Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Sveitarfélagið Norðurþing hefur
fundið aukinn áhuga fyrirtækja á
iðnaðarlóðum á Bakka við Húsavík.
Þrjú fyrirtæki eru komin lengra í því
ferli en önnur en Bergur Elías
Ágústsson bæjarstjóri segir fleiri
hafa óskað eftir lóð. Hann vill ekki
gefa upp nöfn nýju fyrirtækjanna að
svo stöddu en for-
vinna fari nú fram
með þeim, þau
eigi t.d. eftir að
ganga frá samn-
ingum eða viljayf-
irlýsingum með
Landsvirkjun um
raforkukaup.
Bergur segir
heimamenn
bjartsýna á að
framkvæmdir
geti hafist á Bakka á næsta ári og að
fyrsta verksmiðjan verði komin í
gagnið í lok árs 2016. Ef aðeins er
miðað við þessi þrjú fyrirtæki gætu
þau samanlagt skapað um 350 ný
störf og eru afleidd störf þá ótalin.
Alls er iðnaðarsvæðið á Bakka á
ríflega 200 hekturum. Í aðalskipu-
lagi hefur verið gert ráð fyrir allt að
11 lóðum en það fer þó alfarið eftir
óskum hvers fyrirtækis fyrir sig, hve
stórri lóð er óskað eftir. Er þá deili-
skipulagt í samræmi við það og lóð-
irnar geta því vel orðið færri en ell-
efu þegar upp verður staðið.
Risafyrirtæki
Fyrirtækin þrjú eru sem kunnugt
er PCC Bakki-Silicon, Thorsil og
Saint Gobain. Tvö þau fyrsttöldu
áforma rekstur kísilmálmverk-
smiðju en hið þriðja framleiðslu á
kísilkarbíð.
Saint Gobain er franskt risafyrir-
tæki, með nærri 200 þúsund manns í
vinnu víða um heim. Tillaga að mats-
áætlun um framleiðslu á kísilkarbíð
liggur fyrir hjá Skipulagsstofnun.
Fyrirtækið ráðgerir litla verk-
smiðju, með framleiðslugetu upp á
25 þúsund tonn á ári. Verkís, fyrir
hönd Saint Gobain, hefur óskað eftir
viðræðum við Norðurþing um 12
hektara lóð á Bakka. Tók bæjarráð
jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra
að óska eftir nauðsynlegum gögnum
svo hefja mætti vinnu við deiliskipu-
lag á svæðinu. Verði af áformum um
þessa verksmiðju gæti hún skapað
nærri 70 störf.
Bergur segir Saint Gobain geta
tekið endanlega ákvörðun með
skömmum fyrirvara, um leið og raf-
orkan hefur verið tryggð, en aðeins
taki 15-18 mánuði að reisa kísilkar-
bíðverksmiðju.
„Hin verkefnin eru með lengri
framkvæmdatíma,“ segir Bergur og
vísar þar til PCC og Thorsil. PCC er
komið með fjárfestingarsamning við
stjórnvöld og heimamenn og Thorsil
hefur óskað eftir samskonar samn-
ingum. Norðurþing hefur komið að
undirbúningi að gerð fjárfestinga-
samninga og þar sem um opinbera
ívilnun er að ræða hefur erindi verið
sent til Eftirlitsstofnunar EFTA,
ESA, sem hefur átta vikur til að
svara. Er búist við svörum þaðan í
lok nóvember nk.
PCC Bakki-Silicon ráðgerir um 33
þúsund tonna kísilverksmiðju á
Bakka í fyrsta áfanga, með mögu-
leika á stækkun í 66 þúsund tonn.
Búið er að samþykkja fyrirliggjandi
lóðarsamning við þýska félagið en
það hefur til umráða 22 hektara lóð.
Bein störf í þeirri verksmiðju yrðu
nærri 130 talsins. Fyrr í sumar sam-
þykkti bæjarstjórn að veita fulltrú-
um Norðurþings fullt umboð til að
skrifa undir samninga við PCC. Eru
það m.a. samningar um hafnarað-
stöðu, fasteignagjöld og fleiri gjöld.
