Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 37

Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 37
var í sumar í tilefni 95 ára af- mælanna ykkar afa, var einstak- lega vel heppnuð. Þið bæði svo hress og nutuð ykkar út í ystu æsar með stórfjölskyldunni. Þessi helgi innrammar minning- arnar okkar um ykkur og fjöl- skylduna saman. Gott veður í dalnum okkar, útivist, punktar úr ævi ykkar afa rifjaðir upp í ratleiknum, góður matur, gleði og alltaf svo mikil samhygð og vinátta. Takk fyrir að vera mér góð fyrirmynd og stuðningur í gegn- um lífið. Takk fyrir að leyfa mér að heimsækja þig í vinnuna og fá að prófa að pakka fiski, takk fyr- ir að leyfa mér að gista á Skóla- veginum trilljón sinnum í æsku, takk fyrir að vera skjólið mitt þegar ég fór í fýlu við mömmu og pabba, ætlaði að strjúka að heim- an! Og hvert? Auðvitað heim til ömmu og afa! Takk fyrir að leyfa mér að ferðast með ykkur afa sumar eftir sumar. Takk fyrir spilastundirnar okkar, allan hlát- urinn og skemmtunina sem við áttum þar. Takk fyrir allar ynd- islegu stundirnar með börnunum mínum, knúsin og ástina sem þú hefur sýnt þeim. Litla ömmugull- ið mitt mun fá að heyra sögurnar okkar af ömmu Jönu í Hnífsdal þó hann hafi ekki náð að hitta þig. Takk fyrir allt elsku amma! Ég er svo rík að hafa átt þig og mun skila því sem þú hefur kennt mér áfram til minna af- komenda. Hvíl í friði elsku, besta amma mín. Ásgerður Gylfadóttir. Elsku amma mín. Ég bara trúi því ekki að þú sért farin frá mér og á sama tíma er ég svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst full af ást og elskaðir að vera með fjölskyldunni þinni og við með þér. Ég vissi ekkert betra en að koma vestur og eyða með þér dögunum. Ég gat setið allan daginn, hlustað á þig, horft á þig hekla og prjóna fallegu stykkin þín. Ég elskaði matinn sem þú gerðir og allt sem þú kenndir mér. Þú varst með svo gott hjarta og það verður skrítið að heyra ekki daglega í þér. Ég er svo þakklát að fá að fylgja þér og hafa fengið að vera með þér síðustu stundirnar í þínu fallega lífi. Það er svo margt sem mig langar að segja en ég bara kem ekki orðunum frá mér. Ég vil að þú vitir að ég mun passa afa fyrir þig og ég veit að þú munt fylgj- ast með mér og börnunum mín- um og vaka yfir okkur. Ég mun kenna börnunum mínum allt sem þú kenndir mér og leyfa þeim að finna fyrir þeirri miklu ást og kærleika eins og þú sýndir mér. Elsku amma mín, takk fyrir allt, þín verður sárt saknað. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Ástarkveðja. Þín Hafdís Vera. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku amma Jana, takk fyrir allt, þú varst einstök amma, þín verður sárt saknað. Þórey, Kristjana, Brynja og Hermann. Elsku amma mín, mikið er sárt að vita til þess að þú sért farin af þessari jörð, mig langar svo að leggjast í faðm þinn einu sinni enn og segja þér hversu þakklát ég er þér, hversu heitt ég elska þig og hversu sárt ég mun sakna þín. Við barnabörnin eigum ógrynni æskuminninga um afa og ömmu, enda var heimilið ykkar alltaf opið og þar var okk- ar annað heimili. Á kveðjustund renna margar minningar í gegn- um hugann, þær eru allar góð- ar, hlýjar og