Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 21
Ég hef til dæmis aldrei skilið þá
rætni sem sumir í núverandi minni-
hluta hafa gagnvart Y-listanum fyr-
ir að hafa farið í samstarf með okk-
ur, það var búið að reyna allt
annað.“
Ármann segir að verkefnin hafi
verið brýn og nýjar áherslur komið
strax fram. „Við í Sjálfstæð-
isflokknum sögðum alltaf að end-
urreisn byggingarmarkaðarins
myndi hefjast í Kópavogi og það
hefur svo sannarlega gengið eftir
enda var forgangsverkefni að gera
átak í sölu lóða í hverfum þar sem
allir innviðir eru til staðar. Á næstu
mánuðum munum við bjóða nýjar
lóðir á góðum svæðum. Ég hef lagt
mikla áherslu á Smárann því þar er
miðja höfuðborgarsvæðisins og góð
staðsetning fyrir fyrirtæki. Auk
þess er svæðið eftirsóknarvert fyrir
fjölskyldufólk. Í Kópavogsdal er
flottasta íþróttasvæði landsins,
einnig er stutt í góða skóla, sund-
laug og golfvöll,“ segir Ármann.
Lækkuðu skatta
Annað sem nýi meirihlutinn gerði
var að snúa af leið skattahækkana
fyrri meirihluta. „Við lækkuðum
skatta, fasteignaskatta, sorphirðu,
vatnsgjaldið og við einsettum okkur
að hækka engin gjöld umfram vísi-
tölu, þrátt fyrir úrtöluraddir þar
um.“
Ármann segir að áhrif þessara
skattalækkana hafi verið jákvæð.
Skuldastaða Kópavogsbæjar
versnaði til muna eftir hrun og
námu skuldirnar fljótlega um 250%
af heildartekjum bæjarins. Hin
aukna verðbólga og fall krónunnar
vó þar þungt, en Ármann bendir
einnig á aðra sök. „Við tókum strax
þá ákvörðun að taka þær lóðir sem
fólk vildi skila til okkar til baka án
þess að mögla,“ segir Ármann.
Þær lóðir séu nú að fara út aftur og
þar með sé bærinn að ná sér á
strik. „Við stefnum nú að því að ná
150% hámarkinu, þ.e.a.s. skuldum
á móti tekjum, nokkru fyrr en eft-
irlitsnefnd sveitarfélaganna gerir
kröfu um, eða í síðasta lagi árið
2018.“
Ármann segir nauðsynlegt að
lækka skuldirnar, því þar með
sparist vaxtakostnaður og svigrúm
myndast til að bæta þjónustu við
íbúana. Hann gagnrýnir hins vegar
kröfuna um skuldahlutfallið sem nú
sé búið að lögfesta. „Þessi regla
hamlar fjölgun félagslegs leiguhús-
næðis. Það er til dæmis rangt að
taka skuldir vegna íbúðakaupa, svo
sem vegna félagslegra leiguíbúða,
inn í skuldahlutfallið. Með þessari
reglu vinnur ríkið gegn auknu fram-
boði félagslegs leiguhúsnæðis sem
allir eru sammála um að þurfi að
eiga sér stað. Sveitarfélagið getur
selt íbúðir hvenær sem er og fengið
raunvirði til baka. Það á hins vegar
ekki við um skólahúsnæði. Þess
vegna ættu félagslegar íbúðir að
standa fyrir utan skuldahlutfallið
eins og hjúkrunarheimili. Þá skýtur
skökku við að áhættusamari rekst-
ur, samanber Orkuveita Reykjavík-
ur, standi utan skuldahlutfalls.
Sveitarfélögum er með öðrum orð-
um gert erfitt fyrir að ná mark-
miðum sínum og standast um leið
kröfu ríksins. Á sama tíma svíkur
ríkið gerða samninga og neitar að
greiða skuld við sveitarfélagið upp á
mörg hundruð milljónir króna.“
Ármann vísar þarna til þess þeg-
ar Kópavogsbær lánaði ríkinu fé til
að flýta fyrir vegaframkvæmdum á
Reykjanesbraut. Hann segir þetta
gott dæmi um framgöngu rík-
isvaldsins gegn sveitarfélögum.
Reynslan undanfarin ár sé sú að
sveitarfélög geti ekki treyst orðum
eða samningum við ríkisvaldið. „Ég
bind því vonir við að ný ríkisstjórn
taki upp ný vinnubrögð að þessu
leyti.“ Hann bætir því við að það sé
athyglisvert að ríkið standist ekki
einu sinni sjálft kröfuna sem það
gerir til sveitarfélaga um skulda-
hlutfall. Sömuleiðis sé fráleitt að
ríkið færi ekki lífeyrisskuldbind-
ingar inn í ríkisreikning en leggi þá
kröfu á sveitarfélögin.
Mörg tækifæri
Ármann er stórhuga fyrir hönd
bæjarfélagsins sem hann stýrir.
„Ég sé mörg tækifæri fyrir Kópa-
vog í framtíðinni.“ Hann nefnir sem
dæmi uppbyggingu atvinnulífs í
bænum, en verslun og þjónusta
skipa þar stærstan sess. „Sú starf-
semi er að sjálfsögðu mest í Smára-
lindinni og svæðunum þar um kring,
en einnig vestur í bæ og í Smiðju-
hverfinu. Við sjáum mörg sókn-
arfæri.“ Í því samhengi nefnir hann
nýstofnaða Markaðsstofu Kópavogs,
sem er samstarfsvettvangur bæj-
arins og fyrirtækjanna í Kópavogi.
Nú líður að sveitarstjórnarkosn-
ingum næsta vor. Ármann segist ekki
sjá neina ástæðu til þess að núverandi
meirihluti og Sjálfstæðisflokkurinn
muni ekki koma vel út úr þeim. „Ég
tel að það sé full ástæða fyrir okkur
til þess að stefna að því að vinna til
baka manninn sem við misstum síð-
ast.“ Myndi núverandi samstarf þá
halda áfram? Ármann segir að allir
gangi auðvitað óbundnir til kosninga
en því sé ekki að neita að samstarfið
hafi gengið mjög vel og því væri það
fyrsti kostur að halda því áfram. Það
muni hins vegar velta á úrslitum
kosninganna hvað gerist.
Morgunblaðið/Kristinn
Bæjarstjóri „Við lækkuðum
skatta, fasteignaskatta, sorp-
hirðu, vatnsgjaldið og við ein-
settum okkur að hækka engin
gjöld umfram vísitölu, þrátt
fyrir úrtöluraddir þar um,“
segir Ármann Kr. Ólafsson.
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir al la , al l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!
Serpo 261 trefjamúr
Fyrir múrkerfi
Weber Milligróf
múrblanda
Weber staurasteypa
(stolpebeton)
Maxit Steiningarlím
Hvítt og grátt
Weberdur 120 (Ip 14)
inni & útimúr
Weber REP 980
þéttimúr grár
Weber Gróf
Múrblanda
Deka Latexgrunnur
Deka Acryl
Hágæða múrefni frá Múrbúðinni
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 8-18
Akureyri Óseyri 1. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-14
Vestmannaeyjar Flötum 29. Opið má-fö kl. 8-18
Ný Polarolía
Nýtt útlit-meiri virkni
Selolía, einstök olía
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Selolíu, en þinn?
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Selolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999
Nýtt!
D-vítamínbætt