Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn í dag er kjörinn til að ræða langtímaáform við maka. Niðurstaðan verður þér í hag. Gerðu þitt til að efla slíkan áhuga hjá sjálfum þér og öðrum. 20. apríl - 20. maí  Naut Hikaðu ekki við að setja þínar eigin þarfir í forgang í dag. Aðeins með því að gera hreint í eigin ranni getur þú haldið áfram. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Leggðu þitt af mörkum til að bæta heiminn. Ef þú ert spenntur fyrir því sem þú ert að gera, vilja aðrir leggja sitt af mörkum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Með þeirri samskiptatækni sem til er eiga boð milli vina ekki að dragast úr hömlu eða detta upp fyrir. Skilningsríkt fólk býðst til að hjálpa þér og það kemur þér á óvart. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er miklu skemmtilegra að vinna þegar þú treystir á félagana. Vel orðaðar rök- semdir þínar munu láta hlutina gerst, svo láttu í þér heyra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Flest okkar eiga það til að falla í þá gryfju að taka okkar nánustu sem sjálfgefna. Hugsanlega gengur hann/hún svo langt að heimta hluti sem hann vantar ekki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Frelsið er dýrmætt en það kostar líka sitt því öllu frelsi fylgir ábyrgð sem ekki er hægt að horfa framhjá. Ráð frá einhverjum sem er þér eldri og reyndari munu reynast vel í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú skalt gera plön um að bjóða vinum eða fjölskyldu í heimsókn síðar í vik- unni. Þú getur ekki stjórnað því hvað öðrum finnst um þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Svo gæti virst sem að maður ætti að leysa hagnýt verkefni fyrst, en hið gagnstæða er rétt. Notfærðu þér hæfileika þinn til að geta skoðað tvær hliðar málsins. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að ekki er allt sem sýnist og hlutirnir eru stundum aðrir en við höldum við fyrstu kynni. Beindu frekar athyglinni að björtu hliðum lífsins en mundu að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú gengur með margar djarfar hugmyndir í maganum. Líklega muntu eyða peningum í eitthvað fallegt handa þér og ást- vinum þínum á næstunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Stilltu þig um að rasa um ráð fram, fyrir vikið nærðu frábær- um árangri í verkefni sem þú hefur baksað við upp á síðkastið. Ég sá einhvers staðar um daginnað minna væri um hagyrðinga nú en fyrr meir. Ekki veit ég það, en líflegt hefur verið á Leirnum síð- ustu daga hvað sem öðru líður. 1. september orti Hjálmar Frey- steinsson vegna fréttar í Rík- isúrvarpinu: Veslinga sem varla skrimta víst það gleðja kann: Bráðlega við fáum fimmta framsóknarráðherrann. Árni Björnsson segist 2. sept- ember hafa verið beðinn að spyrj- ast fyrir hjá vísnafróðum mönnum, hvort þeir gætu lappað upp á með- fylgjandi vísu, sem í vantar aðra línuna og hvorki er heldur vitað um höfund né tilefni: Höklaverinn hálærður (hér vantar vísuorð) undan skeri alvaldur yður, séra Þorlákur. Það sýnir, hversu vakandi Leir- inn er, að þegar upphófust miklar bréfaskriftir. Ólafur Stefánsson sendi línu kl. 16.22: „Ekki þekki ég þessa vísu, en ein- hvern veginn leiðir hún hugann að „iðrunarvísu“ sr. Jóns Þorláks- sonar eftir barneign: Lukkutjón þá að fer ört ekki er hægt að flýja, betur hefði Guð minn gjört að gelda mig en vígja.