munu varðveitast um ókomna tíð. Mér er minn- isstætt hvað ég lærði mikið af þér, amma, til dæmis þegar þú varst að kenna mér að binda slaufu, þá fékk ég það hlutverk að binda svunturnar áður en við fórum að baka. Þú kenndir mér og leyfðir mér að hjálpa til við heimilisstörfin, vökva blómin, vaska upp en eftir að ég skúraði fórstu aftur yfir gólfið í laumi. Við sátum oft saman í stofunni meðan afi horfði á íþróttir og prjónuðum, þú gafst þér allan þinn tíma til að kenna mér og hjálpa. Ég er svo þakklát fyrir að þú náðir að kynnast dóttur minni. Ég man þegar hún Guðrún Marta var að koma í heiminn þá vildi ég að þið væruð látin vita að hún væri væntanleg, það var snemma um morguninn. Um há- degi, þegar þið afi áttuð að fara í mat, vildir þú ekki fara frá sím- anum því þú hafðir á tilfinning- unni að síminn myndi hringja þá og slepptir því matnum. Hálf- tíma síðar var Guðrún Marta mætt. Fallegasta minning mín er þegar þú komst og hélst á dóttur minni í fyrsta skiptið, hún var svo vær og góð enda hefur hún fundið fyrir hlýja faðminum þín- um. Allir sem þekktu þig, amma, vita hversu góð manneskja þú varst. Þú sýndir mér hvernig á að elska fólkið sem er manni kærast og hvernig eigi að koma fram við náungann. Síðasta dag- inn á sjúkrahúsinu, þegar við vorum að kveðjast, spjallaði ég í einrúmi við hjúkrunarfræðing- inn, hún sagði við mig að hún sæi einstaka fjölskylduást í kringum þig. Henni þótti svo fallegt að sjá umhyggjuna og ástina sem við bárum öll til þín. Ég sagði við hana að þú hefðir gefið okkur öll- um skilyrðislausa ást og um- hyggju, að þú hefðir verið okkar engill í mannsmynd og það væri ekkert annað hægt en að elska þig endalaust. Síðast þegar við spjölluðum saman í síma sagðirðu við mig að ég mundi spjara mig vel, þú viss- ir það. Núna eftir að þú kvaddir okkur veit ég að allt mun ganga vel, því ég veit að þú fylgist með og verður hjá mér. Elsku amma, fallegi engillinn minn og besta vinkona, ég elska þig og takk fyrir allt sem þú hef- ur gefið mér. Minning þín mun varðveitast í hjarta mínu. Þitt barnabarn og nafna, Kristjana Pálsdóttir. Elsku besta amma mín, ég trúi því ekki að þú sért farin, ég get ekki ímyndað mér lífið án þín. Þegar ég ákvað að flytja suður kveið ég mest fyrir að fara frá þér, það var svo gott að koma til þín og kúra, fá sér kókómjólk og köku. Þegar ég hugsa til baka þá eru svo margar góðar minn- ingar, ég man þegar ég gisti hjá þér og við sátum á kvöldin frammi að horfa á sjónvarpið. Ég var alltaf að spyrja: hvað eru þau að segja? því ég skildi ekki ensk- una og þú svaraðir mér svo þol- inmóð. Svo þegar mamma og pabbi fóru í frí og skildu okkur eftir gat ég hvergi verið nema hjá þér, ef ég reyndi að gista hjá vinkonu var ég fljót að koma til þín. Að alast upp í Hnífsdal með ömmu og afa í næstu götu er það besta sem nokkur getur óskað sér og vorum við systkinin það heppin að geta komið til ykkar afa á hverjum degi, fengið suðu- súkkulaði, skúffuköku og ást og umhyggju. Þú varst alltaf til staðar og alltaf að baka. Þú gerð- ir allt fyrir okkur og alla þína fjölskyldu, við vorum þér allt og við fundum alveg skilyrðislausa ást frá þér. Elsku amma, ég veit