Morgunblaðið - 07.09.2013, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.09.2013, Qupperneq 11
að mynda ekki máli ef þú ert reynd- ur bóndi, með frábæran býflugna- stofn og aðstöðu, ef veðrið er slæmt – þá er lítið hægt að gera. Býflug- urnar geta ekki framleitt hunang ef þær hafa ekki blóm til að fara í svo að þetta er stundum eins og að spila í lottóinu. Maður gefst samt ekki upp, maður bíður bara og reynir aftur að ári liðnu,“ segir fræðing- urinn galvaskur. Hann segir bý- flugnarækt eiga ágætis möguleika hér á landi. „Einn bóndinn í Hveragerði náði til að mynda 95 kg af hunangi úr tveimur búum og það er mjög fínt. Það má ekki gleymast að bý- flugurnar hafa safnað helmingi meira hunangi en bóndinn tekur. Þann forða nota þær til að halda sér gangandi um sumarið og svo þurfa þær að eiga góðan forða yfir vet- urinn,“ segir Eyvind og bætir við að býflugurnar séu engin leikföng. „Að mínu viti getur þú ekki átt býflugurnar, þær eiga sig sjálfar,“ segir hann ákveðinn. Býflugnarækt er göfug iðn „Ég er þó engin barnapía fyrir býflugnabændur, ég á ekki farsíma eða slíkt og neita að kaupa það. Ég bý til dvd-diska í staðinn með alls konar upplýsingum sem ég tel að geti komið býflugnabændum að góðum notum. Ég hef eytt mörgum árum í að búa efnið til og ég vona innilega að þetta hjálpi einhverjum. Þrátt fyrir að hafa verið í þessu alla mína ævi hef ég upp- gvötað nýja hluti á síð- ustu árum. Það er ým- islegt sem býflugurnar gera sem ég hef reynt að leiðrétta í gegnum árin en smám saman komist að því að það er ég sem hef rangt fyrir mér. Ég hafði bara ekki nægan skilning á býflugunum. Maður er því alltaf að læra eitthvað nýtt,“ segir Eyvind. Hann segir margt heillandi við bý- flugnarækt, nefnir þar meðal ann- ars að þú fáir að vera í friði með bý- flugunum þínum. „Það reynir enginn að fara að nóttu til og stela býflugnabúinu þínu. Ég hef engu að síður gaman af árásargjörnu býflugunum, þær halda fólki og öðrum skemmdar- vörgum í burtu. Annars er þetta í raun ekki áhugamál eða eitthvað sem þú gerir fyrir peninga, þetta er miklu stærra en það. Þetta er göf- ugasta iðn sem maður getur stund- að. Útkoman er líka besti matur sem fyrirfinnst í þessum heimi. Hunangið rotnar aldrei. Vís- indamenn fundu tvö þúsund ára gamalt ker með hunangi í og það var ennþá í góðu lagi,“ segir Ey- vind, viss í sinni sök. Stinga bara ef búinu er raskað „Þegar ég var lítill strákur gat ég varla ferðast um sveitina í Dan- mörku án þess að stoppa þegar ég sá býflugnasvarm, stökkva út og reyna að fanga þær í þar til gert box. Það höfðu allir áhyggjur af því að þetta væru hættulegar býflugur sem myndu stinga mig. Bý- flugnabændur vita hins vegar að bý- fluga stingur aðeins ef þú raskar búi þeirra. Ég vissi það og hafði því engar áhyggjur. Ég var eitt sinn með nemanda hjá mér sem var frekar hræddur við býflugur. Það var stúlka, um tuttugu og fimm ára gömul. Hún bað um að fá að vera stungin til að venjast því. Ég góm- aði býflugu og lét á höndina á henni og býflugan stakk hana. Henni þótti það ekkert þægilegt en ég held að hún hafi komist svolítið yfir hræðsl- una,“ segir hann og brosir út í ann- að. „Árásargjarni stofninn hefur verið ræktaður á Íslandi, til að mynda í Hveragerði. Þar eltu þær okkur meira að segja inn í hús. Það vill þó svo skemmtilega til að þessar aggressífu búa til meira hunang en hinar. Flestir bændur vilja þó vera með býflugurnar í garðinum hjá sér, þá er kannski sniðugra að vera með meinlausar býflugur. Hins vegar er hægt að vera með þær úti í nátt- úrunni, fjarri mannabyggðum. Þar dafna árásargjarnar býflugur sem og rólegar vel,“ segir hann. Býflugurnar dansa Eyvind telur litlar líkur á því að býflugan, sem upprunin er í Mið- Evrópu, dreifi sér um náttúru landsins og lifi þar óáreitt. „Býflugurnar myndu líklegast ekki lifa veturinn af á Íslandi. Sum- arið hérna er svo stutt að þær myndu aldrei ná að safna nægum