Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Indverjar hafaá und-anförnum ár- um verið á mikilli uppleið. Efna- hagur landsins hefur farið sífellt stækkandi og landið oft nefnt í sömu andrá og Kína og Brasilía sem efna- hagslegt risaveldi framtíð- arinnar. Fréttir síðustu vikna hafa hins vegar dregið þar úr en landið er nú sagt vera í sinni mestu krísu síðan árið 1991 þegar indverska ríkið þurfti að selja hluta af gull- forða sínum til þess að eiga fyrir lánum. Í kjölfar þess brugðust stjórnvöld við með umbótum sem allar sneru í frjálsræðisátt og gerðu mikið til þess að koma á þeim upp- gangi sem verið hefur, þar til nú. Indland hefur verið vinsæll áfangastaður fyrirtækja að undanförnu. Á uppgangstím- anum streymdi erlent fjár- magn til Indlands, sem ýtti undir hækkun á raungengi, jók innflutning á kostnað út- flutnings. Innlenda fjár- magnið fór því í fasteignir og blés til fasteignabólu og hluta- fjárbólu samhliða auknum viðskiptahalla. Nú þegar ból- urnar eru sprungnar og ind- verska myntin, rúpían, hefur verið að falla eru gjaldeyr- ishöft hert. Hættan er sú að óðagot eða örvænting muni keyra gjaldmiðilinn enn neð- ar. Einhverjum kann að þykja þetta kunnugleg sviðsmynd við stöðuna hérlendis fyrir nokkrum árum. Vandi Ind- verja er þó af dýpri rótum. Þó að landið eigi að heita lýðræð- isríki er enn mikil stéttaskipt- ing þar og misskipting á gæð- um, og einungis um 3% landsmanna greiða tekju- skatt. Þó að þar sé um 37 milljónir manna að ræða segir það sig sjálft að indverska rík- ið getur illa staðið við skuldbind- ingar sínar með þessu áframhaldi. Indverjar eygja ýmsar vonir um að það muni takast að afstýra algjöru hruni. Nýjum seðlabankastjóra hefur verið líkt við „rokkstjörnu“, en sá mun helst hafa unnið sér það til frægðar að hafa varað við lausafjárkreppunni 2008. Útflutningsgreinar lands- ins eru að taka aftur við sér og einhverjir telja að með lægra gengi rúpíunnar skapist tæki- færi til þess að laða að erlend fyrirtæki sem nú þegar eru með mikil umsvif í landinu. Þetta mun þó tæpast duga til að leysa vandann heldur þarf nánast algjöra hugar- farsbreytingu meðal Ind- verja. Auka þarf atvinnu- möguleika ungs fólks, afnema ríkiseinokun á helstu fram- leiðsluvörum og gera umbæt- ur á stífu regluverki sem um- lykur og kæfir frjálst framtak. Viss von er til að forsætis- ráðherra landsins, Manmohan Singh, hafi skilning á þessu og muni beita sér fyrir jákvæð- um breytingum. Hann hefur í það minnsta talað um umbæt- ur í frjálsræðisátt og í skatta- málum sem eigi að auka vöxt. Stjórnarandstaðan hefur á hinn bóginn gefið lítið fyrir þetta og telur að orðum Singh hafi ekki fylgt miklar efndir fram til þessa. Indland er þriðja stærsta hagkerfi Asíu og hefur stækk- að hratt. Vöxtur þar var um 8% fyrir tveimur árum en er nú nær helmingi hægari. Ís- land hefur tiltölulega lítil bein viðskipti við Indland, en vegna stærðar landsins og aukinna umsvifa skiptir heimsbyggðina alla máli að Indverjar nái tökum á efna- hag sínum og takist að tryggja áframhaldandi vöxt. Ekki verður auðvelt fyrir Indverja að koma efnahag landsins í fyrra horf} Efnahagsvandi Indlands Hagræðing-arhópur rík- isstjórnarinnar er að störfum og í samtali Morg- unblaðsins við for- mann hans, Ás- mund Einar Daðason, kom fram að vinnunni miðaði ágætlega. Það var jákvætt en Ás- mundur bætti við að verk- efnið væri gríðarlega um- fangsmikið og að ekki væri tímabært að segja til um hversu stór hluti tillagna hópsins yrði sjáanlegur í væntanlegu fjár- lagafrumvarpi. Þetta er nokk- urt áhyggjuefni því það er eins með þetta verkefni og önnur sem rík- isstjórnin hefur tekið sér fyr- ir hendur, tíminn til að sýna árangur er skammur. Brýnt er að þegar í haust sjáist ár- angur af starfi sumarsins á þessu sviði sem öðrum. Mikilvægt er að hag- ræða hjá hinu op- inbera og endur- skoða umsvif þess} Aðkallandi hagræðing R etoríska spurningin „Er þetta frétt?