Trygg raforka forsendan
Umsókn Thorsil er ekki komin
jafn langt á leið. Fyrirtækið hafði
gert fjárfestingarsamning við ríkið
árið 2010 en hefur sem fyrr segir far-
ið fram á samskonar ívilnanir og til
hefur staðið að veita PCC. Í umsögn
sinni um beiðni Thorsil hefur Norð-
urþing bent á að forsenda fyrir sam-
starfi við heimamenn sé að viðkom-
andi fyrirtæki hafi tryggt næga
raforku fyrir verkefnið og sýnt fram
á fjárhagslegan styrk og reynslu.
Thorsil er með í sigtinu jafnstóra lóð
og PCC fær en verksmiðjan er
stærri, með allt að 100 þúsund tonna
framleiðslugetu á ári. Þar er verið að
tala um 150 bein störf.
„Við höfum unnið í þessum málum
lengi. Okkar nálgun er sú að hér séu
verkefni sem þarf að skila, eins og
skipulagsmál, fjárfestingasamning-
ar og samningar um hafnarfram-
kvæmdir, vegagerð og fleira. Við er-
um nokkuð örugg á því að hlutirnir
fara af stað, hvenær nákvæmlega
getur enginn sagt, en við munum
hafa úthald til að klára þessi mál,“
segir Bergur, sem gerir sér þó vonir
um að framkvæmdir geti hafist á
Bakka strax á næsta ári og starfsemi
verði komin í gang í lok árs 2016.
Fleiri fyrirtæki
vilja lóð á Bakka
Bæjarstjóri Norðurþings segir forvinnu í gangi
Löng forsaga
» Áform um stóriðju við Húsa-
vík hafa verið uppi í mörg ár.
» Alcoa og fleiri aðilar sýndu
áhuga á að reisa þar álver en
ekkert varð af því.
» Deilt hefur verið um orku-
vinnslu á háhitasvæðum í
Þeistareykjum og víðar í S-
Þingeyjarsýslu. Ennfremur er
óvíst hve mikla orku er hægt
að fá frá gufuaflsvirkjunum á
svæðinu.
Bergur Elías
Ágústsson
Iðnaðarlóðir á Bakka
PCC - kísilver
22 ha lóð
130 störf
Thorsil - kísilver
22 ha lóð
150 störf
Saint Gobain - kísilkarbíðverksm.
12 ha lóð
69 störf
Fleiri fyrirtæki hafa óskað eftir lóð
Svæðið er alls
um 200 ha
Til Húsavíkur
N
or
ðu
rv
eg
ur
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
H
a
u
ku
r
5
.1
3
Finnur Árnason
rekstrarhagfræðingur
finnur@kontakt.is
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
Spennandi hótelverkefni að Arnarholti á Kjalarnesi. Möguleiki á allt•
að 100 herbergjum í nýju hóteli. Hagstæður leigusamningur.
Adventure Car Rental. Vinsæl bílaleiga í fullum rekstri með 25•
velbúna jeppa í útleigu. Fullbúið verkstæði, tvö lén, tvær heimasíður
og fullkomið bókunarkerfi.
Stórt þvottahús og efnalaug með móttökustaði víðsvegar um•
höfuðborgarsvæðið.
Pisa Guesthouse & Restaurant í Lækjargötu með 14 herbergjum og•
ítölskum veitingastað í eigin húsnæði. Hagstæð áhvílandi lán.
Stórt og rótgróið iðnfyrirtæki sem byggir mest á útflutningi. Ársvelta•
700 mkr. EBITDA 70 mkr. Litlar sem engar skuldir.
Stærsta heildverslun landsins á sínu sviði. Áhugasamir verða að•
sýna fram á fjárfestingagetu upp á a.m.k. 500 mkr. til að fá nánari
upplýsingar.
Stórt innflutningsfyrirtæki með góð umboð í tæknivörum fyrir•
sjávarútveg. Ársvelta 800 mkr. EBITDA 70 mkr.
