vina, kynnt- ist sviffluginu á Melgerðismelum ungur að árum og var mikill áhugamaður um flug alla tíð. Hann tók svifflugpróf árið 1986 og vélflugpróf ári síðar. Eins og áður sagði var Svan- björn lykilmaður í stofnun Flug- safnsins á Akureyri árið 1999. Óhætt er að taka undir það sem fram kom á samkomu honum til heiðurs, í safninu síðastliðið vor, að safnið hefði ekki orðið til án hans. Þar var Lúlli sannkallaður prímus-mótor. Fyrir þrautseigju Svanbjörns fékkst stuðningur við uppbygg- ingu safnsins á ólíklegustu stöð- um; þegar kom að því að leita fyrirgreiðslu vegna þessa hjart- ans máls hins dagfarsprúða og elskulega manns, taldist nei ekki viðunandi svar. Gilti einu hvort það var áður en safnið varð að veruleika, fyrstu rekstrarárin eða þegar ráðist var í að byggja það mikla hús sem hýsir safnið í dag. Svo lengi sem Flugsafn Ís- lands stendur mun Svanbjörns verða minnst með hlýju, þakk- læti og virðingu. Við vottum konu Svanbjörns, Reine Margareta, börnum þeirra og fjölskyldum innilega samúð okkar. Blessuð sé minn- ing Svanbjörns Sigurðssonar. Arngrímur Jóhannsson, Húnn Snædal, Pétur P. Johnson. ✝ ÁSVALDUR BJARNASON frá Hvammstanga verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Gunnar Richardsson, Þór Magnússon. ✝ Elskuleg eiginkona, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, systir, mágkona og frænka, ÁSDÍS KJARTANSDÓTTIR frá Bakka á Seltjarnarnesi, Suðurgötu 56, Siglufirði, lést mánudaginn 12. ágúst á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarfélagið Göngum saman, sem styrkir brjóstakrabbameinsrannsóknir, www.gongumsaman.is, eða í síma Krabbameinsfélagsins, 540 1990. Björn Jónasson, Rakel Björnsdóttir, Thomas Fleckenstein, María Lísa Thomasdóttir, Björn Thomasson og aðstandendur hinnar látnu. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR Þ. ÞÓRHALLSSON frá Ánastöðum, Neshaga 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Þorbjörg Ólafsdóttir, Jón M. Benediktsson, Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir, Necmi Ergün, Júlíus Heimir Ólafsson, Vigdís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN ALDA HARÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 14.00. Helgi Ívarsson, Ingibjörg H.W. Guðmundsdóttir, Kjartan Þór Helgason, Gunnar Örn Helgason, Ómar Vignir Helgason, Edda Linn Rise, Guðrún Alda Helgadóttir, Lúðvík Kristjánsson, langömmubörn og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG LOVÍSA SÆMUNDSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, lést mánudaginn 19. ágúst á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 5. september kl. 15.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Halldór Thorberg Lárusson, Kristjana Jónsdóttir, Sæmundur Guðni Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐNI ÞÓRÐARSON, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 25. ágúst. Jón Snævarr Guðnason, Þórdís Unndórsdóttir, Sigrún Halla Guðnadóttir, Ólafur Ólafsson og aðrir aðstandendur. ✝ HELGI JAKOBSSON, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, til heimilis á Kirkjuvegi 15, Dalvík, sem lést sunnudaginn 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 13.30. Birna Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og föðurbróður, SIGURBJÖRNS BENEDIKTSSONAR, Bjössa, Stigahlíð 54, Reykjavík. Sérstaklega þökkum við starfsfólki á sambýlinu í Stigahlíð 54 og Heimahlynningu fyrir mjög góða umönnun og nærgætni í veikindum hans. Einnig þakkir til starfsfólks Lækjaráss fyrir umhyggju og stuðning. Bergur Benediktsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Helgi Benediktsson, Kristín Helgadóttir og bræðrabörn. ✝ Elskuleg systir okkar og mágkona, MARGOT THORLÁKSSON Åflojen 20, 2700 Brönshöj, Kaupmannahöfn, lést miðvikudaginn 21. ágúst á Bispebjerg- sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Útförin hefur farið fram. Nanna Pétursdóttir, Hörður Pétursson, Gunnar Þorláksson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.