Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Enn einu sinni er
uppi á borði hjá
Reykjavíkurborg að
flytja flugvöllinn og
byggja íbúðir í Vatns-
mýrinni. Þessi um-
ræða kemur reglulega
upp með nokkurra ára
millibili og er gjarnan
vitnað til atkvæða-
greiðslu sem fram fór
fyrir nokkrum árum í
Reykjavík þar sem
örfáir tóku þátt, eða aðeins lítill
hluti borgarbúa. Ég trúi því að
flestir borgarbúar sjái ekkert að
því að hafa flugvöllinn, það sýnir
fjöldinn sem hefur skrifað undir á
lending.is, en alltaf koma ein-
hverjir sérhagsmunir upp á yfir-
borðið og þar eru arkitektar og
verktakar fremstir í flokki. Það er
nú svo að landið undir flugvellinum
er að hluta í eigu ríkisins og ekki
hef ég trú á því að það sé for-
gangsverkefni hjá nýrri ríkisstjórn
að byggja nýjan flugvöll. Það er
áreiðanlega nóg annað við fjár-
muni ríkisins að gera.
Reykjavíkurflugvöllur gegnir
margþættu hlutverki:
Þar er miðstöð innan-
landsflugs, miðstöð
þjónustuflugs, s.s.
sjúkraflugs Landhelg-
isgæslu, Flugmála-
stjórnar og Land-
græðslu. Þar er
aðsetur flugskóla og
einkaflugvéla. Þar er
miðstöð áætlunarflugs
til Færeyja og Græn-
lands. Þar er vara-
flugvöllur fyrir milli-
landaflug og önnur
flugstarfsemi.
Mikil atvinnustarfsemi
Það eru margar röksemdir fyrir
því að hafa flugvöllinn þar sem
hann er: Fyrir Reykjavíkurborg
skipta máli öll þau störf sem þar
eru, eða vilja menn auka atvinnu-
leysið í Reykjavík? Á árinu 1998
vann Hagfræðistofnun Háskóla ís-
lands skýrslu um atvinnuáhrif
Reykjavíkurflugvallar. Þá voru
bein, óbein og afleidd áhrif af
starfsemi flugvallarins talin vera
1.156 ársverk og efnahagsleg áhrif
um 11 milljarðar króna. Sjálfsagt
hefur þetta aukist síðan enda 15 ár
liðin. Til viðbótar er svo eyðsla
ferðamanna sem fara um flugvöll-
inn, en það er ekki inni í þessum
tölum. Núverandi meirihluti segist
vera mjög umhverfisvænn og er
t.d. að fjölga hjólreiðastígum, en
með flutningi vallarins lengra í
burtu er verið að auka mengun í
umferðinni. Skiptir það ekki máli?
Stjórnsýslan sem margir þurfa að
sækja utan af landi er öll í Reykja-
vík. Á að flytja hana í Reykja-
nesbæ? Og aðalsjúkrastofnun
landsins er í Reykjavík, eða á
kannski að byggja nýjan landspít-
ala utan Reykjavíkur? Þetta eru
aðeins örfá dæmi um það sem
þessi skipulagsbreyting gæti haft í
för með sér fyrir Reykjavík.
Mínútur geta skilið milli
lífs og dauða.
Fyrir landsmenn alla, sem vilja
að höfuðborgin sinni skyldum sín-
um, skiptir það máli, ekki síst fyrir
sjúklinga, að flugvöllurinn er svo
nálægt Landspítalanum. Þar geta
mínútur skilið á milli lífs og dauða.
Það skiptir líka máli fyrir
sveitarstjórnarmenn og for-
ystumenn aðra sem þurfa að sinna
margvíslegum erindum í Reykjavík
að flugvöllurinn er þar. Þá er það
þjóðhagslega hagkvæmt að flug-
völlurinn sé þar sem hann er, enda
ekki mörg ár síðan allar flug-
brautir Reykjavíkurflugvallar voru
endurnýjaðar með sérstöku leyfi
þáverandi borgarstjórnar. Það er
því fáránlegt að ætla sér að fara
að byggja nýjan flugvöll fyrir okk-
ar litlu þjóð, við höfum engin efni
á því. Og það er jafnfáránlegt að
loka annarri flugbrautinni, eða 07/
25, því hún skapar það öryggi sem
krafist er að sé fyrir hendi á við-
urkenndum flugvöllum. Þá er það
skilyrði fyrir alþjóðaflugvellinum í
Keflavík að varaflugvöllur sé til
staðar og því hlutverki þjónar
Reykjavíkurflugvöllur. Ég hvet því
landsmenn til að setja nafn sitt á
lending.is og standa saman um
óbreytta stöðu Reykjavík-
urflugvallar.
