Morgunblaðið - 09.09.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
CRÉATIVE TECHNOLOGIE
Öflug en sparneytin dísilvél fyrir hagkvæman rekstur. Frábær vinnuaðstaða með 180° opnun á
afturhurðum, gíraffalúgu, rennihurð, lækkaðri hleðsluhæð, hárri sætisstöðu og fjölda geymsluhólfa.
Rúmar tvo farþega ásamt ökumanni.
NÝR CITROËN BERLINGO VAN
citroen.is
• 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu
BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI
CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi
VERÐ: 2.541.832 KR. ÁN VSK
VERÐ: 3.190.000 KR. MEÐ VSK
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Fundurinn fór fram í jákvæðu and-
rúmslofti, var uppbyggilegur og gef-
ur tilefni til frekari viðræðna í fram-
haldinu. Það var ekki lokið við neitt
samkomulag, enda var tæplega við
því búist að það tækist á þessum
fundi,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson,
formaður samninganefndar Íslands í
makríldeilunni, um niðurstöðu
tveggja daga fundar um deiluna í
Reykjavík um helgina.
Fundinn sátu formenn samninga-
nefnda Íslands, Færeyja, Noregs og
Evrópusambandsins, auk aðstoðar-
manna, og var Sigurgeir fundar-
stjóri. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins var litið á fundinn sem
undirbúning fyrir annan og stærri
fund um makrílmálið í haust. Þá
herma heimildir blaðsins að engin
tilboð hafi verið lögð fram og að ekki
hafi verið reynt að semja um pró-
sentutölur í skiptingu aflans.
Funda næst í London
Næsti fundur fer fram 23.-25.
október í London og munu Rússar fá
þar sæti sem áheyrnarfulltrúar. Er
þar um að ræða reglubundinn fund
strandríkja sem fjölmennari nefndir
embættismanna og sérfræðinga
sitja. Stjórnmálamenn taka ekki þátt
í fundinum. Hafa aðrir fundir í deil-
unni ekki verið ákveðnir að sinni.
Morgunblaðið óskaði eftir viðtöl-
um við John Spencer, formann
samninganefndar ESB, og Ann
Kristin Westberg, formann norsku
nefndarinnar, en þau báðust undan
viðtölum við fjölmiðla.
Herluf Sigvaldsson, formaður
færeysku nefndarinnar, sagði fund-
inn hafa verið gagnlegan.
„Við áttum gagnlegar viðræður í
jákvæðu andrúmslofti. Það ætti að
skapa grundvöll fyrir frekari viðræð-
ur á næsta samningafundi. Allir að-
ilar sýndu fram á vilja til að halda
samningaferlinu áfram.“
„Okkur miðar áfram“
Mikið hefur borið á milli ríkjanna í
makríldeilunni og segir Sigvaldsson
að tekist hafi að þoka málinu áfram.
Margt leggist á eitt um að koma mál-
inu í þann farveg, ekki sé hægt að
þakka einu umfram annað í því efni.
„Tilfinning mín er sú að okkur miði
áfram og að okkur sé að takast að
binda enda á þrátefli og hefja dipló-
matískar viðræður,“ segir hann.
Spurður út í hafnbann ESB á
makríl- og síldarafurðir Færeyinga
segir Sigvaldsson að það hafi tekið
gildi 28. ágúst sl. Hann vilji ekki tjá
sig um áhrif bannsins á Færeyjar.
Engin niðurstaða um makríl
Samningafundi Íslands, Noregs, Færeyja og ESB um makríldeiluna í Reykjavík lauk án niðurstöðu
Formaður færeysku samninganefndarinnar segir að tekist hafi að binda enda á þrátefli í deilunni
Morgunblaðið/Golli
Tekist á um makríl Í hægra horni myndarinnar má sjá Benedikt Jónsson sendiherra og Sigurgeir Þorgeirsson.
„Tilefnið er makríldeilan og að
fulltrúar Evrópusambandsins
skuli komnir hingað til að taka
af okkur réttinn til að veiða
makríl. Við sýnum jafnframt
stuðning með Færeyingum og
Grænlendingum. Við flöggum
þeirra fánum líka,“ segir Birg-
ir Örn Steingrímsson,
stjórnarmaður í Heimssýn,
hreyfingu sjálfstæðissinna í
Evrópumálum, um makrílhátíð
á Ingólfstorgi í Reykjavík í
gær.
Grilluð voru 100 kíló af
makríl og áætlaði Birgir Örn
að um 1.000 manns myndu
gæða sér á fiskinum, þar með
talið fjöldi ferðamanna.
Makríllinn
rauk út
MAKRÍLHÁTÍÐ
Grillað Makrílnum var vel tekið.