Eitt þekktasta glerfyrirtæki landsins. Ársvelta 400 mkr.•
Þekkt heildverslun með sérvörur. Ársvelta 300 mkr. EBITDA 50 mkr.•
Miðbæjarradíó. Spennandi heildverslun og verslun með innflutning•
á íhlutum, aukahlutum, köplum, verkfærum og mörgu fleira á
rafeindasviði. Stöðug velta um 70 mkr. og góð afkoma. Sjá nánar á
www.mbr.is
Rótgróin, sérhæfð heildverslun með vélar og tæki. Ársvelta 200 mkr.•
EBITDA 20 mkr.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Íslenska ríkið getur einhliða tekið sér
skipulagsvald á Reykjavíkurflugvelli í
Vatnsmýrinni að mati Trausta Fann-
ars Valssonar, lektors við lagadeild
Háskóla Íslands. „Skipulagsvald
sveitarfélaga byggir á lögum og þeim
getur Alþingi breytt. Við höfum dæmi
af friðlýstum svæðum þar sem um-
hverfisráðherra hefur verið falið vald
til að setja takmarkanir eða taka
ákvarðanir sem hafa áhrif á skipu-
lag,“ segir Trausti en hann bendir á
að í 78. gr. stjórnarskrárinnar komi
það skýrt fram að sveitarfélög skuli
ráða sér sjálf eftir því sem lög ákveða.
„Það eina sem þarf að fullnægja er að
breytingin sé gerð með lögum.“
Möguleg bótaskylda
„Þegar hið opinbera tekur land
með skipulagsvaldi, og það tekið und-
ir ákveðin not, getur reynt á bóta-
skyldu gagnvart þeim sem á landið.
Það er eitthvað sem kæmi til skoð-
unar ef þingið takmarkar not Reykja-
víkurborgar, sem á hluta af flugvall-
arsvæðinu, til að nýta svæðið í
eitthvað annað,“ segir Trausti.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður
Framsóknarflokksins og formaður
umhverfis- og samgöngunefndar,
hyggst leggja fram frumvarp um að
skipulagsvald yfir Reykjavíkurflug-
velli færist frá borginni til ríkisins.
Mikil óánægja er með áform Reykja-
víkurborgar um að rífa flugvöllinn og
hafa hátt í 66 þúsund einstaklingar
skrifað undir mótmælalista gegn
áformum borgarinnar.
Telur ríkið geta tekið
valdið af borginni
Eina skilyrðið fyrir færslu skipulagsvalds er lagabreyting
„Skipulagsvald
sveitarfélaga bygg-
ir á lögum og þeim
getur Alþingi
breytt.“
Trausti Fannar Valsson
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
skóla- og frístundaráði segja að til-
lögur starfshóps ráðsins um samráð
við foreldra þegar kemur að ráðn-
ingu á skólastjórum gangi of
skammt og feli ekki í sér raunveru-
legt samráð. Meirihlutinn sam-
þykkti hins vegar tillögur starfs-
hópsins og kvaðst undrandi á að
minnihlutinn samþykkti ekki „þetta
jákvæða skref“ eftir því sem fram
kemur í fundargerð skóla- og frí-
stundaráðs.
„Fyrir rúmu ári lagði ég fram til-
lögu sem fól í sér að haldinn yrði
fundur með foreldrum þar sem um-
sækjendur kæmu og kynntu sín
stefnumál. Í framhaldinu gætu for-
eldrar komið sínum skoðunum á
framfæri við þá sem tækju ákvörð-
unina en víða erlendis er haft sam-
ráð við foreldra um ráðningu skóla-
stjóra. Þessi hugmynd hlaut engar
sérstakar viðtökur og málinu var
vísað inn í starfshóp sem skilaði síð-
an af sér tillögu sem gengur svo
skammt að varla er hægt að kalla
hana hænufet,“
segir Kjartan
Magnússon,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokks. „Tillagan
felur í sér að
þegar auglýst er
eftir skólastjóra
fái skólaráðið,
þar sem for-
eldrar hafa tvo
fulltrúa af níu, að hitta embættis-
mann og koma með ábendingar um
starfsauglýsinguna en embætt-
ismaðurinn ræður hvort hann taki
tillit til ábendinganna. Eftir það fá
foreldrar enga frekari aðkomu að
ráðningarferlinu.“
Kjartan kveðst finna mikinn
meðbyr með sínum hugmyndum.
„Það er mikilvægt að þessi umræða
fari fram en það er ekki ólíklegt að
þetta geti orðið eitt af okkar kosn-
ingaloforðum fyrir næsta vor,“ seg-
ir Kjartan.
mariamargret@mbl.is
Foreldrar komi að
ráðningu skólastjóra
Kjartan
Magnússon
Tillaga starfshóps varla hænuskref