Morgunblaðið - 07.09.2013, Page 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Breska forsætisráðuneytið krafði stjórnvöld í
Kreml skýringa á ummælum rússnesks embættis-
manns sem hæddist að Bretlandi, kallaði það „litla
eyju sem enginn gefur gaum“. Embættismaðurinn
lét þessi orð falla við nokkra fréttamenn fyrr í vik-
unni, en talsmaður Pútíns lagði áherslu á að forset-
inn hefði ekki viðhaft þessi ummæli.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands,
varði landið, tíundaði afrek Breta í glæstri sögu
þeirra, sagði þá m.a. geta verið stolta af sigrum á
fasistum og nasistum í Evrópu, afrekum á sviði
lista og bókmennta, auk sem þeir hefðu fundið upp allar íþróttir sem iðk-
aðar væru núna í öllum heiminum.
Bretland ekki bara „lítil eyja“
CAMERON SVARAR RÚSSA SEM HÆDDI BRETA
David Cameron
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Barack Obama Bandaríkjaforseta og
Vladímír Pútín Rússlandsforseta
tókst ekki að jafna ágreining sinn um
hvort grípa ætti til hernaðaraðgerða
gegn stjórn Sýrlands á tveggja daga
leiðtogafundi G20-ríkjanna sem lauk
í Pétursborg í gær.
Eftir fundinn birti Bandaríkjafor-
seti yfirlýsingu þar sem leiðtogar ell-
efu af G20-ríkjunum hvetja til „öfl-
ugra alþjóðlegra viðbragða“ við
mannskæðri efnavopnaárás sem
gerð var í úthverfum Damaskus 21.
ágúst. „Sönnunargögnin benda
greinilega til þess að ríkisstjórn Sýr-
lands beri ábyrgð á árásinni sem er
hluti af mynstri í notkun efnavopna
af hálfu stjórnarinnar,“ segir meðal
annars í yfirlýsingunni. „Við hvetj-
um til öflugra alþjóðlegra viðbragða
við þessu broti á alþjóðlegum reglum
og siðferðisgildum, viðbragða sem
senda skýr skilaboð um að aldrei
megi fremja slík grimmdarverk
aftur.“
Hvetja ekki til hernaðar
Í yfirlýsingunni er þó ekki beinlín-
is hvatt til hernaðaraðgerða í Sýr-
landi. Á meðal ríkja sem styðja yfir-
lýsinguna eru Frakkland, Bretland
og Sádi-Arabía, auk Bandaríkjanna.
Obama og Pútín ræddu deiluna á
hálfrar klukkustundar fundi þegar
hlé var gert á formlegri dagskrá leið-
togafundar G20-ríkjanna. „Við sett-
umst niður og töluðum saman…
Þetta var uppbyggilegt, þýðingar-
mikið og kurteislegt samtal,“ sagði
Pútín en bætti við að hvorugur
þeirra hefði hvikað frá afstöðu sinni í
deilunni.
Sýrlandsmálið var ekki formlega á
dagskrá G20-fundarins en leiðtogar
aðildarríkjanna ræddu það yfir
kvöldverði í fyrrakvöld.
Leiðtogar Bretlands, Frakklands,
Kanada og Tyrklands studdu áform
Obama um að gera loftárásir á skot-
mörk í Sýrlandi til að refsa einræðis-
stjórninni fyrir efnavopnaárásina, að
sögn The Financial Times. Hermt er
að leiðtogar annarra ríkja, meðal
annars Þýskalands og Ítalíu, hafi
ekki léð máls á hernaðaraðgerðum
án samþykkis öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna. Pútín sagði að meiri-
hluti leiðtoganna væri andvígur því
að gerðar yrðu árásir á Sýrland án
heimildar öryggisráðsins.