að allir deyja en ég hélt að þú færir aldr- ei eða allavega ekki strax. Til- hugsunin um að fá ekki að spjalla við þig og knúsa þig er óbærileg en ég hugga mig við það að þú ert komin á góðan stað þar sem margir elska þig eins mikið og við. Elsku amma, ég sakna þín al- veg óendanlega mikið og veit þú verður hjá mér þótt þú sért far- in. Ég elska þig alltaf. Þín Marta. Margt hefur leitað á hugann undanfarna daga, ekki síst hve Jana hefur verið stór hluti af fjölskyldu okkar og við af henn- ar. Munum enda ekki annað en að þau hjónin væru nefnd í sömu andrá, Jana og Kalli eða Kalli og Jana. Minningar um heimsóknir út í Dal ná langt aftur í frum- bernsku, reyndar eru Nonni og Diddý, þau elstu okkar systkin- anna, fædd í Hnífsdal. Foreldrar okkar fluttu frá Súðavík með hópinn sinn í Grænadal haustið 1952 og voru þeir þá samferða bræðurnir á Mími ÍS 30 og þar bjuggum við saman þar til að þau fluttu í hús- ið sitt við Skólaveg, og þegar við fórum úr Grænadal fluttum við í næsta hús fyrir ofan þau, Bakka- veg 10. Í minningunni eru þeir bræð- urnir á sjónum og þær Jana og mamma með barnahópinn og all- ir í sátt og samlyndi, hlaupið milli hæða og börnin öll sem einn systkinahópur. Þegar flest var í Grænadal vorum við sextán í húsinu, því afi og amma, foreldr- ar bræðranna, bjuggu með okk- ur um skeið. Slík forréttindi þekkjast varla í dag að fá þannig að alast upp saman, tengslin urðu enn sterkari og metum við það mikils. Við þökkum Jönu og Kalla tryggðina og elsku við okk- ur systkinin og foreldra, og alltaf voru þau nærri þegar áföll urðu í okkar hópi. Og saman tókumst við á við áfallið þegar Svanurinn fórst. Alltaf var gott að koma á Skólaveginn, ekki síður eftir að við fórum úr Dalnum. Einhverju sinni þegar stórfjölskyldan var fyrir vestan voru allir kallaðir í kaffi og með því í garðinn þeirra og það var notaleg stund, veit- ingarnar handlangaðar út um gluggann á svefnherberginu. Og ekki voru móttökurnar síðri þeg- ar þau Kalli voru flutt á Hlíf, mikið erum við búin að tala um þær dýrmætu stundir, síðast í júní í fyrra og í vetur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.́ (Vald. Briem.) Elsku frændi og hópurinn ykkar allur, Guð gefi ykkur styrk og kraft til að takast á við þennan mikla missi. Minningin um Jönu lifir með okkur öllum sem kynntust henni á langri ævi. Sigfríð (Diddý), Ingi og Bára. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 ✝ Sigrún ErlaVilhjálmsdóttir fæddist á Hvamms- tanga 12. septem- ber 1950. Hún lést í Reykjavík 26. ágúst 2013. Foreldrar henn- ar voru Ásta Að- alheiður Kristjáns- dóttir, f. 14.10. 1929 og Halldór Vilhjálmur Jóns- son, f. 29.2. 1916, d. 26.8. 1985. Þau skildu. Seinni maður Ástu er Hákon Guðmundur Torfason, f. 1.3. 1929. Alsystir Sigrúnar Erlu er Anna Sigurbjörg, f. 12. 7. 1953, d. 11.2. 2012. Hákon gekk þeim systrum í föður stað og ættleiddi þær síðar. Hálf- systkini af föður, Björn Marinó, f. 26.8. 1963, Jónína og Þórhild- ur, báðar, f. 9.6. 