vetrarforða. Býflug- urnar leggjast ekki í dvala. Þær safnast saman í klasa í búum sínum og dvelja þar yfir vetrartímann. Svo lengi sem þær hafa nægan forða geta þær lifað af,“ segir hann. „Býflugurnar fara í raun eins langt og nauðsynlegt er til að finna næringu sem þær nota til þess að búa til fæðu og forða. Ef það eru að- eins tíu metrar í blómin fara þær ekki lengra. Þær fara þó yfirleitt ekki lengra en tvo kílómetra frá bú- um sínum. Ég hef heyrt sögur af býflugum sem hafa farið lengra, en ég held að ef þær þurfa að ferðast svo langt til að sækja næringu færi þær yfirleitt bara búið. Það er minni fyrirhöfn,“ segir Eyvind. Hann seg- ir býflugurnar jafnframt gáfaðri en margir halda. „Þýskur fræðingur gerði eitt sinn rannsókn á býflugum og hann komst að því að samskiptatækni bý- flugna er í raun mögnuð. Þær dansa hálfgert til að láta aðrar býflugur vita hvar fæðu er að finna. Tvö skref til hægri, eitt til vinstri og fimm sinnum aftur á bak og áfram þýddi til að mynda einhver átt. Fólk trúði þessu ekki í fyrstu en eftir sí- endurteknar rannsóknir varð fólk að trúa þessu. Svo nota þær líka sól- arljósið til að ná áttum,“ segir hann. „Ég held að býflugnarækt muni fara vaxandi á Íslandi. Í fyrra voru til að mynda sextíu bú hér á landi en í ár eru þau áttatíu og sex. Þetta mun bara halda áfram að stækka,“ segir býflugnameistarinn Eyvind að lokum. Innfluttar Býflugur þessar eiga rætur að rekja til Mið-Evrópu. „Þetta er göf- ugasta iðn sem maður getur stundað.“ Það verður glens og gaman næstu dagana hjá þeim sem iðka sjósund í Reykjavík. Ástralskur gamanleikari og uppistandari hefur boðað komu sína til landsins og ætl- ar hann að fá sér sundsprett í sjónum með íslensku sjó- sundsfólki. Af einhverri ástæðu á hann sér þá ósk heit- asta að allir séu í ullarsundfötum. Af því tilefni verður haldin hönnunarkeppni á lopasundflíkum og hefst keppnin í dag klukkan 11.45 í Nauthólsvík. Áætlaður fjöldi keppenda er um 20. Sundskýlurnar eða bolirnir eru úr íslenskri ull og verður hver flík þæfð. Keppendur fara ekki eftir upp- skriftum, enda um hönnunarkeppni að ræða og ræður hugarflugið því förinni. Prjónakeppni á þæfðum lopasundflíkum Morgunblaðið/RAX Sjósund Þæfð ull heldur hita á sundköppunum Prjóna sundfötin sjálf Á morgun, sunnudaginn 8. september, er Alþjóðadagur læsis. Deginum hefur verið fagnað hér á landi síðastliðin fimm ár en þó á þessi dagur sér mun lengri sögu. Árið 1965 helguðu Sameinuðu þjóðirnar í fyrsta skipti þennan dag málefnum læsis. Víða um heim er læsi í hávegum haft hinn 8. september og bryddað upp á ýmsum nýjungum. Þemað á Akureyri þetta árið verður ungir-aldnir. Á öldrunarheimilum Akureyrar sem og í Eymundsson verður boðið upp á „lestr- arvöfflur“ á milli klukkan 14 og 16. Þessum vöfflum fylgir hvatning um að fólk lesi saman – ungir og aldnir. Lesefnið getur verið á hvers konar formi: Bókum, tímaritum, spjald- tölvum eða hljóðbókum. Aðalatriðið er að kynslóðirnar sameinist í fjölbreyttu læsisumhverfi. Ungir og aldnir sameinast í lestri Læsi Alþjóðadagur læsis er á morgun, 8. september. Lestrarvöfflur á Akureyri Morgunblaðið/Styrmir Kári DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra vekur athygli á að hinn 1. september 2013 tóku gildi ákvæði einka- og hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnum félaga. Lögin gilda aðeins um þau félög þar sem starfa 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli. Fyrirtækjaskrá skorar á stjórnir félaga, sem uppfylla ekki ákvæði laga um kynjahlutföll, að boða til hluthafafundar sem fyrst þar sem kjörin verður stjórn í samræmi við núgildandi lög. Séu fleiri en einn einstaklingur í stjórn félags skal gætt að kynjahlutföllum. Sé stjórn skipuð tveimur eða þremur einstaklingum skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn. Sé stjórn skipuð fleiri en þremur einstaklingum skal gæta þess að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.