Morgunblaðið - 07.09.2013, Page 10

Morgunblaðið - 07.09.2013, Page 10
Gullið Fljótandi íslenskt hunang á stökku mjólkurkexi. Það gerist varla mikið betra. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Fyrst þegar ég kom hingaðvoru aðeins sjö bý-flugnabændur á landinuog voru þeir með um þrjátíu bú. Býflugurnar þeirra voru alltaf að drepast og fólk skildi ekki af hverju. Hingað komu bandarískir sérfræðingar sem reyndu að finna út ástæðuna, hvort það væri sökum raka eða langra vetra. Ég mætti hingað til lands fyrst árið 2007 og lagði til að byggja skúr í kringum búin til að halda réttu hitastigi á þeim. Búin þurfa að vera þurr og það þurfa að vera þrjátíu og fjórar gráður í þeim til að býflugurnar lifi. Það er bara ákveðin uppskrift að þessu og ef hún er röng þá drepast þær,“ segir Eyvind Pedersen sem miðlað hefur býflugnaþekkingu sinni til þeirra er stunda slíka rækt hér á landi. Verður yngri með hverju árinu „Ég var eitt sinn býflugnabóndi sjálfur en mér snerist hugur. Ég ákvað að verða aðeins aðstoðar- maður, leyfa býflugunum að sjá um sig sjálfar. Engin afskipti þýða eng- in mistök. Þær vita það sjálfar hvað er þeim fyrir bestu,“ segir Eyvind. „Föðuramma mín var býflugna- bóndi skömmu eftir stríð og ég hjálpaði henni með býflugurnar frá sjö ára aldri. Ég settist svo að á Nýja-Sjálandi – ég hefði varla getað komist lengra að heiman – og þar fór ég á eftirlaun. Eftir mörg von- brigði í lífinu ákvað ég að ég myndi ekki gera neitt nema það sem ég hefði áhuga á. Ég hef aldrei verið eins upptekinn og eftir að ég fór á eftirlaun. Vinnuævi mín er lítilræði samanborið við þá vinnu sem ég tekst nú á við. Ég og eiginkonan höfum verið að framleiða hunang og selja á mörkuðum og það skilar ágætis hagnaði. Ég ákvað einnig að fara utan einu sinni á ári til að kynna mér önnur lönd. Ég hef kom- ið til Danmerkur, Þýskalands, Nor- egs og hingað og búið til heimild- armynd um hverja ferð. Ég er að taka þátt í kerfi sem heitir „Enginn vetur“ og það virkar ágætlega. Ég er líka löngu hættur að borða hvítan sykur, ég borða bara Manuka- hunang í staðinn. Ef maður trúir því, þá hefur það líklegast góð áhrif á líkamann. Ef maður hefur ekki trú á því virkar það ekki. Konan mín hefur áhyggjur af mér því ég borða svo mikið hunang. Ég er núna að verða áttræður en mér finnst ég yngjast með hverju árinu sem líður. En ég er hamingjusamur. Þú ert að- eins eins gamall og þér líður og mér líður ekki eins og ég sé gamall,“ segir Eyvind sposkur á svip. Möguleikar hér á landi „Ég hef komið hingað hvert einasta sumar frá því árið 2007. Ís- lensku býflugnabændurnir kveðja mig því aldrei þegar ég fer, þeir bú- ast alltaf við mér aftur. Býflugna- bændur í Danmörku halda margir að ég sé hálfklikkaður því ég geri margt sem þeir eru ekki vanir að gera. Ég legg hins vegar mest upp úr því að fræða bændur um það sem virkar ekki og hvað það er sem fer úrskeiðis. Ég hef upplifað þetta allt sjálfur og fengið að súpa seyðið af því. Það er gott að vita hvað þú átt ekki að gera því þannig geturðu sparað mikla peninga. Það skiptir til Dularfullur dans býflugnanna Danski býflugnasérfræðingurinn Eyvind Pedersen hefur verið búsettur á Nýja-Sjálandi í fimmtíu og tvö ár en kemur engu að síður til Íslands hvert einasta sumar til að miðla þekkingu sinni af býflugnarækt til býflugnabænda hér á landi. Hann segir býflugnaræktun göfuga iðn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Öryggi Eyvind Pedersen klæðist iðulega hvítum hlífðarbúningi þegar hann er að vasast í búunum því flugurnar ráðast frekar á dökkan klæðnað. Þeim fjölgar stöðugt sem hjóla allt árið um kring og það getur verið dásamlegt að líða um á reiðhjóli og njóta haustlitanna. Íbúasamtökin Betra Breiðholt halda hjóladaginn í fyrsta skipti og af því tilefni verður boðið upp á viðhald á hjólunum og því næst hjólað um Breiðholtið. Stefnt er að því að hittast við Breiðholtslaug um hádegi og er ókeypis í laugina frá 10 til 12 í dag. Eftir hjólatúrinn verður boðið upp á hressingu og tónlist leikin. Endilega … … hjólaðu með Betra Breiðholti Morgunblaðið/Kristinn Hjólaleið Hjóladagur í Breiðholti. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Það er einfalt mál að gera eldsnjallar tilraunir heima hjá sér. Foreldrar sem vilja efla vísindavitund barna sinna geta litið inn á þessa síðu og fengið fjölmargar hugmyndir fyrir vísinda- horn heimilisins. Á Sciencekids.co.nz má til dæmis sjá hvernig hægt er að búa til eldfjall úr ediki, natróni og pappír. Einföld og áhrifarík tilraun sem hægt er að gera inni í eldhúsi. Það er að sama skapi lítið mál að búa til hvirfilbyl í plastflösku, regnboga, snjókorn og margt fleira sem virðist töfrum líkast. Leiðbeiningarnar á síð- unni eru aðgengilegar og oft þarf ekki mikið tilstand til að skemmta yngstu kynslóðinni. Einfaldar útskýr- ingar á flóknum veðrabrigðum, upp- byggingu atóma, alheiminum, dýra- ríkinu og fleiru af svipaðri stærðar- gráðu má finna á síðunni sem einnig hvetur foreldra til að skoða heiminn með börnum sínum. Vefsíðan www.sciencekids.co.nz/ Morgunblaðið/RAX Speglun Skýin speglast í vatninu, en af hverju og hvernig? Af hverju er himinninn blár? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Maraþon á Kínamúrnum 17. maí 2014 Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. september kl. 17:30 í húsakynnum Bændaferða, Síðumúla 2. Heilt maraþon, hálft maraþon og 8,5 km hlaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.