Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
✝ KristjanaHjartardóttir
fæddist í Hnífsdal
1. júlí 1918. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
30. ágúst 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Þorsteinsdóttir, f.
9.4. 1879, d. 8.2.
1958 og Hjörtur
Guðmundsson, f.
2.2. 1889, d. 4.3. 1967. Systkini
hennar sammæðra eru Helga,
f. 1904, d. 1990, Sigríður, f.
1906, d. 1986, Jóakim, f. 1907,
d. 1913, Guðrún, f. 1908, d.
1941, Páll, f. 1910, d. 1911, Að-
albjörg, f. 1912, d. 2006. Al-
systkini eru Elísabet, f. 1917, d.
2000, Jóakim, f. 1919, d. 1997,
Ingibjörg, f. 1923.
Sonur Kristjönu, Grétar
Þórðarson, f. 1939, maki Katr-
ín B. Jónsdóttir, f. 1941. Börn:
Hjörtur, f. 1961, maki Helga
Jóhannesdóttir. Þau eiga fjög-
ur börn. Jón, f. 1965. Hann á
tvö börn.
Hinn 23. desember 1941 gift-
ist Kristjana Karli Sigurðssyni,
skipstjóra, f. 14.5. 1918. For-
eldrar hans: Sigríður I. Salo-
monsdóttir, f. 1986, d. 1976, og
Sigurður Jónasson, f. 1866, d.
1965. Börn: Ásgeir, f. 1941, d.
1952, maki Guðbjartur Ást-
þórsson, f. 1950. Börn: Álfhild-
ur, f. 1972, d. 2008. Hún á þrjú
börn. Margrét, f. 1974, maki
Hjálmar Þorvaldsson. Þau eiga
þrjú börn. Ástþór, f. 1979,
maki Jasmin Thorisson, f.
1984. Þau eiga þrjú börn. Hall-
dóra, f. 1961, maki Páll Guð-
jónsson, f. 1956, Börn: Hafdís,
f. 1978, hún á þrjú börn. Marta,
f. 1982, maki Guðmundur Guð-
mannsson, f. 1980. Þau eiga
þrjú börn. Karl, f. 1985, unn-
usta Lilja Friðbergsdóttir.
Kristjana, f. 1988. Hún á eina
dóttur.
Kristjana er fædd og uppalin
í Brekkuhúsinu í Hnífsdal. Hún
gekk í barnaskóla og ung fór
hún í vist hjá eldri systrum sín-
um í Reykjavík og Patreksfirði
þar sem hún var fram á full-
orðinsár. 1939 kom hún svo
aftur heim þar sem þau Karl
bjuggu sér heimili uppúr 1941,
lengst af bjuggu þau á Skóla-
vegi 9 og síðustu ár á Hlíf 2,
Ísafirði. Hún vann í Rækju-
verksmiðjunni og síðar í Hrað-
frystihúsinu í Hnífsdal, en faðir
hennar var einn af stofnefnd-
um þess. Kristjana lét sig
félagsstörf miklu varða og var
hún í Slysavarnarfélaginu
Tindum og Kvenfélaginu Hvöt,
Hnífsdal, þar sem hún var
heiðursfélagi. Áttu þau hjónin
miklu barnaláni að fagna og
eru afkomendur þeirra orðnir
65.
Útför Kristjönu fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 7. sept-
ember 2013, kl. 14.
1966, maki Jó-
hanna Jóakims-
dóttir, f 1943. Börn
þeirra: Agnes, f.
1962, maki Snorri
Bogason, þau eiga
tvo syni og eitt
barnabarn. Karl, f.
1964, maki Guð-
laug Jónsdóttir,
þau eiga tvo syni.
Sonur Jóhönnu:
Ásgeir Guðmunds-
son, f. 1970, maki Sædís Kr.
Gígja, þau eiga þrjú börn. Guð-
rún, f. 1945, maki Úlfar Víg-
lundsson, f. 1942, d. 2011. Fyr-
ir átti Guðrún Kristjönu, f.
1967, með Hermanni Lúth-
erssyni, f. 1941, d. 1966. Maki
hennar er Jóhannes Ólafsson,
þau eiga þrjár dætur. Börn:
Brynja, f. 1970, maki Jóhannes
Hjálmarsson, þau eiga þrjár
dætur. Hermann, f. 1971, maki
Ágústa Gunnarsdóttir, þau
eiga eitt barn. Hermann á tvö
börn fyrir og Ágústa eina dótt-
ur. Þórey, f. 1977, á hún einn
son. Hjördís, f. 1949, maki
Helgi Björnsson, f. 1947. Börn:
Ásgerður, f. 1968, maki F. Jón-
as Friðriksson, þau eiga þrjú
börn og eitt barnabarn. Gísli
Þór, f. 1973, maki Anna D.
