Morgunblaðið - 07.09.2013, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Íslendingar eru um þessar mundir að leggja niður þann sið að verða sadd-ir eða mettir – enda gæti slíkt bent til að þeir kynnu sér ekki magamálog væru á hraðri leið að verða feitir (eða stórir eins og nú þykir fínna). Ístað þess að verða södd verður þjóðin nú góð (stundum fín). Dæmi:
Gestgjafi: Má bjóða þér upp á meiri súpu?
Gestur: Nei takk, ég er góður.
Og augljóst er að þessi yfirlýsing hefur ekkert að gera með hjartalag við-
komandi.
Þetta var náttúrlega ekki mál Gunnars á Hlíðarenda og Njáls. Þær Hall-
gerði langbrók og Bergþóru hefði vafalítið rekið í rogastans ef þeir vinir hefðu
svarað boði þeirra kvenna um ábót með því að þeir væru góðir (eða, sem lík-
legra reyndar væri, að þeir væru drengir góðir).
Þetta er eins og margt
annað nýmælið í málinu
runnið úr ensku (I am good)
og er orðið mál ákaflega
margra hér á landi. Þó eru
þeir ófáir sem þykir sem hér
hafi verið skotið yfir markið
og finnst lítið til koma. Þeir hafa margir hverjir gert sér gómsætan mat úr
þessu og til hafa orðið þekktir leikþættir þessu tengdir. Dæmi:
Gestgjafi: Má bjóða þér meiri súpu?
Gestur: Nei takk, ég er góður.
Gestgjafi: Já, ég veit það, en má ekki bjóða þér meiri súpu?
Eða:
Gestgjafi: Ég læt það nú vera en má ekki samt bjóða þér meiri súpu?
Eða:
Gestgjafi: Annað hef ég samt frétt. Þú gætir heimsótt hana móður þína,
gamla og örvasa, oftar. Ég býð þér nú samt meiri súpu.
Þetta má síðan útfæra á marga aðra vegu eftir því sem sköpunargleðin blæs
fólki í brjóst.
Annars má heyra þessa nýju notkun lýsingarorðsins góður víðar en við mat-
borð. Fyrir skömmu var ég í Hagkaupum og heyrði þá konu nokkra, sem ýtti á
undan sér hlaðinni innkaupakerru, kalla til manns síns að hún væri orðin góð.
Hún átti við að nú væri nóg komið af vörum í kerruna, mál að hætta, aka að af-
greiðsluborði og taka fram veskið.
Þessi nýja notkun orðsins góður leiðir til þess að andstæðuparið góður –
vondur lendir á villigötum. Til dæmis gengur eftirfarandi dæmi ekki upp:
Gestgjafi: Má bjóða ykkur meiri súpu?
Gestur: Nei takk, ég er góður.
Gestur: Já takk, ég er vondur.
Til er þannig orðið nýtt andstæðupar, góður – svangur.
Eins og fram hefur komið er ég ekki sérstaklega hrifinn af þessum gæða-
blóðum, sem nú slá hring um matborð þjóðarinnar, og þykir sem íslenskt mál
hafi ekki auðgast fyrir framlag þeirra. Það kann að vísu að eiga rætur í því að
ég er ákaflega lystugur og segi eiginlega alltaf þegar gestgjafi býður mér
meiri súpu:
Já takk.
Af gæðablóðum
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Morgunblaðið/Eggert
Benedikt Erlingsson hefur unnið menningarlegtafrek með kvikmynd sinni um íslenzka hest-inn. Reyndar er þetta ekki fyrsta slíka afrekiðsem þessi ungi leikari og leikstjóri vinnur.
Hann hefur unnið merkilegt frumkvöðlastarf við að
kynna efni Íslendingasagna fyrir nýjum kynslóðum Ís-
lendinga eins og sýningarnar um Egil Skallagrímsson og
Gunnlaug Ormstungu eru til marks um. Sterk tilfinning
Benedikts fyrir íslenzkri þjóðmenningu vekur athygli.
Kvikmynd Benedikts um íslenzka hestinn kallar fram
ljúfar minningar af margvíslegu tagi, alla vega fyrir mína
kynslóð. Sveitalífið sem var birtist okkur á ný með sínum
hætti. Gömul kynni af íslenzka hestinum rifjast upp.
Stórbrotin náttúra landsins blasir við.