“ heyrist sífellt oftar hróp- uð yfir gúrkutíðarfréttum og fréttum sem eru svo mjúkar að silki myndi blikna við hliðina á þeim. „Forsetinn er í íþróttaskóm“ – „kommon, er ekkert að gera á þessum fjölmiðlum?“ heyr- ist í virkum. „Bíllinn hans Brad Pitt hurðaður – reyndist vera Steve Carell“ – „í alvöru?“ segja bloggheimar. En stundum gerist eitthvað fréttnæmt. Und- anfarin tvö ár hafa átök geisað í Sýrlandi. Talið er að um 100.000 manns hafi fallið í átökunum, þrjár milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og tvær milljónir hafa flúið landið. Í ágúst í fyrra dró Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, rauða línu í sandinn, þar sem hann sagði að Bandaríkin myndu ekki líða notkun efnavopna í landinu. Talið er að stjórnarherinn hafi beitt saríngasi á stjórnarandstæðinga og óbreytta borgara á árinu. Obama og félagar, Francois Hollande Frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segjast tilbúnir að beita hernaðarmætti ríkja sinna til að slá á puttana á Sýrlandsforseta fyrir að beita þessum vopnum, en efnavopn þykja svo viðbjóðsleg að notkun þeirra var bönnuð á millistríðsárunum. Þetta er frétt. Þrátt fyrir það virðist nýja uppskriftin að glúteinlausum prótínbollakökum, fréttir af brjóstnámi Angelinu Jolie eða afmælisgjöfum borgarfulltrúa vekja talsvert meiri athygli en þessi stórfrétt. Það heyrir því miður til undantekninga að fréttaþyrstir Íslendingar sökkvi sér í alvarlegar fréttir, einkum fréttir utan úr heimi. Þegar fréttamiðlarnir ákveða svo að sýna fréttafíklunum hvernig stríð lítur út í al- vörunni virðist sem allt ætli að keyra um þver- bak. Myndir á forsíðu mbl.is af börnum sem höfðu látið lífið í saríngasárás virtust strjúka fólki öfugt, þó svo að nokkrir lesendanna hefðu vakið athygli á því að þetta er það sem er að gerast í heiminum og eðlilegt að fréttamiðill sýni lesendum sínum heiminn eins og hann er. Stríð er því miður ekki bara hausamyndir af forsetum með áhyggjufullan svip eða mynd- bönd af Tomahawk-flugskeytum sem er skotið á loft af þilfari bandarísks tundurspillis fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi flugskeyti bera 450 kílógramma sprengihleðslu. Þessi flugskeyti lenda einhvers staðar. Svona fréttir virðast hins vegar ótrúlega fáir lesa. Blaðamaður Monitor, systurblaðs Morgun- blaðsins, kom hins vegar með krók á móti bragði. Fyr- irsögnin „Sláandi kynlífsmyndband“ á vef Monitor er trójuhestur af sama meiði og fjöldapóstarnir sem sendir voru í MR á sínum tíma, þar sem tölvupóstar með óá- hugaverðum tilkynningum og óskum um að nemendur tækju að sér hrútleiðinleg embætti voru yfirleitt með við- fangsefninu „Bjór, klám og stórslysamyndir!“ Þannig póstur liggur ekki lengi ólesinn í pósthólfinu. Þá var hent að því gaman að það myndi umtalsvert auka lestur „al- vöru“ frétta ef hægt væri að fá Ryan Gosling til að tjá sig, eða neita að tjá sig, um vanda Íbúðalánasjóðs eða þá stað- reynd að ríkið borgar um 90 milljarða króna í vexti árlega. En ég er sennilega ekki að segja neinar fréttir með þessu. gunnardofri@mbl.is Pistill Er þetta frétt? Gunnar Dofri Ólafsson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það er búið að skera allt innað beini og það er enginfita eftir. Og það er ekkihægt að gera neitt nema með auknu fjármagni,“ segir Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir blóð- lækninga á Landspítala, um mögu- leika stjórnenda spítalans til að leysa úr þeim vanda sem steðjar að lyflækningadeild, þar sem stöðugildi deildarlækna eru tuttugu og fimm en starfandi deildarlæknar aðeins sjö. Læknafélag Íslands efndi til fundar um ástandið á fimmtudag, þar sem stjórnvöld og stjórnendur Landspítala voru