Morgunblaðið - 07.09.2013, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.09.2013, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 fallegum ballöðum en svo skýst allt- af eitt og eitt dansvænt lag inn á milli, t.d. „Jungle Drum“, smástuð. Það á einnig við um Tookah. Þetta er dálítið þinn stíll, ekki satt? „Af því lífið er bara þannig,“ segir Emilíana og hlær. „Plöturnar mínar eru rosalega mikið bundnar við tímabil, hvenær ég er að semja lögin og hvernig hugarástandið er. Það er eins með þessa plötu, ég er búin að eignast son og vera í því og svo kem- ur alltaf að því að maður þarf að hrista sjálfan sig, fara að dansa og fá útrás.“ Eins og dagbók Spurð hvort hamingjan sé gegn- umgangandi stef á plötunni segir Emilíana að svo sé ekki. Þótt það sé dásamlegt að eignast barn sé lífið ekki alltaf dans á rósum, það skiptist á skin og skúrir. „Þetta er líka svolít- ið um þetta „duality“,“ segir Emil- íana um plötuna, leitar að íslenskri þýðingu og sættist með blaðamanni á tvíeðli eða tvískiptingu. „Það eru oft þessar samræður í lögunum, í „Blood Red“ er mjög mikið um þetta tvíeðli í samtali. Þannig að platan er mjög mikið ferðalag fyrir mig, mér finnst erfiðara að taka lögin úr sam- hengi því mér finnst þetta allt eiga að vera saman, eins og dagbók.“ Á Tookah má heyra að Emilíana er að þróast að einhverju leyti í nýj- ar áttir tónlistarlega því hljóðgervl- ar og raftónlist eru meira áberandi en á fyrri plötum hennar. „Ég bara vissi að þetta væri það sem ég vildi, ég vildi elektrónískt, var orðin svo ástfangin af hljóðgervlum og tölv- um,“ segir hún en bætir við að tón- list hennar hafi alltaf verið rafskotin að einhverju leyti. Þá hafi stemn- ingin í stúdíóinu hjá Carey haft mikil áhrif á útkomuna og tilraunir á borð við að syngja róleg lög við dúndrandi blikkljós. Emilíana samdi lagatexta plöt- unnar og spurð hvort hún eigi auð- velt með textasmíðina segist hún nokkuð vandlát og nákvæm þegar að henni kemur. „Ég elska texta, ljóð og góða penna. Ég vanda mig mjög mikið við textana, finnst gaman að skrifa þá og það tekur mig kannski heila eilífð að skrifa texta sem virkar einfaldur en það er rosalega margt í honum,“ segir Emilíana. Hvað yrk- isefnin varðar segist hún að mestu sækja í eigin reynslu og reynslu sinna nánustu. Inn í kjarnann Að lokum berst talið að „Tookah“, titli plötunnar, orði sem Emilíana bjó til og tengir við djúpa og ein- staka hamingju. „Þessi tilfinning þegar þú ert að ganga einhvers stað- ar og finnur fyrir þessari ljúfu ham- ingju og þakklæti, það þekkja þetta allir. Ég trúi því að þá sértu kominn inn í kjarnann,“ útskýrir hún og brosir blítt til blaðamanns, hamingj- an uppmáluð. Emilíana kemur fram á tónlist- arhátíðinni Iceland Airwaves 30. okt. nk. og heldur svo í tveggja vikna tónleikaferð um Evrópu sem hefst með tónleikum í París 7. nóvember. emilianatorrini.com Tónlistarhópurinn Kúbus flytur Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen í Tjarnarbíói í kvöld kl. 22. Verkið samdi Messiaen í haldi nasista í fangabúðum í Gör- litz. Innan þeirra veggja var kvart- ettinn frumfluttur í janúar 1941 þar sem bæði flytjendur og áheyrendur voru í haldi. „Frá tónsmíðinni staf- ar óttablandinni eftirvæntingu eftir sáluhjálp sem er að finna handan við yfirstandandi tíma. Hún er auð- ug af ást á söng fugla og litum ver- aldarinnar og býr yfir hendingum sem seilast út fyrir mörk laglín- unnar í átt til hins óendanlega,“ segir m.a. í tilkynningu. Flytjendur á tónleikunum eru: Guðrún Dalía Salómonsdóttir pí- anóleikari, Grímur Helgason klar- inettleikari, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari og Júlía Mogensen sellóleikari. Kúbus leikur kvart- ett eftir Messiaen Kvartett Kúbus er nýstofnaður tónlist- arhópur með bakgrunn