Morgunblaðið - 07.09.2013, Qupperneq 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
✝ Sigríður Gunn-laugsdóttir
Magnúsdóttir,
fæddist í Hvammi,
Vestmannaeyjum,
4. maí 1921. Hún
lést á Hrafnistu,
Hafnarfirði, 30.
ágúst 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Gíslína
Jónsdóttir, f. 16.
nóvember 1888,
frá Berjanesi undir Eyjafjöll-
um og Magnús Þórðarson, f.
24. desember 1876, frá Orm-
skoti, Fljótshlíð. Hún átti 10 al-
systkini og 7 hálfsystkini, sem
öll eru látin nema 2 yngstu
bræðurnir þeir Þórður, f. 1933,
og Guðmundur, f. 1934.
Sigríður giftist 31. desember
1943 Yngva Markússyni, f. 23.
apríl 1917, d. 5. júní 1991,
bóndasyni frá Dísukoti í
Þykkvabæ, syni Katrínar Guð-
mundsdóttur, f. 23. ágúst 1883
frá Skarði, Þykkvabæ, og
Markúsar Sveinssonar, f. 5.
apríl 1879 frá Hákoti, Þykkva-
bæ. Börn þeirra eru: 1) Eygló,
f. 1941, gift Herði Júlíussyni, f.
1940, þau eiga þrjú börn og
fjögur barnabörn. 2) Sveinn, f.
1942, fyrri kona Judith Christi-
ansen, f. 1944, þau eiga fjögur
börn, átta barnabörn og eitt
barnabarnabarn. Seinni kona
Hábæ fyrir Helga Benedikts-
son. Vorið 1949 keyptu þau
Oddspart í Þykkvabæ, bjuggu
þar með kýr, kindur, hross og
kartöflur. 1971 hættu þau
kúabúskap og eftir það var
kartöflurækt aðalbúgreinin.
Oddspart seldu þau 1991,
Yngvi lést í júní það ár, en Sig-
ríður flutti í Hraunbæ 103 í
Reykjavík í eldri borgara íbúð.
Hún var mikil félagsvera og
kvenréttindakona, var í kven-
félaginu í Þykkvabænum, spil-
aði bridds með bridds-
klúbbnum þar meðan hann
starfaði, kaus alla tíð Fram-
sóknarflokkinn og studdi sitt
Kaupfélag Rangæinga, meðan
það var og hét. Hún hafði
mjög gaman af handavinnu,
var afar vandvirk og eiga ætt-
ingjar hennar marga fallega
muni eftir hana. Sigríður hafði
líka mjög gaman af að ferðast
og fóru þau Yngvi í margar
bændaferðir til Evrópu og
Kanada, einnig fór hún margar
ferðir með eldri borgurum til
útlanda og innanlands. Hún
naut sín vel í félagsstarfinu í
Hraunbænum og átti þar góð
ár. Sigríður dvaldi á Hrafnistu,
Hafnarfirði, síðustu tvö og
hálft ár.
Útför Sigríðar fer fram frá
Þykkvabæjarkirkju í dag, 7.
september 2013, kl. 14.
Elísabet Halldórs-
dóttir, f. 1947, þau
skildu. 3) Magnús,
f. 1946, giftur
Katrínu Eiríks-
dóttur, f. 1946,
þau eiga þrjá syni
og fjögur barna-
börn, áður átti
Magnús son með
Ingigerði Antons-
dóttur, f. 1945, og
á hann þrjú börn.
4) Katrín, f. 1951, gift Markúsi
Þór Jensen Atlasyni, f. 1953,
þau eiga þrjú börn og níu
barnabörn.