hvött til að „bregð- ast við með ásættanlegum hætti“. Hlíf segir augljóst að ekki verði hægt að vinna samkvæmt gildandi neyðaráætlun nema í nokkrar vikur. Menn virðast almennt sammála um að margt þurfi að koma til þann- ig að málum verði borgið til fram- tíðar. „Það sem gerir lyflækning- unum mjög erfitt fyrir er t.d. aðstaðan. Við þurfum að manna vaktir í tveimur húsum og þá verða ekki þessi samlegðaráhrif sem gætu orðið ef við værum í einu húsi; öll bráðaþjónusta lyflækninga og öll þjónusta vegna hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, meltingar- sjúkdóma, gigtarsjúkdóma, allar undirsérgreinar lyflækninga,“ segir Hlíf. Hún segir marga hafa sýnt langlundargeð vegna nýs sjúkrahúss en ef þær hugmyndir séu út af borð- inu verði að finna aðrar lausnir á húsnæðisvanda spítalans. Stjórnvöld styrki sérnámið Vilhelmína Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri lyflækningasviðs, seg- ir álagið á sviðinu annað úrlausnar- efni en það hafi verið gríðarlegt undanfarin misseri. „Þar þurfum við að vinna með öðrum sviðum spít- alans og eins skiptir miklu máli að sjúklingar sem eru að bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili, og eru búnir að fá samþykkt færni- og heilsumat, bíði ekki hjá okkur. Þeir hafa verið nálægt fimmtíu á hverjum tíma síðastliðið ár og það hefur bæst ofan á lækna og annað starfsfólk sviðsins að sjá um þessa sjúklinga,“ segir hún en það sé sjúklingunum fyrir bestu að komast sem fyrst inn á hjúkrunarheimili. Vilhelmína segir einnig mikil- vægt að bæta vinnu- og námsaðstöðu læknanna en það sé til lítils að bjóða upp á gott kennsluprógramm ef læknarnir geta ekki stundað námið sökum anna. Þá hvetur hún stjórn- völd til að leggja til fjármagn til sér- fræðimenntunar lyflækna. „Stjórn- völd hafa fjármagnað að hluta sérnám í heimilislækningum og það væri mjög mikilvægt ef þau styrktu líka framhaldsnám í lyflækningum, því lyflækningar eru grein sem er mjög mikilvæg, sérstaklega í þjóð- félagi sem er að eldast,“ segir hún. Síðast en ekki síst þarf spítalinn að geta boðið íslenskum læknum samkeppnishæf laun, segir Vilhelm- ína, en þar þurfa stjórnvöld einnig að koma að borðinu í gegnum kjara- samninga. „Við erum á alþjóðlegu vinnumarkaðssvæði og það er skort- ur á læknum mjög víða. Það er boðið í okkar lækna bæði á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og víðar og það er auðvelt fyrir þá að fá vinnu á fínustu stöðum,“ segir hún. Ísland hafi dreg- ist langt aftur úr hvað launakjörin varðar. Vilhelmína segir stjórnendur spítalans í góðu sambandi við stjórn- völd og að allir séu meðvitaðir um ástand mála. „Ég vona að yfirvöld sjái að svona getur þetta ekki gengið og hjálpi okkur með þetta,“ segir hún. Lítið gert án aukins fjármagns frá ríkinu Morgunblaðið/Rósa Braga Læknar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fylgdist með fjölmenn- um fundi Læknafélags Íslands sem haldinn var í fyrradag. Leifur Bárðarson, settur land- læknir, segir embættið vissu- lega hafa áhyggjur af málum á lyflækningasviði Landspítalans en að tillögur að lausnum verði að koma þaðan. Hann segir að menn verði að falla frá þeim hugsunarhætti að „redda þess- um róðri fyrir horn“ og horfa á málin í stærra samhengi. „Þrátt fyrir allt þá erum við ekki með neinar tölur sem segja að við séum komin á einhvern óskaplegan botn varðandi ár- angurinn í heilbrigðisþjónust- unni en ef þetta heldur svona áfram og þetta er borið uppi af örfáum eldmóðssálum þá geng- ur það auðvitað ekki,“ segir hann. Leifur segir að horfa þurfi á málin frá fleiri hliðum en bara þeirri fjárhagslegu og m.a. spyrja að því hvort andrúms- loftið á spítalanum hafi eitt- hvað með það að gera hvernig tekst að fá fólk til starfa. Reddingar duga ekki LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.