í sígildri tónlist. mbl.is alltaf - allstaðar Tvær sýningar verða opnaðar í An- arkíu listasal, Hamraborg 3, í dag kl. 15. Annars vegar sýning Önnu E. Hansson „Umbrot“ og hins vegar sýning Sævars Karls „Sólskin um hánótt“. Á sýningunni sinni vinnur Anna með portrettmyndir af venju- legum og óásjálegum hlutum. „Í yf- irborðslegum einfaldleika þeirra er fólginn hulinn vettvangur sem veit- ir listakonunni rými til að kljást við væntingar umhverfisins gagnvart tilverurétti drauma, langana og innri þrár,“ segir í tilkynningu. Á sýningu Sævars gefur að líta níu málverk málið á sl. mánuðum. „Myndirnar eru abstrakt- express- jónískar, þar sem listamaðurinn teflir saman skærum litum sem virka hver í sínu rými, en mynda eina samhljóma heild á striganum,“ segir í tilkynningu. Opið er þri. til sun. kl. 15-18. Allar nánari upplýs- ingar á vefnum anarkia.is. Tvær sýningar opnaðar í Anarkíu SÝNINGAR HEFJAST AFTUR Í KVÖLD! EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU „Sprenghlægileg sýning fyrir allan aldur!“ - Sirrý, Rás 2 Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k Lau 5/10 kl. 19:00 18.k Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Sun 22/9 kl. 13:00 11.k Fim 10/10 kl. 19:00 19.k Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Fim 26/9 kl. 19:00 13.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fös 27/9 kl. 19:00 14.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Lau 28/9 kl. 19:00 15.k Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Sun 29/9 kl. 13:00 aukas Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Fim 3/10 kl. 19:00 16.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k Fös 4/10 kl. 19:00 17.k Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Rautt (Litla sviðið) Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Fim 19/9 kl. 20:00 aukas Fim 26/9 kl. 20:00 8.k Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k Fös 27/9 kl. 20:00 9.k Lau 14/9 kl. 20:00 aukas Lau 21/9 kl. 20:00 6.k Lau 28/9 kl. 20:00 10.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k Sun 22/9 kl. 20:00 7.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 4/10 kl. 20:00 frums Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik Mary Poppins – HHHHH – MLÞ, Ftíminn 4 sýningar á 13.900 kr. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 7/9 kl. 19:30 24.sýn Mið 16/10 kl. 19:30 Aukas. Sun 8/9 kl. 19:30 25.sýn Mið 30/10 kl. 19:30 Aukas. Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús! Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 13:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 16:00 Lokas. Aðeins þessar þrjár sýningar! Maður að mínu skapi (Stóra sviðið) Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson! Harmsaga (Kassinn) Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Mið 25/9 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Fim 26/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Ofsafengin ástarsaga sótt beint í íslenskan samtíma! Skrímslið litla systir mín (Kúlan) Lau 14/9 kl. 12:00 Frums. Lau 21/9 kl. 14:00 4.sýn Lau 28/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 14/9 kl. 14:00 2.sýn Sun 22/9 kl. 12:00 5.sýn Sun 29/9 kl. 12:00 8.sýn Lau 21/9 kl. 12:00 3.sýn Lau 28/9 kl. 12:00 6.sýn Barnasýning ársins 2012 Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 19:30 Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 19:30 Karíus og Baktus mæta aftur í október! Hættuför í Huliðsdal (Kúlan) Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn Lau 21/9 kl. 16:00 7.sýn Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Sun 15/9 kl. 16:00 5.sýn Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn Lau 21/9 kl. 13:00 6.sýn Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.