1965. Sigrún Erla ólst upp hjá Ástu og Há- koni í Reykjavík og á Sauðár- króki, þar sem hún bjó síðar ferðalögum, hún fór sem skipti- nemi til Bretlands þegar hún var 16 ára og vitnaði oft til þeirrar reynslu. Hún var alla tíð mjög áhugsöm um ferðalög er- lendis og átti um tíma marga pennavini um allan heim. Hún var alla tíð að leggja drög að ferðum með fjölskylduna og kom hún allmörgum slíkum í kring, einnig ferðuðust þau hjónin mikið. Hestamennska átti hug hennar um langt skeið, allt frá því hún var í sveit hjá ömmu sinni og afa í Vatnahverfi. Sig- rún Erla var vinur vina sinna og þegar vinabönd höfðu myndast voru þau traust. Hún stóð mjög þéttan vörð um hag og hags- muni barna sinna og fjölskyldu. Hún hóf starfsferil sinn ung, starfaði lengst af við skrif- stofustörf og í rekstri, fyrst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, Stein- ullarversmiðjunni, aðalbókari á bæjarskrifstofum Sauðárkróks, fjármálastjóri hjá Drífu ehf. í Garðabæ, Vinnumálastofnun Norðurlands vestra, átti og rak Ceres ehf. frá 2002 fram að and- láti. Útför Sigrúnar Erlu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 7. september 2013, kl. 14. ásamt eiginmanni sínum og börnum. Sigrún Erla gift- ist hinn 27.4. 1969, Hallgrími Þór Ing- ólfssyni, f. 23.9. 1946, frá Suð- árkróki. Börn þeirra eru: 1) Há- kon Hallgrímsson, f. 18.11. 1969, eig- inkona hans er Hrefna Guðmunds- dóttir, f. 6.3. 1970. Börn þeirra eru Hafþór, f. 27.4. 1992, Haf- rún, f. 11.7. 1998, og Hafsteinn, f. 8.3. 2000. 2) Unnur Hallgríms- dóttir, f. 13.11. 1971. Dóttir hennar er Berghildur Ýr Axels- dóttir, f. 11.6. 2001. 3) Þór Hall- grímsson, f. 20.9. 1980, eig- inkona hans er Sandra Heimis- dóttir, f. 10.12. 1982. Börn þeirra eru Vikar Máni, f. 10.11. 2002, Vignir Kári, f. 21.2. 2009 og Elvar Þór, f. 3.1. 2013. Sigrún Erla hafði gaman af Elsku Sigrún mín. Ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur. Lífið virðist svo óraun- verulegt og tilhugsunin um að fá aldrei að sjá þig aftur er mér um megn. Orð fá ekki lýst hversu yndisleg manneskja þú varst. Það var alltaf svo notalegt að vera ná- lægt þér, þú varst alltaf svo hlý og góð. Fjölskyldan var þér allt og þú varst alltaf til staðar, bæði í sorg og gleði. Ég finn enn fyrir þéttu faðmlagi þínu, sé fyrir mér fallegt bros þitt og hláturinn þinn ómar í höfði mér. Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag ef ég hefði ekki kynnst þér, þú kenndir mér svo margt og við upplifðum svo margt saman. Minningarnar um þig eru óteljandi og hjálpa þær til við að takast á við þá miklu sorg sem tekið hefur yfir um stund. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið mér í lífinu, öll símtölin, allar samverustundirnar sem við átt- um saman og öll þau ráð sem þú gafst mér, allt er þetta mér ómet- anlegt. Ég á eftir að sakna þín svo sárt. Þú varst frábær mamma og amma sem fórnaðir öllu öðru til að vera til staðar fyrir okkur öll. Það er sárt að vita til þess að fá ekki lengri tíma með þér en raun er. Ég hefði ekki getað fengið betri tengdaforeldra en ykkur, þig og Hallgrím, og fyrir það er ég æv- inlega þakklát. Elska ykkur alltaf Þín tengdadóttir, Sandra. Elsku Sigrún. Mig langar að þakka þér fyrir hlýhug og góðvild í garð systur minnar öll þau ár sem þið áttuð saman. Hún var svo sannarlega heppin að eiga þig að sem og guðsynir mínir og fjölskyldan