Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 250. DAGUR ÁRSINS 2013  Pálmi Gunnarsson, einn af ástsæl- ustu söngvurum þjóðarinnar, heldur tónleika í kvöld í Eldborg í Hörpu en á þeim mun hann leika lög af ferli sín- um, perlur á borð við „Þorparann“, „Hvers vegna varstu ekki kyrr?“ og „Þitt fyrsta bros“. Tónlistarstjóri er Þórir Úlfarsson og sérstakir gestir á tónleikunum verða Magnús Eiríksson og Ellen Kristjánsdóttir, samstarfs- menn hans úr Mannakornum til fjölda ára. Einnig er komin út þreföld plata á vegum Senu sem hefur að geyma 57 lög frá ferli Pálma og ber hún titil eins af hans vinsælustu lögum af löngum ferli, „Þorparinn“. Morgunblaðið/Eggert Pálmi fer yfir glæst- an feril á tónleikum í Eldborg í Hörpu  Hljómsveitin Kimono mun í dag leika stuttskífu sína, Aquarium, sjö sinnum í plötuversluninni Lucky Re- cords, Rauðarárstíg 10 í Reykjavík. Stuttskífan hefur að geyma tæplega 20 mínútna lag, samnefnt plötunni. Lagið verður flutt á klukkustundar fresti, fyrst kl. 11 og síðast kl. 17 og mun það breytast með hverjum flutn- ingi þar sem ýmsir hljóðfæraleikarar munu veita hljómsveitinni lið yfir daginn. Kimono skipa Alison Mac- Neil, Gylfi Blöndal og Kjartan Bragi Bjarnason. Kimono flytur Aquarium sjö sinnum Um þessar mundir eru 16 mánuðir þangað til heimsmeistaramót karla í handknattleik fer fram í Doha í Katar. Í fyrsta sinn fara allir leikir fram í sömu borginni. Reistar hafa verið fjór- ar glæsilegar íþróttahallir í olíu- borginni sem eiga að rúma frá 6-17 þúsund áhorfendur. Þeim fjölgar stöð- ugt sem óttast að íþróttahallirnar verði meira og minna tómar á flestum eða öllum leikjum mótsins. »4 Hálftómar glæsihallir á HM í Katar? Jóhann Berg Guðmundsson varð í gærkvöld fyrstur Íslendinga til að skora þrennu í undankeppni stór- móts í karlaflokki þegar hann skoraði mörkin stór- glæsilegu gegn Svisslend- ingum í undankeppni HM í Bern. Átta landsliðs- menn höfðu þó áður gert 3 eða 4 mörk í vin- áttulandsleikjum. »1 Fyrsta þrennan í mótsleik Íslands Viðhorf á laugardegi er nýr og viku- legur íþróttapistill. Í dag skrifar Tómas Þór Þórðarson: „Eins mikið og ég elska handbolta get ég stundum alveg gefist upp á hand- bolta. Ekki íþróttinni sjálfri, hún er vanalega alltaf jafnfögur, okkar þjóðaríþrótt. Í gegnum tíðina hefur amatör- ismi í um- gjörð hand- boltans verið afar mikill þó að ýmis félög og handknattleiks- sambandið hafi undanfarin misseri reynt að sporna við því og hysjað upp um sig buxurnar.“ »4 Mikill amatörismi í umgjörð handboltans Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fræðasetur um forystufé er nú í undirbúningi í Svalbarðshreppi í Þistilfirði. Stefnt er á að opna það í júní 2014 og þar verður íslensku forystukindinni gert hátt undir höfði. Það er Daníel Hansen, skóla- stjóri í Svalbarðsskóla, sem átti hugmyndina að setrinu og er for- maður stjórnar Fræðaseturs um forystufé. „Eftir að ég kom hingað kynntist ég forystufé og sá það vinna. Ég varð hugfanginn af þess- um skepnum og fór að hugsa hvort ekki væri hægt að gera eitthvað í kringum þær,“ svarar Daníel spurður út í upphafið. Mekka forystufjárins á Íslandi er í Norður-Þingeyjarsýslu að sögn Daníels. „Það er mikið af forystufé hér, flestir bændur eiga eina til tvær forystukindur og þær nýtast vel. Stofninum hefur verið vel við haldið hér og héðan hafa menn ver- ið að selja kindur út um allt land því þetta er riðulaust svæði.