Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 25
við náðum að koma í veg fyrir að það yrði gjaldþrota. Á árunum fyrir seinni bilunina, sem var árið 2011, hafði reksturinn gengið vel og því var félagið betur í stakk búið til að takast á við áfallið. Skömmu síðar missti skipið veiðileyfið og þá var ekki grundvöllur fyrir rekstrinum,“ segir Gísli. - Stofnendur Leikhúsmógúlsins sökuðu Thule um að reyna að bola þeim úr stjórn. Þeim þótti eðlilegra að það væri leikhúsmanneskja við stjórnvölinn. „Það stenst ekki skoðun. Sjóður- inn á einungis 22% og ræður því ekki för. Staðreyndin er engu að síður sú, að Brú 2 hefur lagt félaginu til 80% af þeim fjármunum sem það hefur úr að moða. Við tilnefndum einn stjórnar- mann í þriggja manna stjórn. Stofn- endur tilnefndu einn og sameiginlega tilnefndum við þriðja manninn. Ennfremur má ekki líta á Leikhús- mógulinn sem hreinræktað leikfélag. Það minnir meira á sérleyfi eins og Subway. Fyrirtækið á höfundar- og sýningarréttinn að einleiknum Hellisbúanum. Verkið er sýnt víða en það eru leikhús sem setja upp verkið, ráða eigin leikara og stýra uppsetn- ingunni. Leikhúsmógúllinn annast gæðaeftirlit og fleira. Þannig að reynsla okkar af fyrirtækjarekstri, sem stjórnendur Leikhúsmógúlsins skorti, nýttist fyrirtækinu vel. “ - Hvernig er hægt að réttlæta að láta félagið fá svona mikla fjármuni án þess að fá stærri hluta af kökunni? „Þetta er alþekkt þegar fjárfest er í sprotafyrirtækjum. Þess vegna eru gerðir ítarlegir samningar um allt það sem máli skiptir, t.d. hvernig skipa skuli stjórn, arðgreiðslur og hvernig fjárfestar geta farið út.“ 1,2 milljarða króna deila - Boðaði ráðherra til hluthafafund- ar að beiðni stofnenda svo hægt væri að skipa stjórn? „Já. Það hafa verið miklar deilur innan fyrirtækisins og stjórnin er óstjórnhæf. Í raun voru stofnendurn- ir rétt á undan okkur til ráðherra. Deilan nú snýst nú um 1,2 millj- arða króna sem Brú 2 hefur lagt fé- laginu til. Þetta er í raun skuldabréf sem við viljum fá greitt til baka með vöxtum, líkt og kveðið er á um í samningi okkar á milli. Á sama tíma hafa stofnendur félagsins boðist til að kaupa sjóðinn út fyrir 400 milljónir. Það munar 800 milljónum. Ef við gengjum að tilboðinu bæru lífeyris- sjóðir skarðan hlut frá borði. Í mínum huga er það rétta í stöð- unni að leita til dómstóla í ágreiningi sem þessum. Reksturinn hefur gengið með ágætum. Á síðustu sex árum hafa arðgreiðslur til hluthafa numið um 900 milljónum króna. Af þeim hefur Brú fengið um 200, eða um 20%, og aðrir hluthafar um 700 milljónir. Þær systur sem komu fram í Kastljósi hafa á síðustu sex árum fengið greiddar um 230 milljónir í arð.“ - Hvernig voru þessi fasteignavið- skipti sem Thule átti í og Kastljós sagði að hefði leitt til þess að skipta þurfti um kennitölu? „Árið 2006 keyptum við skrifstofu undir reksturinn. Það var hagstæð- ara að taka lán til kaupanna en að leigja enda var fjármagn þá ódýrt. Við tókum erlent lán hjá Spron og eftir hrun stökkbreyttist það. Við höfum reynt að semja við Dróma, þrotabú Spron, um lánið en hann hef- ur ekki svarað þeim tilboðum sem við höfum gert. Það eru margir aðrir í þessari stöðu, líkt og fram hefur komið í fréttum. Við fengum athuga- semdir frá Lúxemborg vegna þess að félagið var með neikvætt eigið fé og við urðum að taka á þeim vanda. Thule Investments er rekstrarfélag sjóða og á engar aðrar eignir en fast- eignina. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hafa eignarhald fasteignarinn- ar í aðskildu félagi. Á hinn bóginn, hefðum við tekið lánið hjá öðrum banka væri búið að leysa þennan hnút.“ Morgunblaðið/Kristinn FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 „Starf mitt hjá Thule snýst fyrst og fremst um að byggja upp íslenskt atvinnulíf með því að glæða nýsköpun lífi,“ segir Gísli. „Ég hef unnið í þessum bransa frá því ég var í doktorsnámi í tölvunarfræði í Bandaríkjunum og hef komið að mörgum sprotafyr- irtækjum, bæði þar í landi og í Evrópu. Í mínum huga er svona starfsemi algerlega lífs- nauðsynleg fyrir öll hagkerfi, ekki síst Ísland og íslenskt at- vinnulíf. Þótt sum þessara fyr- irtækja nái ekki væntum ár- angri þá skilja þau alltaf eftir sig þekkingu, og þau fyrirtæki sem verða stór skipta sköpum fyrir land og þjóð,“ segir hann. Í farvatninu eru ýmis spenn- andi verkefni hjá Thule, að hans sögn. Ber þar hæst fjár- mögnun Emerald sæstrengs- ins sem skapa mun mikil verð- mæti fyrir íslenskt samfélag um langa framtíð. Thule In- vestments leitar slíkra tæki- færa í víðu samhengi og leit- ast við að laða til þeirra bæði innlent og erlent fjármagn og gæta í kjölfarið hagsmuna fjárfestinganna til víðtækrar verðmætasköpunar. Nýsköpun er hagkerfum nauðsynleg GLÆÐIR NÝSKÖPUN LÍFI                                          !"# $% " &'( )* '$* +,+-., +./-0, ++1-23 ,+-3/1 +/-/23 +.-,0, +,.-.+ +-,,42 +.3-10 +5/-1 +,,-++ +/4-+. ++1-00 ,+-25/ ,4-44, +.-3,1 +,/-+0 +-,,2 +.2-,, +14-45 ,4,-//,. +,,-2 +/4-12 ++0-++ ,+-5,, ,4-41+ +.-3. +,/-53 +-,,01 +.2-00 +14-5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Mjög rólegt var á millibankamark- aði með gjaldeyri í ágúst að sögn hag- fræðideildar Landsbankans. Heildarveltan í mánuðinum var 11,8 milljarðar kr. eða 74 milljónir evra, sem er nokkuð undir meðaltali seinustu 12 mánaða þar á undan, en á því tímabili var veltan að meðaltali 14,7 milljarðar kr. Af 21 viðskiptadögum voru einungis ellefu þar sem a.m.k. ein viðskipti áttu sér stað. Í miðjum mánuðinum voru fimm samfelldir viðskiptadagar, föstu- dagurinn 16. ágúst til fimmtudagsins 22. ágúst, þar sem engin viðskipti áttu sér stað. Slíkt hefur ekki gerst síðan í ágúst 2010. Nánar á mbl.is Engin viðskipti voru fimm daga í röð STUTT Við munum bjóða upp á gott úrval íslenskra og erlendra bóka á afar hagstæðu verði. Hægt verður að tryggja sér reyfara, nú eða rómantíska skáldsögu, á 999 krónur. Fyrir heimsborgarann höfum við einnig bækur sem eru aðfluttar hingað til lands og valdar af kostgæfni af bókelskum starfsmönnum verslunarinnar. Þar má nefna ljósmyndabækur, listaverkabækur, skáldsögur, myndasögur og margt, margt fleira. Haustið nálgast, það er eins gott að eiga nóg að lesa! Við hlökkum til að sjá þig kæri lesandi! Í dag, lesandi góður, hefst bókaútsala í IÐU Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9 - 22 Prófessor Gísli Hjálmtýsson er doktor í tölvunarfræði og var prófessor við HÍ 2000- 2001 og HR 2001-2007.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.