Ég hef að vísu alltaf verið meiri áhugamaður um kýr
en hesta. En þar sem gæðingarnir þeystu um grundir í
kvikmynd Benedikts varð mér hugsað til tveggja gam-
alla vina minna, Þokka og Faxa. Þeir voru að vísu ekki
gæðingar í nútímaskilningi
þess orðs en þeir stóðu fyrir
sínu. Þokki var kominn yfir tví-
tugt en dag hvern að sumri til
var hann spenntur fyrir hest-
vagn og flutti mjólkina áleiðis
til móts við mjólkurbílinn. Ég
mátti að vísu ekki standa aftan á vagninum eins og ég
hafði séð menn gera í bandarískum kúrekamyndum en
þá kom Faxi til sögunnar. Það var auðveldara að láta sér
þykja vænt um Þokka. Faxi var fjarlægari persónuleiki.
Þar að auki hafði ég dottið af baki á Faxa. Um þá lífs-
reynslu segir í kafla í bók, sem út kom árið 1998 á vegum
bindindishreyfingarinnar og heitir Á lífsins leið:
„Á Hæli (í Flókadal í Borgarfirði) var bæði kúabú-
skapur og sauðfjárrækt. Á vorin smöluðum við Hæls-
heiðina og það var töluvert verk. Mér virtist smölunin
spanna að mestu landsvæðið milli Geirsár og Flókadals-
ár og langleiðina inn að Oki. Þegar fénu hafði verið smal-
að í réttina sem enn stendur við túnfótinn á Hæli var tek-
ið til við að rýja ærnar með handklippum. Mér gekk
þokkalega að ná tökum á því verki. Í fyrstu smala-
mennsku minni var ég settur á brúnan hest sem hét Faxi.
Hann var hastur en rólegur. Það var engin áhætta tekin.
En ég datt samt af baki. Það var mikil niðurlæging og ég
var gráti næst. Þá kom Guðmundur Bjarnason þeysandi
á hvítum hesti, Kjóa, sem hann átti sjálfur og sagði:
„Hérna, Styrmir minn, taktu þennan.“
Þetta var upphafið að vináttu okkar Guðmundar sem
stóð til æviloka hans.“
Guðmundur Bjarnason var gamli bóndinn á Hæli.
Kjói var gæðingur. Þess vegna skil ég þá sem hafa
áhuga á hestum, þótt sjálfum þyki mér kýr forvitnilegri
skepnur.
Á Kjóa upplifði ég sjálfan mig sem Roy Roger á Trig-
ger en þá félaga þekkja yngri kynslóðir sennilega ekki!
Þegar fólkið úr sveitinni í kvikmynd Benedikts kom
saman á hestum rifjuðust upp fyrir mér útreiðartúrar
fólksins á bæjunum í Flókadal og stöku sinnum úr Reyk-
holtsdal á sunnudögum. Þeir gáfu mér færi á að skoða
fólkið í sveitinni og kynnast því sumu, bændasonum og
heimasætum og nokkrum kaupakonum. Heimferðin af
hestamannamótum á Hvítárbökkum var hápunktur
slíkra sameiginlegra hestaferða. Á beinum og breiðum
vegarkafla var alltaf hleypt.
Ég hef fylgzt með þessu fólki mestan hluta ævinnar úr
fjarlægð og séð hvernig ný og ný kynslóð úr sömu fjöl-
skyldu hefur tekið við búinu og hvernig fjölskyldur hafa
tengzt. Það er ævintýri að lesa bækur Kristleifs Þor-
steinssonar fræðaþular á Stóra Kroppi um fólkið og
mannlífið í Borgarfjarðardölum og sjá hvernig fólk úr
sömu fjölskyldum hefur
með margvíslegum hætti
dreifst um þess dali.
Það eru nýir tímar
framundan í sveitum á Ís-
landi. Við leitum nú log-
andi ljósi að nýjum vaxt-
arbroddum í íslenzku atvinnulífi. Frændur okkar og vinir
á Írlandi telja sig vita hvar vaxtarbroddinn í þeirra at-
vinnulífi sé að finna. Rök þeirra eru þau að fólksfjölgun
sé svo mikil í heiminum að markaður fyrir matvæli fari
stórvaxandi. Þeir ræða nú um að afnema mjólkurkvóta á
Írlandi. Eftirsókn í framhaldsnám, sem tengist landbún-
aði er vaxandi.
Fólk er að verða þreytt á borgarlífinu og þeim þrýst-
ingi sem því fylgir. Þess vegna má búast við að margir
leiti út í sveitirnar á ný á næstu árum og áratugum. Lífið
verður einfaldlega betra þar og auðveldara að ala upp
börn.
