Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Á ráðstefnunni
gafst ráð-
stefnugestum
kostur á að bera
saman bækur
sínar um rann-
sókn mála og
lagaumhverfið.
Alda segir al-
gengt að þótt
rannsókn hefjist vegna gruns um
mansal ljúki málum oft frekar
með sakfellingu fyrir líkamsmeið-
ingar, kynferðisofbeldi, vændi,
fjármunabrot eða skjalabrot. Oft
geti nefnilega reynst erfitt að
færa sönnur á mansalið enda séu
sönnunarkröfur stífar. Lagaum-
hverfi á Íslandi standist fyllilega
samanburð við lög sem gilda ann-
ars staðar á Norðurlöndunum,
m.a. vegna þess hvernig brugðist
var við þegar mansalsmálið kom
upp á Íslandi árið 2009 en þá voru
fimm litháskir karlmenn dæmdir í
4-5 ára fangelsi. „Með því að deila
þekkingunni eru meiri líkur á að
okkur takist að koma í veg fyrir
mansal,“ segir Alda.
Stífar kröfur
um sönnun
BERA SAMAN BÆKURBAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Gæsla á landamærum Eistlands og
Rússlands við ána Narva í Eistlandi
er ófullnægjandi og brýnt er að
bæta þar úr. Landamærin eru hluti
af ytri landamærum Schengen-
svæðisins. Alda Hrönn Jóhanns-
dóttir, yfirmaður lögræðissviðs lög-
reglustjórans á Suðurnesjum segir
að eistnesk stjórnvöld séu meðvituð
um vandann, en það hafi komið
henni á óvart hversu lítil fyrirstaða
sé á landamærunum.
Viðbúnaður á landamærastöðinni
við Narva miðist við að þar fari
tvær milljónir manna í gegn á ári.
Raunin sé hins vegar sú að 3,2
milljónir fari þar um árlega. Stöðin
sé því mjög undirmönnuð.
Ganga fram og til baka
Í maí sl. sótti Alda ráðstefnu um
mansal sem haldin var í Eistlandi af
samtökum lögreglukvenna við
Eystrasalt. Hún skoðaði landa-
mærastöðina við Narva ásamt
þremur norrænum lögreglumönn-
um og segir að þeim hafi öllum
komið á óvart hversu slæm staðan
var.
Yfir ána Narva liggur mikilvæg
þjóðleið milli Rússlands og Eist-
lands. Bílaumferð er mikil en einnig
er hægt að fara gangandi yfir
landamærin. Alda segir algengt að
fólk noti Narva-brúna til að fara yf-
ir landamærin tvisvar á dag, m.a. til
að kaupa ódýrari sígarettur í Rúss-
landi. Þarna sé mikil fátækt og at-
vinnuleysi og laun þeirra sem þó
hafa vinnu séu yfirleitt mjög lág.
Glæpatíðni sé á hinn bóginn afar
há.
Í ljós hafi komið að landamæra-
verðir hafi fengið litla fræðslu um
mansal og einkenni þess. Slæleg
gæsla á landamærunum þýði m.a.
að auðveldara sé fyrir austurevr-
ópsk glæpasamtök að athafna sig
þar, m.a. til að stunda mansal. Mik-
ið sé um að konur frá lýðveldum
fyrrverandi Sovétríkjana, frá
Moldóvíu og víðar séu seldar man-
sali til Vestur-Evrópu. Þá geti leiðin
legið um Rússland og Eistland.
Hluta ráðstefnugesta gafst kost-
ur á að fylgjast með störfum eist-
nesku lögreglunnar og viðfangsefn-
um hennar. Alda heimsótti athvarf
fyrir vændiskonur í Tallinn, höf-
uðborg Eistlands. Í athvarfinu geta
vændiskonur m.a. fengið sprautur,
en margar eru fíklar, en einnig
getnaðarvarnir og heilbrigðisþjón-
ustu. Þær sem þess óska fá aðstoð
við að losna úr vændinu. Í heim-
sókninni hafi komið fram að algengt
væri að eistneskar og lettneskar
konur væru neyddar í hjónabönd.
Gjarnan væru þær fluttar til Ír-
lands þar sem þær væru giftar Pak-
istönum sem gerðu þær út í vændi.
Ljósmynd/Tõnis Lepp
Barátta Yfirvöld í Eistlandi þurfa að glíma við sterka glæpahópa. Myndin er frá Tallinn, höfuðborg Eistlands.
