Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
Það kom óvænt upp að éggæfi bókina út. Það varkunningi minn sem fór íprentsmiðju og fékk öll
smáatriði uppgefin, hvað þetta
myndi kosta og svo framvegis.
Það varð ekkert aftur snúið eftir
það. Elsta ljóðið í bókinni er um
það bil þrjátíu ára gamalt þrátt
fyrir að þau sé flest tiltölulega
ný,“ segir Viðar Jónsson sem gaf
nýlega út ljóðabókina Silkileiðin.
Vinnur mikið með tungumál
„Það eru engir, stuðlar, höf-
uðstafir eða rím í þessum ljóðum
og því mega þau teljast til óhefð-
bundins ljóðaforms. Það er ekki
einu sinni að finna punkta né
kommur í ljóðabókinni. Maður er
Morgunblaðið/Ómar
Ljóðskáld Í ljóðabók Viðars má finna fimmtíu og tvö óhefðbundin ljóð.
Ljóðin spanna þrjátíu ár
Sérkennslu- og þýðingarfræðingurinn Viðar Jónsson gaf nýverið út ljóðabókina
Silkileiðina, en um er að ræða hans fyrstu bók. Skáldið segist engu að síður hafa
ort ljóð í áranna rás og að mörg kjarnyrt íslensk skáld séu honum góð fyrirmynd.
Það er sjaldnast við hæfi að leika
sér að matnum en hins vegar má
útbúa matinn þannig að hann
gleðji sem flesta. Á síðunni
www.cutefoodforkids.com eru ótal
hugmyndir að nesti og snarli og er
útkoman mjög skemmtileg og
spaugileg.
Eplamargfætla er til dæmis gerð
úr grænum eplum og ostbita,
hreindýrasamloka úr dökku og
ljósu brauði og kirsuberjatómati og
síðast en ekki síst er lítið mál að
búa til ljón úr spældu eggi og pyls-
um. Ekki er á allra vitorði að hægt
er að útbúa þrívíddarpúsl úr einu
epli né heldur að hægt sé að skera
út hin furðulegustu fyrirbæri úr
eplum. Hér eru ýmsar hugmyndir
sem geta vakið töluverða lukku í
nestisboxinu, garðveislunni eða
bara heima á sunnudagsmorgni í
rólegheitum.
Vefsíðan www.cutefoodforkids.com
Litskrúðugt Nesti getur verið bæði listrænt og skemmtilegt.
Enn skemmtilegra snarl
Nú er tími til að búa til dásamlegar
sultur, saft eða hlaup til að gefa vin-
um og vandamönnum. Það er tiltölu-
lega einfalt að búa til sultu og að
sama skapi er það ekki sérlega dýrt.
Gott er að nýta þær krukkur sem falla
til á heimilinu. Glerkrukkur undan
fetaosti, salsasósu eða tómatmauki
eru prýðilegar í sultugerðina. Krukk-
urnar má mála þegar sultan er komin
í og börnum þykir mörgum gaman að
skreyta miðana sem límdir eru á
krukkuna. Gamlir efnisbútar sóma
sér vel á krukkulokinu og fallegur
borði fullkomnar gjöfina. Einfalt,
gott, skemmtilegt og persónulegt.
Endilega …
… sultaðu ber
og gefðu
Morgunblaðið/Kristinn
Góð gjöf Sultukrukkurnar má
skreyta með ýmsu móti.
Það getur verið hvimleitt að hafa ofnæmi fyrir hinum
ýmsu fæðutegundum, eins og td. eggjum, mjólkurvörum,
glúteini og hnetum. Þeir hinir sömu taka væntanlega
fagnandi útkomu bókar sem heitir Kræsingar án ofnæm-
isvalda. Bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Fríðu
Rúnar Þórðardóttur næringarfræðings og næringar-
ráðgjafa á Landspítalanum. Útgtáfa bókarinnar er í sam-
starfi við Astma og ofnæmisfélagið hér á landi. Höfundur
bókarinnar, Alice Sherwood, tók málin í sínar eigin hend-
ur þegar sonur hennar greindist tveggja ára með fæðuof-
næmi. Hún kynnti sér málið vel og bjó til fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir
sem hentuðum öllum, líka þeim sem hafa ofnæmi eða óþol.
Í bókinni eru meira en hundrað uppskriftir, brauð, kökur og eftirréttir, hollir
millibitar sem og veisluréttir og margt fleira.
Íslensk útgáfa bókarinnar er tileinkuð minningu sigmars B. Haukssonar sem
var einlægur hvatamaður útgáfunnar.
Ný bók um kræsingar án ofnæmisvalda
Bragðgóð brauð, kökur og eftir-
réttir fyrir þá sem hafa ofnæmi
Sjö laga ídýfa Uppskrift að henni er að finna í bókinni. Hún er bragðmikil og litrík.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Opnir tímar:
4 flottir skvass salir
Körfuboltasalur
Einn besti golfhermir landsins
Velbúinn tækjasalur
Gufubað
7 Cross bells tímar á viku
6 Spinning tímar á viku
Einkaþjálfarar
Skvass kennsla
Persónuleg þjónusta
Spinning
mán., mið. og fös., kl 12.00 og 17.15
Mikill hraði og brennsla.
Ko
m
du
m
eð
íg
ot
t
fo
rm
!
Árskort á tilboði til 10. september
10% afsláttur
af öllum kortum til 10. sept.
Cross bells
þri. og fim., kl 12.00 og 17.15
lau., kl. 10.00
Styrkir alla vöðva líkamans.