Gunnarsdóttir, þau eiga tvo
syni. Hulda, f. 1979. Sigríður, f.
Elsku mamma mín.
Þegar ég sit hér og minnist
þín með fátækum orðum þá
hvarflar hugurinn aftur um viku
þegar ég bjóst nú síst við, viku
seinna, að ég væri í þessum spor-
um, þ.e að skrifa minningar-
grein. Síðasta vikan í sumarfrí-
inu og markmiðið var að eyða
dögunum með ykkur pabba.
Fara m.a í okkar árlegu ferð til
Þingeyrar og signa yfir minning-
arsteininn um Ásgeir föðurbróð-
ur minn og fá okkur kaffi í
Simbahöllinni. Sú ferð var aldrei
farin, þess í stað fórum við
mæðgurnar suður í sjúkraflugi
og uggurinn sat í mér, ég vissi að
þú vissir að örlögin réðu för. Svo
fór að við fjölskyldan þín, börn
og mörg barnabarnanna þinna,
sameinuðust hjá þér þar til yfir
lauk. Ég var lánsöm og vinnings-
hafi í happdrætti lífsins að hafa
fengið ykkur sem foreldra, móð-
ur sem var bæði góðum gáfum
gædd, bjó yfir yfirvegun og átti
ótakmarkaða ást og kærleik fyrir
okkur börn sín og afkomendur.
Við eigum öll margar góðar
minningar um hlýjan faðm móð-
ur og ömmu, góðar stundir þar
sem amma hafði endalausa þol-
inmæði við að hafa ofan af eða
kenna ungviðinu. Minningarnar
streyma fram sem fljót og af
mörgu er að taka, þær munu
ávallt fylgja okkur og verða okk-
ur huggun í sorginni.
Það eru einstök forréttindi að
fá að hafa foreldrana hjá sér
svona lengi, fylgjast með ást
þeirra á hvoru öðru í hjónabandi
í 72 ár. Skilyrðislausri ást á öll-
um afkomendunum þar sem
mamma mundi afmælisdaga
allra barnanna, fylgjast með
hvernig þau voru alveg með
hvernig veðrið var á fjarlægum
slóðum þar sem barnabörnin
bjuggu og sambandi barnanna
við þau. Næmleika mömmu ef
eitthvað bjátaði á og orð voru
óþörf. Það þýddi nú lítið að reyna
að halda henni fyrir utan, hún
fann það. Upplifa hversu sterk
hún var þegar áföllin dundu yfir,
þar sem hún reyndist kletturinn.
Lífið er hverfult og það er eitt
sem við vitum að þegar við fæð-
umst þá eigum við eftir að deyja.
Hversu lengi fáum við í lífinu að
dvelja er í höndum þess sem öllu
ræður. Þetta var staðföst trú þín,
elsku mamma mín, og á 95 árum
fékkstu ýmislegt að reyna. Ég
trúi að þér hafi verið vel tekið af
guði þínum og í móttökunefnd-
inni hafi fremstur verið ástvinir
þínir, Geiri bróðir og Álfhildur.
Ég þakka guði fyrir líf þitt, ég
þakka þér fyrir alla þína leið-
sögn, ást og kærleika sem þú
veittir mér.
Farðu í guðs friði elsku
mamma mín, minning þín mun
ávallt vera ljós í lífi okkar.
Þín dóttir,
Halldóra.
Við kveðjum þig með kærleiksríku
hjarta,
þér Kristur launar fyrir allt og allt.
Þú varst svo sterk og lést ei böl þig
buga
og birtan skín í gegnum húmið kalt.
Það er gott að lífsins degi lýkur,
að ljómi birta um þann sem
kvaddur er.
Því eitt er víst, að guð vor
gæskuríkur,
glaða framtíð hefur búið þér.
Kæra mamma, ljúfur guð þig leiði,
um landið efra í Edens fagra lund,
og á þinn legstað blóm sín fögur
breiði,
svo blessi drottinn þessa hinztu stund.
Í okkar hjarta ljúf þín minning lifir,
þú leiddir okkur fyrstu bernskuspor.
Við biðjum guð sem ræður öllu yfir,
að enn þér skíni blessuð sól og vor.
Að eiga góða móður er það
dýrmætasta sem nokkur maður
getur óskað sér. Það áttum við
systkinin.
Elsku mamma mín, þú varst
okkur ekki bara góð móðir, þú
varst líka dásamlegasta amma,
langamma, langalangamma,
tengdamamma og allt sem hægt
er að nefna við þá sem þér og
kynntust.
Þú vildir alltaf veg allra sem
mestan og bestan, umhyggja þín
var slík. Vildir alltaf fá að fylgj-
ast með hvernig gengi hjá hverj-
um og einum og studdir þá af
kærleika í blíðu og stríðu. Enda
elska þig allir afkomendurnir
þínir.
