Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Til Japanans Tomoo Sumi kom tölvupóstur af tilviljun frá Brasilíu. Í honum var ljóð á portúgölsku eftir ónafngreindan höfund. Tomoo varð yfir sig snortinn af ljóðinu. Hann þýddi það yfir á japönsku og sýndi það síðan vini sínum Ryoichi Higuchi, tónlistarmanni. Hann hreifst ekki minna en Tomoo og samdi lag við þetta ljóð, sem ég hef þýtt yfir á íslensku. Bréf til minna kæru barna Ég bið ykkur að skilja mig eins og ég verð, þegar ég eldist og haga mér öðru vísi en ég var vanur. Ég bið ykkur að gæta mín eins og ég hef kennt ykkur, þótt ég missi matarbita á fötin mín og gleymi að reima skóna mína. Ég bið ykkur að kinka kolli og leyfa mér að ljúka við söguna, þótt ég segi hana aftur og aftur. Munið að þið báðuð mig að lesa sömu myndabókina oft. Þótt endalok hennar hafi alltaf verið endurtekin, fylltu þau hjarta mitt friði. Það er ekki sorglegt, þótt ég eldist. En þá bið ég ykkur að líta uppörvandi til mín. Ef ég verð of hugfanginn, verða nærföt mín ósjálfrátt rök eða ég vil ekki fara í bað, bið ég ykkur að muna eftir góðu gömlu dögunum þegar mér tókst að lokum að baða ykkur eftir að elta ykkur marga hringi. Tennurnar mínar verða lasnar og ég get ekki kyngt, fætur mínir verða máttlitlir og ég get ekki staðið einn. Viljið þið rétta mér hendur og styðja mig, þegar ég hrasa. Eins og þið lituð til mín og báðuð mig að hjálpa ykkur á fætur. Ég bið ykkur að vera ekki sorgbitin að sjá mig eins og ég er, og hugsa ekki að þið séuð hjáparvana. Ég finn að það er þungt fyrir ykkur að vita að ég hef ekki nægan kraft til að umfaðma ykkur. En það er dásmlegt að hjarta ykkar skilji og styðji mig. Það mun veita mér hughreysti. Þið eigið ekki að vera sorgmædd. Ég er að búa mig undir Ferðalagið. Ég bið um blessun ykkar. Eins og ég verndaði ykkur fyrstu árin, bið ég ykkur að vera í nálægð um stund. þegar ég hef gengið síðustu sporin. Ég mun svara ykkur með brosi, fyrir þá ómældu gleði að eiga ykkur og hinn eilífa kærleika til ykkar sem mun aldrei bregðast. Til barna minna. Til minna kæru barna. MIYAKO ÞÓRÐARSON, fv. prestur heyrnarlausra. Bréf til minna kæru barna Frá Miyako Þórðarson Siglingaþjóð í þúsund ár en á, þegar hér er komið, ekkert farþegaskip á heimshöfunum. Mörgum þykir þetta miður og finnst eins og eitthvað vanti í þá mynd af landi okkar sem við viljum eiga og láta við blasa þeg- ar mönnum verður til okkar hugsað vítt um heiminn. Það mundi lyftast brúnin á mörgum í borginni ef mynd- arlegt mannflutningaskip málað í lit- um Eimskipafélagsins birtist hér „Við Fjarðasund og Eyjaband“ með íslenska fánann blaktandi við siglutré og í skut. Í fyrrasumar var bundið hér við miðbakkann í gömlu höfninni skipið Hanseatic, álitlegt farþegaskip rúm- lega átta þúsund smálestir, með ká- etur fyrir tæplega tvö hundruð manns. Ef Eimskipafélagið ræður við að kaupa skip af þessari stærð og að finna því verkefni er bætt við fallegri blaðsíðu í siglingasögu þjóð- arinnar. Ég sé fyrir mér að sum- armánuðina færi skipið vikulega hringferð sem lægi fyrst til Edin- borgar (Leith Harbour) en síðan til Lundúna og að lokum til Dyflinnar, höfuðborgar Írlands. Í þessum ferð- um myndu Íslendingar blanda geði við fólk frá Bretlandseyjum og Ír- landi sem verður að teljast góður kostur. Erkibretinn er sagður vera oftar en ekki yfirlætislegur hræsn- ari og dálítið teprulegur (Stephen Fry, Tony Robertson, Michael Pal- in) en hann er jafnoft opinskár og hreinskilinn eins og má sjá innan um kraðakið í þáttunum um lög- reglumanninn Barnaby. Þetta væru merkileg kynni millum Íslendinga og móðurþjóða hins enskumælandi hluta heimsins. Vetrarmánuðina væri nóg að gera í Karíbahafinu með höfn að heiman á Flórídaskaganum. Þeir munu vera margir sem ekki kæra sig um að týnast innanum þúsundir farþega og þjónustuliða á einhverju risaskipinu, sem nú eru svo áberandi, en líður vel á minna skipi þar sem allt er með meiri kyrrð og manneskjurnar um borð koma brátt kunnuglega fyrir sjónir. Viðdvöl í þremur sögu- frægum borgum á Bretlandseyjum er tækifæri til upprifjunar á göml- um og nýjum tengslum við mennta- stofnanir og aðrar mannlífshreyf- ingar hjá þessum nágrönnum okkar; margt er þar forvitnilegt að skoða. Bresku farþegunum gefst vænt- anlega sólarhringsviðstaða í Reykja- vík og við verðum að sjá til þess að þeim hafi þótt sú heimsókn nokkurs virði. Líkt og sendiráð Íslands víða um heim eru skip okkar á erlendum slóðum áminning um tilveru okkar og vísbending um ástand siðmenn- ingar í heimalandinu. Hún færi vel í hinni almennu vitund landsmanna vitneskjan um virðulegt farþegaskip í höndum íslenskrar áhafnar og kæmi mönnum í erlendum höfnum til að nema staðar og gefa því gaum. Leynist ekki þessi draumur í brjósti margra Íslendinga? Þarf ekki hver og ein þjóð að umgangast sjálfsmynd sína eins og listamaður sem er í sífelldri leit að fegurra og sannara sköpunarverki? EMIL ALS, læknir. Verum sýnileg á höfunum Frá Emil Als Emil Als Blindrammar ótal stærðirAlltaf eitthvað nýtt Allt til listmálunar Strigar, penslar, olíulitir, acryllitir, trönur, pallettur, spaðar, svampar, lím, íblöndunarefni, varnish, þekjulitir, teikniblokkir, pappír og arkir Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Mikið úrval af listavörum Þekjulitir/ Föndurlitir Trönur á gólf Acryllitir 75 ml 555 845 7.995 frá 595 2.995 frá 795 695 4.995 14.995 frá 1.995 frá 595 995 frá 1.495 6.995 3.995 frá 195 frá 395 2.495 2.495 frá 4.995 9.895 frá 9.999 frá 795 frá 595 6.995 frá 3.995 Hjólkoppar Ljósabretti á kerrur Startkaplar Vasaljós Hengilásar Slípirokkur Loftheftibyssa Skrúfstykki Ryksuga 1200W Strekkibönd/Bensli VerðmætaskáparAirbrush sett Fjölslípari Viðvörunar- þríhyrningur Bílsápa 1L Hjólatjakkur 2T Hleðslu- tæki LED ljósahundur hleðslu Bílamottu- sett Fjöltengi 12V Þurrku- blöð Mössunarvél Bílaþvottakústar framlengjanlegir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.