öll. Þú lifir áfram í fallegum minn- ingum fjölskyldunnar sem ann þér svo heitt. Elsku Hallgrímur, Hákon, Unnur, Þór og fjölskyldur, ég sendi ykkur styrk á hverjum degi og vona að tíminn sefi sárustu sorgina. Kærleikskveðja Rakel Heimisdóttir. Ljóshærð og litfríð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Hendingar úr ljóði Jóns Thor- oddsen áttu vel við Sigrúnu Erlu Vilhjálmsdóttur sem hefur kvatt okkur svo óvænt og skyndilega. Það er erfitt að hugsa til þess að hún sé horfin á braut langt fyrir aldur fram. Á kveðjustund lítum við í vinahópnum til baka yfir far- inn veg og minnumst margra ánægjustunda sem við höfum átt í áratugi, bæði hér á landi og í ferð- um til annarra landa. Fregnin sára af andláti Sigrún- ar barst okkur, nokkrum úr vina- hópnum, þar sem við vorum sam- an á ferðalagi á Englandi. Hópurinn okkar góði hefur haldið saman lengi og má rekja upphaf hans til skólavistar eiginmann- anna í Tækniskóla Íslands. Ein kvennanna var svo fram- sýn að boða okkur konurnar til stofnunar „kvenfélags“ vorið 1973 skömmu áður en eiginmenn okk- ar luku prófum. Seinna bættust fleiri í hópinn og má með sanni segja að vinátta okkar hafi orðið sterkari með hverju ári. Sigrún Erla er sú fjórða úr hópnum sem fellur frá á réttum tveimur árum og er því skarð fyrir skildi. Fljótt kom í ljós hvað Sigrún Erla var mikil atorkukona, dugleg til allra verka, iðin, stefnuföst, glaðlynd og snögg í tilsvörum. Hún var kornung þegar þau Hallgrímur gengu í hjónaband og stofnuðu heimili, fyrst í Reykjavík en seinna á Sauðárkróki og mörg hin síðustu ár hafa þau átt sitt annað heimili hér syðra. Það var sama hvenær við komum til Hallgríms og Sigrúnar Erlu, þau tóku alltaf á móti okkur af miklum höfðings- skap. Ógleymanleg er ferðin sem saumaklúbburinn fór haustið 1995 norður í land, fyrst á Sauð- árkrók og síðan til Akureyrar. Á Sauðárkróki biðu okkar allra uppbúin rúm og veislumatur og við brottför vorum við leystar út með fallegum náttkjólum sem Sigrún Erla hafði valið í litum og stærðum sem hæfðu hverri og einni og eigum við margar þá enn. Náttkjólarnir voru saumaðir hjá saumastofunni Ceres, sem Ásta móðir Sigrúnar Erlu rak um ára- bil. Síðar tók Sigrún Erla við rekstrinum og rak líka um tíma tvær kvenfataverslanir, í Kópa- vogi og á Akureyri. Hún lagði hart að sér á erfiðum tímum en svo fór að hún hætti rekstri versl- ananna en þær rak hún af mikilli lipurð og þjónustulund. Þau Sigrún Erla og Hallgrímur voru samhent og samrýnd hjón svo að eftir var tekið og því er að honum og fjölskyldunni allri mik- ill harmur kveðinn aðeins hálfu öðru ári eftir að systir hennar lést. Við erum þakklát fyrir löng og ánægjuleg kynni og vináttu sem aldrei bar á skugga. Elsku Hallgrímur, við sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt. Guð faðir gefi góða þér nótt. Fyrir hönd TÍ-kvenna 1973, Guðbjörg Jónsdóttir og Hall- gerður Gunnarsdóttir. Sigrún Erla Vilhjálmsdóttir Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 FurukisturÍslenskar Netfang: kvisl15@internet.is Íslensk hönnun Útfararþjónustan ehf. Rúnar Geirmundsson Sími: 567 9110 Kista & ker

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.