Lífið hefur ekki alltaf verið
þér létt og þú gengið í gegnum
mikil áföll í lífinu en með æru-
leysi og kjarki komst þú í gegn-
um það .
Ég er þakklát fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman
og dugnaðinn í ykkur pabba að
koma á hverju einasta ári frá því
1969 til Ólafsvíkur í heimsókn til
okkar, ekki bara einu sinni á ári,
oft tvisvar, jafnvel oftar. Öll
ferðalögin, sumarbústaðarferð-
irnar sem við fórum saman þeg-
ar börnin voru yngri gáfu þeim
mikið og okkur hjónunum líka.
Það var sko oft glatt á hjalla þá.
Það var alltaf gaman að koma
í heimsókn til ykkar á sumrin
vestur og ekki vantaði matföngin
því þú varst myndarleg húsmóðir
og alltaf mikill matur og bakkelsi
á borðum .
Þú varst mikil hannyrðakona
og féll þér aldrei verk úr hendi.
Börnin njóta þess og eiga marga
dýrgripi frá þér og að ógleymd-
um barnateppunum sem þú
gerðir fyrir öll nýfæddu börnin
Það er svo margs að minnast
að ég gæti skrifað heila bók um
það, elsku mamma mín.
Elsku mamma mín, við eigum
eftir að sakna þín mikið, en það
er ekki öllum gefið að eiga
mömmu og pabba sem eru 95 ára
og búin að búa saman í 73 ár og
voru jafn hress og þið. Og við
þökkum guði fyrir það
En enginn veit sína ævi fyrr
en öll er. Missir pabba er mikill
og hann á eftir að sakna þín mik-
ið, því þú varst augu hans og
eyru. Elsku pabbi minn, guð
styrki þig og verndi.
Hjartans þakkir, elsku mæta móðir,
þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt.
Þig verndi og gæti allir englar góðir,
ástarþakkir, mamma, góða nótt.
(HJ)
Guðrún.
Elskuleg móðir mín er til
moldar borin í dag, 7. september.
Ég hef verið svo lánsöm, hún
hefur verið til staðar fyrir mig í
64 ár, ég mun sakna þess að geta
hringt í hana til að spjalla,
spjalla um allt og ekkert.
Minningarnar sem koma upp í
hugann eru svo margar, mikil ást
og gleði, en líka sorgarstundir.
Sorgarstundir þegar ástvinir
féllu frá langt fyrir aldur fram.
Gleðistundirnar voru margar.
Eftir að pabbi hætti til sjós voru
þau dugleg að ferðast um landið,
þau eru fá fjöllin í Borgarfirði
sem þau höfðu ekki kannað. Yf-
irleitt var staldrað við í sumarbú-
stöðum, þá var gaman að koma í
heimsókn til þeirra, spilin voru
alltaf á borðinu, það var mikið
spilað og mikið hlegið. Eftir að
við Helgi eignuðumst okkar bú-
stað komu þau á hverju sumri,
þau nutu þess að vera á Jaðri.
Mamma hafði ekki treyst sér að
koma sl. tvö sumur en var farin
að tala um að hún ætlaði að koma
næsta sumar, því hún hefði verið
svo hress undanfarið.
Í júní sl. kom stórfjölskyldan
saman til að fagna, fagna því að
mamma og pabbi áttu bæði 95
ára afmæli á árinu, gleðin var við
völd þessa helgi, eins og alltaf
þegar við hittumst, farið í leiki
og sprellað. Mamma var hress og
naut þess að vera með hópnum
sínum, og ánægð að sjá hvað fjöl-
skyldan hafði stækkað á árinu,
tvö langömmubörn og tvö langa-
langömmubörn.
Mamma var með stórt hjarta,
laðaði að sér alla sem áttu leið
hjá, tók vel á móti nýjum fjöl-
skyldumeðlimum og vinum
barnanna. Alltaf var opið hús á
Skólavegi 9, börnin elskuðu að
koma til þeirra, alltaf var eitt-
hvert góðgæti á borðum.
Mamma var mikil kjarnorku-
kona, hún varð fyrir mörgum
áföllum en stóð alltaf upp aftur
eins og klettur. Þau pabbi áttu
samleið lengi og alltaf jafnást-
fangin, hann mun sakna Jönu
sinnar.
Elsku mamma, ég veit að
Geiri bróðir, Álfhildur, Hemmi
og Úlli halda utan um þig, við
munum halda utan um pabba
fyrir þig.
Minning þín lifir í hjörtum
okkar.
Þín dóttir,
Hjördís.
Mamma mín er dáin.