“ Til um tólf hundruð forystufjár Í Svalbarðshreppi er gamalt fé- lagsheimili sem hætt er að nota og sá Daníel tækifæri í að byggja það upp og hafa setrið í því. Vinna við að endurgera félagsheimilið hófst þarsíðasta vetur og er langt komin. Heimamenn hafa unnið við húsið í sjálfboðavinnu og segir Daníel góða stemningu hafa myndast í kringum verkið. Í vetur á svo að setja upp sýninguna. „Við fengum hönn- uðina Þórarin Blöndal og Finn Arnar Arnarson til að hanna sýn- inguna. Það verður ýmislegt til sýnis eins og uppstoppað forystufé, ljósmyndir, sögur og myndir. Þá verður útlit og ein- kenni forystufjár tekið fyrir. Svo erum við að safna öllu hugsanlegu sem tengist forystufé þannig að þetta geti allt verið á einum stað.“ Fræðasetrið fékk forystusauðinn Foringja frá Ytra-Álandi gefins síð- asta haust. Foringi hefur nú verið stoppaður upp og mun fá viðhafn- arsess á setrinu en um einstaklega glæsilega skepnu var að ræða, að sögn Daníels. Hellingur er til af sögum um for- ystufé enda um einstakar kindur að ræða. „Það er búið að viðurkenna það í vísindaheiminum að íslenska forystuféð er einstakur stofn í heiminum, það er enginn annar stofn með þetta gen í sér. Það eru bara til um 1.200 einstaklingar hér á landi og þeir eru allir upprunnir úr Norður-Þingeyjarsýslu.“ Varð hugfanginn af forystufé  Fræðasetur um forystufé sett upp í Svalbarðshreppi Ljósmynd/Daníel Hansen Fræðasetur Forystusauðurinn Foringi er í forgrunni en hann fær viðhafnarsess á setrinu. Í bakgrunni má sjá uppstoppaða hausa af forystufé sem Fræðasetur um forystufé hefur fengið að gjöf og verða þeir þar til sýnis. Daníel segir að hann hafi orðið var við almennan áhuga á verkefninu á landinu öllu og borist fyrirspurnir víða að. „Okkur dreymir um að hafa kind mánaðarins á heimasíðunni okkar og ef fólk á í fórum sínum frásagnir og myndir af forystukindum má það endilega senda okkur efnið.“ Heimasíða Fræðaseturs um forystufé er: www.for- ystusetur.is. Þá er setrið einnig með síðu á Facebook og net- fangið; forystusetur@forystusetur.is. En hvað er sérstakt við forystufé? Það vill vera í forystu í fjár- hópnum og leiða hann. Til eru margar sögur um forystukindur sem finna á sér veðrabrigði, þá þykja þær ratvísar og geta leitt fjárhópinn heim í vondum veðrum og myrkri. Forystufé er yfir- leitt mislitt, hávaxið, þunnbyggt og með vakandi augnaráð. Þá eru sauðirnir oft vaninhyrndir. Óskar eftir sögum og myndum FRÆÐASETUR UM FORYSTUFÉ Daníel Hansen 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sláandi kynlífsmyndband 2. Rut Káradóttir hannaði eldhúsið 3. Stór geislasteinn á Teigarhorni 4. Vildi ekki vera bara í Nike-skóm FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 15-23 m/s með talsverðri rigningu vestan- lands. Dregur úr vindi og úrkomu vestast undir miðnætti. Hiti 7 til 17 stig. Á sunnudag Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og rigning fyrir suðaustan en annars hæg- ari og skúrir. Hiti víða 9-14 stig. Á mánudag Suðvestan og vestan 5-10 m/s og skúrir, úrkomulítið A-lands. Hiti 8 -13 stig. Á þriðjudag Vaxandi suðaustanátt 13-20 m/s með rigningu fyrir sunnan og vestan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.