Sigríður ólst upp í Vest-
mannaeyjum, síðast á Skans-
inum, sem systkinahópurinn
hefur jafnan verið kenndur
við. Á unglingsárunum vann
hún í netagerð þar í bæ og við
sitthvað fleira. Einnig var hún
kaupakona eitt sumar í Selkoti
undir Eyjafjöllum. Vorið 1937
fór hún að Hávarðarkoti í
Þykkvabæ til Halldóru, systur
sinnar, og var þar til aðstoðar
um sumarið. Þar kynntist hún
mannsefni sínu, Yngva Mark-
ússyni. Sigríður og Yngvi hófu
búskap í Dísukoti og voru þar í
eitt ár, fluttu síðan að Bjó-
luhjáleigu í Djúpárhreppi og
bjuggu þar í fimm ár. Síðan
fóru þau til Vestmannaeyja,
þar sem Yngvi sá um kúabúið í
Amma mín Sigríður Magn-
úsdóttir var sterk, sjálfstæð,
ákveðin íslensk kona. Hún var
félagslynd og frændrækin, eign-
aðist auðveldlega vini og kunn-
ingja, hvort sem var í utan-
landsferðum með afa, í
félagsstarfi eða meðal nágranna
sinna. Oft hef ég notið þess í
gegnum tíðina að vera barna-
barn Sigríðar og Yngva frá
Oddsparti. Ung tók hún ákvörð-
un um að kjósa Framsóknar-
flokkinn og hann kaus hún alla
tíð. Hún sagðist hafa rætt við
Sigurbjart mág sinn í Háv-
arðarkoti, sem hún sagði best
gerða mann sem hún þekkti.
Svo tók hún ákvörðun um að
kjósa eins og hann mælti með.
Eftir það varð ekki aftur snúið,
amma og Framsókn áttu sam-
leið út lífið. Þegar hún amma
tók ákvörðun þá stóð hún við
hana. Viljastyrkurinn var allt
sem þurfti. Þegar hún ákvað að
hætta að reykja þá bara hætti
hún, búið mál. Hún með þennan
sterka vilja hafði því ekki alltaf
skilning á minniháttar vanda-
málum. En þegar virkilega bját-
aði á þá var hún kletturinn sem
studdi mann gegnum allt. Við
systkinin nutum þeirra forrétt-
inda að alast upp hinum megin
við götuna hjá ömmu og afa í
Þykkvabæ. Stundum kom þó
fyrir að okkur þótti nálægðin og
afskiptasemin fullmikil.
Við höfðum því litla samúð
með frænda okkar úr Reykjavík
er hann kvartaði undan elda-
mennsku ömmu, er þau afi
gættu þeirra systkina um tíma.
„Vitiði hvað hún amma gerði?
Hún setti kindabjúgu á pits-
una.“ Þá var nú mikið hlegið.
Mínar fyrstu minningar eru að
sitja við eldhúsborðið í Oddsp-
arti að spila á spil við ömmu og
langömmu. Amma, sem alltaf
var að ala okkur upp, var sko
ekkert að leyfa mér að vinna,
börn þyrftu að læra að tapa.
Ég stríddi henni síðar á því
að þetta hefði hún bara gert af
því að hún væri sjálf svo tapsár.
Ég er skírð í höfuðið á ömmu
og eins og vill oft verða með
börn þá var ég ekki alltaf
ánægð með nafnið mitt. Hún
var Sigga í Stóra-Parti, ég var
Sigga litla í Litla-Parti. Hér
hallaði augljóslega á einhvern.
Ég er þó löngu búin að taka
nafnið mitt í sátt. Það er ekkert
eins dásamlegt og að heita í
höfuðið á ömmu og vera kölluð
„nafna mín“.
Amma var mikil myndarkona
í höndunum og hverjar svo sem
hannyrðirnar voru var allt ein-
staklega vel gert því amma var
vandvirk og smámunasöm. Að
fá hrós frá ömmu fyrir vel unn-
ið verk var því mikill heiður.
Hún spreðaði ekki hrósi að
óþörfu. Við afkomendur hennar
eigum mikið af fallegum mun-
um eftir hana. Jólin hjá mér eru
í boði ömmu.
Amma flutti til Reykjavíkur
haustið 1991. Nokkrum árum
síðar stundaði ég nám þar og þá
brölluðum við nöfnurnar ýmis-
legt saman. Ég keyrði hana út
um allt og fékk að launum góm-
sætar máltíðir. Það var gott
fyrir fátækan námsmann. Er
amma spókaði sig í útlöndum
fékk ég oft afnot af íbúðinni
hennar. Eins gisti ég oft hjá
henni í lengri eða skemmri
tíma. Ég átti alltaf skjól hjá
ömmu.
Blessuð sé minning ömmu,
Sigríðar Magnúsdóttur.
F.h. systkinanna í Önnuparti,
Sigríður Harðardóttir.
Haustið 1968 tók amma að
sér það hlutverk að halda á mér
undir skírn, hún hefur örugg-
lega talið það létt verk en mér
tókst að láta hafa fyrir mér með
því að gráta nánast allan tím-
ann. Að sjálfsögðu hélt amma
ró sinni og kláraði hlutverkið
með sóma þó að barnið hafi lát-
ið illa.
