Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 17
Versl-
unarstaður
síðan á
18. öld
Flateyri stendur á samnefndri eyri við Önundarfjörð norðanverðan og
er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Í október 1995 féll mikið
snjóflóð á bæinn og hafa síðan þá verið reistir miklir snjóflóða-
varnargarðar sem setja mikinn svip á bæinn. Á Flateyri hefur
verið verslunarstaður í rúmar tvær aldir, en atvinnuvegir hafa
einkum tengst sjávarútvegi. Á Flateyri búa um 200 manns.
Horfnir tímar Íbúð kaupmannshjónanna á Flateyri, þeirra Jóns og Guð-
rúnar, ber heimilishaldi fyrri hluta síðustu aldar vitni.
einstök heimild um heimilishald á
fyrri hluta síðustu aldar.
Það er eins og hjónin hafi
brugðið sér frá eitt augnablik og
þeirra sé að vænta eftir smástund.
Sykur, hveiti og haframjöl í krúsum
á pappírsklæddum eldhúshillum.
Samanbrotin gleraugu á blúndu-
lögðu borði, eins og einhver hafi
tekið sér frí frá lestri um stund, í
bókaskáp eru innbundin eintök af
dönskum kvennablöðum og út-
saumaðir og bústnir púðar liggja
letilega í sófa og bíða þess að ein-
hver halli sér makindalega upp að
þeim.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
Ljósmynd/Fiskverkun EG
Harðfiskur í hjalli Fiskurinn frá EG er útiþurrkaður í 4-6 vikur. Náttúruleg þurrkun er eitt af skilyrðum Slow Fish.
fiskinn okkar inn í Slow Fish.“
Harðfiskurinn frá Fiskverkun
EG er víðförull og hefur lent í ýms-
um ævintýrum. Hann var t.d. í far-
teski þeirra Haraldar Arnar Ólafs-
sonar og Ingþórs Bjarnasonar er
þeir fóru á norðurpólinn fyrir
nokkrum árum. „Við útbjuggum
dagsskammta fyrir þá, þar sem
innihélt það prótein sem þeir þurftu
á hverjum degi,“ segir Guðrún.
„Við höfum látið efnagreina
fiskinn og vitum nákvæmlega hvað
er í honum. Fólk er svo meðvitað
um það í dag hvað það lætur ofan í
sig og harðfiskur er algjörlega
hrein náttúruafurð, hann inniheldur
engin aukaefni. Matur fær ekki að
vera Slow Food nema hann sé
þannig.“
Er lífið harðfiskur? „Já, að
minnsta kosti stundum.“
Ljósmynd/Fiskverkun EG
Á veiðum Fiskurinn er veiddur á línubátnum Blossa sem er í eigu hjónanna.
„Félagsheimilið okkar hefur
drabbast niður og við viljum, með
smáátaki, koma því til leiðar að
það verði aftur að einhvers konar
hjarta bæjarins,“ segir Arnaldur
Máni Finnsson, guðfræðingur og
sjómaður og verkefnisstjóri
átaksins O, Flateyri, moje. „Uppi
eru ýmsar hugmyndir um hvað
hægt sé að gera í húsinu, en
áherslan er á leiklistarstarfsemi.“
Átakinu, sem hlaut styrk frá
Menningarráði Vestfjarða í vor,
er ætlað að efla félagslíf á Flat-
eyri. Þar er sérstök áhersla lögð á
endurreisn leikfélags bæjarins og
að hvetja þá íbúa bæjarins sem
eru af erlendum uppruna til þátt-
töku, en þeir eru um fjórðungur
íbúa.
„Þetta er hátíðlegt orðalag sem
þýðir Ó, elsku Flateyri á pólsku,“
segir Arnaldur Máni um nafn
átaksins. Hann segir félags-
starfsemi afar mikilvæga á litlum
stað eins og Flateyri, þátttaka í
félagi eins og leikfélagi skapi
samkennd og veiti sköpunargáfu
bæjarbúa útrás.
Hann vonast eftir góðum und-
irtektum bæjarbúa, en fyrir-
huguð er uppfærsla á Ronju ræn-
ingjadóttur og einnig verður
farið í hugmyndavinnu með lið-
sinni Víkings Kristjánssonar, leik-
ara og leikstjóra, þar sem unnið
verður með það sem er sameigin-
legt í menningu þeirra sem búa á
Flateyri. „Við vinnum með það
sem er sameiginlegt, ekki það
sem skilur að, tungumálaörð-
ugleika og annað sem leiklistin
getur yfirstigið,“ segir Arnaldur
Máni.
Vilja gera gangskör að því að efla félagslífið á Flateyri
Ljósmynd/Arnaldur Máni Finnsson
Flateyri Arnaldur segir leiklistina yfirstíga tungumálaerfiðleika.
O, Flateyri, moje
Slow Food, eða Hægur matur, er grasrótar-
hreyfing sem spratt upp í Evrópu í kjölfar
aukinnar neyslu á skyndimat. Á vefsíðu
samtakanna segir að meginmarkmið Slow
Food sé að auka meðvitund fólks um mikil-
vægi matarmenningar, þekkingar, hefðar
og landfræðilegs uppruna matvæla. Ein-
kunnarorð samtakanna eru Góður, hreinn
og sanngjarn. Höfuðstöðvar Slow Food eru
á Ítalíu, samtökin starfa víða um heim og standa fyrir ýmsum alþjóð-
legum viðburðum á sviði matargerðarlistar.
Slow Fish er eitt af undirverkefnum Slow Food, meðal annarra undir-
verkefna má t.d. nefna Slow Cheese sem snýst m.a. um varðveislu gam-
alla hefða í ostagerð og Slow Canteen, þar sem lögð er áhersla á matar-
gerð í mötuneytum í t.d. skólum, á sjúkrahúsum og vinnustöðum.
HÆGUR MATUR ER GÓÐUR, HREINN OG SANNGJARN
Slow Food um víða veröld
Merki Slow Fish árið 2013.
Suðureyri er næsti við-
komustaður 100 daga hring-
ferðar Morgunblaðsins.
Á morgun
Arctic Root (Burnirót) er náttúruefni sem við tímabundið andlegt eða líkamlegt álag getur
hjálpað líkamanum að aðlagast; skerpa á einbeitingu, vinna gegn streitu og sleni og stuðla
að betri svefni.
Arctic Root frá THE BROCCOLI er sérlega kröftugt. Hver tafla inniheldur 200 mg staðlaðan
kraft úr Burnirót (Rhodiola Rosea), unnið úr 2000 mg af ferskri rótinni. Það er fljótvirkt og
getur hentað vel þegar þú þarfnast aukinnar orku og einbeitingar.
Þreyta, kvíði, stress eða slæm einbeiting ?
Sölustaðir: Fjöldi apóteka og heilsubúða víða land s.s. Lyf og heilsa, Lyfjaver, Heilsuver, Apótekarinn, Lifandi markaður ofl. brokkoli.is
ARCTIC ROOT
Burnirót
Extra kraftmiklar - 200 mg staðlaður
kraftur úr Burnirót (Rhodiola Rosea)
60 töflur í pakka