Það er erfitt að segja þetta
hvað þá hugsa, ég vonaði að það
væri langt í þessi orð hjá mér, en
svona er lífið. Ég þakka fyrir
þessi 61 ár sem ég hafði hana hjá
mér, og mun minnast hennar
sem akkeris í lífi mínu, mamma
sem kenndi mér allt, elda,
sauma, prjóna og var mér stoð
og stytta í barnauppeldinu, alltaf
var hægt að koma til mömmu og
fá pössun fyrir börnin ef við
hjónin þurftum að bregða okkur
af bæ. Það var gaman að hlusta á
sögurnar hennar af árunum
þeirra pabba saman á ferðalög-
um út um landið og átti ég því
láni að fagna að ferðast með
þeim, og man sérstaklega eftir
þegar við flutum út úr tjaldinu í
Galtarlækjarskógi rennandi vot,
nokkrar voru sumarbústaðaferð-
irnar þar sem mikið var spilað og
hlegið, farið í gönguferðir og
náttúran skoðuð.
Mamma var mikil handa-
vinnukona og mörg verkin eru til
eftir hana, alltaf var gaman að
koma til hennar og sitja hjá
henni og læra þetta og hitt, hekl-
ið eða prjónamynstrið, óendan-
lega þolinmæði sýndi hún, hætti
ekki fyrr en maður var búinn að
læra. Þegar við vorum yngri
systurnar saumaði hún öll föt á
okkur og sjálfa sig, oft hef ég
sagt, æ ég vildi að ég væri eins
dugleg í höndunum og þú, alltaf
svaraði hún, þú getur það, byrj-
aðu bara. Kvenfélagið Hvöt var
henni hugleikið og vann hún þar
félagsstörf af hug og sál, það eru
ekki mörg ár síðan hún hætti að
geta sótt fundi, alltaf fylgdist
hún með því sem við vorum að
gera. Minningarreitinn okkar í
Hnífsdal sem hún og pabbi sáu
um svo lengi sem þau höfðu
heilsu til heimsótti hún í hverri
viku til að fylgjast með og dást
að hvað hann blómstraði vel.
Elsku mamma mín, ég veit að
horfnir ástvinir hafa tekið á móti
þér og umvefja þig. Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Sigríður (Sigga).
Mikið svakalega hef ég verið
lánsöm, að eiga þig að, elsku
amma. Þú hefur átt viðburðaríka
og góða ævi, varðst 95 ára í júlí
sl. Að fá að eldast með maka sín-
um og halda heilsu er mikils
virði. Afmælishátíðin, sem haldin
Kristjana
Hjartardóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐLAUGUR SVANBERG EYJÓLFSSON
frá Stuðlabergi,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 1. september.
Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn
12. september kl. 13.00.
Halla Gísladóttir,
Sumarrós Hildur Ragnarsdóttir, Bergur Finnsson,
Gunnar Gísli Guðlaugsson, Guðbjörg B. Guðmundsdóttir,
Anna María Guðlaugsdóttir, Kristján Jóhann Guðjónsson,
Stefán Kristinn Guðlaugsson, Iðunn Pétursdóttir,
Guðlaugur Helgi Guðlaugsson, Guðbjörg Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku mamma okkar, tengdamamma og
amma,
JÓNHEIÐUR GUNNARSDÓTTIR,
Kirkjulækjarkoti
í Fljótshlíð,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á
Hellu miðvikudaginn 4. september.
Útförin fer fram frá Örkinni í Kirkjulækjarkoti
laugardaginn 14. september kl. 14.00.
Yngvi Guðnason, Rebekka Jónasdóttir,
Már Guðnason, Anna Óskarsdóttir,
Rebekka Guðnadóttir, Ásgeir Rafnsson,
Gunnar Rúnar Guðnason, Júlíana Þórólfsdóttir,
G. Heiðar Guðnason, Sigrún Drífa Annieardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
GARÐAR PÉTURSSON
rafvirkjameistari,
lést miðvikudaginn 4. september.
Svava Agnarsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær systir okkar og frænka,
ELÍN ÞORSTEINSDÓTTIR SNÆDAL,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánu-
daginn 2. september.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Systkini og fjölskylda.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVANHILDUR JENSEN,
Sóleyjarima 23,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 25. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir sendum við starfsfólki deildar 11E fyrir
góða umönnun og kærleik.
Fyrir hönd aðstandenda,
Carl Skúlason.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
systur,
ERNU ÞRÚÐAR MATTHÍASDÓTTUR,
Grófarsmára 23.
Sérstakar þakkir til Óskars Þórs Jóhannssonar, annarra
lækna, hjúkrunarfólks og heimahlynningar Kópavogs
fyrir frábæra umönnun og alúð í veikindum hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Óli Þór Júlíusson, Eva Hrund Harðardóttir,
Lóa Lind, Ari Júlíus,
Sigríður Ólöf Matthíasdóttir,
Sigurjóna Matthíasdóttir,
Bjarni Jón Matthíasson,
Ragna Matthíasdóttir.