Flugvöllurinn okkar allra
Eftir Jónu Valgerði
Kristjánsdóttur » Það er skilyrði fyrir
alþjóðaflugvelli í
Keflavík að varaflug-
völlur sé til staðar og því
hlutverki þjónar
Reykjavíkurflugvöllur.
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
Höfundur er fv. alþingismaður og sat
í Flugráði.
Mig hefur dreymt
fyrir þessu: Innan tíu
ára verður vinsælda-
músík (rokk, popp) að
mestu liðin undir lok
en í staðinn verður
komið nýtt fyrirbæri;
„HólóVisjón“. Þá
verður kominn á
markaðinn sérstakur
spilari sem er eins og
lágt borð (svona 1 x 2
metra flötur) en þar
verður hægt að sýna nýjustu af-
urðirnar á vinsældalistunum. Þeg-
ar til þess gerðum renningi (eða
öðruvísi smáhlut) er smellt í tækið
birtist manneskja (t.d. söngvari)
upp úr borðplötunni og fer með
efnið sitt. Skemmtikrafturinn er
jafnraunverulegur og venjuleg
manneskja og hægt er að skoða
hann frá öllum hliðum. Það er líka
hægt að stilla stærð hans frá því
að vera um eitt fet á hæð og upp í
rúma þrjá metra. En – þar sem
ekki er hægt að skoða HólóVisjón
í símum, tölvum eða sjónvarpi
verður maður að kaupa efnið fyrir
spilarann til að njóta þess sem
best (þótt kannski
verði hægt að heyra
lögin í útvarpi eða
síma). Músíkfyr-
irbærið sjálft verður
ólíkt öllu sem við
þekkjum í dag og eins
konar æði fer af stað
– þótt þetta verði, að
vísu, aldrei eins vin-
sælt og Rock’n’Roll
varð upp úr 1955 eða
The Beatles upp úr
1963.
Kannski verða
svona tæki komin í fín
veitingahús um 2020. Þá sér mað-
ur einhvern heimsfrægan
skemmtikraft spretta upp úr gólf-
inu og taka lagið. Hann verður
kannski um þrír metrar á hæð og
fólk getur labbað allt í kring um
hann. Einu eða tveimur misserum
seinna getur efnað fólk keypt sér
svona tæki og þá fara menn að
safnast saman í fínum húsum til að
sjá herlegheitin – en líklega verða
HólóVisjón-tækin ekki komin inn á
annað hvert heimili fyrr en 2023-
2024, vegna þess að afspilunar-
tækin verða nokkuð dýr til að
byrja með.
Hugsið ykkur bara – árið 2023
kemur fólk saman til að eiga nota-
lega stund í heimahúsi með kunn-
ingjum sínum. Skyndilega birtist
rúmlega tveggja metra há maga-
dansmey upp úr gólfinu og fer að
kyrja vinsælt lag. Einhver í hópn-
um er ekki nógu ánægður með
hana og vill fá eitthvað hefðbundn-
ara, svo gestgjafinn slekkur á kon-
unni, en skömmu síðar birtist flyg-
ill á staðnum sem stúlkan var á.
Ungur maður situr við hljóðfærið
og fer að spila. Einhverjum finnst
hann óþarflega stór, svo hann er
minnkaður þar til hann er ekki
nema um hálfur metri á hæð.
Kannski birtist fiðluleikari við
hliðina á honum fyrr en varir og
þannig líður kvöldið. Kannski
verður eitthvað þessu líkt að veru-
leika innan áratugar eða svo –
kannski ekki. Mig bara dreymdi
fyrir þessu um daginn.
Tónlistaræði framtíðarinnar
Eftir Þorstein
Eggertsson »Kannski verða svona tæki komin
í fín veitingahús
um 2020.
Þorsteinn
Eggertsson
Höfundur er rithöfundur og
söngvaskáld.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
fi p y j g p
Carpaccio með valhnetu-vinaigrette og klettasalati Grafið lam
Villibráðar-paté með paprik
Bruchetta með tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparrótars
Bruchetta með hráskinku, balsam og grill uðu Miðjarðarhafsgrænm
- salat fersku
k r y d d j u r t u m í brauðbo
með Miðjarða
Risa-rækj
með peppadew Silu
með japönsku majón
si sinnepsrjóma- osti á bruchet
Hörpuskeljar, 3 smá
Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og fersku
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarb
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
sahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Fyrir þá sem elska hönnun
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is