Landsbyggðin á Íslandi, sem margir hafa formælt á
undanförnum áratugum og talað niður til, mun rísa á ný
og fólk þeysa um á gæðingum ekki síður en bílum.
Með kvikmynd sinni er Benedikt Erlingsson ekki bara
að bregða upp mynd af íslenzka hestinum og tengslum
hans við mannskepnuna. Hann er líka að bregða upp
mynd af þeirri framtíð, sem við getum séð fyrir okkur í
sveitum landsins, hvort sem er í Borgarfjarðardölum, við
Djúpið og nyrzt á Ströndum eða í einni af afskekktustu
sveitum landsins í Skaftafellssýslum, þaðan, sem móðir
Benedikts, Brynja heitin Benediktsdóttir, var ættuð.
Kvikmynd þessa tileinkar Benedikt minningu móður
sinnar. Ég átti í fyrstu erfitt með að skilja áhuga Brynju
á lífi fólks á norðurslóðum, þegar hún setti upp leikverkið
INÚK ásamt samstarfsfólki sínu en seinni árin hefur
mér orðið ljóst að með því verki, sem fjallaði um hlut-
skipti og örlög Grænlendinga vísaði Brynja veginn til
þess áhuga sem nú beinist að norðurslóðum. Þeir fræði-
menn eru til sem telja að hin mikla bylting 21. aldar verði
ekki tilfærsla valds og áhrif frá Vesturlöndum til Asíu
heldur sú mikla uppbygging, sem verði í nýja norðrinu.
Kvikmynd Benedikts Erlings-
sonar er menningarlegt afrek
Með leikverkinu INÚK vísaði
Brynja heitin Benediktsdóttir veginn
til áhuga nútímans á norðurslóðum
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Nokkrar bækur hafa birst áensku um bankahrunið, og
kennir þar margra grasa. Ein er
Deep Freeze: Iceland’s Economic
Collapse eftir Philipp Bagus og
David Howden, sem kom út hjá
Ludwig von Mises-stofnuninni í
Alabama 2011. Þessum tveimur
ungu hagfræðingum er mjög í mun
að kenna Seðlabankanum íslenska
um bankahrunið 2008. Hann hafi
ábyrgst skuldir banka, svo að þeir
hafi hegðað sér gáleysislega. Þeir
Bagus segja á bls. 95: „Seðlabank-
inn, sem var undir stjórn Davíðs
Oddssonar, sendi 13. nóvember
2001 frá sér fréttatilkynningu, sem
fól í sér, að hann yrði þrautavaral-
ánveitandi fjármálakerfisins.“
Í fyrsta lagi var Davíð Oddsson
ekki seðlabankastjóri 2001. Í öðru
lagi var þessi fréttatilkynning um,
að ný lög um Seðlabankann hefðu
tekið gildi. Ekki var í lögunum
minnst á, að Seðlabankinn yrði
þrautavaralánveitandi, heldur hon-
um aðeins veitt heimild til að veita
fjármálastofnunum lán. Í frétta-
tilkynningunni sagði, að samkvæmt
lögunum væri Seðlabankanum veitt
heimild til að veita þrautavaralán.
En slík heimild felur ekki í sér
skyldu.
Í þriðja lagi vísaði Davíð sjálfur
því beinlínis á bug að Seðlabank-
inn þyrfti undir öllum kring-
umstæðum að gegna slíku hlut-
verki. Hann sagði á
blaðamannafundi í Seðlabankanum
8. maí 2008: „Skyndilega hefur
það gerst, þegar fjárþurrð skap-
ast, að þá kemur upp sú kenning,
að seðlabankar eigi að vera ein-
hvers konar ábyrgðarsjóður
banka, í hvaða stærð sem þeir
fara. Þetta hefur maður nú aldrei
heyrt um áður, að bankar eigi að
stækka eins og þeim hentar og
taka þá áhættu, sem þeim hentar,
en síðan beri almenningi, fyrir
meðalgöngu síns seðlabanka, að
vera einhvers konar ábyrgð-
arsjóður út í það óendanlega fyrir
slíka starfsemi.“ Davíð bætti við,
að vissulega hlyti Seðlabankinn að
reyna að tryggja peningalegan
stöðugleika og stuðla að fjár-
málastöðugleika.
Það er því enn ein þjóðsagan, að
Seðlabankinn hafi undir forystu
Davíðs Oddssonar ýtt undir
ábyrgðarleysi fjármálastofnana.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Þjóðsögur um
bankahrunið (4)
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Lauf
Fjölnota skeljastóll
Sturla Már Jónsson
Húsgagna- og
innanhússarkitekt
hannaði LAUF