Allt frá þessum tíma tengd-
umst við sterkum böndum sem
einkenndust af gagnkvæmri
virðingu og væntumþykju.
Ein af æskuminningunum er
að þegar amma og afi komu í
heimsókn í sveitina, oftast á
glæsilegum Volvo, bæði ákveð-
in, hress og hláturmild. Spjallið
við eldhúsborðið þróaðist oft út
í stjórnmál þar sem bæði höfðu
sterkar skoðanir. Amma var
töffari sem á þessum tíma
reykti vindla, ég man ennþá eft-
ir vindlalyktinni sem mér fannst
bara nokkuð góð. Seinna snar-
hætti amma þessum reykingum
og vindlalyktin sat eftir sem
góð minning.
Á unglingsárum mínum var
það fastur liður að fara til
ömmu og afa í Oddspart í
Þykkvabæ og hjálpa til við
kartöfluupptöku á haustin.
Þar gafst líka tími til að
kynnast frændfólkinu en það
gat orðið ansi fjölmennt í hús-
inu þegar stórfjölskyldan var
mætt til aðstoðar við kartöflu-
upptökuna. Á þessum tíma
blandaði amma stundum saman
hafragraut og skyri, kallaði það
hræring. Það var sérstakur
grautur.
Amma fylgdi einum stjórn-
málaflokki og þegar hún heyrði
að undirritaður væri farinn að
halla sér fullmikið til hægri
trúði hún ekki öðru en ég væri
kominn í slæman félagsskap
sem þyrfti að rétta af hið snar-
asta. Svona var amma, hrein og
bein og sagði nákvæmlega það
sem henni fannst.
Nú seinni árin var fastur lið-
ur í aðdraganda jóla að heim-
sækja ömmu í Hraunbæinn,
barnabarnabörnin að sjálfsögðu
með, sem fengu ýmsar tegundir
af smákökum og mjólk að
drekka. Henni var annt um ætt-
fræði og var ítrekað að útskýra
ættartengsl við ýmsa aðila, oft
við dræmar undirtektir okkar
en eftir því sem árin líða hefur
ættfræðiáhuginn aukist og þá
kann maður betur og betur að
meta fróðleikinn frá þeirri
gömlu.
Eitt af því sem amma hafði
áhyggjur af var hvað við Bryn-
hildur tókum langan tíma í að
láta gifta okkur, margoft var
farið yfir hvað þetta væri var-
hugavert og þá oft vísað í at-
burði frá gamalli tíð sem flýttu
fyrir giftingu ömmu og afa á
sínum tíma. Hinn 14. ágúst síð-
astliðinn, eftir nítján ár í sam-
búð, gengum við svo í formlegt
hjónaband, aðeins hálfum mán-
uði fyrir andlát ömmu.
Takk fyrir samfylgdina,
amma mín, skilaðu kveðju til
afa.
Aðalsteinn H. Magnússon.
Við kveðjum elskulega syst-
ur, mágkonu og frænku, Sigríði
G. Magnúsdóttur, húsfreyju í
Parti, Þykkvabæ, „Siggu í
Parti“. Hún fæddist í Hvammi í
Vestmannaeyjum, næstelsta
barn hjónanna Gíslínu Jónsdótt-
ur og Magnúsar Þórðarsonar þá
kaupmanns í Kaupangi. Hún
var skírð Sigríður Gunnlaugs-
dóttir, alnafna föðurömmu sinn-
ar. Hún ólst upp á Skansinum í
hópi 10 alsystkina og er sú átt-
unda sem kveður. Eftir hefð-
bundna skólagöngu þeirra tíma
vann hún í Netagerð Vest-
mannaeyja og ýmis störf sem til
féllu. Ung fylgdi hún Halldóru
systur sinni í Þykkvabæinn.
Svona til halds og trausts þegar
Dóra hóf búskap í Hávarðarkoti
með manni sínum Sigurbjarti
Guðjónssyni, þau höfðu eignast
sitt fyrsta barn, Gíslínu. Þar
varð á vegi Siggu ungur og
glæsilegur maður, Yngvi Mark-
ússon frá Dísukoti. Örlögin voru
ráðin, þau giftust og hófu bú-
skap á loftinu í Dísukoti. Þetta
var í stríðslok og fólk hafði lítið
á milli handa en ekki vantaði
dugnaðinn og bjartsýnina. Með
það að veganesti hófu þau bú-
skap í Bjóluhjáleigu í tvíbýli við
Ólaf bróður Yngva og Hrefnu
konu hans. Á þessum árum
voru systkini Siggu hjá þeim til
aðstoðar, fyrst Maggi, þá Klara
og loks Þórður. Eftir fimm ár
söðla þau um og flytja til Eyja.