Greið leið frá Rúss-
landi inn á Schengen
Ófullnægjandi landamæragæsla við Narva í Eistlandi
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Um 132 þúsund erlendir ferða-
menn fóru frá landinu um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar síðastliðinn
ágúst eða 16.500 fleiri ferðamenn
en í ágúst í fyrra. Aukningin nem-
ur 14,4% milli ára og er þetta met-
fjöldi ferðamanna í einum mánuði.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Ferðamálastofu.
Ef litið er til fjölda ferðamanna í
ágúst á því tólf ára tímabili (2002-
2013) sem Ferðamálastofa hefur
haldið úti talningum má sjá fjölgun
ferðamanna. Ferðamönnum hefur
fjölgað um 81 þúsund á tímabilinu
og farið úr 50 þúsundum árið 2002
í 132 þúsund árið 2013. Aukningin
hefur verið að jafnaði 9,3% milli
ára en sveiflur hafa hins vegar ver-
ið miklar.
Flestir frá Bandaríkjunum
Bandaríkjamenn, Þjóðverjar,
Frakkar og Bretar eru tæplega
helmingur ferðamanna. Af ein-
staka þjóðernum voru flestir ferða-
menn í ágúst frá Bandaríkjunum
(14,7%), Þýskalandi (14,0%),
Frakklandi (9,8%) og Bretlandi
(7,7%). Þar á eftir komu Ítalir
(4,8%), Norðmenn (4,6%), Spán-
verjar (4,6%), Danir (4,2%) og Sví-
ar (3,8%). Af einstaka þjóðum
fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bret-
um og Þjóðverjum mest milli ára í
ágúst.
Frá áramótum hafa 566.762 er-
lendir ferðamenn farið frá landinu
eða um 94 þúsund fleiri en á sama
tímabili í fyrra. Aukningin nemur
20,0% milli ára.
Um 36 þúsund Íslendingar fóru
utan í ágúst eða 250 færri en í
ágúst í fyrra. Frá áramótum hafa
um 240 þúsund Íslendingar farið
utan, um 2.500 færri en á sama
tímabili árið 2012. Fækkunin nem-
ur 1% milli ára.
Ferðamenn aldrei
verið fleiri í ágúst
132 þúsund erlendir ferðamenn
Færri Íslendingar fóru til útlanda
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Flug Frá áramótum hafa 566.762
erlendir ferðamenn farið frá landi.
Samkvæmt verð-
könnun ASÍ hef-
ur verð á vöru-
körfu hækkað
mest um 3% á
rúmum mánuði
eða frá því í ann-
arri viku í júlí
þar til í lok
ágúst. Hækkunin
var mest hjá
Kaupfélagi
Skagfirðinga eða um 3,2% en einnig
hjá Víði (2,5%), Nóatúni (2,1%), Ice-
land (2%), Bónus (0,8%), Kaupfélagi
Húnvetninga (0,7%), Nettó (0,6%)
og hjá Samkaupum-Strax og Kaskó
(0,4%).
Vörukarfan lækkaði mest hjá
Tíu-ellefu (-1,2%), Krónunni (-0,9%),
Hagkaupum (-0,6%), Kjarval (-0,4%)
og hjá Kaupfélagi Steingríms-
fjarðar (-0,1%). Engar verðbreyt-
ingar voru á verði vörukörfunnar
hjá Samkaupum-Úrvali.
Bónus og Nóatún voru einu versl-
anirnar sem hækkuðu verð í öllum
vöruflokkum.
Vörukarfan hækkar
um 3% á mánuði
Verðbreytingar í
öllum flokkum.
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
Sænsku glæpa-
sagnaverðlaunin
2012
„… einn helsti sumarsmellur
ársins. Frábær krimmi.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið
„Óvenjuvel skrifaður krimmi.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Erum með allar gerðir
af heyrnartækjum
Fáðu heyrnartæki til reynslu
og stjórnaðu þeim með
ReSound Appinu
Komdu í
greiningu hjá
faglærðum
heyrnarfræðingi
Heyrðu umskiptin og
stilltu heyrnartækin
í Appinu
Finndu okkur á facebook
Veglegur kaupaukifylgir öllum seldumheyrnartækjumí september
Alda Hrönn
Jóhannsdóttir