Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 16
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Skipulagið gerir ráð fyrir að á svæð-
inu rísi þétt þriggja til fimm hæða
byggð með íbúðar- og skrifstofuhús-
næði sem nær fram á hafnarbakkann.
Það mun að mínu viti loka höfnina frá
miðborginni. Ég vil taka mið af þeirri
góðu reynslu sem við höfum af gömlu
grænu verbúðunum við Geirsgötu og
tengja saman það svæði og Miðbakk-
ann,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson,
oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík, um afstöðu sína til fyrirhugaðrar
byggðar við Reykjavíkurhöfn.
Leggur Júlíus Vífill til að þess í
stað taki fyrirhuguð byggð mið af
byggingararfleifð miðborgarinnar,
þannig að hámarkshæð húsa verði
tvær hæðir og ris. Miðpunktur Mið-
bakkans verði fjölbreyttur matvöru-
markaður með ferska matvöru, líkt
og t.d. við höfnina í Seattle, og að tvö
verslunarhús/pakkhús á Árbæjar-
safni, Ullarhúsið og Kornhúsið, verði
flutt á bakkann og opnuð til útleigu
eða í tengslum við Sjóminjasafnið.
Hann leggur til að Faxaflóahafnir
byggi yfir matvörumarkaðinn og
leigi út líkt og félagið gerir með ver-
búðir í þess eigu. Húsið verði svo selt
Lágreist hús
rísi á byggð
við höfnina
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík leggur til markað á Miðbakka
Telur að fyrirhuguð 3-5 hæða byggð
muni loka höfnina af frá miðborginni
Ljósmynd/Júlíus Vífill
Árbæjarsafn Júlíus Vífill vill flytja
hús frá safninu niður á höfn.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Einn bátur á strandveiðum sum-
arsins kom með meira en 40 tonn
að landi. Það var Örn II SF 70,
sem reri á D-svæði, frá Hornafirði
til Borgarbyggðar, sem varð afla-
hæstur á strandveiðunum 2013 og
kom með 43,6 tonn að landi. Skip-
stjóri og eigandi Arnar er Elvar
Unnsteinsson á Höfn.
Á C-svæði frá Húsavík til Djúpa-
vogs var Gunnar KG ÞH 34 með
mestan afla, 39,8 tonn, sem tryggði
honum annað sætið meðal strand-
veiðibáta. Á svæði B frá Norður-
firði til Grenivíkur varð Hrafn-
tinna ÍS 150 aflahæst með 30,7
tonn. Aflahæstur þeirra 250 báta
sem réru á svæði A frá Arnarstapa
til Súðavíkur varð Gugga ÍS 63
með 24,6 tonn.
Meðatalsafli tíu efstu bátanna á
svæði D og C er nánast sá sami,
31,8 tonn á D og 31,7 á C. Þegar
skoðaðir eru 10 efstu bátarnir á
hverju svæði kemur í ljós að þeir
fóru í alls 1.645 sjóferðir sem er
nálægt 10% af heildarfjölda róðra
á strandveiðum 2013, en nánar er
fjallað um afla strandveiðibáta á
smabatar.is.
Alls lönduðu 675 bátar á strand-
veiðunum í sumar, en þeim lauk í
lok ágúst.
Örn SF með yfir 40 tonn og aflahæstur á strandveiðunum
Heildsöludreifing: Oddi Höfðabakka 7, S: 515 5000
m
ag
gi
@
12
og
3.
is
21
.8
52
/0
1.
13
sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni
Lífrænir maíspokar
Pokarnir henta vel við flokkun á lífrænum eldhúsúrgangi sem fer til jarðgerðar. Þeir eru fram-
leiddir úr maíssterkju og samlagast moltunni við jarðgerðina á nokkrum vikum. Þessir pokar eru
allt öðru vísi en hefðbundnir plastpokar sem eyðast afar hægt og geta verið skaðlegir náttúrunni.
Fást í öllum helstu verslunum.
42"= 159.900,-
42" LED ÞRÍVÍDDARTÆKI
LET42A700P
· 1920x1080p – Full HD
· 6.000.000:1 Dynamic Contrast
· 400 Hz endurnýjunartíðni
· Net@TV:HbbTV & You Tube
· Sjálfvirk uppfærsla hugbúnaðar gegnum netið
· TimeShift USB upptaka
· USB afspilun á myndböndum, tónlist og kvikmyndum
· DLNA innbyggð WiFi tenging
· Hótel stilling · Orkunokun: A
6 stk. 3D gleraugu fylgja
„Haier – The #1 Global Major
Appliances Brand For
4th Consecutive Year.“
– Euromonitor International
SKEIFAN 11· SÍMI 530 2800 / 550 4444 · WWW.ORMSSON.IS · WWW.BT.IS
39"= 99.900,-
50"= 169.900,-
39"/50" LED SJÓNVARP
· 1920x1080p – Full HD
· 4.000.000:1 Dynamic Contrast
· 200Hz endurnýjunartíðni
· DVB-T og DVB-C sjónvarpsmóttakarar
· 2xHDMI, SCART, USB, VGA
· USB afspilun á myndböndum, tónlist og ljósmyndum
C800HF
32"= 79.900,-
32" LED SJÓNVARP
G610CF
· 1920x1080 – FULL HD
· 4.000.000:1 Dynamic Contrast
· 100Hz endurnýjunartíðni
· DVB-T og DVB-C sjónvarpsmóttakarar
· 2xHDMI, SCART, Optical, USB, VGA, heyrnartól
· USB afspilun á myndböndum, tónlist og ljósmyndum
Eygló Harðar-
dóttir, félags- og
húsnæðismála-
ráðherra, hefur
ákveðið að skipa
nefnd til að ljúka
heildarendur-
skoðun almanna-
trygginga og gera
drög að frum-
varpi til nýrra
laga um lífeyris-
réttindi. Miðað er við að starfsgetu-
mat komi í stað örorkumats og að
skoðaðir verði kostir og gallar þess
að auka möguleika fólks til sveigj-
anlegra starfsloka ásamt einföldun á
lífeyriskerfinu.
Verkefni nefndarinnar verður tví-
þætt, segir í frétt á heimasíðu vel-
ferðarráðuneytis. Það felst annars
vegar í innleiðingu starfsgetumats í
stað örorkumats og hins vegar er
nefndinni ætlað að fjalla um fjárhæð-
ir lífeyrisgreiðslna til aldraðra og ör-
yrkja og skila drögum að frumvarpi
að nýjum lögum um lífeyrisréttindi
almannatrygginga.
Haft er eftir ráðherranum að
mikilvægt sé að ljúka heildarendur-
skoðun laga um almannatryggingar:
„Almannatryggingar eiga að vera
bæði öryggisnet og um leið stuðn-
ingsnet til að hjálpa fólki til sjálfs-
ábyrgðar, bættrar heilsu og virkrar
þátttöku í samfélaginu. Vonast ég til
að við getum á næsta ári lagt fram
frumvarp sem felur í sér betra
fyrirkomulag þessara mála,“ segir
ráðherrann m.a. í fréttinni.
Starfsgetumat
í stað örorkumats
Eygló
Harðardótir