Búa sig undir árásir
Bandarískir embættismenn gáfu
til kynna að þeir teldu útséð um að
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
heimilaði hernaðinn vegna andstöðu
Rússa og Kínverja sem eru með neit-
unarvald í ráðinu og hafa þegar fellt
þrjár ályktunartillögur sem lagðar
voru fram til að auka þrýstinginn á
stjórnina í Sýrlandi. Bandaríkja-
stjórn gaf til kynna að hún myndi
hefja lofthernaðinn án samþykkis
öryggisráðsins.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
hefur þegar gert varúðarráðstafanir
vegna hugsanlegra árása á Sýrland,
hvatt Bandaríkjamenn til að forðast
að fara til grannríkjanna Líbanons
og Tyrklands, auk þess sem flestir
starfsmenn sendiráðs Bandaríkj-
anna í Beirút hafa verið fluttir það-
an. Obama hyggst ávarpa banda-
rísku þjóðina á þriðjudag, daginn
eftir að bandaríska þingið kemur
saman eftir sumarhlé og tekur fyrir
beiðni forsetans um heimild til loft-
hernaðar í Sýrlandi.
Óánægðir með
klofning ESB-ríkja
Obama þakkaði François Hol-
lande, forseta Frakklands, fyrir
stuðning á leiðtogafundinum. Frakk-
land er eina ríkið sem hefur lofað að
taka þátt í lofthernaðinum með
Bandaríkjamönnum. Hollande sagði
þó í gær að Frakkar myndu ekki
gera neinar loftárásir á Sýrland fyrr
en eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð-
anna legðu fram skýrslu um efna-
vopnaárásina.
Frönsk stjórnvöld létu í ljós
óánægju með klofninginn í málinu
meðal ríkja Evrópusambandsins
sem hefur reynt að móta sameigin-
lega stefnu í utanríkismálum. Utan-
ríkisráðherrar aðildarríkjanna komu
saman í Vilníus í gær til að ræða
ágreininginn. Fyrr um daginn
ræddu varnarmálaráðherrar
ríkjanna Sýrlandsmálið í litháísku
höfuðborginni. „Það eru mörg merki
um að stjórnin hafi beitt efnavopn-
um,“ sagði Juozas Olekas, varnar-
málaráðherra Litháens, um niður-
stöðu fundarins. Hann bætti við að
allir varnarmálaráðherrarnir hefðu
fordæmt efnavopnaárásina og vildu
að þeir sem ættu sök á henni yrðu
dregnir til ábyrgðar en ráðherrarnir
hefðu aftur á móti deilt um hvernig
bregðast ætti við árásinni.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, varaði við því
að loftárásir á Sýrland gætu kynnt
undir borgarastríðinu í landinu og
aukið á þjáningar íbúanna. „Ég verð
að vara við því að vanhugsaðar hern-
aðaraðgerðir gætu haft alvarlegar
og hörmulegar afleiðingar og aukið
hættuna á frekari átökum milli þjóð-
ernishópanna,“ sagði Ban Ki-moon.
Telja útséð um samþykki SÞ
Bandaríkjastjórn býr sig undir lofthernað í Sýrlandi án samþykkis öryggisráðsins Ellefu af G20-
ríkjunum telja stjórn Sýrlands eiga sök á efnavopnaárás og hvetja til „öflugra alþjóðlegra viðbragða“
AFP
Klofningur á leiðtogafundi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gengur framhjá öðrum leiðtogum G20-ríkja á fundi þeirra í Pétursborg í gær.
Undirbúa stórsókn
» Uppreisnarmenn í Sýrlandi
segjast vera að undirbúa sókn
úti um allt landið samhliða
hugsanlegum loftárásum
Bandaríkjanna. Þeir segjast
ætla að notfæra sér loftárás-
irnar til að ráðast á stjórnar-
herinn, einkum í grennd við
Damaskus.
» Nokkrir uppreisnarforingj-
anna tortryggja þó Bandaríkja-
menn og óttast að bandaríski
herinn reyni að gera loftárásir
á liðsmenn uppreisnarhreyf-
inga sem tengjast al-Qaeda.
Heimild: G20
G20
Argentína
Ástralía
Brasilía
Bretland
Kanada
Kína
Frakkland Þýskaland
Indland
Indónesía
Ítalía Japan
Mexíkó
Rússland
Suður-Afríka
Suður-
Kórea
TyrklandBandaríkin
Evrópusambandið
á einnig aðild
að G20 og fulltrúi þess
á leiðtogafundum er
forseti leiðtogaráðs ESB
Samanlögð framleiðsla aðildarríkjanna nemur nær 90% af heimsframleiðslunni og
íbúar þeirra eru um tveir þriðju mannkyns
Sádi-
Arabía
Leiðtogafundur
í Pétursborg
5. - 6. september