Yngvi gerist bústjóri við kúabú
Helga Benediktssonar í Hábæ
næstu tvö árin. Eftir það setjast
þau að í Parti og þar áttu þau
og börnin fjögur, góða daga.
Fyrst stunda þau hefðbundinn
búskap en snéru sér síðan að
kartöflurækt. Það var gott að
koma að Parti, létt yfir heim-
ilinu. Húsfreyjan hláturmild og
ræðin, húsbóndinn brosmildur
og söngelskur. Sigga var sér-
lega minnug, félagslynd, hrein-
skiptin hlý og glöð persóna sem
gott var að vera með, enda var
hún vinmörg. Börn og ungling-
ar sem dvöldu á heimilinu hafa
sýnt henni ævilanga tryggð.
Þegar hún heimsótti eyjarnar
kynnti hún sig gjarnan sem
„Siggu frænku úr sveitinni“.
Sigga hugsaði vel um Yngva
sinn þegar heilsan þvarr. Þau
fluttu til Reykjavíkur og eftir
andlát hans bjó hún áfram í
Hraunbænum í návist fjöl-
skyldu og vina. Börnin hennar
hlúðu vel að henni, ekki síst eft-
ir að hún fékk Parkinsonveikina
og þurfti að dvelja á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Þar fékk hún góða
umönnun.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Við kveðjum kæra systur,
mágkonu og frænku með hjart-
ans þökk fyrir samfylgdina. Guð
blessi minningu hennar og alla
ástvini.
Þórður, Hrönn og
fjölskylda.
Sigríður Gunnlaugsdóttir
Magnúsdóttir
✝
Faðir okkar og tengdafaðir,
HANS AÐALSTEINN VALDIMARSSON
frá Miðhúsum,
Hlíf 2,
Ísafirði,
andaðist á Sjúkrahúsinu Ísafirði miðviku-
daginn 4. september.
Jónína Hansdóttir, Sigurgeir Garðarsson,
Björg Hansdóttir, Frosti Gunnarsson,
Ásdís Hansdóttir, Óskar Kárason,
Þóra Hansdóttir, Sigurður Ólafsson.
✝
Okkar elskulega
ÞÓRA KRISTÍN HELGADÓTTIR
lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Fjölskylda hinnar látnu.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
STEINUNN DANÍELSDÓTTIR
frá Syðra-Garðshorni
í Svarfaðardal,
lést á Dalbæ mánudaginn 2. september.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn
10. september kl. 13.30.
Anna María Halldórsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Halldór Jóhannsson, Erla Árnadóttir,
Helga Magnea Jóhannsdóttir, Sigurður Arnar Jónsson,
Jóhann Steinar Jóhannsson, Íris Björk Gunnlaugsdóttir
og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARSIBIL ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hólavegi 9,
Sauðárkróki,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 29. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 14. september kl. 14.00.
Kristín Guðmannsdóttir, Eiríkur Ingi Björnsson,
Guðbjörg Guðmannsdóttir, Böðvar Hreinn Finnbogason,
barnabörn og barnabarnabörn.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSGERÐUR LILJA SIGURLÍNA FANNEY
HOLM
frá Grímsgerði,
Skessugili 7,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 27. ágúst.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. september
kl. 13.30.
Jóhannes Helgi Gíslason,
Gísli Bogi Jóhannesson, Ásta Bára Pétursdóttir,
Eyþór Holm Jóhannesson, Þóra Guðný Birgisdóttir,
Sigurður B. Jóhannesson, Ágústa G. Sigurðardóttir,
Hinrik Máni Jóhannesson, Valborg Stefanía Karlsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞORVARÐUR GUNNARSSON
byggingameistari,
Birkihæð 4,
Garðabæ,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Kópavogs-
kirkju miðvikudaginn 11. september kl. 13.00.
Erla Jónsdóttir,
Örn Þorvarðarson,
Sigrún Jóna Þorvarðardóttir, Gísli Eyþórsson,
Ingibjörg Þorvarðardóttir, Thorbjörn Brink,
Kristín Magnúsdóttir, Ingibjartur B. Þórjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.