“ Enn skrifar Ólafur um föður Jóns síra Þorlák í Selárdal, sem var hrakinn og dæmdur frá kjóli og kalli, en um hann orti Jón þessa landfleygu vísu: Minn var faðir monsíur með það var hann síra síðan var hann sinníur og seinast tómur Þorlákur. Um kvöldið setti Símon Jón Jó- hannsson á vefinn: „Sæll Árni. Í Lögbergi 30. mars 1922 er greinarkorn um Hannes stutta eftir Jón Einarsson og segir þar m.a.: „Til séra Þorláks prests í Hvammi í Hvammsveit, sem var blóðtökumaður heppinn eins og fleiri voru í þeirri tíð, kvað Hannes þetta: Hölda keri hrósverður heiðurs féri blómgaður yndi að bera alvaldur yður séra Þorleifur. (Á væntanlega að vera Þorlákur) Saura-Gísli, sem þá var í hrekkjablóma lífs síns og öllum Ís- lendingum austan hafs og vestan er kunnur, sneri oft vísum Hann- esar og aldrei á helgari veginn. Síðast nefndri vísu sneri hann þannig, að 3. vísuorðið byrjaði með orðunum „undan skeri“ alvaldur og var stakan æ kveðin svo eftir það.“ Halldór Blöndal. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er líflegt á Leirnum Í klípu „MÉR FINNST GOTT AÐ KOMA SNEMMA Í VINNUNA OG SIGRA MANNFJÖLDANN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger VANTAR ÞIG FAR EITTHVAÐ? ÉG ER BÚINN AÐ HRINGJA Á LEIGUBÍL! Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að hafa alltaf tíma í smákossaflens. VAKNAÐU HRÓLFUR! DR. SAXI SAGÐI AÐ ÞÚ MÆTTIR ALLS EKKI SLEPPA ÞVÍ AÐ TAKA ÞESSA SVEFTÖFLU!! HRJÓT LOKSINS ER HÚSIÐ HREINT. AHH. HRINGRÁS LÍFSINS.Í dag er Víkverji í brúðkaupi aðfagna ástinni með vinum sínum, líkt og nokkuð stór hópur fólks sem valdi þessa tilteknu dagsetningu: 7- 9-13. Og skal engan undra enda sam- setning talnanna talin búa yfir töfra- mætti. Ekki veitir af að hafa meiri lukku en minni þegar gengið er í hnapphelduna. x x x Talnaspeki er hins vegar nokkuðskemmtilegt fyrirbæri. Að vilja hafa góðar og þjálar tölur í kringum sig er nokkuð sem Víkverji skilur upp að vissu marki. Hann hefur nefnilega sjálfur alloft blótað kenni- tölu sinni sem er með eindæmum óþjál. Hvorki hrynjandi, endurtekn- ingu né symmetríu er að finna í töl- unum sem hann þarf oftar en ekki að þylja upp í hvers kyns opinberum er- indagjörðum. Víkverji batt vonir við að afkvæmið fengi fína kennitölu en nei, allt kom fyrir ekki. Hún er stirð og ekki ein endurtekning á tölunum. x x x Systir Víkverja sem fagnar afmælisínu í Danaveldi í dag er með einstaklega góða kennitölu. Hún hreinlega greypist inn í heilann. Það kom þó að mjög góðum notum fyrir Víkverja þar sem hann er töluvert yngri og þuldi kennitöluna upp og framvísaði nafnskírteini systur sinn- ar þegar hann var fyrir tilviljun staddur á öldurhúsi bæjarins og ein- hvers konar verðir urðu á vegi hans. x x x Annars verður Víkverji að víkja aðnokkrum orðum að neytenda- málum. Hann varð fyrir miklum von- brigðum þegar hann ákvað ásamt betri helmingnum að leigja mynd á „voddinu“ á Vodafone. Hann kýs frekar að styrkja símafyrirtækin en hlaða niður ólöglegu efni af netinu. Gamaldags, má vera, en réttsýnn, svei mér þá barasta. Ekki veitir af að styrkja listamennina sem framleiða hvert snilldarefnið á fætur öðru fyrir okkur. En þetta kósý kvöld var ekki jafn rómantískt og stefndi í því myndin fraus í tvígang. Þolinmæðin var á þrotum líkt og poppið og gosið. Hvorki hægt að hringja og kvarta né gera neitt, tíminn leið og nálgaðist óþægilega mikið miðnætti. Bókin sigraði tæknina … víkverji@mbl.is Víkverji Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hef- ur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5:11)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.